Morgunblaðið - 28.02.2012, Side 1
HANDBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Íslensku landsliðsmennirnir í handknattleik, Ás-
geir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson,
hafa hvor um sig skrifað undir þriggja ára samn-
inga við Paris Handball. Þetta staðfestu þeir í
samtali við Morgunblaðið í gær og kváðust afar
spenntir að takast á við ný verkefni í nýju landi en
báðir hafa þeir reynslu af því að leika í Danmörku
og í Þýskalandi.
„Ég er bara mjög sáttur og er fullur eftirvænt-
ingar að takast á við ný verkefni hjá nýju liði í
öðru landi,“ sagði Róbert í gær en samningur
hans við Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi renn-
ur út um mitt árið. „Það eru komnir mjög fjár-
sterkir aðilar inn í félagið og þeir ætla sér að
byggja liðið upp og koma því í fremstu röð og ég
er afar spenntur að leggja mitt lóð á vogarskál-
arnar og ekki skemmir fyrir að Ásgeir Örn kemur
einnig til félagsins. Það spillir ekki fyrir að hafa
landa sinn með. Auk okkar tveggja hefur liðið tvo
aðra leikmenn í sigtinu, miðjumann og rétthenta
skyttu,“ sagði Róbert sem hefur leikið með Gum-
mersbach og Löwen í Þýskalandi auk Århus GF í
Danmörku.
Hann flytur ásamt eiginkonu og þremur börn-
um til Parísar í sumar en yngsta barn þeirra
hjóna fæddist í haust sem leið.
Heyrt að París sé spennandi
„Ég er virkilega ánægður með samninginn og
hlakka til að skipta um land og læra nýtt tungu-
mál. Síðan hef ég heyrt að París sé spennandi
borg,“ sagði Ásgeir Örn léttur í bragði í samtali
við Morgunblaðið. „Liðið ætlar sér líka stóra hluti
á næstu árum þótt staða þess í dag sé ekki góð en
það hefur tíma til að bjarga sér,“ segir Ásgeir Örn
sem viðurkennir að hann kunni lítið sem ekkert í
frönsku. „Ég lærði þýsku í framhaldsskóla og
kann nánast ekki orð í frönsku og því er gaman að
læra eitthvað nýtt,“ segir Ásgeir Örn ennfremur
en honum stóð m.a. til boða að vera áfram hjá
Hannover-Burgdorf þegar núverandi samningur
rennur út í vor.
„Mér finnst vera kominn tími til að breyta til og
gera eitthvað nýtt úr því að það stóð til boða. For-
sendur hafa breyst hjá Burgdorf síðan ég kom til
félagsins vorið 2010. Þá var Aron Kristjánsson
þjálfari þess og ég varð þriðji íslenski leikmað-
urinn hjá liðinu. Síðan hefur mikið vatn runnið til
sjávar,“ segir Ásgeir sem flytur til Parísar ásamt
sambýliskonu sinni, Hönnu Borg Jónsdóttur, en
þau eiga von á frumburði sínum í júní. „Þetta
verður ekki besti tíminn til að standa í flutningum
en það verður að hafa það og síðan gætu Ólympíu-
leikar og undirbúningur fyrir þá bæst ofan á,“
sagði Ásgeir Örn sem hefur leikið með Lemgo og
Hannover-Burgdorf í Þýskalandi og GOG Gudme
og Faaborg í Danmörku síðan hann gerðist at-
vinnumaður í handknattleik fyrir sjö árum.
Bjartsýnir á að forðast fall
Paris Handball er um þessar mundir í næst-
neðsta sæti frönsku 1. deildarinnar. Ásgeir Örn og
Róbert viðurkenna að liðið sé ekki í spennandi
stöðu sem stendur en samningar þeirra beggja
halda hvort sem liðið leikur í 1. eða 2. deild á
næsta keppnistímabili. „Menn eru bjartsýnir að
að liðið bjargi sér frá falli, ef ekki þá verðum við
bara að taka slaginn í 2. deild í eitt ár og endur-
heimta sætið í efstu deild,“ sagði Róbert sem er
hvergi banginn, ekki frekar en Ásgeir Örn.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru
samningar þeirra beggja svo góðir að vart hafi
verið hægt að hafna þeim þótt ekki sé loku fyrir
það skotið að þeir félagar verði að leika í 2. deild
eitt keppnistímabil ef Parísarliðið bjargar ekki
sæti sínu 1. deild á endsprettinum.
