Morgunblaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 2
félaginu og en hann he sæti af 20 li Garðbæing „Ég hef á um að kom landi með B ar möguleik stóra hluti deild og er Hannes og punkt til að „Rétti tíminn t  Hannes spenntur fyrir þriggja HANDBOLTI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Þegar maður er orðinn 32 ára og fær þriggja ára tilboð frá spennandi félagi þá er varla annað hægt en að taka því,“ sagði handknattleiksmað- urinn Hannes Jón Jónsson, fyrirliði þýska liðs- ins Hannover-Burgdorf, í samtali við Morg- unblaðið. Eins og áður hefur komið fram fer hann frá Þýsku bikarmeistararnir Kiel, sem Alfreð Gíslason þjálfar og Aron Pálmarsson leikur með, drógust gegn meisturum síðasta árs, HSV Hamburg, í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik, en dregið var í gær. Þeir eru einu Íslending- arnir sem eftir eru í keppn- inni. Í hinni viðureign undan- úrslitanna leiða lið Flensburg og Lübbecke sam- an hesta sína. Margir hefðu eflaust viljað sjá Kiel og HSV Hamburg mætast í úrslitaleik keppninnar en lið- in skiptu með sér stóru titlunum tveimur í þýsk- um handknattleik á síðustu leiktíð. Nú er Kiel langefst í deildinni en HSV Hamburg er í þriðja sæti eftir að hafa ekki náð sér á sama flug í vetur og í fyrra. Undanúrslitin fara fram 5. maí í íþróttahöll- inni í Hamborg og úrslitaleikurinn verður á sama stað daginn eftir. Íþróttahöllin í Hamborg rúmar um 15 þúsund í sæti. Úrslitahelgi þýsku bikarkeppninnar hefur far- ið fram í íþróttahöllinni í Hamborg síðustu árin og hefur þótt takast afar vel. Reiknað er með að hún verði haldin þar a.m.k. tvö næstu ár. iben@mbl.is Tvö stærstu í undanúrslitum Aron Pálmarsson SKÍÐAGANGA Kristján Jónsson kris@mbl.is Brynjar Leó Kristinsson, skíðagöngu- kappi úr Skíðafélagi Akureyrar, stefnir ótrauður að þátttöku á vetr- arólympíuleikunum sem fram fara í Sochi í Rússlandi að tveimur árum liðnum. Brynjar náði eftirtekt- arverðum árangri á móti í Svíþjóð á dögunum eins og Morgunblaðið greindi frá. Þar hefur Brynjar vet- ursetu og einbeitir sér að æfingum. Hann dvaldi þar einnig síðasta vetur og æfingarnar hafa nú skilað miklum framförum. Svo miklum raunar að þessi 24 ára gamli Ólafsfirðingur, sem ekki er kominn inn í styrkjakerfi ÍSÍ, náði árangri sem samsvarar því að ná ólympíulágmarki. „Það er ekkert annað í stöðunni en að stefna á vetrarólympíuleikana. Það er bara bein leið þangað og ég þarf bara að ná slíkum árangri aftur næsta vetur til að komast inn á leikana. Ef held rétt á spöðunum og æfi eftir þeim áætlunum sem þjálfarinn hefur sett upp þá ætti það að takast,“ sagði Brynjar þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans á fimmtudaginn. Hann var þá á leiðinni í hinna kunnu Vasagöngu í Svíþjóð en þar keppti hann að keppa í 45 km göngu. Æfir við frábærar að- stæður Þjálfarinn sem um ræðir heitir Linus Dav- idsson og er sænskur en hann er jafnframt landsliðsþjálfari Íslands. Davidsson kennir við skíðamennta- skóla í bænum Ulricehamn. Brynjar heldur þar til og hefur þar aðgang að aðstöðu þó hann sé ekki í skólanum. Hann segir aðstöðuna þar vera frá- bæra. Brynjar segist hafa stefnt að því að gera atlögu að ólympíulágmarki næsta vetur og því má segja að hann sé á undan áætlun. „Það kom mér að- eins á óvart að ná þessu núna en stefnan hafði verið sett á að ná þessu næsta vetur. Það er gott að vita að ég get þetta og ég þarf bara að gera þetta aftur. Ég hef tekið mjög miklum framförum frá því ég kom hingað út fyrir ári. Ég er búinn að bæta tæknina mikið og ég finn núna fyrir miklum framförum,“ sagði Brynjar sem segist vera sterkastur