Morgunblaðið - 15.03.2012, Síða 4

Morgunblaðið - 15.03.2012, Síða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2012 Kristján Helgason varð um helgina fyrstur til að spila fullkominn leik í stigamótum Billiardsambandsins þeg- ar hann fékk 147 stig í leik á móti Gunnari Hreiðarssyni. 147 stig er hæsta möguleika skor í snóker (án þess að mistök andstæðingsins bjóði upp á aukastig) sem þýðir að þá setur viðkomandi ávallt svörtu kúluna niður á eftir þeirri rauðu áður en hann tek- ur til við að hreinsa aðrar kúlur af borðinu. Kristján klikkaði því ekki á stuði eftir að hann setti fyrstu rauðu kúluna niður og Gunnar komst því ekki að í þessum ramma eftir það. „Þetta er í þriðja skipti sem ég næ þessu í móti,“ sagði Kristján þegar Morgunblaðið hafði samband við hann. Hann sagði að líklega væru liðin átta eða níu ár frá því að hann afrek- aði síðast að ná 147 stigum í móti en hann náði því í fyrsta skipti árið 1993. Ef horft er framhjá mótunum nær hann þessu hins vegar reglulega, síð- ast nokkrum dögum fyrir mótið um helgina. „Spila þegar ég get“ Kristján hefur um árabil verið á meðal fremstu snókerspilara þjóð- arinnar og var um tíma framarlega á heimsvísu. Hann varð heimsmeistari unglinga árið 1993 og Evrópumeistari áhugamanna árið 1998. Í hans huga var hans stærsta afrek að komast inn í HM atvinnumanna árið 2000 en þang- að vinna sig inn 32 spilarar eftir und- ankeppnir. Keppti hann þá í Crucible- leikhúsinu í Sheffield eins og Morg- unblaðið greindi rækilega frá á sínum tíma. Kristján hætti sem atvinnumaður fyrir allmörgum árum og segist nú fyrst og fremst spila sér til ánægju. „Mig minnir að ég hafi hætt sem at- vinnumaður árið 2003 eða 2004. Ég er ekki að vinna við þetta í dag eins og ég gerði. Ég spila þegar ég get og geri það til að hafa gaman af því. Ég reyni þó að vera með í stigamótunum sem maður þarf að taka þátt í til þess að geta verið með í Íslandsmótinu,“ sagði Kristján við Morgunblaðið. kris@mbl.is Fullkominn leikur í þriðja sinn Morgunblaðið/Jim Smart Reyndur Kristján er margfaldur Íslandsmeistari og fyrrverandi at- vinnumaður en spilar nú fyrst og fremst sér til ánægju. KÖRFUBOLTI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Nú eru 404 dagar eru liðnir frá því að Hrannar Hólm og lærimeyjar hans í danska körfuknattleiksliðinu SISU töpuðu síðast leik heima fyrir. Liðið tapaði síðast fyrir Lemvig 5. febrúar á síðasta ári en síðan þá hef- ur SISU unnið 37 leiki í röð. Hrannar tók við þjálfun SISU- liðsins árið 2010 og eins og hann seg- ir sjálfur var það fyrir algera til- viljun. Dóttir Hrannars spilaði þá með liðinu og það vantaði þjálfara og var leitað til hans. Hrannar sagðist ekki hafa getið hlaupist undan merkjum. Liðinu hafði ekki gengið sem best. Það var í 8. sæti af 9 liðum þegar hann tók við en hlutirnir fóru heldur betur að ganga vel með hann við stjórnvölinn. Á þessu fyrsta tímabili endaði liðið í 2. sæti í deild- arkeppni, komst í undanúrslit um meistaratitilinn og Hrannar var út- nefndur þjálfari ársins. Á síðustu leiktíð vann SISU alla titlana. Liðið varð deildarmeistari, bikarmeistari og Danmerkurmeist- ari og á þessu tímabili eru tveir titlar komnir í hús, deildarmeistaratitilinn og bikarmeistaratitillinn og um næstu helgi hefst úrslitakeppnin um meistaratitilinn. Gengið eins og lygasögu „Það má segja að þetta hafi geng- ið eins og í lygasögu. Nú er komnir 37 sigurleikir í röð. Við unnum allt í fyrra nema einn leik. Það sat í okkur og við settum okkur það markmið fyrir tímabilið að vinna alla leikina og við erum á góðri leið með það,“ sagði Hrannar Hólm í samtali við Morgunblaðið í gær. Hrannar segir að með hverjum sigurleiknum á fætur öðrum eflist sjálfstraustið í liðinu. „Maður finnur það að þó að hlut- irnir gangi ekki í byrjun í leikjunum þá halda stelpurnar ró sinni og vita að þetta kemur. Við höfum ákveðið forskot gagnvart andstæðingunum þegar allir leikir vinnast. Mótherj- arnir trúa því ekki að þeir geti unnið okkur og mínir leikmenn trúa því á móti að þeir geti ekki tapað,“ segir Hrannar Hólm. Hrannar hefur farið í gegnum all- an „pakkann“ í körfuboltanum. Hann spilaði á árum áður með Kefla- vík og eftir að ferlinum lauk helti hann sér út í þjálfun. Hann þjálfaði karlalið Þórs Akureyri, Njarðvíkur og KR og spannaði þjálfaraferill hans á Íslandi í 15 ár. Hann tók síð- an að sér formennsku hjá körfu- knattleiksdeild Keflavíkur, sat í stjórn Körfuknattleikssambands Ís- lands og í landsliðsnefnd. Hrannar flutti til Danmerkur fyrir tæpum þremur árum og eins og áður segir þá „datt“ hann óvænt inn í þjálf- unina á nýjan leik. Karlaliðin með Hrannar í sigtinu Spurður hvort hann sé sestur að í Danmörku segir Hrannar; „Það er ekki gott að segja. Ég er að minnsta kosti ekki búinn að panta mér flug heim til Íslands. Mér og fjölskyld- unni líður vel hérna.