Tveir Íslendingar hafa áður leikið með Parísar-
liðinu; Júlíus Jónasson og Gunnar Berg Vikt-
orsson. Auk þeirra hafa Ragnar Óskarsson og
Bjarni Fritzson leikið í efstu deild í Frakklandi.
Ásgeir Örn og Róbert
í nýtt ævintýri í París
Fjársterkir aðilar ætla að koma Paris Handball í fremstu röð Liðið gæti þó
verið fallið í 2. deild þegar Íslendingarnir mæta í sumar Þriggja ára samningar
Morgunblaðið/Golli
Samherjar Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson eiga að baki fjölda leikja saman með
landsliði Íslands og þeir leika saman með París Handball í Frakklandi næstu þrjú árin.
ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2012
íþróttir
Körfubolti Ísfirðingar unnu 1. deildina í körfubolta með miklum yfirburðum og leika á ný í úr-
valsdeildinni næsta vetur. Byggt upp til framtíðar. Duglegir og dagfarsprúðir útlendingar. 2
Íþróttir
mbl.is
Emil Hall-
freðsson æfði af
fullum krafti
með íslenska
landsliðinu í
knattspyrnu í
Podgorica í
Svartfjallalandi í
gærkvöldi.
Greinilegt var að
meiðsli þau sem
hann hlaut á æf-
ingu hjá Verona á Ítalíu um helgina
voru ekki alvarleg. Allt bendir til
að hann verði klár í slaginn þegar
flautað verður til vináttulandsleiks
Íslands og Svartfjallalands í Podgo-
rica á miðvikudaginn.
Vegna meiðsla Emils og Arons
Einars Gunnarssonar var Pálmi
Rafn Pálmarson kallaður inn í
landsliðshópinn seint í fyrrakvöld
og kom hann til móts við íslenska
landsliðið síðdegis í gær.
Að sögn Ómars Smárasonar hjá
KSÍ, sem er í för með íslenska
landsliðinu í Svartfjallalandi, er
ekki ljóst enn hversu alvarleg
meiðsli Arons Einars eru. Hann var
ekki væntanlegur til höfuðborgar
Svartfjallalands fyrr en seint í gær-
kvöldi. Verður ástand hans skoðað í
dag.
Leikmenn íslenska landsliðsins
æfðu á aðaleikvellinum í Podgorica
í gærkvöldi að þeim Aroni, Eggerti
Gunnþór Jónssyni, Gylfa Sigurðs-
syni og Grétari Rafni Steinssyni
undanskildum en þeir komu saman
til landsins seint í gærkvöldi.
Æfingin gekk vel en afar svalt er
í Svartfjallandi eins og hefur raun-
ar verið á öllum Balkanskaganum í
rúman mánuð. iben@mbl.is
Emil hress og
æfði af krafti
Emil
Hallfreðsson
Alfreð Gíslason
og lærisveinar
hans í þýska
handknattleiks-
liðinu Kiel, sem
Aron Pálm-
arsson leikur
með, geta dregist
á móti Degi Sig-
urðssyni og Alex-
ander Petersson
í Füchse Berlin
þegar dregið verður í 16 liða úrslit
Meistaradeildar Evrópu í hand-
knattleik í dag. Kiel verður í fyrsta
styrkleikaflokki, af fjórum, ásamt
HSV Hamburg og spænsku liðunum
Barcelona og Atlético Madrid. Auk
Berlínarliðsins eru Kadetten
Schaffhausen frá Sviss, pólska liðið
Orlen Wisla Plock og Montpellier
frá Frakklandi í fjórða flokknum.
„Íslendingaliðið“ AG Köbenhavn
er í öðrum styrkleikaflokki og get-
ur dregist gegn IK Sävehof, Sví-
þjóð, Metalurg Skopje frá Make-
dóníu, spænska liðinu Reale
Ademar Leon og pólska liðnu Targi
Kielce, sem Þórir Ólafsson leikur
með. iben@mbl.is
Alfreð getur
mætt Degi
Alfreð
Gíslason