Morgunblaðið - 15.03.2012, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.03.2012, Qupperneq 2
Morgunblaðið/Ómar Áfram Gunnhildur Gunnarsdóttir og Jence Rhoads úr Haukum eru komnar í undanúrslitin. Fjölnir vann Njarðvík, 87:76, í úr- valsdeild kvenna í körfuknattleik í gærkvöld og þar með varð Keflavík endanlega sigurvegari í deildinni. Fjölnir gulltryggði um leið áfram- haldandi sæti sitt meðal þeirra bestu en það var þó endanlega í höfn áður en leiknum lauk því Hamar tapaði fyrir Val á sama tíma. Keflavík er með 40 stig en Njarð- vík 38 fyrir lokaumferðina, en þar sem Keflavík er með betri útkomu úr innbyrðis viðureignum nágranna- liðanna er sigur liðsins í deildinni þegar í höfn og þar með heima- leikjaréttur til loka í úrslitakeppn- inni. Shanae Baker-Brice lék ekki með Njarðvík gegn Fjölni og munar um minna en hún er að jafna sig af meiðslum og á að vera í lagi áður en úrslitakeppnin hefst. Haukar í úrslitakeppnina Haukar sigruðu KR, 78:56, í nán- ast hreinum úrslitaleik liðanna um sæti í úrslitakeppninni. Haukar eru þar með komnir í undanúrslit ásamt Keflavík, Njarðvík og Snæfelli. Haukar höfðu eins stigs forystu í hálfleik, 31:30, en stungu af í seinni hálfleiknum og unnu mjög örugg- lega þegar upp var staðið. KR missti Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur meidda af velli seint í fyrri hálf- leiknum. Haukar eru í 4. sæti með 28 stig fyrir lokaumferðina en KR er í 5. sætinu með 26. Haukar hafa betur í innbyrðis viðureign liðanna og þar með er KR úr leik. Hamar varð að vinna Val á Hlíð- arenda til að eiga von en það var aldrei í spilunum. Valur var yfir í hálfleik, 57:36, og lokatölur urðu 95:67. Fjölnir er með 18 stig í næst- neðsta sætinu, sex stigum meira en Hamar fyrir lokaumferðina. vs@mbl.is Fjölnir tryggði Keflavík titilinn 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2012 ÍSHOKKÍ Kristján Jónsson kris@mbl.is Birkir Árnason, landsliðsmaður í ís- hokkí, snéri aftur til landsins síðasta sumar eftir þriggja ára dvöl í Dan- mörku. Birkir er Akureyringur og lék með SA áður en hann hélt utan til náms í byggingafræði. Þar spilaði hann tvö tímabil með Gladsaxe Bears í næst efstu deild. Hann ákvað að ganga til liðs við Björninn og var gerður að fyrirliða. Hann tók því við fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins í fyrrakvöld. Birkir fór reyndar með bikarinn rakleiðis til Sergeis Zak og leyfði honum að hefja gripinn á loft. Birkir er á tuttugasta og fimmta aldursári en þykir gamall í sam- anburði við marga leikmenn Bjarn- arins. „Það er ólíkt að koma inn í hokkíið hér heima en að spila í sterkri deild í Danmörku. Ég vissi ekki alveg út í hvað ég var að fara þegar ég mætti á fyrstu æfinguna. Ég hef fylgst með ungu strákunum taka skref fram á við í vetur og allir hafa sýnt ákveðið frumkvæði. Menn eru ekkert að hika við þetta þó að þarna séu leikmenn sem eru fæddir 1994 og 95. Þetta eru bara rosalega flottir leikmenn og þegar ég sá að við áttum góða menn í öllum stöðum átt- aði ég mig á því að þetta væru góðir kandídatar í Íslandsmeistara,“ sagði Birkir þegar Morgunblaðið tók hann tali í gær. Ná að tengja vel saman Þegar Birkir valdi að fara í Björn- inn þá sagði hann við Morgunblaðið á þeim tíma að í Birninum væru marg- ir góðir ungir leikmenn en þá vantaði meiri aga til að vinna sinn fyrsta titil. Hann sagði jafnframt að reyndari leikmenn gætu hjálpað liðinu að vaxa. Segja má að þetta hafi staðið eins og stafur á bók því Birkir, bróðir hans Sigurður og Zak sem tók fram skautana á ný, færðu liðinu meiri yf- irvegun en áður var til staðar hjá Birninum. „Ég held að við séum með mjög góða blöndu af eldri og yngri leik- mönnum og nokkrum þar á milli til að tengja þetta vel saman,“ sagði Birkir um þetta atriði í gær. Breiddin skipti sköpum Um úrslitarimmuna við SR þá sagði Birkir að breiddin í leik- mannahópi Bjarnarins hafi skipt miklu máli. „Við gátum spilað á fjór- um línum en þeir spiluðu meiri hluta leikjanna á tveimur línum. Það gefur augaleið að við getum verið miklu ferskari og spilað fastari leik þar sem við getum klárað tæklingarnar okk- ar. Það sýndi sig alla vega í tveimur leikjum í úrslitakeppninni að við nán- ast rúlluðum yfir þá í síðasta leik- hluta. Þá voru þeir einfaldlega orðnir of þreyttir til að spila á fullu í þriðja leikhluta með svo fáa leikmenn. Það er ekki að ástæðulausu að landsliðið er með tuttugu leikmenn. Það er það sem þarf til að vinna alvöruleiki.