Morgunblaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 21
29. desember 2011 finnur.is 21 Á níunda áratug síðustu aldar varð bílaframleið- andinn Dodge frægur fyrir framleiðslu á traustum fjölskyldubílum. En und- ir lok áratugarins var forstjórinn tilbúinn til að hressa upp á ímynd- ina og framleiða bíl fyrir þá sem finnst gaman að keyra. Hann vildi framleiða bíl sem líktist hinni goð- sagnakenndu Shelby Cobra, en það var alveg í andstöðu við alla aðra bíla sem Dodge hafði fram- leitt síðustu ár. Árið 1989 var hug- myndabíllinn kynntur á bílasýn- ingu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, almenningur heimtaði að fá þennan bíl á götuna. Léttur bíll og hrár Í byrjun árs 1992 var bíllinn kominn í sölu á mettíma sem Dodge Viper RT/10 Roadster. Þrjú ár þykir skammur tími í þróun á glænýjum bíl. En þessi fáu ár hafði Dodge nýtt vel og fengið Carrol Shelby til liðs við sig en hann er maðurinn á bak við goðsögnina Shelby Cobra. Carrol Shelby stofnaði einnig fyrirtækið Shelby American sem sérhæfir sig í að breyta bílum frá Ford, þá aðallega Mustang. Við þróun Vipersins var einblínt á að hafa hann sem léttastan og varð hann fyrir vikið mjög hrár. Ekki var hægt að fá hann með hliðarrúðum, enginn hurðarhúnn var að utan og því ekki hægt að læsa honum. Enginn óþarfa tölvu- búnaður var í bílnum á borð við spólvörn og ABS-bremsur né loft- kæling. Lagað að þörfum sportbíls Á þeim tíma sem unnið var að því að koma bílnum í framleiðslu var ítalski ofurbílaframleiðandinn Lamborghini í eigu Chrysler, en það er Dodge einnig. Það kom því vel að notum þegar Dodge var að þróa vélina í Viperinn. Ákveðið var að nota tíu strokka vél sem notuð hafði verið í Dodge-pallbíla og setja hana í Viperinn. En fyrst var hún send til Ítalíu þar sem hún var létt og löguð að þörfum sportbíls. Þegar vélin kom til baka til Bandaríkjanna var hún 323 kg og skilaði 400 hestöflum sem þýddi að Viperinn næði 296 km/klst hraða og gat náð 100 km/klst hraða úr kyrrstöðu á 4,6 sekúndum. Það þótti svakalegt á þeim tíma og ýtti Chevrolet út í svokallað hestaflakapphlaup. Viperinn var hestaflakóngurinn En Chevrolet Corvette var helsti keppinauturinn þegar Dodge setti Viperinn á sölu. Chevrolet Cor- vette hafði lengi verið með sín 350 hestöfl og virtist bara vera sátt við það. Að vísu var hægt að fá sér- staka ZR-1-útgáfu með rétt rúm- lega 400 hestöfl. Eftir þrjú ár í framleiðslu fékk Viperinn yfirhalningu. Hann var léttur enn frekar, bætt var við hann hliðarrúðum og hurð- arhúnum að utan en það sem mestu máli skipti var að 50 hest- öflum var bætt við sem gerir sam- tals 450 hestöfl. Þessar breyt- ingar skiluðu bílnum nú í 100 km/klst hraða á fjórum sek- úndum og allt að 298 km/klst hraða. Á sama ári kynnti Chevrolet nýja Corvette með 350 hestöfl og hætti framleiðslu á kraftmiklu ZR-1-útgáfunni. Það var ekki fyrr en árið 2001 sem Chevrolet gat keppt við Viperinn á ný þegar 405 hestafla Z06-útgáfan var kynnt. Corvette Z06 var álíka snögg í hundrað km/klst hraða og Viper- inn en hann var ennþá hest- aflakóngurinn. Við það gat Dodge ekki unað og árið 2003 var Dodge Viper SRT-10 kynntur til sögunnar. Sá bíll var 500 hestöfl, náði ennþá meiri hraða og var ennþá sneggri í hundrað km/klst hraða en fyr- irrennari hans. Við það sætti Chevrolet sig ekki og árið 2005 var ný Corvette kynnt með 400 hestafla vél. Ári seinna var ný Z06-útgáfa kynnt með 505 hestöfl. Nýr Viper væntanlegur Þegar þarna var komið sögu var Chevrolet komið með fimm hest- afla forskot og það þurfti Dodge að bæta. Viperinn fékk hundrað hestafla