í 10-15 kílómetrum með frjálsri aðferð en segist vera að bæta sig einnig í hefðbundinni göngu. Er ekki á afreksstyrk hjá ÍSÍ Skíðaganga er einhver mest krefj- andi og erfiðasta keppnisgrein sem íþróttamenn geta fundið sér til að glíma við. Brynjar á nóg eftir því hann segir menn iðulega topp í skíðagöngu á aldrinum 28 til 30 ára. Hann hyggst dvelja í Svíþjóð fram yfir leikana í Rússlandi en hefur ekki gert áætlanir lengra fram í tímann. „Ég sé fyrir mér að vera hérna fram að Ólympíuleikunum, alla vega á veturna. Ég hef ekki hugsað lengra en fram að heimsmeistaramótinu 2015 sem haldið verður hérna í Svíþjóð,“ sagði Brynjar og segist njóta góðs stuðnings á heimaslóðum. „Í vetur hef ég fengið ágætan stuðning en auðvitað mætti það alltaf vera meira. Skíðafélagið á Akureyri hefur stutt vel við bakið á mér og sum fyrirtæki sem er fínt. Ég kom hingað út í ágúst og hef ekki unnið síðan þá en ég vinn náttúrlega á sumrin til þess að eiga fyrir næsta vetri,“ sagði Brynjar Leó ennfremur en hann kem- ur heim í næstu viku enda er lands- mótið framundan. Brynjar Leó setur stefn- una á Sochi Framfarir Brynjar Leó Kristinsson hefur náð langt á skömmum tíma.  Bjartsýnn á að komast á ÓL 2014  Æfir hjá landsliðsþjálfara í Svíþjóð Brynjar Leó Kristinsson » 24 ára gamall skíða- göngumaður frá Ólafsfirði. Hann náði á dögunum frábær- um árangri í 11 km göngu með frjálsri aðferð á FIS-móti í Sví- þjóð. Náði hann þar stigafjölda sem samsvarar því að ná ól- ympíulágmarki en keppnisrétt- inn á vetrarleikana 2014 verða skíðagöngumenn þó að vinna sér inn á tímabilinu frá júlí 2012 til 19. janúar 2014. » Takist Brynjari ætlunarverk sitt verður hann fyrsti íslenski skíðagöngumaðurinn til þess að keppa á ÓL í tuttugu ár eða síðan að Daníel Jakobsson, nú- verandi bæjarstjóri á Ísafirði, keppti í Lillehammer 1994. 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2012 Benedikt Grétarsson sport@mbl.is Íslandsmeistaramót fullorðinna í kata fer fram í íþróttahúsi Hagaskóla í dag og hefst mótið 10:00. Úrslit hefjast kl. 14:00 en keppt verður í einstaklingsflokki og liðakeppni. Prýðileg þátttaka er á mótinu en 37 keppendur eru skráðir til leiks í einstaklingskeppninni og 13 lið mæta til leiks í liðakeppninni. Það vekur óneitanlega athygli að margfaldur Íslands- meistari, Ásgrímur Ísak Jónsson, mun stíga á gólfið í fyrsta sinn í 10 ár og keppa með fé- lögum sínum úr Þórshamri í hópkata. Allir landsliðsmenn í kata og núverandi Íslands- mér í Breiðabliki sem eru mjög efnilegar og það verður gaman að keppa með þeim í liða- keppninni. Ég ætla samt ekkert að slaka á þegar ég mæti þeim í einstaklings- keppninni.“ segir Aðalheiður. Reinharð Reinharðsson, formaður Karate- sambands Íslands, segir mikla grósku í karatehreyfingunni: „Þetta er mesti þátt- tökufjöldi í 7-8 ár og við teljum að markvisst unglingastarf undanfarin ár sé að skila sér til baka.“ Stór hluti keppenda er í yngri kantinum eða á aldrinum 16-18 ára. „Þessir krakkar hafa farið á mót í útlöndum og unnið til verð- launa þannig að þau eiga að mínu mati fullt erindi á mótið núna,“ segir Reinharð. meistarar munu keppa á þessu móti. Aðalheiður Rósa Harðardóttir hefur titil að verja í kvennaflokki og ætlar sér ekkert annað en sigur: „Ég er vel stemmd og ætla mér auðvitað að verja titilinn. Þetta verður án efa hörkukeppni en ég hef æft vel og er í góðu formi.“ Aðalheiður var kosin karatekona ársins 2011 og skipti nýverið um keppnisfélag: „Ég keppi núna fyrir Breiðablik og það verður eflaust frekar skrítið svona til að byrja með. Það verður samt gaman að mæta mínum gömlu félögum frá Akranesi.