“ Einfaldar áherslur Björninn fékk til sín Bandaríkja- manninn David MacIsaac síðasta sumar og hann tók við þjálfun liðsins. MacIsaac er fyrrverandi atvinnumað- ur í heimalandinu, í Rússlandi og á Ítalíu og hann kom með ferska vinda inn í íþróttina hérlendis að sögn Birkis. „Það skiptir rosalega miklu máli að fá nýja þjálfara með aga og einhvern sem menn hlusta á. Hann er með gíf- urlega mikla reynslu og nýtur virð- ingar í okkar röðum. Áherslur hans varðandi spilið eru einfaldar en ár- angursríkar. Áherslur hans eru ekki ósvipaðar því sem tíðkast í amerísku hokkí. Við erum svo fáir í þessari íþrótt hérlendis og það er því alltaf gott að fá nýja menn til að kenna okkur nýja hluti. Rétt eins og það getur verið gott að fá nýja leikmenn. Það er líka hollt fyrir leikmenn að læra að spila leikinn með mismun- andi áherslum,“ sagði Birkir Árnason við Morgunblaðið. Ungu strák- arnir sýndu frumkvæði Morgunblaðið/Golli Fyrstur Birkir Árnason tekur við Íslandsbikarnum, fyrstur fyrirliða karlaliðs Bjarnarins. Hann fór með bikarinn beint til samherja síns, Sergeis Zak.  Birkir Árnason snéri heim frá Dan- mörku og var fyrirliði í fyrsta Íslands- meistaraliði Bjarnarins  Gott að fá nýja menn til að kenna okkur nýja hluti Línur í íshokkíi » Í umfjöllun um íshokkí er gjarnan talað um línur. Hvað er átt við með því? Í íshokkíi eru leyfðar frjálsar skiptingar og þá skipta allir fimm úti- leikmennirnir í einu. Þ.e.a.s. ein lína fer út og önnur lína inn. » Í hverju liði eru fjórar línur og menn æfa saman með það í huga að þeir spili í sömu línu. Gunnlaugur Hlynur Birg- isson, 16 ára knatt- spyrnumaður úr Breiðabliki, gengur til liðs við Club Brugge í Belgíu í sumar, eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær. Því miður var myndin sem fylgdi með frétt- inni ekki af Gunnlaugi heldur af mótherja hans úr leik með unglingaliði Club Brugge, og aðeins sást í treyju Gunn- laugs. Hér er myndin, rétt skorin í þetta skiptið, og beð- ist er velvirðingar á mistök- unum. Rétt mynd af Gunnlaugi Gunnlaugur Hlynur Birgisson. Turbine Potsdam, lið Margrétar Láru Viðarsdóttur, sigraði Ros- siyanka frá Rússlandi, 2:0, á heimavelli sínum í Þýskalandi í gær en þetta var fyrri viðureign liðanna í 8 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu. Margrét Lára missti af leiknum vegna meiðsla en Patricia Hane- beck kom Potsdam yfir á 24. mínútu og þýska landsliðskonan Babett Peter bætti við marki úr vítaspyrnu á 44. mínútu. Rússunum tókst að halda þýsku meisturunum í skefjum í seinni hálfleik og eiga því möguleika fyrir seinni leikinn i Rússlandi í næstu viku. Arsenal vann Gautaborg, 3:1, í fyrri leik liðanna í London í gær og Lyon, með megnið af franska landsliðinu innanborðs, fór létt með Bröndby frá Danmörku, 4:0, í Frakklandi. Þar skoruðu frönsku landsliðskonurnar Camille Abily, Sonia Bompastor og Louisa Necib sitt markið hver. Í dag leika síðan Þóra B. Helgadóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og samherjar þeirra í Malmö á heimavelli við þýska liðið Frankfurt. vs@mbl.is Potsdam er með ágæta stöðu Margrét Lára Viðarsdóttir Lengjubikar karla A-DEILD, 1. riðill: Fram – Haukar ........................................ 5:1 Steven Lennon 60., 89., Ásgeir Gunnar Ás- geirsson 63., Kristinn Ingi Halldórsson 79., Almarr Ormarsson 86. – Magnús Páll Gunnarsson 31. Rautt spjald: Guðlaugur F. Guðmundsson (Haukum) 72., Valur Fannar Gíslason (Haukum) 84. Staðan: Fram 5 5 0 0 15:5 15 Breiðablik 4 3 0 1 10:3 9 KR 3 2 0 1 8:4 6 Víkingur Ó. 3 1 0 2 6:7 3 Selfoss 3 1 0 2 3:5 3 Þróttur R. 3 1 0 2 5:8 3 Haukar 3 0 0 3 2:8 0 BÍ/Bolungarvík 2 0 0 2 1:10 0 Lengjubikar kvenna A-DEILD: Fylkir – Breiðablik .................................. 