Barnablaðið - 06.11.2011, Side 7

Barnablaðið - 06.11.2011, Side 7
Ert þú að leita að pennavini? Langar þig að deila uppskrift? Kanntu skemmtilega brandara og gát- ur? Ert þú að gera áhugaverða hluti? Langar þig til að gagnrýna bækur? Ef þú svarar einhverri af þessum spurningum játandi hvetjum við þig til að hafa samband við Barnablaðið annað hvort með því að senda okkur tölvupóst á barnabladid@mbl.is eða á Morgunblaðið Barnablaðið Hádegismóum 2 110 Reykjavík BARNABLAÐIÐ 7 Leitað að jólasögu Um leið og við fögnum því að Morg- unblaðið sé nú að hefja útgáfu á nýju barnablaði langar okkur til að efna til smásagnakeppni. Við leitum að jóla- sögum og hvetjum alla krakka til að taka þátt. Það eina sem þið þurfið að gera er að taka fram blað og blýant eða setjast fyrir framan tölvuna og láta hugann reika. Skilafrestur er til 27. nóvember og ekki væri verra ef þið gætuð sent mynd með sögunni ykkar þó að það sé ekki skilyrði. Þið getið annars vegar sent söguna á barnabladid@mbl.is eða á Morgunblaðið Barnablaðið Jólasaga Hádegismóum 2 110 Reykjavík Bókavinningar eru í boði fyrir þrjú efstu sætin og verða þrjár bestu sögurnar birtar í Barnablaðinu. Eins verður tekið viðtal við þann sem lend- ir í fyrsta sæti. Nú þurfið þið bara að koma ykkur í jólaskap og láta ykkur dreyma um snjó, frið, gjafir, engla, jólasveina, góðan mat og hvaðeina sem ykkur dettur í hug tengt jólunum. Gangi ykkur vel. Við viljum heyra frá þér Þríhyrningabox Byrjaðu á því að taka til þrjú ferningslaga blöð, þ.e. með allar hliðar jafnlangar. Taktu fyrsta blaðið og brjóttu það horn í horn, líkt og sýnt er á mynd. Sértu með litað blað snýr litaða hliðin niður. 1 Brjóttu efri hornin tvö að neðsta horninu, líkt og sýnt er á mynd, en í þetta sinn opnarðu brotið aftur og þá ertu með viðmiðunarlínur. 2 Brjóttu neðstahornið upp í miðju (bæði blöðin) og flettu svo brotið út aftur. 3 Þá er fyrsti þríhyrningurinn tilbúinn og þá tekurðu til við að gera aðra tvo eins. 4 Settu einn þríhyrning inn í annan, líkt og á mynd, og tengdu svo í hring.5 Þá er þríhyrningaboxið tilbúið.6

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.