“ Eftir þetta frábæra gengi hans með kvennalið SISU liggur beinast við að spyrja Hrannar hvort önnur lið og þá ekki síst karlaliðin hafi sett sig í samband við hann? „Þetta er búið að vera mikið æv- intýri hjá SISU og í ár tókum við þátt í Evrópukeppninni sem var mikil upplifun. Ef við vinnum Dan- merkurmeistaratitilinn held ég að segi þetta gott hérna. Ég hef gaman af því að þjálfa og mig langar að halda áfram á þeim vettvangi. Ég var hættur að þjálfa en ég hef end- urfundið ástríðuna fyrir körfubolt- anum. Það hafa komið til mín fyr- irspurnir og það eru nokkrir möguleikar í stöðunni en málin skýr- ast eftir tímabilið,“ segir Hrannar og bætti því við að það ætti ekki að koma neinum á óvart ef hann stýrði karlaliði í Danmörku á næsta tíma- bili. Með eitt besta liðið á Norðurlöndum Hrannar segir að Danmörk sé ekki stórveldi í körfuboltanum en samanborið við deildina hér heima þá segir hann að lið sitt sé töluvert betra en bestu liðin á Íslandi. „Ég mundi halda að okkar lið væri eitt það sterkasta á Norðurlöndunum. Breiddin er þó ekkert sérlega mikil hérna en ég held að ég móðgi engan heima þegar ég tel að mitt lið sé töluvert betra en bestu liðin heima.“ Hrannar sinnir ekki eingöngu þjálfuninni. Hann rekur fyrirtæki sem sinnir rekstrarráðgjöf ásamt nokkrum öðrum en árangur hans með lið SISU hefur vakið verðskuld- aða athygli í Danaveldi og ríkir mikil ánægja með störf hans hjá félaginu. SISU hefur góða reynslu af Íslend- ingum en Jón Kr. Gíslason lék með liðinu í nokkur ár á níunda áratugn- um og varð bikarmeistari með því og á undan honum lék Þorsteinn Hall- grímsson með því og varð nokkrum sinnum Danmerkurmeistari með lið- inu á sjöunda áratugnum. Hef fundið aftur ástríð- una fyrir körfuboltanum  Hrannar Hólm gerir það gott með danska kvennaliðið SISU  Hefur stýrt liðinu í 37 sigurleikjum í röð og liðið hefur ekki tapað leik í 404 daga Ljósmynd/SISU Basketball Sigursæll Hrannar Hólm ræðir við leikmenn sína hjá SISU í leikhléi. Hann hefur náð ótrúlegum árangri með liðið sem stefnir á að vinna danska meistaratitilinn aftur en úrslitakeppnin er að hefjast í Danmörku. Þórður RafnGissurar- son, kylfingur úr GR, hyggst fara í úrtökumót fyrir Shell Houston- mótið á PGA- mótaröðinni en mótið fer fram 22. mars. Þórður Rafn er staddur í Houston í Texas við æfingar og því lá beint við hjá honum að fara í úrtökumót fyrir mótið en iðulega er hægt að vinna sig með þeim hætti inn í mót á stóru mótaröðunum. Einn Íslendingur hefur leikið þennan leik og það var Ólafur Björn Loftsson úr Nes- klúbbnum sem vann sig inn í mót á PGA-mótaröðinni í ágúst í fyrra en það var í Norður-Karólínuríki. Þórð- ur hefur í vetur þrætt mót sem til- heyra þýsku EPD-mótaröðinni ásamt Stefáni Má Stefánssyni.    Norðmaðurinn Aksel Lund Svin-dal sigraði í síðustu brun- keppni vetrarins í heimsbikarnum á skíðum í Schladming í Austurríki í gær. Austurríkismaðurinn Klaus Kroell vann hins vegar stigakeppni vetrarins í bruni. Í heildar- stigakeppni heimsbikarsins er Beat Feuz frá Sviss í efsta sæti en Marcel Hirscher og Svindal eiga ennþá möguleika á titlinum.    Lindsey Vonnfrá Banda- ríkjunum sigraði í síðustu brun- keppni heimsbik- arsins hjá kon- unum sem kepptu í Schladming í Austurríki. Var þetta hennar tólfti sigur í heimsbikarnum í vetur en hún var áður búin að tryggja sér sigur í heildarstigakeppninni. Vonn var tæplega sekúndu á undan Mar- ion Rolland frá Frakklandi en Tina Maze hafnaði í þriðja sæti.    Mario Gomez framherji BayernMünchen jafnaði met í Meist- aradeild Evrópu í knattspyrnu í fyrrakvöld þegar hann skoraði fjög- ur mörk í 7:1 sigri gegn Basel. Go- mez skoraði fernuna á 23 mínútu sem er jafnlangur tími og tók Króat- ann Dado Prso að skora fjögur mörk þegar Mónakó burstaði Deportivo La Coruna í Meistadeildinni árið 2003.    Gomez er fyrsti Þjóðverjinn semnær því að skora fjögur mörk í Meistaradeildinni og er hann kom- inn í hóp með leikmönnum eins Marco van Basten, Ruud van Nis- telrooy og Lionel Messi. Argent- ínumaðurinn Messi á metið í marka- korun í einum leik í Meistaradeildinni en hann skoraði 5 mörk í sigri gegn Bayer Leverkusen í síðustu viku. Fólk sport@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.