Morgunblaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 4
Í GRAFARVOGI Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Frábær byrjun Fjölnis í fyrsta leik- hlutanum skilaði liðinu engu þegar upp var staðið gegn Þór Þ. í Iceland Express-deild karla í körfuknattleik í gær. Það var sem Þórsarar hefðu gleymt varnarleiknum heima ef hægt er að segja sem svo og Fjöln- ismenn gengu á lagið. Þeir léku mjög vel í þessar tíu mínútur og engu líkara en þeir væru mættir til að vinna. Adam var þó ekki lengi í Paradís því gestirnir sneru taflinu sér í vil strax í öðrum leikhluta. Eftir það var í raun aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi en loka- tölur voru 105:86. „Ég var hæfilega bjartsýnn eftir fyrsta leikhlutann því það var vitað mál að Þórsararnir myndu gera áhlaup sem þeir og gerðu. Við sprungum einfaldlega og mjög gott lið Þórsara sýndi úr hverju það er gert. Ég er viss um að þeir eiga eftir að koma á óvart í úrslitakeppninni enda með mjög góðan sjö leikmanna kjarna,“ sagði Örvar Þór Krist- jánsson, þjálfari Fjölnis. Lét Fjölnismenn líta út eins og peyja Helsti munurinn á liðunum var Matthew Hairston sem skoraði 28 stig og tók 14 fráköst en það sem vakti helsta athygli; varði átta skot. Hairston er með langa handleggi sem hann kann svo sannarlega að nota og það gerði hann í gær. Hann átti flest tilþrif leiksins, þegar hann varði skot Fjölnismanna, sem litu þá út eins og ungir peyjar, þannig voru yfirburðirnir og svo þegar hann, á hinum enda vallarins, tróð boltanum af miklum krafti í körfuna í tvígang. Örvar var sammála því. „Hann er eins og tröll þarna í teignum og mjög erfitt að ráða við hann. Hann reynd- ist okkur mjög erfiður.“ „Þurfa að spila vel lengur en í 10 mínútur“ Fjölnir gerði sér engan greiða í baráttunni um sæti í úrslitakeppn- inni með þessum úrslitum en þegar aðeins fjórir leikir eru eftir er liðið tveimur stigum á eftir Njarðvík sem er í áttunda sæti. Það sæti munu þessi tvö lið ásamt ÍR berjast um allt til enda en verkefnið verður ekki auðvelt þar sem deildarmeistarar Grindvíkinga bíða. „Við eigum möguleika en þurfum að sama skapi að spila vel í fjörutíu mínútur en ekki bara tíu eins og í kvöld [gærkvöld], sagði Örvar um möguleika liðsins. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, óttaðist nákvæmlega það sem gerðist í upphafi leiks. „Ég var bú- inn að hafa slæma tilfinningu fyrir þessu alla vikuna. Eftir góð úrslit að undanförnu var ég hræddur um að við værum farnir að ofmetnast,“ sagði Benedikt sem var ekki ánægð- ur með varnarleik sinna manna í fyrsta leikhluta. Nánar er rætt við hann á mbl.is. Þar er einnig að finna viðtöl við Björgvin Hafþór Ríkarðs- son, leikmann Fjölnis, og Baldur Þór Ragnarsson, leikmann Þórs. Gerðu sér engan greiða  Fjölnir nýtti sér ekki gott forskot  Benedikt óttaðist ofmat sem kom á dag- inn  Matthew Hairston kom löngum handleggjum sínum í nyt  Varði 8 skot Í GRINDAVÍK Skúli B. Sigurðsson sport@mbl.is Grindvíkingar halda áfram á sigurbraut og í gær unnu þeir sinn 10. sigur í röð þegar vesturbæj- ardrengir úr KR mættu í Röstina í 18. umferð Ice- land Express-deildarinnar. Leikurinn var bráð- skemmtilegur á alla kanta og ef mætti kvarta yfir einhverju þá hefðu leikmenn alveg mátt splæsa í framlengingu, en 87:85-sigur heimamanna kom á lokasekúndum leiksins af vítalínunni. Undirritaður ætlar að gerast svo grófur að segja að þarna hafi tvö sterkustu lið landsins verið að spila, í það minnsta miðað við það sem sést hefur. Grindavíkurliðið hefur marga strengi í sinni hörpu og þegar litið er yfir hópinn finnst manni einfald- lega að liðið eigi ekki að geta tapað. Þar af leiðandi býst maður