Morgunblaðið - 15.03.2012, Page 3
HANDBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Þetta var óþarflega stórt tap, fimm
til sex marka munur hefði verið í lagi
en því miður þá gerðum við alltof
mikið af mistökum í síðari hálfleik og
Þjóðverjar refsuðu okkur með mörk-
um eftir hraðaupphlaup,“ sagði Guð-
mundur Þórður Guðmundsson, lands-
liðsþjálfari í handknattleik karla,
eftir ellefu marka tap, 33:22, íslenska
landsliðsins fyrir Þýskalandi í vin-
áttulandsleik í Mannheim í gær-
kvöldi.
„Ég var nokkuð ánægður með
fyrri hálfleikinn. Varnarleikurinn var
þokkalegur, ekki síst sé tekið mið af
því að nýir menn voru þar í stóru
hlutverki og við náðum aðeins einni
æfingu fyrir leikinn. Sóknarleikurinn
var góður í fyrri hálfleik og við náð-
um alveg að halda í við Þjóðverjana,“
sagði Guðmundur Þórður sem var
alls ekki eins hress með síðari hálf-
leikinn.
Skipt um vörn í síðari hálfleik
„Þjóðverjar skiptu yfir í 5/1 vörn í
síðari hálfleik og þá lentum við í
miklum vandræðum með sóknarleik-
inn okkar. Sendingar okkar voru
slæmar auk þess sem menn nýttu illa
þau tækifæri sem gáfust. Fyrir vikið
var okkur refsað með hraðaupp-
hlaupum og mörkum,“ sagði Guð-
mundur Þórður landsliðsþjálfari.
„Þetta var alltof stórt tap hjá okk-
ur en við hverju var að búast? Það
má segja að ég hafi verið með nýtt lið
í höndunum, svo marga fasta menn
vantaði. Undirbúningur okkar fyrir
leikinn var heldur ekki nægur, aðeins
ein æfing í gær og margir leikmenn
að stíga sín fyrstu skref með lands-
liðinu,“ sagði Guðmundur Þórður.
10 sterkir ekki með
Tíu sterka leikmenn vantaði í ís-
lenska landsliðið í Mannheim í gær
og því var e.t.v. ekki við því að búast
að landsliðið stæðist því þýska snún-
ing þótt vissulega hafi vantað nokkra
öfluga leikmenn einnig í þýska liðið.
Guðjón Valur Sigurðsson, Alexander
Petersson, Aron Pálmarsson, Arnór
Atlason, Ólafur Guðmundsson, Ingi-
mundur Ingimundarson, Sverre Jak-
obsson, Þórir Ólafsson, Ólafur Stef-
ánsson og Snorri Steinn Guðjónsson
voru allir fjarri góðu gamni.
Allir fengu að spreyta sig
„Ég notaði tækifærið og gaf öllum
17 leikmönnunum sem ég var með
tækifæri til að spreyta sig. Þeir
fengu mismikil tækifæri að vísu en
allir eitthvað. Með þessu var ég að
leita eftir svörum við því hverjir eru
að banka á dyrnar hjá landsliðinu og
hverjir eiga lengra í land,“ sagði
Guðmundur. Spurður hvort margir
nýliðar hópsins í gær hafi bankað á
dyrnar svaraði Guðmundur að það
væri kannski tveir til þrír af hópnum
sem hefðu gert það. Hverjir það væri
vildi hann ekki segja. Þó var ljóst af
svörum Guðmundar að hann var
þokkalega sáttur við framgöngu Sig-
urgeirs Árna Ægissonar í vörninni.
Þá hefði Aron Rafn Eðvarðsson stað-
ið sig vel, varið alls 13 skot á um 45
mínútum. Ólafur Bjarki Ragnarsson
stýrði sóknarleiknum lengst af og
gerði það nokkuð vel, að sögn Guð-
mundar. Þá skoraði Ólafur Gúst-
afsson fimm mörk en þetta var fyrsti
stóri leikur hans með íslenska lands-
liðinu. „Ólafur notaði 13 skot til þess
að skora þessi fimm mörk svo skot-
nýting hans var ekki góð,“ sagði Guð-
mundur.
