Morgunblaðið - 14.03.2012, Síða 3

Morgunblaðið - 14.03.2012, Síða 3
Morgunblaðið/Golli ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012 GuðmundurKristjáns- son, knatt- spyrnumaður úr Breiðabliki, verð- ur til skoðunar hjá norska B- deildarliðinu Start í vikunni og mun spila æfinga- leik með liðinu gegn Steinþóri Frey Þorsteinssyni og samherjum hans í Sandnes Ulf um næstu helgi. „Við höfum fylgst með honum og sáum hann til að mynda í leikjum Breiða- bliks á móti Rosenborg í und- ankeppni Meistaradeildarinnar í fyrra,“ segir Rune Jakobsen, yf- irmaður knattspyrnumála hjá Start, á vef félagsins en Matthías Vil- hjálmsson, fyrrverandi fyrirliði FH- inga, gekk í raðir Start í síðasta mánuði.    Andre Ooijer varnarmaður hol-lenska meistaraliðsins Ajax, sem Kolbeinn Sigþórsson leikur með, tilkynnti í gær að hann muni leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. Ooijer, sem lék þrjú tímabil með Blackburn á Englandi, vonast til að enda ferilinn sem meistari með Ajax en hann verður 37 ára gamall í sum- ar. Hann á að baki 55 landsleiki með Hollendingum en lengst af sínum ferli lék hann með PSV Eindhoven.    Aganefnd HSÍhefur óskað eftir greinagerð frá FH varðandi atvik sem átti sér stað eftir leik Vals og FH í N1- deild karla í Vodafone-höllinni á fimmtudaginn. Leikmenn og starfsmenn FH ásamt forráðamönnum veittust að dóm- urum eftir leikinn. Valsmenn skor- uðu sigurmarkið eftir að leiktíma lauk og gramdist FH-ingum mjög sú ákvörðun danska dómarans Troels Kure sem dæmdi leikinn að dæma mark Sveins Arons Sveinssonar gott og gilt. Máli þessu var frestað til næsta fundar aganefndar HSÍ en fyrir þann fund munu FH-ingar senda frá sér greinagerð.    Emilía Rós Ómarsdóttir úr SAvann til bronsverðlauna í list- hlaupi á skautum á móti sem fram fór í Malmö í Svíþjóð um síðustu helgi. Alls tóku níu keppendur frá Íslandi þátt í mótinu en það voru krakkar úr sérstökum úrvalshópi. Emilía keppti í flokki sem kallast Springs Girls og fékk hún 26,00 stig.    Kvennalandsliðið í íshokkíi tapaði2:7 fyrir Póllandi í B-riðli 2. deildar HM í Suður-Kóreu í gær. Eftir að hafa jafnað leikinn í tvígang hrundi leikur íslenska liðsins í síð- asta leikhlutanum og hann tapaðist 0:5. Sarah Smiley skoraði bæði mörk Íslands í öðrum leikhlutanum en staðan var 0:1 að loknum þeim fyrsta og 2:2 fyrir síðasta leikhlut- ann. Steinunn Sigurgeirsdóttir átti þátt í báðum mörkum Íslands og Guðrún Blöndal lagði upp síðara markið. Ísland mætir Suður-Afríku í fyrramálið en liðið fékk 4 stig úr leikjum sínum við Belgíu og Suður- Kóreu, þegar liðið vann Belga 2:1 en tapaði 1:2 fyrir Suður-Kóreu eftir framlengingu og vítakeppni. Fólk sport@mbl.is KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, IEX-deildin: Vodafone-höllin: Valur – Hamar......... 19.15 Schenker-höllin: Haukar – KR ........... 19.15 Dalhús: Fjölnir – Njarðvík .................. 19.15 KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Úlfarsárdalur: Fram – Haukar................ 20 Deildabikar kvenna, Lengjubikarinn: Fylkisvöllur: Fylkir – Breiðablik............. 18 Í KVÖLD! Kristján Jónsson kris@mbl.is Rússinn Sergei Zak kom til Íslands sumarið 2000 og hóf störf hjá Birn- inum sem þá var litla liðið í íshokkíi á Íslandi. Eftir mikið uppbygging- arstarf, þar sem Sergei hefur bæði verið leikmaður og þjálfari, er fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins í karlaflokki loksins í höfn. „Þetta er frábær tilfinning. Það er frábært að vera í liði með strákum sem maður hefur nánast alið upp og hefur fylgst með frá því þeir voru tíu ára gamlir eða svo. Þeir hafa lagt mjög hart að sér í öll þessi ár þó að árangurinn hafi verið upp og niður. Við höfum ávallt ver- ið með yngsta liðið en það er ánægjulegt að þessir strákar skuli allir vera á sömu blaðsíðu. Það hef- ur hjálpað félaginu að dafna og nú erum við með flott félag sem vinnur meistaratitilinn. Liðsheildin vinnur meistaratitla en ekki einstakling- arnir. Við munum halda áfram á sömu braut,“ sagði Sergei við Morgunblaðið þegar titilinn var í höfn. Skoraði þrennu Sergei er orðinn íslenskur rík- isborgari og er á þrítugasta og fimmta aldursári. Hann ákvað að spila á fullu í vetur í fyrsta skipti í tvö ár og hann sannaði mikilvægi sitt í úrslitarimmunni. Hann átti þátt í fjölda marka og skoraði þrennu í gærkvöldi. „Maður hefur ennþá eitthvað fram að færa en þarf hjálp frá ungu leikmönnunum sem vinna aðra mikilvæga vinnu á ísnum. Við höfum þroskast sem lið og það sýndi sig á þessu ári. Ak- ureyringarnir Birkir og Sigurður Árnasynir komu með ákveðið sjálfs- traust inn í varnarleikinn og Birgir Jakob Hansen snéri aftur. Allt hjálpaði þetta til og leikmennirnir höfðu trú á þessu. David þjálfari hefur unnið frábært starf á tíma- bilinu. Hann hefur mikla reynslu sem leikmaður og þjálfari sem hann gat miðlað af. Hann lagði traust sitt á leikmennina og það er engin spurning um að hann stjórnaði lið- inu afar vel,“ sagði Sergei enn- fremur. Notaði fjórar línur Þjálfarinn David MacIsaac var býsna yfirvegaður þegar nið- urstaðan lá fyrir. „Við héldum okk- ur við svipað leikskipulag í allan vetur en strákarnir lærðu alltaf meira og meira. Það varð hins veg- ar mikil breyting þegar við fengum leikmennina þrjá til baka frá Dan- mörku. Við vorum upphaflega með þrjár línur sem við gátum notað en þá vorum við skyndilega komnir með fjórar línur. Fyrir vikið held ég að okkur hafi tekist að þreyta SR-ingana því við spiluðum á fleiri leikmönnum,“ sagði MacIsaac og það fór ekki framhjá honum að sig- urinn er sögulegur. „Þetta var magnað tímabil. Ég samgleðst strákunum,“ sagði MacIsaac. Titill eftir tólf ár hjá félaginu  Sergei Zak hefur nánast alið upp flesta samherja sína í Birninum Fögnuður Bjarnarmenn fagna á svellinu þegar flautað var til leiksloka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.