Morgunblaðið - 28.02.2012, Síða 4

Morgunblaðið - 28.02.2012, Síða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2012 Meistaramót Íslands í frjáls- íþróttum fyrir 11-14 ára fór fram í Laugardalshöllinni um helgina. FH sigraði í stigakeppni félagsliðanna með 432 stig samtals, eftir harða keppni við ÍR sem var með 422 stig í öðru sætinu. HSK/Selfoss fékk 336,8 stig í þriðja sæti, Breiðablik var með 278,5 stig í fjórða sæti, UMSS 192,5 stig í 5. sæti og Fjölnir var í 6. sæti með 169,5 stig. Alls fengu nítján fé- lög eða sambönd stig á mótinu. Keppendur voru 363 talsins og fjöldi skráninga í mótið var 1.578. Sigursælustu keppendur mótsins voru Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH sem vann fjórar greinar í flokki 12 ára stúlkna og Irma Gunnarsdóttir úr Breiðabliki sem vann fjórar greinar í flokki 14 ára stúlkna. Sigurvegarar í einstökum flokk- um og greinum voru eftirtaldir: 11 ára Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ÍR (60 m hlaup, 800 m hlaup, lang- stökk), Arnór Ingi Kristinsson, FH (60 m hlaup, langstökk), Gunnar B. Sigmarsson, FH (800 m hlaup), Kar- en Birta Jónsdóttir, Fjölni (há- stökk), Atli Barkarson, HSÞ (há- sstökk), Matthildur Dís Sigurjónsdóttir, FH (kúluvarp), Gísli Ölversson, Breiðabliki (kúlu- varp). A-sveitir ÍR unnu 4x200 m boð- hlaup, bæði stúlkna og pilta. 12 ára Þórdís Eva Steinsdóttir, FH (60 m hlaup, 800 m hlaup, langstökk, kúluvarp), Daníel Ingi Egilsson, FH (60 m hlaup, langstökk), Hinrik Snær Steinsson, FH (800 m hlaup), Ylfa Guðrún Svafarsdóttir, Breiða- bliki (hástökk), Pétur Már Sigurðs- son, HSK/Selfossi (hástökk), Stefán Narfi Bjarnason, HSK/Selfossi (kúluvarp). Sveitir FH unnu 4x200 m boð- hlaup, bæði stúlkna og pilta. 13 ára Halla María Magnúsdóttir, HSK/ Selfoss (60 m hlaup, 60 m grinda- hlaup, kúluvarp), Reynir Zoéga Geirsson, Breiðabliki (60 m hlaup, 800 m hlaup, langstökk), Hlín Heið- arsdóttir, Fjölni (800 m hlaup, há- stökk), Styrmir Dan Steinunnarson, HSK/Selfossi (60 m grindahlaup, há- stökk, kúluvarp), Harpa Svans- dóttir, HSK/Selfossi (langstökk), A-sveitir ÍR unnu 4x200 m boð- hlaup, bæði stúlkna og pilta. 14 ára Irma Gunnarsdóttir, Breiðabliki (60 m hlaup, 60 m grindahlaup, lang- stökk, kúluvarp), Dagur Andri Ein- arsson, FH (60 m hlaup, langstökk), Vilhelmína Þ. Óskarsdóttir, Fjölni (800 m hlaup), Valdimar Ingi Jóns- son, Fjölni (800 m hlaup), Alfons Sampsted, Breiðabliki (60 m grinda- hlaup), Fríða Ísabel Friðriksdóttir, UMSS (hástökk), Arnór Breki Ás- þórsson, Aftureldingu (hástökk), Hilmar Örn Jórunnarson, UFA (kúluvarp). HSK/Selfoss vann 4x200 m boð- hlaup pilta og UFA vann í stúlkna- flokki.  Árni Sæberg ljósmyndari Morgunblaðsins leit við á mótinu og tók meðfylgjandi myndir. vs@mbl.is Hástökk Eyfirðingurinn Katrín Sigurðardóttir úr UMSE svífur yfir rána í keppni í 11 ára flokki stúlkna. Kúluvarp Björg Hermannsdóttir var eini keppandinn frá HSH. Hún stóð sig vel í kúluvarpinu hjá 11 ára stúlkum og varð í 11. sæti af 35 keppendum. Langstökk ÍR-ingurinn Agnes Kristjánsdóttir leggur alla orkuna í langstökkið. Hún varð í níunda sæti af 50 kepp- endum í flokki 13 ára stúlkna. Kúluvarp Þessi gaf ekkert eftir og einbeitti sér að því að kasta sem lengst. Hvíld Þessar stúlkur ræddu málin í rólegheitum þegar tækifæri gafst. Grindahlaup Styrmir Dan Steinunnarson úr HSK/Selfossi og Reynir Zoéga Geirsson í hörðum slag í úrslitum 60 metra grindahlaups 13 ára pilta. Styrmir vann en þeir tveir unnu allar greinar í þessum aldursflokki, þrjár hvor. FH stigahæst eftir baráttu við ÍR  Þórdís og Irma sigursælastar á Meistaramóti 11-14 ára í frjálsum Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.