Morgunblaðið - 28.02.2012, Side 3

Morgunblaðið - 28.02.2012, Side 3
Ulricehamn varð Brynjar í 22. sæti í 1 km göngu með frjálsri aðferð og áði nægilega mörgum FIS-stigum til ð ná ólympíulágmarki. Keppnisrétt- nn verða skíðagöngumenn þó að vinna ér inn á tímabilinu frá júlí 2012 til 19. anúar 2014 og kálið er því ekki sopið ó í ausuna sé komið. Þýtur upp heimslistann Þessi athyglisverði árangur Brynj- rs kemur hreinlega til með að þeyta onum upp heimslistann. Hann ætti úna að vera í kringum 800. sæti á heimslistanum en var í 1715. sæti og er því um að ræða bætingu upp á lið- lega 900 sæti. Brynjar fékk 94 FIS-stig fyrir göng- una og varð hann liðlega 1,40 mínútum á eftir Svíanum Tiio Soderhilem sem sigraði en hann keppir í heimsbik- arnum. Daníel keppti síðast á ÓL Brynjar er 24 ára gamall og miðað við þessa frammistöðu gæti hann orðið fyrsti íslenski skíðagöngumaðurinn til að komast á Ólympíuleika í 20 ár. Daníel Jakobsson keppti síðast í Nor- egi árið 1994. Daníel vann sig einnig inn á leikana árið 1998 í Japan en var sestur í helgan stein og gaf því ekki kost á sér. Ólafur Th. Árnason náði reyndar einnig lágmarki fyrir leikana í Banda- ríkjunum árið 2002 en það var rétt fyr- ir leikana og fresturinn var útrunninn. Þeir Daníel og Ólafur eru báðir Ísfirð- ingar en að þeim undanskildum hefur Íslendingum reynst erfitt að ná lág- mörkum í skíðagöngu á undanförnum áratugum. undir ólympíulágmarki Sochi 2014 Brynjar Leó Krist- insson stefnir á Ólympíuleikana. ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2012 SigurbergurSveinsson og samherjar hans í RTV Basel leika hreinan úr- slitaleik við St. Otmar St. Gallen annað kvöld um sæti í úr- slitakeppni sex efstu liðanna um svissneska meist- aratitilinn í handknattleik. Basel er í 7. sæti en St. Otmar í því 6. Sex efstu liðin komast í úrslitakeppnina.    Dóra María Lárusdóttir, lands-liðskona í knattspyrnu, skoraði í fyrsta deildaleik sínum fyrir Vi- toria í Brasilíu á sunnudaginn. Lið hennar og Þórunnar Helgu Jóns- dóttur vann þá auðveldan útisigur á Igrassu Real, 6:1, og skoraði Dóra annað mark liðsins eftir um hálftíma leik. Hún og Þórunn héldu síðan áleiðis til Portúgals þar sem þær hefja keppni með íslenska landslið- inu í Algarve-bikarnum á morgun. Þær missa af næsta deildaleik Vi- toria vegna mótsins.    Guðjón ValurSigurðsson er í áttunda sæti yfir markahæstu leikmenn í Meist- aradeild Evrópu í handknattleik. Guðjón skoraði 8 mörk fyrir AG Köbenhavn á móti Kiel og hefur skorað 57 mörk. Zlatko Horvard, leikmaður Croatia Zagreb, og Frantisek Sulc úr Pick Szeged eru markahæstir með 69 mörk hvor.    Bandaríkjamaðurinn HunterMahan bar sigur úr býtum á heimsmótinu í holukeppni í golfi sem lauk í Arizona í fyrrinótt. Mahan komst þar með upp í 9. sæti á heims- listanum og það er í fyrsta sinn sem hann kemst á topp tíu listann en hann var í 22. sæti fyrir mótið. Mah- an hafði betur í úrslitaeinvígi gegn Norður-Íranum Rory McIlroy. Luke Donald frá Englandi situr á toppi heimslistans, Rory McIlroy er í öðru sæti og Englendingurinn Lee Westwood er í þriðja sæti. Tiger Woods féll úr leik strax í 2. umferð heimsmótsins þegar hann beið lægri hlut fyrir Nick Watney og Woods féll þar með af listanum yfir þá 20 efstu á heimslistanum.    Búist er við þvíað argent- ínski knatt- spyrnumaðurinn Carlos Tévez leiki með varaliði Manchester City í dag þegar það mætir Preston í leik sem leikinn verður fyrir lukt- um dyrum. Tévez sneri aftur til æf- inga hjá Manchester-liðinu í síðustu viku en hann hefur ekkert leikið með liðinu frá því í september eða frá því hann neitaði að fara inn á í leik á móti Bayern München í Meist- aradeildinni. City mætir Bolton í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. Ekki er reiknað með því að Argentínumaðurinn taki þátt í þeim leik en hann gæti komið við sögu um aðra helgi þegar City mætir Swan- sea, liði Gylfa Þórs Sigurðssonar.    