Vildi skoða möguleikana
„En ég fékk svör og nú fer ég bet-
ur yfir málin í framhaldinu. Það var
tækifæri núna til þess að reyna eitt-
hvað nýtt og sjá hvaða möguleikar
eru í stöðunni. Ég vildi frekar skoða
möguleikana en hugsa minna um úr-
slitin sem slík. Það gefast ekki mörg
tækifæri á næstu mánuðum til þess
að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Guð-
mundur en íslenska landsliðið kemur
saman um næstu mánaðamót til und-
irbúnings fyrir forkeppni Ólympíu-
leikanna sem fram fer í Varazdin í
Króatíu 6.-8. apríl. Þá er reiknað með
að Guðmundur geti stillt upp sínu
sterkasta liðið, eða því sem næst.
Þjóðverjar sýndu enga
miskunn í síðari hálfleik
Morgunblaðið/Golli
Fyrirliði Róbert Gunnarsson hafði í mörg horn að líta í leiknum við Þjóðverja í Mannheim í gærkvöldi og skoraði 4 mörk.
Fyrri hálfleikur viðunandi Fáir banka á dyr landsliðsins Aron Rafn góður
SAP-Arena, Mannheim, vináttulands-
leikur karla, miðvikudag 14. mars
2012.
Gangur leiksins: 3.2, 4:4, 7:4, 8:6,
10:7, 12:10, 16:13, 21:15, 23:16, 24:17,
25:17, 26:17, 27:18, 29:21, 33:22.
Mörk Þýskalands: Patrick Groetzki
6, Uwe Gensheimer 5, Andreas Roj-
ewski 4, Andreas Pfahl 3, Patrick Wi-
encek 3, Johannes Sellin 2/1, Sven-
Sören Christophersen 2, Stefan
Weinhold 2, Lars Kaufmann 2, Max
Holst 2, Stefan Strobel 1, Stephan
Kneer 1.
Utan vallar: 2 mínútur.
Mörk Íslands: Ólafur Gústafsson 5,
Róbert Gunnarsson 4, Ásgeir Örn
Hallgrímsson 4, Ólafur Bjarki Ragn-
arsson 3, Stefán Rafn Sigurmanns-
son 3, Arnór Þór Gunnarsson 1/1,
Hannes Jón Jónsson 1, Rúnar Kára-
son 1, Sigurbergur Sveinsson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 13,
Björgvin Páll Gústavsson 0.
Utan vallar: 2 mínútur.
Dómarar: Gubica og Milosevic frá
Króatíu.
Áhorfendur: 7.612.
Þýskaland – Ísland 33:22
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2012
Þórir Ólafssonog sam-
herjar hans í
pólska liðinu Vive
Kielce er komnir
með annan fótinn
í undanúrslit um
pólska meist-
aratitilinn í hand-
knattleik. Í gær-
kvöld unnu þeir Miedz Legnica á
útivelli, 32:27, í fyrri leik liðanna í 8
liða úrslitum á útivelli. Þórir skoraði
fjögur mörk en leikmenn Kielce voru
yfir allan leikinn og höfðu m.a. sjö
marka forskot að loknum fyrri hálf-
leik, 19:12. Síðari leikurinn verður á
heimavelli Kielce í næstu viku en lið-
ið mætir Cimos Koper frá Slóveníu í
8 liða úrslitum Meistaradeildar Evr-
ópu á heimavelli á sunnudaginn.
Róbert Gunnarsson var fyrirliðiíslenska landsliðsins í hand-
knattleik í leiknum við Þjóðverja í
gærkvöldi. Þetta var í fyrsta sinn
sem hann er fyrirliði A-landsliðsins.
Leikurinn fór fram á heimavelli Ró-
berts í SAP-Arena í Mannheim.
Samherjar Róberts hjá Rhein Neck-
ar Löwen, Patrick Groetzki og Uwe
Gensheimer voru atkvæðamestir í
þýska liðinu. Groetzki skoraði sex
sinnum og Gensheimer fimm.
Kristinn Björgúlfsson og sam-herjar í Hurry Up eru komnir í
undanúrslit í hollensku bikarkeppn-
inni í handknattleik. Hurry Up vann
nágranna sína í E&O í hörkuleik
26:22 í átta liða úrslitum. Leikið var
á heimavelli Hurry Up í Emmen fyr-
ir fullu húsi áhorfenda. Kristinn
hafði óvenju hægt um sig og skoraði
eitt mark.
