Morgunblaðið - 29.12.2011, Síða 18
atvinna
Átta ára var ég andagæslumaður.
Hafði auga með öndum móður
minnar; fuglum sem kvökuðu hátt.
Voru stríðaldir og um haust voru
þeir í sunnudagsmat heima á
Húsatóftum á Skeiðum.
Gestur Guðjónsson,
verkfræðingur hjá Olíudreifingu.
F
yrirtæki og stofnanir eru í
nýrri áætlun hvött til að
móta samgönguáætlun
og hvetja starfsfólk til að
tileinka sér vistvænar samgöngur.
Landspítalinn og fleiri stór fyr-
irtæki og stofnanir hafa gert
samning við Strætó bs. og starfs-
fólk getur í krafti þeirra keypt sér
árskort með talsverðum afslætti.
Samningarnir eru víðtækir. Í þeim
felst að fyrirtækin skuldbinda sig
til að móta sér sína eigin sam-
göngustefnu, þar sem starfsfólkið
er hvatt til að nýta sér aðra kosti
en einkabílinn til að komast á milli
staða.
Vilja hjóla og taka strætó
Langflestir starfsmenn Land-
spítalans nota einkabíl til að kom-
ast til og frá vinnu, skv. könnun
sem gerð var í haust. Flestir nota
einkabíl vegna þess að þeim finnst
þeir búa of langt frá spítalanum til
að ganga eða hjóla ellegar henta
almenningssamgöngur þeim ekki.
Í könnuninni kemur fram að
starfsfólkið telur ekki raunhæft að
nota aðra samgöngumáta en
einkabílinn því koma þurfi börnum
í og úr skóla, tómstundastarfi og
fleiru. Flestir segjast geta hugsað
sé að fara öðruvísi milli staða en
þeir gera nú, en telja of mikla fjar-
lægð frá vinnustað vera fyr-
irstöðu.
Byrja snemma og hætta seint
Birna Helgadóttir sinnir um-
hverfis- og samgöngumálum hjá
Landspítalanum. Hún segir að
könnunin hafi verið liður í stefnu
stofnunarinnar í umhverfis- og
samgöngumálum.
„Þessi könnun er góður grunnur
til að móta enn frekar stefnu
Landspítalans í þessum mála-
flokki. Fram komu fjölmargar góð-
ar hugmyndir frá starfsfólkinu
sem vert er að skoða gaumgæfi-
lega,“ segir Birna. Hún telur leiða-
kerfi Strætó hindrun í vegi því
vagnar hreinlega gangi ekki á þeim
tímum sem slíkt henti starfsfólki.
„Margir sem byrja snemma að
vinna á morgnana geta ekki tekið
strætó vegna þess að vagnarnir
eru ekki á ferðinni alveg í bítið og
vandamálið er hið sama seint á
kvöldin. Skv. könnuninni munu
ódýrari fargjöld leiða til þess að
fleiri geta hugsað sér að nýta al-
menningssamgöngur og því höf-
um við nú gert þennan samning
við Strætó bs. og ég vona að sem
flestir kynni sér hvað er í boði,“
segir Birna.
Hjólageymsla með vorinu
Viðleitni stjórnenda Landspít-
alans í þá átt að starfsfólk taki upp
nýja háttu í samgöngumálum er
ekki bara orðin tóm. Með vorinu
verður tekin í notkun hjólageymsla
við sjúkrahúsið, þar með verður
aðstaða til að geyma hjólin. Þar
verður ýmis þjónusta í boði, til
dæmis aðstaða til að pumpa lofti í
dekkin, svo eitthvað sé nefnt.
„Þetta er vissulega hluti af okk-
ar samgöngustefnu og ég er viss
um að starfsfólkið kemur til með
að nýta sér þessa nýju aðstöðu,“
segir Birna.
karlesp@simnet.is
Landspítali og fleiri móta samgöngustefnu. Fólk hjóli í vinnu eða taki strætó.
Starfsfólkið
taki upp
nýja siði
Morgunblaðið/Ómar
Stærstur hluti starfsmanna Landspítalans, til dæmis þeir sem vinna á Borgarspítalanum, kemur til vinnu á einka-
bíl. Nú reka stjórnendur stofnunarinnar áróður fyrir breytingum í þá átt að fólk komi frekar með strætó eða á hjóli.