aukningu árið 2008 sem þýddi að hann hafði yfir að ráða 600 hest- öflum. Þetta fannst Chevrolet- mönnum ekki nógu gott og árið 2009 kynntu þeir til sögunnar 638 hestafla ZR-1-útgáfu. En nú var skollin á heimskreppa og sportbílar seldust ekki vel. Chrys- ler, móðurfyrirtæki Dodge, fór á hausinn og heyrði Viperinn því sögunni til. En Viper-aðdáendur voru ekki búnir að syrgja lengi þegar Fiat keypti Chrysler og kynnti áætlun um nýjan Viper árið 2013. Þar sem ítalski ofurbílaframleiðand- inn Ferrari er einnig í eigu Fiat má búast við flugeldasýningu þegar nýr Viper fer í framleiðslu. Árið 2013 áætlar Chevrolet einnig að ný Corvette fari í framleiðslu og virðist hestaflakapphlaupið því halda áfram þrátt fyrir hátt bens- ínverð. jonarnarsson@gmail.com Dodge Viper var tímamótabíll sem hefur víða vakið athygli og selst vel Dodge Viper eru skemmtilegur sportbílar enda hafa þeir til að bera ofurkraft sem gerir leiðina jafnan greiða. Hestaflakapp- hlaupið heldur áfram En Chevrolet Corvette var helsti keppinaut- urinn þegar Dodge setti Viperinn á sölu. Chevrolet Corvette hafði lengi verið með sín 350 hestöfl og virtist bara vera sátt við það. Norðmenn eru fráhverfir dísilbílum Aðeins þriðj- ungur vill dísel Samkvæmt nýrri rannsókn í Nor- egi hafa Norðmenn gerst fráhverf- ir dísilbílum. Segjast aðeins 34% þeirra myndu kaupa bíl með dís- ilvél ef þau skiptu um bíl nú. Þetta kemur heim og saman við sölu á dísilbílum sem verið hefur dræm í ár. Ástæðan fyrir þessu er sú ákvörðun norsku stjórnarinnar að auka álögur á dísilbíla í hlutfalli við það hversu mikið gróðurhúsaloft þeir losa, en í þeim efnum menga þeir mun meira en bílar með bens- ínvél. Frá því gjöld voru lækkuð árið 2007 á vistvænustu dísilbílunum hafði sala þeirra aukist jafnt og þétt. Þar til í ár – fram að því að fjárlagafrumvarp stjórnarinnar kom fram – völdu þrír af hverjum fjórum kaupenda nýrra bíla dís- ilbíl. Nú þykir hins vegar allt benda til að þróunin snúist við og hlut- fallið færist í fyrra horf; verði nær því sem var 2006 og fyrr er ný- skráningar skiptust nokkurn veg- inn jafnt milli dísil- og bensínbíla. agas@mbl.is Leó M. Jónsson, iðnaðar- og véla- tæknifræðingur, varð bráð- kvaddur á heim- ili sínu í Höfnum í Reykjanesbæ 19. desember sl., 69 ára að aldri. Leó skrif- aði um bíla í áraraðir og ritstýrði lengi tímaritinu Bílnum. Hann var pistlahöfundur Morgunblaðsins undanfarin ár og skrifaði meðal annars vikulegar greinar í Finn- ur.is. Síðasti pistill Leós birtist á Þorláksmessu og var sá 267. í röð- inni. Í greinum sínum fjallaði Leó um bíla af traustri þekkingu og gaf lesendum góð ráð um hugs- anlegar bilanir, viðgerðir og hvað mætti betur fara. Fólk kunni vel að meta þessa þjónustu eins og við- brögð sem ritstjórn Morgunblaðs- ins bárust vitnuðu best um. Jafn- framt veitti Leó starfsfólki í bílgreininni, það er umboðum, verslunum, verkstæðum og öðr- um, aðhald með gagnrýni sinni. Að leiðarlokum þakka Finnur.is og Morgunblaðið samfylgdina og færa aðstandendum Leós sam- úðarkveðjur. Andlát Leó M. Jónsson Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þökkum viðskiptin á liðnu ári d g e ef d d d Kaplahraun 8, 220 Hafnarfjörður, sími 848 7007 og 453 7075 www.glerpro.is - glerpro@gmail.com fæst í Sólningu Kópavogi, Njarðvík, Selfossi og Barðanum Skútuvogi Nú þegar veturinn er genginn í garð munu langar frostnætur reyna Tudor er hannaður til þess að þola það álag sem slíkar nætur skapa. Forðastu óvæntar uppákomur. Tudor - betra start! Betra start fyrir þig og þína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.