Kobe Bryant, körfuboltasnilling-urinn hjá Los Angeles Lakers, nefbrotnaði í stjörnuleiknum í Or- lando í fyrrinótt en Lakers staðfesti þetta í gær. Bryant, sem sló stiga- met Michaels Jordans í stjörnuleik- jum NBA, fékk högg í andlitið frá Dwyane Wade og í ljós kom í gær- morgun að nefið væri brotið. Hann fer til sérfræðings í Los Angeles um leið og hann kemur aftur heim. Fólk sport@mbl.is Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Þetta er viðkvæmt mál, sem þurfti að afgreiða mjög hratt til að byrja með á föstudaginn. Við ætlum hinsvegar að fara vel yfir allar hliðar þess, gefum okkur þann tíma sem til þarf og reyn- um að taka eins vandaða ákvörðun og hægt er,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, við Morgunblaðið í gær. Hann var þá spurður um frekari eftirmál þess að dómararnir Karl Friðriksson og Ágúst Jensson voru á föstudag settir af öllum leikjum á veg- um KKÍ um óákveðinn tíma. Skilað vísvitandi of seint Tildrögum þess var lýst í yfirlýs- ingu sem KKÍ birti á vef sínum á föstudag. Eftir leik Fjölnis og KKÍ í undanúrslitum bikarkeppni unglinga- flokks karla skrifaði dómarinn kæru til aga- og úrskurðarnefndar KKÍ vegna leikmanns Fjölnis sem sparkaði í leikmann KFÍ. Í yfirlýsingunni seg- ir: „Karl Friðriksson dómari fékk sím- tal eftir umræddan leik frá Ágústi Jenssyni, dómara, sem dæmir fyrir Fjölni. Í kjölfar þess tók Karl þá und- arlegu ákvörðun að skila inn kærunni vísvitandi of seint. Þar með myndi aga- og úrskurðarnefnd ekki getað tekið hana fyrir á réttum tíma svo að umræddur leikmaður yrði mögulega ekki í leikbanni í úrslitaleiknum sem fram fer á morgun laugardag. Í ljósi aðstæðna tók aga- og úr- skurðarnefnd málið fyrir í dag á auka- fundi nefndarinnar og úrskurðaði í málinu. Stjórn og dómaranefnd KKÍ líta þetta mál mjög alvarlegum augum og hafa þeir Karl og Ágúst verið tekn- ir af niðurröðun dómaranefndar tíma- bundið.“ Þess má geta að viðkomandi leik- maður var úrskurðaður í þriggja leikja bann á aukafundinum á föstu- dag og lék því ekki úrslitaleikinn með Fjölni daginn eftir. Karl og Ágúst hafa báðir dæmt leiki í efstu deild karla. Karl hefur tals- verða reynslu en Ágúst er talinn með efnilegri dómurum. Dómarar settir af vegna kærumáls Úrvalslið vesturdeildarinnar hafði betur gegn úr- valsliði austurdeildarinnar, 152:149, í hinum ár- lega stjörnuleik í NBA í körfuknattleik sem háð- ur var í 61. sinn í Orlando í fyrrinótt. Kevin Durant, leikmaður Oklahoma, var valinn besti leikmaður stjörnuleiksins en hann skoraði 36 stig, tók 7 fráköst og átti 3 stoðsendingar í leiknum. „Þetta er draumur sem er að rætast. Strák- arnir mötuðu mig og ég er afar glaður að fá þennan titil,“ sagði Durant eftir að hafa tekið á móti viðurkenningu sinni en þetta er í fyrsta skipti sem hann hlýtur þessa viðurkenningu. Kobe Bryant skoraði 27 stig fyrir vesturliðið og hann er þar með orðinn stigahæsti leikmaður í sögu stjörnuleikjanna. Hann bætti stigamet goðsagnarinnar Michael Jordans. Bryant hefur skorað 271 stig í þeim 13 stjörnuleikjum sem hann hefur tekið þátt í en Jordan skoraði 262 stig. Russell Westbrook sýndi frábær tilþrif í lið vesturdeildarinnar en hann skoraði 21 stig og átta stiganna skoraði hann með glæsilegum troðslukörfum. LeBron James var atkvæðamestur í liði aust- urdeildarinnar en hann skoraði 36 stig og þar af skoraði hann sex þriggja stiga körfur. James tók 6 fráköst og átti 7 stoðsendingar í leiknum. Dwayne Wade kom næstur með 24 stig og þá tók hann 10 fráköst og átti 10 stoðsendingar. Leikurinn var hin besta skemmtun og fengu áhorfendur að sjá mörg glæsileg tilþrif. Lið aust- urdeildarinnar fékk tækifæri til að jafna metin undir lok leiksins en þriggja stiga skot frá Dwayne Wade rataði ekki rétta boðleið og leik- menn úr vestrinu fögnuðu sigri. gummih@mbl.is Reuters Bestur Kevin Durant faðmar LeBron James, stigahæsta leikmann liðs austurdeildarinnar, í leikslok í fyrrinótt.  Skoraði 36 stig í 61. stjörnuleiknum  Kobe Bryant bætti stigamet Jordans Durant var bestur í sigri Vest- ursins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.