Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012 HANDBOLTI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Sveinn Þorgeirsson hefur stimplað sig vel inn í lið Hauka í vetur. Skemmst er að minnast frammi- stöðu hans þegar Haukar lögðu Fram í úrslitaleik bikarkeppninnar í síðasta mánuði en í þeim leik skor- aði hann hvert markið á fætur öðru með þrumufleygum og var maður leiksins. Sveinn átti flottan leik með Haukaliðinu í fyrrakvöld þegar Haukarnir lögðu Akureyringa og er leikmaður 18. umferðar hjá Morg- unblaðinu. Hann hefur á síðustu vik- um komið æ meira við sögu í sókn- arleik bikarmeistaranna og hefur nýtt tækifærið vel. „Við náðum svo sannarlega að rífa okkur upp á rassgatinu eftir ófarirnar á móti Gróttu í síðustu viku. Það var nauðsynlegt í þessari hörðu toppbaráttu. Menn voru langt niðri eftir leikinn á móti Gróttu en við tókum okkur saman í andlitinu. Undirbúningurinn fyrir leikinn á móti Akureyri hófst strax í klef- anum úti á Nesi og það var allt ann- að að sjá til liðsins. Við sýndum hvað í okkur býr,“ sagði Sveinn við Morgunblaðið. Stöðugleikann hefur vantað eftir áramótin Gengi Haukanna eftir áramótin hefur ekki verið neitt sérlega gott. Liðið vann að vísu glæsilegan sigur í bikarúrslitunum en Haukar hafa að- eins unnið tvo af sex leikjum á árinu í deildinni eftir að hafa verið nær ósigrandi fyrir áramót. „Það sem einkenndi liðið fyrir áramótin var mikill stöðugleiki. Við áttum fáa lélega leiki og vorum jafn- ir en eftir áramótin hefur stöð- ugleikann vantað. Ef við erum ekki tilbúnir og 100% einbeittir töpum við en vonandi erum við komnir á rétta braut. Fyrsta skrefið er að komast í úrslitakeppnina og síðan að tryggja okkur heimaleikjarétt- inn. Við eigum þrjá mjög erfiða leiki eftir og ef allt gengur upp verðum við deildarmeistarar en við getum ekki leyft okkur annað en að hugsa um næsta leik, sem er á móti HK,“ sagði Sveinn en auk þess að mæta HK á útivelli eiga Haukar eftir að taka á móti Aftureldingu og FH. „Leikurinn við FH gæti orðið hreinn úrslitaleikur um deild- armeistaratitilinn og það væri gam- an að fá slíkan leik. Full höll og al- vörustemning.“ Hef bara notið þess Sveinn, sem er 25 ára gamall, er á öðru ári hjá Haukunum en hann kom til liðsins frá Víkingi. Á síðustu leiktíð kom hann mest við sögu í varnarleik liðsins en á þessu tíma- bili, og þá sérstaklega seinni part- inn, hefur hann fengið fleiri tæki- færi í sóknarleiknum og ekki er hægt að segja annað en hann hafi nýtt það vel. „Aron hefur aðeins breytt upp- stillingunni á byrjunarliðinu í sókn- inni. Ég hef fengið að spila mikið í sókn í síðustu leikjum og hef bara notið þess. Ég fagna því að fá aukna ábyrgð í sókninni. Ég er alveg með skýr skilaboð frá Aroni að skjóta á markið þegar ég er inná og ég reyni að nýta mér það,“ segir Sveinn, sem þykir hafa töluvert óvenjulegan skotstíl. „Menn höfðu áhyggjur af því þeg- ar ég var í yngri flokkunum að ég færi alveg með öxlina. Ég meiddist í öxlinni í fyrra sem kom í veg fyrir að ég spilaði meira en það var nú bara vegna þess að það var rifið aft- an í mig.“ Lífið er handbolti og íþróttir Sveinn er íþróttafræðingur að mennt og vonast til að ljúka mast- ersnámi í vor. Hann starfar við Borgarholtsskóla í Grafarvogi. „Ég er að þjálfa afreksbraut í Borgarholtsskóla sem Fjölnir er óbeint aðili að og svo sinni ég þjálf- un yngri flokkanna hjá Fjölni þar sem ég er yfirþjálfari. Lífið er bara handbolti og íþróttir hjá mér og mér leiðist það svo sannarlega ekki.