kannski við því að þeir eigi að vinna alla leiki sannfærandi. KR-ingar renndu í hlað tilbúnir til orrustu og ætluðu ekki að vera með neina útsölu á þeim stigum sem í boði voru. Drifnir áfram af Josh Brown voru þeir í bullandi góðu tækifæri að hirða sigurinn og halda áfram atlögu að öðru sæt- inu. Já að öðru sætinu því Grindvíkingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með sigrinum og þar með heimaleikjarétt út úrslitakeppnina. J’Nathan Bullock er snöfurmenni og það kom í hans hlut að klára þennan leik á vítalínunni að þessu sinni. KR- ingar sýndu heimamönnum litla miskunn og aug- ljóst að liðið ætlaði sér sigur. Einnig má nefna að ungur leikmaður í herbúðum KR, Martin Her- mannson (Haukssonar), sýndi yfirvegun og spilaði vel á þeim mínútum sem honum voru úthlutaðar, vissulega framtíðarleikmaður þar á ferð. En það var Giordan Watson sem var maður þessa leiks, spilaði feikilega vel og skoraði mik- ilvægar körfur á ögurstundu. „KR er með frábært lið og við sem toppliðið, þá koma lið tilbúin til leiks. Þeir spiluðu sterka vörn og spiluðu vel en við náð- um að verja heimavöllinn okkar, sem er sterkt fyrir okkur. Við þurfum að herða vörnina fyrir komandi leiki. Lítil mistök sem við erum að gera angra okk- ur og góð lið munu refsa okkur ef við höldum þeim áfram,“ sagði Watson eftir leik. Hrafn Kristjánsson var gríðarlega ósáttur við ósigur þetta kvöldið. „Við komum í kvöld vitandi það að við gætum alveg dekkað þá maður á mann og mér fannst við gera það svona allt í lagi. Þetta snerist bara um svona lítil atriði og lítil mistök und- ir lokin hjá okkur. Við erum svolítið búnir að strika okkur út um annað sætið í deildinni sem mér finnst nokkuð mikilvægt í svo sterku móti. En við ætlum að vinna þá leiki sem eftir eru og gefa okkur þá bestu möguleika sem hægt er í það,“ sagði Hrafn, þjálfari KR. Titill í Röstina Ljósmynd/Skúli Sigurðsson Flug KR-ingurinn Josh Brown á flugi í átt að körfunni en Páll Axel Vilbergsson er til varnar.  Grindvíkingar fá heimaleikjaréttinn í úr- slitakeppninni  Tvö bestu körfubolta- lið landsins mættust 4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2012 Fjölnir – Þór Þ. 86:105 Dalhús: Gangur leiksins: 7:4, 18:6, 30:16, 36:23, 40:32, 45:41, 50:48, 53:57, 55:62, 58:70, 66:74, 71:79, 74:84, 75:87, 78:91, 86:105. Fjölnir: Calvin O’Neal 26/4 fráköst/5 stoð- sendingar, Nathan Walkup 19, Arnþór Freyr Guðmundsson 13/9 fráköst, Jón Sverrisson 13/10 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 11/4 fráköst, Hjalti Vilhjálms- son 3, Trausti Eiríksson 1. Fráköst: 24 í vörn, 9 í sókn. Þór Þorlákshöfn: Matthew James Hair- ston 28/14 fráköst/8 varin skot, Darrin Gov- ens 25/5 fráköst/6 stoðsendingar, Guð- mundur Jónsson 21, Darri Hilmarsson 13/7 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 9, Blagoj Janev 9. Fráköst: 28 í vörn, 5 í sókn. Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Einar Þór Skarphéðinsson. Grindavík – KR 87:85 Grindavík: Gangur leiksins: 5:2, 7:7, 16:12, 22:19, 28:27, 30:31, 34:33, 40:37, 44:43, 55:50, 58:58, 63:67, 70:71, 74:75, 81:80, 87:85. Grindavík: Giordan Watson 25/4 fráköst, J’Nathan Bullock 23/9 fráköst, Þorleifur Ólafsson 9, Ryan Pettinella 9/4 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 5/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Ólafur Ólafsson 3, Páll Axel Vilbergsson 2/7 fráköst. Fráköst: 24 í vörn, 13 í sókn. KR: Joshua Brown 21/4 fráköst/5 stoðsend- ingar/5 stolnir, Hreggviður Magnússon 14/7 fráköst, Finnur Atli Magnusson 11/6 fráköst, Dejan Sencanski 9, Martin Her- mannsson 8, Skarphéðinn Freyr Ingason 8, Robert Lavon Ferguson 7/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 4/4 fráköst, Emil Þór Jó- hannsson 3. Fráköst: 24 í vörn, 13 í sókn. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson. Áhorfendur: 454 ÍR – Valur 102:95 Seljaskóli: Gangur leiksins: 7:6, 14:6, 21:9, 29:14, 31:18, 33:24, 38:34, 45:38, 51:44, 64:50, 74:59, 79:64, 89:70, 92:79, 97:84, 105:95. ÍR: Robert Jarvis 29/7 fráköst, Rodney Al- exander 24/8 fráköst, Nemanja Sovic 13, Þorvaldur Hauksson 10, Kristinn Jónasson 7, Níels Dungal 6, Hjalti Friðriksson 6/4 fráköst, Eiríkur Önundarson 5/4 fráköst, Ellert Arnarson 2. Fráköst: 26 í vörn, 6 í sókn. Valur: Birgir Björn Pétursson 27/6 fráköst, Marvin Andrew Jackson 21/7 fráköst, Ragnar Gylfason 19/6 fráköst, Snorri Þor- valdsson 8/5 fráköst, Hamid Dicko 6, Alex- ander Dungal 6, Ágúst Hilmar Dearborn 4, Benedikt Blöndal 2/4 fráköst, Kristinn Ólafsson 2. Fráköst: 27 í vörn, 6 í sókn. Dómarar: Halldór Geir Jensson, Jón Þór Eyþórsson. Staðan: Grindavík 18 17 1 1641:1419 34 Stjarnan 18 12 6 1569:1472 24 Þór Þorl. 18 12 6 1545:1447 24 Keflavík 18 12 6 1623:1508 24 KR 18 11 7 1594:1541 22 Snæfell 18 9 9 1688:1605 18 Tindastóll 18 9 9 1512:1568 18 Njarðvík 18 8 10 1513:1529 16 ÍR 18 7 11 1581:1666 14 Fjölnir 18 7 11 1534:1638 14 Haukar 18 4 14 1386:1493 8 Valur 18 0 18 1371:1671 0 1. deild karla ÍA – Breiðablik ....................................109:81 FSu – Ármann .......................................97:76 Hamar – Þór Ak. ...................................98:79 Skallagrímur – ÍG ...............................121:81 Staðan: KFÍ 17 16 1 1604:1276 32 Skallagrímur 17 12 5 1525:1413 24 Höttur 17 11 6 1452:1372 22 Hamar 17 11 6 1508:1374 22 ÍA 17 8 9 1465:1416 16 Breiðablik 17 8 9 1452:1476 16 Þór A. 17 7 10 1386:1449 14 FSu 17 6 11 1412:1474 12 ÍG 17 4 13 1324:1636 8 Ármann 17 2 15 1286:1528 4  KFÍ er komið upp í úrvalsdeildina. Hött- ur, Skallagrímur, og Hamar fara í umspil um eitt sæti í úrvalsdeild ásamt ÍA eða Breiðabliki. Svíþjóð Sundsvall – Uppsala...........................102:95  Jakob Örn Sigurðarson skoraði 17 stig, Hlynur Bæringsson 11 en Pavel Ermolins- kij ekkert fyrir Sundsvall. Jämtland – Borås .................................76:80  Brynjar Þór Björnsson skoraði 10 stig fyrir Jämtland. 08 Stockholm – Solna...........................89:77  Helgi Már Magnússon skoraði 16 stig fyrir 08 Stockholm.  Ekki lá fyrir í gærkvöldi hvernig Loga Gunnarssyni gekk í leiknum með Solna. NBA-deildin Orlando – Oklahoma City ................ 102:105 Phoenix – Minnesota.......................... 104:95 Sacramento – LA Clippers .............. 100:108 Portland – Miami................................ 93:107 KÖRFUBOLTI Hún var stutt dvölin hjá Hlíðarendapiltum í Ice- land Express-deildinni í körfuknattleik en liðið er fallið úr deild þeirra bestu eftir árs veru. Lið- ið tapaði í gær fyrir ÍR 102:95. Nú er aðeins spurning hvort Valur nær að vinna eitthvert lið í deildinni en í 18 leikjum hefur liðið aldrei notið þess að fagna í leikslok. Þegar aðeins fjórir leik- ir eru eftir er vonin ekki mikil en ÍR-ingar ætl- uðu ekki að gefa þeim kost á því í gær og gerðu alltaf nóg til að halda Val í hæfilegri fjarlægð. Valur leikur gegn Haukum sem eru sæti fyrir ofan með átta stig og það gæti verið tækifæri Valsmanna. ÍR-ingar komu sér hins vegar með sigrinum í betri stöðu í baráttunni um sæti í úrslitakeppn- inni en allt þarf að ganga upp hjá liðinu ætli það sér þangað. Robert Jarvis var atkvæðamestur ÍR-inga með 29 stig og sjö fráköst en Rodney Al- exander kom næstur með 24. Birgir Björn Bét- ursson var með 27 stig fyrir Val. omt@mbl.is Stutt dvöl meðal þeirra bestu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.