“ Aðalheiður segir margar efnilegar stúlk- ur vera byrjaðar að minna á sig í karate- íþróttinni: „Það eru nokkrar sem æfa með Algarve-bikarinn A-RIÐILL: Ísland – Svíþjóð........................................ 1:4 Dóra María Lárusdóttir 21. (víti) – Antonia Göransson 12., 38., Lotta Schelin 2., Jessica Landström 33. Þýskaland – Kína..................................... 1:0 Melanie Behringer 33. (víti) Staðan: Svíþjóð 2 2 0 0 5:1 6 Þýskaland 2 2 0 0 2:0 6 Kína 2 0 0 2 0:2 0 Ísland 2 0 0 2 1:5 0 B-RIÐILL: Danmörk – Japan .................................... 0:2 Yuki Sugasawa 52., Shinobu Ono 90. Bandaríkin – Noregur ............................ 2:1 Abby Wambach 52., Sydney Leroux 83. – Elise Thorsnes 90. Staðan: Bandaríkin 2 2 0 0 7:1 6 Japan 2 2 0 0 4:1 6 Noregur 2 0 0 2 2:4 0 Danmörk 2 0 0 2 0:7 0 C-RIÐILL: Portúgal – Ungverjaland......................... 4:0 Wales – Írland .......................................... 0:0 Staðan: Wales 2 1 1 0 1:0 4 Portúgal 2 1 0 1 4:1 3 Ungverjaland 2 1 0 1 1:4 3 Írland 2 0 1 1 0:1 1 England B-DEILD: Blackpool – Hull ....................................... 1:1 Staðan: Southampton 33 18 8 7 61:32 62 West Ham 32 18 7 7 51:32 61 Reading 32 17 6 9 41:27 57 Blackpool 34 15 11 8 57:44 56 Birmingham 32 15 9 8 51:30 54 Cardiff 32 14 11 7 50:39 53 Brighton 33 15 8 10 39:33 53 Middlesbrough 32 14 11 7 38:34 53 Hull 32 15 7 10 32:26 52 Leeds 33 14 7 12 52:48 49 Burnley 33 14 5 14 45:40 47 Leicester 32 12 9 11 43:37 45 Cr.Palace 32 11 11 10 33:30 44 Barnsley 33 12 6 15 45:52 42 Derby 32 12 6 14 33:42 42 Ipswich 32 12 4 16 50:60 40 Watford 33 10 10 13 36:50 40 Peterborough 32 10 8 14 51:52 38 Portsmouth 32 9 9 14 33:34 36 Millwall 33 8 10 15 34:45 34 Nottingham F. 32 9 4 19 28:50 31 Bristol City 33 8 7 18 28:52 31 Coventry 33 7 7 19 29:46 28 Doncaster 31 6 7 18 27:52 25 Þýskaland B-DEILD: Bochum – Dynamo Dresden................... 0:2  Hólmar Örn Eyjólfsson var varamaður hjá Bochum allan leikinn. Austurríki B-DEILD: Austria Lustenau – First Vienna........... 0:0  Helgi Kolviðsson þjálfar Austria. KNATTSPYRNA HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, N1-deildin: Digranes: HK – Grótta .......................... L16 Úrvalsdeild kvenna, N1-deildin: Digranes: HK – Grótta .......................... L14 Schenkerhöll: Haukar – KA/Þór........... L16 Framhús: Fram – Stjarnan............... S15.45 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, IEX-deildin: Stykkishólmur: Snæfell – Hamar ......... L15 Dalhús: Fjölnir – KR......................... L16.30 Toyotahöll: Keflavík – Njarðvík ....... S19.15 Vodafonehöll: Valur – Haukar .......... S19.15 KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Reykjaneshöll: Stjarnan – ÍBV ............. S14 Boginn: Þór – Grindavík...................... S17 Egilshöll: KR – Víkingur Ó................. S18 Egilshöll: Fjölnir – FH......................... S20 ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla: Egilshöll: Húnar – Víkingar ........... L17.30 KARATE Íslandsmótið í kata fullorðinna fer fram í íþróttahúsi Hagaskóla í dag. Það hefst klukkan 10 og úrslit hefjast kl. 14. BORÐTENNIS Íslandsmótið fer fram í TBR-húsinu um helgina. Keppt er í dag frá kl. 11 til 17. Á morgun hefjast úrslitaleikir kl. 11.30 og úrslitaleikir í meistaraflokki karla og kvenna hefjast báðir kl. 14. BLAK KA og HK mætast í KA-heimilinu á Akureyri kl. 14 í dag í Mikasadeild karla og klukkan 16 mætast kvennalið KA og Aftureldingar. UM HELGINA! „Ég ætla mér að verja titilinn“ Aðalheiður Rósa Harðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.