“ Í viðræðum við Hauka Um framtíðarplönin segir Sveinn: „Það er svolítið óráðið. Ég útskrif- ast vonandi úr mastersnáminu í vor og að óbreyttu verð ég áfram í Haukum. Samningur minn við Hauka klárast eftir tímabilið en við- ræður um nýjan samning eru komn- ar aðeins af stað. Auðvitað gælir maður við að komast út en ég þyrfti að fá ansi freistandi tilboð því ég hef það svo fínt hérna heima og er ánægður í starfi mínu og að spila með Haukunum. Tímabilið í fyrra hjá Haukum var óvenjulegt þar sem liðið vann engan titil en núna eru tveir komnir í hús og við erum ekki hættir. Við stefnum á að vinna deildarmeistaratitilinn og svo auð- vitað þann stóra í vor,“ sagði Sveinn. Hef skýr skila- boð um að skjóta á markið  Sveinn Þorgeirsson hefur komið sterkur upp í sóknarleik Haukanna  Fagnar því að fá meiri ábyrgð í sókninni Morgunblaðið/Golli Skytta Sveinn Þorgeirsson hefur verið öflugur með Haukum í vetur. Aron Rafn Eðvarðsson Haukum Hjalti Pálmason FH Róbert Aron Hostert Fram Sveinn Þorgeirsson Haukum Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 2 Sveinbjörn Pétursson Akureyri 275 Hlynur Morthens Val 271 Daníel F. Andrésson FH 267 Lárus H. Ólafsson Gróttu 225 Magnús G. Erlendsson Fram 204 Davíð Hl. Svansson Aftureld.180 Björn Ingi Friðþjófsson HK 172 Aron Rafn Eðvarðsson Haukum 163 18. umferð í N1-deild karla 2011 - 2012 Lið umferðarinnarVarin skot Brottvísanir / rauð spjöld Markahæstir Ingimundur Ingimundarson Fram Atli Ævar Ingólfsson HK Varnarmaður Haukar 150 mín. 1 Afturelding 134 mín. 4 Akureyri 130 mín. 5 FH 126 mín. 2 Grótta 120 mín. 3 Fram 108 mín. 1 Valur 104 mín. 2 HK 102 mín. 2 Bjarni Fritzson Akureyri 138 Bjarki Már Elísson HK 133 Anton Rúnarsson Val 127 Ólafur B. Ragnarsson HK 104 Ólafur Gústafsson FH 100 Sturla Ásgeirsson Val 100 Gylfi Gylfason Haukum 95 Oddur Gretarsson Akureyri 92 Atli Ævar Ingólfsson HK 89 Þorgrímur S. Ólafsson Gróttu 82 Einar Rafn Eiðsson Fram 73 Finnur Ingi Stefánsson Val 69 Róbert Aron Hostert Fram 68 Stefán R. Sigurmannss. Haukum 68 Jóhann G. Jóhannesson Gróttu 64 Guðmundur H. Helgason Akureyri 63 Sverrir Hermannsson Aftureld. 63 Sveinn Aron Sveinsson Val Bjarki Már Elísson HK 7 4 2 3 2 2 3 4 Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Brotið verður blað í sögu Fram í kvöld en þá leikur meistaraflokkur liðsins í knattspyrnunni sinn fyrsta leik á nýjum gervigrasvelli í Úlfarsárdal þar sem Framarar hafa verið að hreiðra um sig en höfuðstöðvar félagsins eru sem fyrr í Safamýrinni. Haukar, undir stjórn Ólafs Jóhannessonar, fyrrverandi landsliðs- þjálfara, verða fyrstu gestir Framara en liðin eigast við í Lengjubikarnum. „Okkur langar að prófa að spila á vell- inum og Óli Jó er spenntur að finna muninn á þessu grasi og öðru. Það er enn nokkuð hrátt í kringum völlinn en það eru komin flóðljós og verið að setja upp girðingar svo ekkert kemur í veg fyrir að spila nema ef veðrið verður ekki til friðs,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, við Morgunblaðið. Þorvaldur segir að grasið sé af nýj- ustu kynslóð gervigrass. „Völlurinn er mjög mjúkur og skemmtilegur og hann er mikil lyftistöng fyrir hverfið. Und- irlagið er miklu mýkra og boltinn skopp- ar öðruvísi en á þeim gervigrasvöllum sem við höfum verið að spila á. Ég finn mikinn mun en auðvitað verða svona vellir aldrei eins og náttúrulegir gras- vellir. Tíminn mun leiða í ljós hvort starfsemi félagsins flyst alfarið þarna upp eftir en það er mikið af krökkum og unglingum á þessu svæði,“ sagði Þor- valdur. Þorvaldur segir að búið sé að sá í grasvöll í svæðinu og þá sé kominn skúr og búningsaðstaða. Betra að vinna en tapa Frömurum hefur gengið afar vel á undirbúningstímabilinu og segja má að þeir hafi haldið áfram á sömu braut og þeir enduðu tímabilið í fyrra. Fram varð Reykjavíkurmeistari með því að bursta Íslands- og bikarmeistara KR, 5:0, í úr- slitaleik og hefur unnið alla fjóra leiki sína í Lengjubikarnum. „Það er betra að vinna leiki en tapa og skiptir þá engu hvaða árstími er. Þetta hefur rúllað vel hjá okkur og menn hafa haldið sama dampi og þeir enduðu tíma- bilið í fyrra,“ sagði Þorvaldur. Ljósmynd/Fram Úlfarsárdalur Fram tekur á móti Haukum á nýjum slóðum. Fram á nýjum heimavelli  Mætir Haukum í Úlfarsárdalnum í kvöld  Langaði að prófa völlinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.