Barnablaðið - 06.11.2011, Blaðsíða 6

Barnablaðið - 06.11.2011, Blaðsíða 6
BARNABLAÐIÐ6 Apatal Talið er að margar apategundir búi yfir talsverðri greind. Þeir geta tjáð sig, skilið orð, hafa gott minni og geta leyst hinar ýmsu þrautir. Simpansar er sú apategund sem minnir hvað mest á okkur og þá kannski sérstaklega vegna þess að þeir sýna svo margvísleg svipbrigði. Þeir leika sér líka og minna oft og tíðum á börn að leik. Apar gera sig skiljanlega með því að gefa frá sér ýmiss konar hljóð en hljóð háværustu apanna heyrast í allt að þriggja kílómetra fjarlægð. Þið gætuð kannski prófað að mæla hversu langt ykkar öskur heyrast. Það eru ekki bara leikararnir sem kalla fram töfra leikhússins. Það er samspil margra sem framkalla hina fullkomnu leiksýningu. Rithöfundar, leikstjórar, leikmynda-, ljósa-, hljóð- og búningahönnuðir, förðunarfræðingar, sýningarstjórar og sviðsmenn eiga allir sinn þátt í að uppsetningin sé vel heppnuð. Margoft þarf líka að kalla til tónlistarstjóra og tónlistarfólk. Leiktjöldin eru yfirleitt dregin fyrir þegar áhorfendur setjast í salinn og í hléi. Þá nota sviðsmennirnir tímann í að skipta um eða laga sviðsmyndina. Ljósin eru mikið notuð til að skapa stemningu í leikhúsinu. Þau hanga oftast í loftinu og eru hækkuð og lækkuð eftir þörfum. Birtan er ýmist deyfð eða aukin eftir því hvað við á. Búningarnir eru saumaðir á sauma- stofunni. Stundum er sviðunum snúið eða lyft til þess að breyta sviðsmyndinni og um leið sjónarhorni áhorfenda. Hljóðfæraleikarar koma sér fyrir í hljómsveitargryfjum eða á sviðinu. Það eru samt sem áður ekki alltaf hljóðfæraleikarar í öllum sýningum þó að tónlist sé oftast notuð. Leikararnir skipta um búninga í búningsherbergjunum og farða sig í svokölluðu sminki. Sýningarstjórarnir nota hátalarakerfi til að miðla upplýsingum til þeirra sem standa að sýningunni. Þeir gæta þess að leikararnir séu klárir þegar þeir eru við það að fara að stíga á svið. Þeir sem stjórna ljósum og hljóði sitja oftast í litlu herbergi fyrir ofan áhorfendasalinn á meðan á sýning- unni stendur og ramma inn ævintýrið með starfi sínu. Sum leikhús eru með hliðarsvið og þar er leikmunum sem nota á í sýn- ingunni stillt upp svo það sé auðvelt að grípa til þeirra. Leikhúsið Getur þú fundið út hvaða þrjár og þrjár teikningar passa saman. Lausn aftast í blaðinu. Þrír og þrír Klipptu út papp- írsstrimil líkt og á teikningunni. Gættu þess að á öðrum enda strimilsins sé stél og hinum endanum gat í gegn, þvert á lengd- ina. Litaðu ugluna eins og þú vilt og stingdu síðan stél- inu í gegnum gatið á hinum endanum. Að lokum límirðu lítinn útklipptan þríhyrning á andlitið og þá er uglan komin með nef. Þú getur svo gert margar uglur og hengt á grein og þá hefurðu búið til skemmtilegt herbergisskraut. Ugluskraut Reyndu að koma öllum tölunum fyrir. Nýttu þér hjálpartöluna. Lausn aftast. 9 Talnaflækja 3 stafir 203 689 752 911 5 stafir 35647 37904 43165 70145 7 stafir 1058249 2586537 3497262 9789906 9 stafir 219687183 406988150

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.