Morgunblaðið/Eggert
Birna Helgadóttir hjólar gjarnan milli staða.
Hennar starf á Landspítalanum felst meðal ann-
ars í að fá starfsfólkið til að fylgja sínu fordæmi.
Mikilvægt er að stytta vegalengdir ef fjölga á hjól-
andi vegfarendum, segir í hjólreiðaáætlun fyrir
Reykjavík sem samþykkt var í borgarstjórn á síðasta
ári. Borgaryfirvöld telja að það markmið náist fyrst
og fremst með þéttingu byggðar, eins og kveðið er á
um í aðalskipulagi Reykjavíkur. Í ferðavenjukönnun
sem gerð var 2009, kemur fram að mest notkun
reiðhjóla er í hverfum vestan Kringlumýrarbrautar
sem aftur rímar við þá staðreynd að fólk hjólar tæp-
lega lengri leiðir – það er úr úthverfunum til vinnu
t.d. í miðborginni.
Eknar ferðir Reykvíkinga eru um það bil 500 þús-
und kílómetrar á dag á dag. Meðallengd allra ferða er
3,23 km og eru 76% þessara ferða farin akandi.
Flytjist 10% ökuferða yfir á hjól fækkar eknum ferð-
um í borginni um 50 þúsund kílómetra á dag. Miðað
við að meðallengd hjólaferðar sé 2 km. sparast um
100 þúsund eknir km á dag á götum borgarinnar.
Sparnaður í útblæstri koltvísýrings væri með þessu
20 tonn á dag eða 730 tonn á ári.
Hjólafólkið er vestan Kringlumýrarbraut-
ar, segir í hjólreiðaáætlun Reykjavíkur
Styttri vegalengdir
hvetja til hjólreiða
Allt að 1.500 manns verður tryggð atvinna
með aðgerðum sem ríkisstjórn og fleiri
standa að og hleypt verður af stokkunum
strax eftir nýár. Til vinnu er yfirskrift átaks-
ins þar sem fólk sem hefur verið án vinnu
um langan tíma nýtur forgangs. „Við mun-
um nálgast þetta viðfangsefni af brekku-
sækni. Ætlum með öðrum orðum sagt ekki
að víla neitt fyrir okkur þó þetta verði svolít-
ið á fótinn að minnsta kosti í byrjun,“ segir
Runólfur Ágústsson sem stýrir verkefninu.
Áætlað er að aðgerðirnar verði til þess að
lækka tölu atvinnulausra um 0,7%. Þannig
var atvinnuleysi í sl. mánuði alls 7,1% en
verður komið niður í 6,4% að ári náist
markmið verkefnisins.
„Við setjum þetta þannig upp að fyr-
irtækin fá þá peninga sem ella færu í bóta-
greiðslur til einstaklinga – en fjárveitingin
er þá skilyrt því að sköpuð séu ný störf,“
segir Runólfur. Sér-
staklega verður gætt að
því að aðgerðir sem gripið
verður til leiði ekki til sam-
keppnisröskunar.
Gert er ráð fyrir að
sveitarfélögin skapi um
helming þeirra starfa sem
verða til með átakinu, en
fyrirtæki á almennum
markaði hinn helminginn;
750 störf hvor aðili. Munu Samtök atvinnu-
lífsins fara í sérstakt kynningarátak meðal
fyrirtækja innan sinna vébanda til að ná
þessu markmiði. Þá er liður í aðgerðunum
að gert verði samkomulag um samstarf
Vinnumálastofnunar og VIRK – starfsend-
urhæfingarsjóðs um þjónustu við það fólk
sem minni starfsgetu hefur en fjöldinn.
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Í átaki stjórnvalda og atvinnulífs verður kostað kapps að skapa ný störf og víst er að margir
gætu hugsað sér að vinna í fiski, í stað þess að sitja auðum höndum og róa fram í gráðið.
Stjórnvöld og hagsmunaaðilar í átaksverkefni
Skapa 1.500 ný störf
Runólfur
Ágústsson