Morgunblaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 14
14 finnur.is 29. desember 2011
Það væsir ekki um fjölskylduna sem býr í villunni í Aspen í Colorado í
Bandaríkjunum. Studio B arkitektastofan hannaði húsið að utan og inn-
an. Húsið var hannað með það í huga að það félli sem best inn í um-
hverfið. Í húsinu er dásemdarútsýni og ekkert ætti að skadda fegurð-
arskynið.
Húsið sjálft er vel hannað og fallegt og umhverfið í kringum húsið er
sérstaklega vandað. Úti eru laugar og meira að segja eldstæði í einni
þeirra. Þegar inn í húsið er komið eru ekki bara hefðbundin herbergi,
eldhús og stofa heldur mögnuð innisundlaug. Það væri ekki ónýtt að
taka smásundsprett í henni.
Eldhúsið er opið og bjart. Stórir gluggar gera eldamennskuna himn-
eska og innréttingin státar af góðu vinnuplássi. Það er sérstaklega fal-
legt að klæða „barinn“ í eldhúsinu með við og skapar það hlýleika.
Hver hlutur á sinn stað í húsinu og er lítið um óþarfa húsgögn eða
skraut.
martamaria@mbl.is
Það er hægastur vandinn að fá sér sundsprett í innilauginni.
Gaseldur lýsir upp stíginn að útidyrunum. Hornréttar línur inni á baðherberginu, nema hvað.
Mögnuð inni-
sundlaug í Aspen
í Colorado
Sjáið umfjöllun
og fleiri myndir
á mbl.is
Nútímastíll í náttúrulegu umhverfi.
Eldhúsið er bjart og opið og vinnurými nægt.
Skarpar, beinar línur einkenna stofuna og stórir gluggar leyfa umhverfinu að flæða inn.