Morgunblaðið - 29.12.2011, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 29.12.2011, Qupperneq 15
29. desember 2011 finnur.is 15 Þ ótti þér erfitt að vaxa upp úr Legokubbum? Lang- aði þig innst inni til að verða arkitekt eða húsa- smíðameistari? Ertu nörd fyrir sí- gildri hönnun? Þá er dótið fundið fyrir þig. Það heitir Lego Archi- tecture. Lego framleiðir á annan tug frægra bygginga og mannvirkja undir merkjum Lego Architecture og kennir þar ýmissa spennandi grasa. Tilurð línunnar má rekja til þess að ungur arkitekt að nafni Adam Reed Tucker sameinaði brennandi áhuga sinn á arkitektúr annars vegar og list hins vegar með því að byggja fræg hús úr Lego-kubbum og birti á heimasíðu sinni. Lego fékk pata af þessu hobbíi hans og þróaði í framhald- inu línuna, í félagi við Tucker. Skiptast settin í tvær línur, Archi- tect Series og Landmark Series. Sem fyrr segir kennir ýmissa grasa í línunni og meðal frægra bygginga má nefna Sears turninn í Chicago (sem nefnist víst Willis- turninn í dag), Geimnálina í Seattle, Empire State, Fall- ingwater og Robie House eftir Frank Lloyd Wright og Brand- enborgarhliðið í Berlín, svo nokkur séu nefnd. Settin eru misstór – þannig eru Burj Khalifa turninn í Dubai, Sears og Empire State að- eins úr handfylli af kubbum en einbýlishúsin eftir Lloyd Wright eru talsvert tilkomumikil módel. Alkunna er hversu róandi og uppbyggilegt það er að byggja úr Legokubbum. Hér ætti því að vera komið dót sem hentar smekk- vísum á öllum aldri. Tilbúin eru mannvirkin líka mikil prýði og stofustáss. Hver vill ekki skreyta híbýli sín með þrívíddarmódeli af Farnsworth House eftir Mies Van Der Rohe eða Rockefeller Center? jonagnar@mbl.is Brandenborgar- hliðið, ekki síður tignarlegt í Lego-útfærslu. RCA-turninn gnæfir yfir Rocke- feller Center. Sears turninn. Fyrirmyndin stendur í Chicago. Guggenheim-safnið í New York Hvern langar ekki að kubba? Lego fyrir hönn- unarnörda og aðra smekkvísa Robie House eftir Frank Lloyd Wright. Eitt frægasta ein- býlishús veraldar, Fallingwater. Empire State turninn. Í þetta nota ég hólkinn af eldhúsrúllu og sker í tvennt. Einnig má nota hólk af kló- settrúllu, hann passar akkúrat. Gaman er að prenta út litla vísu eða brandara og setja inn í ásamt nokkrum nammimolum. Svo er bara að pakka inn í fallegan pappír eða efni. Sjálf nota ég jólapappírinn utan af jólapökkunum sem komu í hús um síðustu helgi og krullubönd. Svo þarf að stinga með nál jafnt og þétt allan hringinn í miðjunni svo að það sér auð- veldara að opna. Þetta er svo sett á matardiskinn hjá hverjum og einum þegar lagt er á borð fyrir ára- mótasamkvæmið. Ekki bara fallegt borðskraut sem lífgar upp á heldur er líka gaman að fylgjast með hvað hver og einn fær þegar knöllin eru opnuð. Gleðilegt nýtt ár! maja@mbl.isMorgunblaðið/Sigurgeir S Gleði og glimmer um áramót Að þessu sinni ætla ég að sýna ferlega einfalt föndur fyrir áramótaveisluna, sem er eingöngu úr endurnýttum hlutum. Það er ekki nýtt af nálinni að gera svona knöll úr þessum efn- um en þetta er svo skemmtilegt og eitt- hvað sem allir í fjöl- skyldunni geta gert. Breytt og bætt með Maju

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.