Morgunblaðið - 29.03.2012, Síða 1
FIMMTUDAGUR 29. MARS 2012
Íþróttir
mbl.is
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Franska handknattleiksfélagið Nantes hefur
gert samning við Gunnar Stein Jónsson, leik-
stjórnanda hjá Drott í Svíþjóð, um að ganga til
liðs við félagið að þessu keppnistímabili loknu.
Nantes tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í
gærkvöld og boðaði að hann yrði formlega
kynntur til sögunnar í dag. „Koma Gunnars er
hluti af uppbyggingu okkar fyrir næsta tímabil
þar sem nokkrir leikmenn fara frá okkur að
þessu tímabili loknu,“ sagði Thierry Anti,
þjálfari liðsins, á heimasíðunni.
Gunnar Steinn er 24 ára gamall og lék áður
með HK en hann hefur verið í stóru hlutverki
hjá Drott í sænsku úrvalsdeildinni síðustu ár.
Hann var á meðal áhorfenda í gærkvöld þegar
Nantes gerði jafntefli við Montpellier og varð
þar með fyrsta liðið til að ná stigi af stjörnum
prýddu meistaraliðinu í vetur. Montpellier
hafði unnið alla 19 leiki sína.
Nantes er í 5. sæti frönsku 1. deildarinnar
þegar 20 umferðir hafa verið leiknar af 26, á
eftir Montpellier, Chambéry, Saint Raphael og
Dunkerque.
Tveir aðrir Íslendingar hafa samið við
franskt félag fyrir næsta tímabil en þeir Ró-
bert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson
verða þá liðsmenn París Handball.
Gunnar Steinn samdi við
franska liðið Nantes
Fer til félagsins frá Drott eftir þetta tímabil
HANDBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Ég hlakka til að takast á við nýja
áskorun eftir að hafa verið í níu ár
þjálfari meistaraflokks karla hjá
Val,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson í
gærkvöldi en þá hafði nokkru áður
verið formlega tilkynnt að hann tæki
við þjálfun karlaliðs danska úrvals-
deildarliðsins Viborg á Jótlandi.
Óskar hefur skrifað undir tveggja
ára samning við félagið en lið þess
hafnaði í 7. sæti dönsku úrvalsdeild-
arinnar sem lauk fyrir skömmu.
Auk þess að
þjálfa karlalið fé-
lagsins á Óskar
að hafa umsjón
með 17 og 19 ára
karlaliði félagsins
og hafa umsjón
með þjálfun yngri
flokka félagsins
en einn liðurinn í
ráðningu Óskars
til félagsins er sá
að styrkja þjálfun barna og ung-
linga. „Forráðamenn Viborg hafa
horft til þess að starfs sem ég hef
verið að vinna með yngri flokka Vals
síðustu ár og ég er stoltur af því að
þeir skuli hafa horft til þess þegar
þeir óskuðu eftir starfskröftum mín-
um,“ sagði Óskar sem flytur út í júlí
með eiginkonu og fjögur börn.
„Það er gott að breyta til og kom-
ast í þjálfun hjá góðu félagi í einu af
fjórum bestu deildum Evrópu.“
Undanfarin ár hefur Óskar verið
aðstoðarmaður Guðmundar Þ. Guð-
mundssonar landsliðsþjálfara. Ósk-
ar segir forráðamenn Viborg hafa
samþykkt að hann haldi sínu starfi
áfram út samningstíma Guðmundar
við HSÍ fram yfir Ólympíuleikana í
sumar, komist liðið á leikana.
Myndskeið með viðtali við Ósk-
ar er finna á mbl.is.
„Gott að breyta til“
Eftir 9 ár með meistaraflokk Vals fer Óskar til Viborg
Með landsliðinu fram yfir Ólympíuleikana í London
Óskar Bjarni
Óskarsson
Bayern München er komið með
annan fótinn í undanúrslit Meist-
aradeildar Evrópu í knattspyrnu
eftir 2:0 sigur á Marseille í Frakk-
landi í gærkvöld. Mario Gomez og
Arjen Robben skoruðu mörkin.
Stórveldin AC Milan og Barce-
lona gerðu 0:0 jafntefli í Mílanó og
þar er því allt í járnum. Barcelona
var nær sigri en bæði lið fengu góð
færi sem ekki nýttust og Katalón-
íuliðið hefði átt að fá vítaspyrnu í
fyrri hálfleik þegar Alexis Sánchez
var felldur.