Snorri SteinnGuðjónsson
skoraði sig-
urmark AG Kö-
benhavn í naum-
um sigri á
Nordsjælland á
útivelli, 24:23, í
dönsku úrvals-
deildinni í hand-
knattleik í gærkvöld. AG var tveim-
ur mörkum undir þegar skammt var
til leiksloka. Snorri var markahæst-
ur hjá AG með 7 mörk. Guðjón Val-
ur Sigurðsson jafnaði metin, í 23:23,
skömmu fyrir leikslok en hann gerði
5 mörk og Ólafur Stefánsson 3. Hjá
Nordsjælland var Ólafur Guð-
mundsson, lánsmaðurinn frá AG,
markahæstur með 5 mörk.
Fólk folk@mbl.is
Kiel, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, á sæti í átta liða úrslit-
um Meistaradeildar Evrópu í handknattleik næsta víst eftir
yfirburðasigur á Wisla Plock, 36:24, í fyrri leik liðanna í Pól-
landi í gærkvöld. Uppselt var í Orlen-höllinni í Plock sem
rúmar 5.500 áhorfendur.
Wisla var yfir framan af leik og komst í 7:5, en þá skoraði
Kiel fjögur mörk í röð og var með undirtökin eftir það. Stað-
an var 14:12 í hálfleik en síðan dró hratt í sundur með lið-
unum því þýska liðið skoraði sjö mörk gegn einu á fyrstu sex
mínútunum og þar með var öll spenna úr sögunni. Liðin mæt-
ast aftur í Kiel á sunnudaginn og sá leikur er nú nánast
formsatriði.
Aron Pálmarsson spilaði mikið með Kiel og skoraði 3 mörk í leiknum. Filip
Jicha var markahæstur með 7 mörk hjá þýska toppliðinu og þeir Kim Andersson,
Christian Sprenger, Marcus Ahlm og Dominik Klein gerðu 5 mörk hver.
vs@mbl.is
Kiel á greiða leið áfram
Aron
Pálmarsson
Fjórir Íslendingar verða á meðal þátttakenda í úr-
slitakeppni bandarísku háskólanna, NCAA, í sundi.
Keppni hjá konunum hefst í Auburn í Alabama í kvöld
en þar keppa þær Sarah Bateman og Hrafnhildur
Lúðvíksdóttir frá University of Florida og Jóhanna
Gerða Gústafsdóttir frá Florida International Uni-
versity.
Sarah keppir þar í fjórða skipti en það er ekki oft
sem sundkonur ná því, enda komast aðeins þær fljót-
ustu af þúsundum úr háskólunum í hverri grein á mót-
ið. Hrafnhildur er á öðru ári í sínum skóla og keppir
annað árið í röð en hún og Sarah keppa bæði í ein-
staklingsgreinum og boðsundum fyrir sinn skóla. Jóhanna Gerða er á
fyrsta ári og komst inn á mótið í 200 metra baksundi.
Keppt er í karlaflokkum í næstu viku og Árni Már Árnason frá Old
Dominion University hefur unnið sér þátttökurétt þar. vs@mbl.is
Sarah í fjórða sinn á NCAA
Sarah
Bateman
Meistaradeild Evrópu
16 liða úrslit, fyrri leikur:
Wisla Plock – Kiel................................ 24:36
Aron Pálmarsson skoraði 3 mörk fyrir
Kiel. Alfreð Gíslason þjálfar liðið.
Danmörk
Nordsjælland – AG.............................. 23:24
Ólafur Guðmundsson skoraði 5 mörk
fyrir Nordsjælland.
Guðjón Valur Sigurðsson 5, Snorri
Steinn Guðjónsson 7, Ólafur Stefánsson 3
fyrir AG. Arnór Atlason er meiddur.
Bj/Silkeborg – SønderjyskE...............26:28
Guðmundur Árni Ólafsson skoraði 1
mark fyrir Bjerringbro/Silkeborg.
Pólland
8 liða úrslit, fyrsti leikur:
Miedz Legnica – Kielce........................27:32
Þórir Ólafsson skoraði 4 mörk fyrir
Kielce.
HANDBOLTI
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, IEX-deildin:
Grindavík: Grindavík – Snæfell........... 19.15
Dalhús: Fjölnir – Njarðvík .................. 19.15
Seljaskóli: ÍR – Haukar ....................... 19.15
KNATTSPYRNA
Deildabikar karla, Lengjubikarinn:
Egilshöll: Leiknir R. – FH ....................... 19
Kórinn: Stjarnan – Tindastóll ............. 20.10
Deildabikar kvenna, Lengjubikarinn:
Egilshöll: Þróttur R. – FH ....................... 21
Í KVÖLD!