Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 1
„Óendanlega stoltur af mínum stúlkum“ Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson Skottilraun Hildur Björg Kjartansdóttir úr Snæfelli reynir skot að körfu Keflvíkinga í leik liðanna í gærkvöld en Jaleesa Butler nær ekki að stöðva hana. KÖRFUBOLTI Skúli B. Sigurðsson sport@mbl.is Annan leikinn í röð náðu Keflavíkurstúlkur ekki að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í körfuknattleik en í gærkvöldi töpuðu þær á heimavelli gegn Snæfelli, 59:61, í afar döpr- um leik. Með sigrinum tryggði Snæfell sér hinsvegar sæti í úr- slitakeppninni og það var markmið þeirra fyrir mót að sögn Inga Þórs Steinþórssonar þjálfara. „Ég er óendanlega stoltur af mínum stúlkum. Þær koma hingað á heimavöll Keflavíkur, gefa allt í þetta og landa sigri á einu sterkasta liði mótsins í vetur. Nú viljum við bara klára þetta með stæl, sigra Fjölni heima í næstu um- ferð og tryggja þriðja sætið,“ sagði Ingi Þór við Morg- unblaðið eftir leik. Leikurinn var alls ekki fallegur og bæði lið spiluðu frek- ar illa. Hjá Keflavík var algert áhugaleysi hjá leikmönnum að undanskilinni Pálínu Gunnlaugsdóttir sem skilaði prýð- isleik. Helmingurinn mætti ekki „Helmingurinn af liðinu mætir ekki til leiks og það er bara skammarlegt. Þetta er ekki boðlegt fyrir stuðnings- menn okkar. En það má ekki taka af Snæfelli að þær eru með hörkulið. Þrátt fyrir þetta ætlum við okkur að taka deildarmeistaratitilinn,“ sagði Pálína eftir leik. Eftir þessi úrslit er ljóst að það verða Njarðvík, Keflavík og Snæfell sem fara í úrslitakeppnina en það eru svo slags- mál hjá Haukum og KR um síðasta sætið þar inn.  Besti árangur Snæfells sem er komið í úrslitakeppnina  Útisigur gegn Keflvíkingum sem þar með klúðruðu öðru tækifæri til að vinna deildina MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012 íþróttir Handbolti Sveinn Þorgeirsson úr Haukum er leikmaður Morgunblaðsins í 18. umferð Íslands- mótsins. Hefur fengið skýr skilaboð um að skjóta á markið. Fagnar því að fá meiri ábyrgð 4 Íþróttir mbl.is Steven Gerrard hélt upp á sinn 400. úrvalsdeild- arleik með Liver- pool með því að skora þrennu í sætum sigri á erkifjendunum í Everton, 3:0, á Anfield í gær- kvöld. Þetta er stærsti sigur Liv- erpool á grönnu sínum í 29 ár. Gerrard skoraði tvö markanna eftir undirbúning Luis Suárez. „Luis á sérstakan heiður skilinn. Hann færði mér tvö mörk á silfurfati. Við höfum ekki spilað mikið saman en gengur það hinsvegar mjög vel,“ sagði Gerrard við BBC. vs@mbl.is Gerrard skaut Everton í kaf með þrennu Steven Gerrard Þýski knatt- spyrnumaðurinn Mario Gomez skoraði fjögur mörk í gærkvöld þegar Bayern München rót- burstaði Basel frá Sviss, 7:0, í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Sigur Basel í fyrri leiknum, 1:0, dugði því skammt. Arjen Robben skoraði tvö mörk og Thomas Müller eitt. Marseille sló Inter út í Mílanó eftir mikla dramatík í lokin. Brandao jafn- aði í uppbótartíma fyrir Marseille, 1:1. Þar með skipti ekki máli þó að markvörður liðsins væri rekinn af velli og Inter skoraði úr vítaspyrnu í blálokin, 2:1. Marseille komst áfram á markinu á útivelli. vs@mbl.is Gomez með 4 gegn Basel Mario Gomez ÍR-ingar, undir stjórn Bjarka Sigurðssonar, færðust skrefi nær úrvalsdeild- arsæti í hand- knattleik karla í gærkvöld. Þeir sigruðu Fjölni, 29:24, í Aust- urbergi á meðan Stjarnan lagði Víking, 22:21, í Garðabæ. Þar með er ÍR fjórum stigum á undan Vík- ingi þegar þremur umferðum er ólokið en liðin mætast í næstsíðustu umferðinni. Selfoss vann góðan sig- ur gegn ÍBV í Eyjum, 23:21, og er komið í baráttuna um sæti í um- spilinu. vs@mbl.is ÍR skrefi nær að fara upp Bjarki Sigurðsson Kristján Bernburg í Belgíu sport@mbl.is Gunnlaugur Hlynur Birgisson, 16 ára piltur úr Breiðabliki, er á leið til belgíska knattspyrnufélagsins Club Brugge frá og með 1. júlí í sumar. Gunnlaugur hefur dvalið hjá félaginu í tvígang, fyrst í tvær vikur á síðasta ári, og í framhaldi af því var honum boðið að vera í tvo mánuði. Hann er nú á heimleið eftir að hafa verið í herbúðum Club Brugge síðan 15. janúar. Belgíska félagið býður honum í aka- demíu sína frá og með 1. júlí en hyggst síðan bjóða honum atvinnu- samning í desember. Gunnlaugur kvaðst mjög ánægður með dvölina hjá Club Brugge og sagði að þar væri unnið af mikilli fagmennsku. „Ég hlakka mikið til að koma aftur út og leika fyrir svona stórt félag þó það sé með unglingaliðinu til að byrja með,“ sagði Gunnlaugur. Club Brugge er eitt stærsta og sigursælasta félag Belgíu en það hefur orðið meistari 13 sinnum, síðast árið 2005, og 10 sinnum bik- armeistari, síðast árið 2007. Í dag er liðið í öðru sæti, á eftir And- erlecht. Gunnlaugur lék sjö leiki með drengjalandsliði Íslands á síðasta ári og skoraði eitt mark en Gunnar Guðmundsson, þjálfari liðsins, valdi hann eftir að hafa fengið skýrslu frá þjálfurum Club Brugge. Gunnlaugur fer til Club Brugge  Með belgíska liðinu frá 1. júlí Ljósmynd/Kristján Bernburg Efnilegur Gunnlaugur Hlynur Birgisson í leik með unglingaliði Club Brugge. Jakob Örn Sigurðarson skoraði 24 stig fyrir Sundsvall gegn LF Basket í lokaumferð sænsku úrvalsdeildar- innar í körfuknattleik í gærkvöld en það dugði þó skammt. Sundsvall tapaði, 105:83, endaði í þriðja sæt- inu og mætir einmitt LF Basket, sem endaði í sjötta sæti, í 8 liða úr- slitunum. Logi Gunnarsson og félagar í Solna töpuðu fyrir botnliði Örebro. Þeir enduðu í 7. sæti og mæta Sö- dertälje, sem hafnaði í 2. sæti. Helgi Már Magnússon og félagar í 08 Stockholm unnu toppliðið Norrköping á útivelli en enduðu í 8. sæti og þurfa að glíma við Norrköp- ing í úrslitakeppninni. Brynjar Þór Björnsson og sam- herjar í Jämtland töpuðu fyrir Sö- dertälje, enduðu í 9. sæti og hafa lokið keppni í vetur. Tölfræði íslensku leikmannanna í gærkvöld er að finna á bls. 2. vs@mbl.is Jakob drjúgur en Sundsvall fékk skell

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.