Þetta voru fyrri leikir liðanna en
öll þessi fjögur félög hafa orðið
Evrópumeistarar og Barcelona er
núverandi handhafi titilsins. Seinni
leikirnir fara fram í næstu viku.
vs@mbl.is
AP
Mark Arjen Robben fagnar ásamt félögum sínum eftir að hafa komið Bayern í 2:0 á Vélodrome í Marseille.
Bayern er á
leiðinni í
undanúrslit
Grindvíkingar tryggðu sér í gær-
kvöld sæti í úrvalsdeild kvenna í
körfuknattleik á ný eftir árs fjar-
veru, með því að sigra KFÍ frá Ísa-
firði í oddaleik liðanna í Grindavík,
50:47. Þessi lið urðu í tveimur efstu
sætum 1. deildar og léku í fram-
haldið af því til úrslita um hvort
þeirra færi upp.
Einvígið endaði þar með 2:1 fyrir
Grindavík og spennan varði fram á
síðustu sekúndurnar en þriggja
stiga skot Vestfirðinga geigaði um
leið og lokaflautið gall.
Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði
13 stig fyrir Grindavík og tók 12 frá-
köst. Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir
skoraði 17 stig fyrir KFÍ og tók 9
fráköst. Nánari tölfræði leikmanna
er á bls. 2. vs@mbl.is
Grindavík
aftur í úr-
valsdeildina
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í
Kiel eru nánast búnir að tryggja sér
þýska meistaratitilinn í handknatt-
leik eftir öruggan sigur á Degi Sig-
urðssyni og hans mönnum í Füchse
Berlín, 36:28, í Kiel í gærkvöld. Stað-
an var 21:15 í hálfleik, Füchse minnk-
aði muninn í 23:20 en komst ekki nær
og Kiel stakk af á lokakaflanum.
Kiel vann þarna sinn 26. sigur í
jafnmörgum leikjum í vetur og náði
10 stiga forskoti á Füchse sem er í
öðru sætinu. Kiel er með 52 stig og
Füchse 42 stig þegar átta umferðum
er ólokið og úr þessu er nánast forms-
atriði fyrir Kiel að koma titlinum í
hús.
Aron Pálmarsson skoraði eitt mark
fyrir Kiel í leiknum, það síðasta, en
Filip Jicha gerði 10 mörk og Kim
Andersson 9. Alexander Petersson
var með 4 mörk fyrir Füchse en
markahæstir voru Iker Romero og
Mark Bult með 6 mörk hvor.
vs@mbl.is
Tíu stiga forysta Kiel
og enn fullt hús stiga
Ósigrandi Alfreð Gíslason er kom-
inn með 26 sigurleiki í röð.
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Tveir af lykilmönnum Íslands- og bikarmeist-
ara KR í knattspyrnu, markvörðurinn Hannes
Þór Halldórsson og varnarmaðurinn Skúli Jón
Friðgeirsson flugu til Noregs í gær. Hannes
hefur verið lánaður til Brann næsta mánuðinn,
til 1. maí, og Skúli Jón ræðir í dag við Sogndal
um kaup og kjör en KR-ingar hafa samþykkt
tilboð norska félagsins í hann.
Rune Skarsfjord, þjálfari Brann, tilkynnti í
gær að Hannes yrði í marki Brann á föstudag-
inn þegar liðið tæki á móti Sandnes Ulf í ann-
arri umferð úrvalsdeildarinnar. Markvörð-
urinn Piotr Leciejewski meiddist í fyrsta
leiknum, 3:1 ósigri gegn Rosenborg á sunnu-
daginn.
„Hannes er einn þeirra markvarða sem við
vissum að væri góður, og eftir meiðslin hjá
Piotr skoðuðum við þá 5-6 sem komu til
greina,“ sagði Rolf-Magne Walstad hjá Brann
við vef félagsins í gær.
Skúli Jón gæti byrjað að spila með Sogndal
strax um næstu helgi ef samningar takast.
Liðið vann góðan útisigur, 4:0, á Odd Grenland
í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar um síðustu
helgi og tekur á móti Hönefoss, með Kristján
Örn Sigurðsson og Arnór Svein Aðalsteinsson
innanborðs, í 2. umferðinni á sunnudaginn.
Tveir lykilmanna KR-inga
flugu til Noregs í gær
Hannes til Brann Skúli ræðir við Sogndal
íþróttir
Handbolti Valskonur eru stigi frá deildarmeistaratitlinum eftir sigur á erkifjendunum
í Fram í gærkvöld. Þurfa stig gegn KA/Þór til að tryggja sér efsta sætið í lokaumferðinni 3