2:0 Ruth Þ. Þórðardóttir, Margrét Björg Ást- valdsdóttir. Meistaradeild Evrópu 16 liða úrslit, seinni leikir: Chelsea – Napoli ...................................... 4:1 Didier Drogba 29., John Terry 48., Frank Lmapard 75.(víti), Branislav Ivanovic 105. – Gokhan Inler 55.  Eftir framlengingu, Chelsea áfram, 5:4 samanlagt. Real Madrid – CSKA Moskva................. 4:1 Cristiano Ronaldo 55., 90, Gonzalo Higuaín 26., Karim Benzema 70. – Zoran Tosic 77.  Real Madrid áfram, 5:2 samanlagt. Meistaradeild kvenna 8 liða úrslit, fyrri leikir: Potsdam – Rossiyanka ............................ 2:0  Margrét Lára Viðarsdóttir lék ekki með Potsdam vegna meiðsla. Lyon – Bröndby........................................ 4:0 Arsenal – Gautaborg................................ 3:1 KNATTSPYRNA Valur – Hamar 95:67 Gangur leiksins: 9:13, 20:16, 26:20, 32:27, 37:29, 45:32, 52:36, 57:36, 64:36, 66:40, 71:46, 77:52, 83:59, 86:63, 90:65, 95:67. Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 24/5 frá- köst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 19/8 frá- köst, Lacey Simpson 11/11 fráköst/8 stoðs., Melissa Leichlitner 10/4 fráköst/5 stoðs., María Ben Erlingsdóttir 9/4 fráköst, Guð- björg Sverrisdóttir 8/4 fráköst, Signý Her- mannsdóttir 6/9 fráköst/5 stoðs./4 varin skot, María Björnsdóttir 6/5 fráköst, Berg- lind Karen Ingvarsdóttir 2. Hamar: Samantha Murphy 24/6 fráköst/5 stoðsendingar, Fanney Lind Guðmunds- dóttir 13, Katherine Graham 12, Marín Laufey Davíðsdóttir 7/5 fráköst, Íris Ás- geirsdóttir 6/5 fráköst, Jenný Harðardóttir 3, Álfhildur Þorsteinsdóttir 2/5 fráköst. Haukar – KR 78:56 Gangur leiksins: 5:5, 10:10, 14:14, 18:20, 22:24, 22:26, 27:28, 31:30, 39:30, 43:35, 49:37, 56:41, 62:45, 67:47, 73:51, 78:56. Haukar: Tierny Jenkins 20/19 fráköst/5 stolnir, Jence Rhoads 15/9 stoðsendingar, Íris Sverrisdóttir 11, María Lind Sigurð- ardóttir 10/6 fráköst, Margrét Rósa Hálf- danardóttir 10/5 fráköst, Guðrún Ósk Ámundardóttir 5/4 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 4, Auður Íris Ólafsdóttir 3. KR: Erica Prosser 22/8 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 16/5 fráköst/3 varin skot, Hafrún Hálfdánardóttir 14/7 fráköst, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 2/5 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 2. Fjölnir – Njarðvík 87:76 Gangur leiksins:4:7, 8:13, 18:19, 22:23, 27:27, 29:32, 33:39, 39:43, 39:45, 42:50, 50:50, 55:54, 62:58, 71:60, 79:63, 87:76. Fjölnir: Brittney Jones 28/5 fráköst/10 stoðsendingar, Katina Mandylaris 23/19 fráköst, Jessica Bradley 18/9 fráköst, Erla Sif Kristinsdóttir 9, Birna Eiríksdóttir 3, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2/7 fráköst, Bergdís Ragnarsdóttir 2/7 fráköst, Mar- grét Loftsdóttir 2. Njarðvík: Lele Hardy 24/20 fráköst/7 stoðs., Petrúnella Skúladóttir 16/6 fráköst, Ingibjörg Vilbergsdóttir 10/5 fráköst, Sara Margeirsdóttir 6, Salbjörg Sævarsdóttir 6/5 fráköst, Ína M. Einarsdóttir 6, Ólöf H. Pálsdóttir 2, Eyrún Sigurðardóttir 2, Harpa Hallgrímsd. 2, Erna Hákonard. 2. Staðan: Keflavík 27 20 7 2064:1887 40 Njarðvík 27 19 8 2237:2038 38 Snæfell 27 15 12 1967:1999 30 Haukar 27 14 13 1986:1919 28 KR 27 13 14 1960:1886 26 Valur 27 12 15 2003:1995 24 Fjölnir 27 9 18 1935:2199 18 Hamar 27 6 21 1879:2108 12 NBA-deildin Orlando – Miami ................................. 104:98 Cleveland – Toronto............................. 88:96 Indiana – Portland ............................... 92:75 Memphis – LA Lakers ..................... 111:116 Oklahoma – Houston........................ 103:104 Dallas – Washington .......................... 107:98 Denver – Atlanta .............................. 118:117 Sacramento – Golden State ............... 89:115 KÖRFUBOLTI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.