Morgunblaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2012 ÍSHOKKÍ Kristján Jónsson kris@mbl.is Snjallasta íshokkíleikmanni Íslands, Emil Alengård, gefst loksins tæki- færi til að spila aftur fyrir framan íslenska áhorfendur í apríl, þegar A-riðill 2. deildar heimsmeist- aramóts karla í íshokkíi verður haldinn í Reykjavík. Íshokkílands- liðið kemur einungis saman einu sinni á ári og þá er iðulega leikið er- lendis. Emil og samherjar hans í landsliðinu hafa því ekki leikið landsleik á íslenskri grundu síðan 2006 en þá fór íslenska landsliðið upp úr 3. deild. „Ég er búinn að bíða eftir þessu síðan í haust eða frá því að ég frétti að riðillinn yrði spilaður í Reykja- vík. Ég er því búinn að bíða eftir þessu í allan vetur. Þetta verður rosalega skemmtilegt og ég er mjög spenntur. Ég verð að viðurkenna að ég er einnig pínulítið stressaður. Ég man eftir því að síðast þegar ég spilaði á Íslandi þá mættum við ekki sterkum liðum. Núna verða hins vegar allir leikirnir miklu erfiðari og maður vill því standa sig vel,“ sagði Emil þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans til Svíþjóðar. Í því mikla íshokkílandi er Emil uppalinn en hann á sænskan föður en móðir hans heitir Unnur Valdís Ingv- arsdóttir. Emil hefur ávallt verið ís- lenskur ríkisborgari og ræddi við blaðamann á íslensku þó að hann hafi aldrei búið hérlendis. Línurnar lagðar í Köben Ísland mun mæta sterkum þjóð- um á HM en fjórir af andstæðing- unum fimm hafa leikið í 1. deild á undanförnum árum en besti árang- ur Íslands er 3. sæti í öðrum riðl- inum í 2. deild. Þess má reyndar geta að íslenska liðið hefur verið á stöðugri uppleið undanfarin ár og Emil segir að mikilvægt sé að byrja mótið vel. „Við þurfum að spila vel frá byrj- un. Við munum koma saman í Kaupmannahöfn til æfinga og mun- um þar spila æfingaleiki. Þá verða línurnar lagðar fyrir mótið og ég held að Olaf Eller (landsliðsþjálf- arinn) muni undirbúa liðið vel.“ Í Svíþjóð eru sjö deildir í íshokkíi enda áhuginn gríðarlegur. Emil fór á sínum tíma í gegnum unglinga- starfið hjá Linköping sem er öflugt félag í efstu deild og lék einnig með New England – háskólaliði í Banda- ríkjunum. Síðustu tvö tímabilin hef- ur Emil verið í lykilhlutverki hjá liði Mjölby sem leikur í þriðju deild í Svíþjóð. Liðinu gekk ekki vel á síð- asta tímabili og útlit er fyrir að Em- il gangi til liðs við sterkara félag á næstunni. „Liðinu gekk ekki vel á þessu tímabili og ég persónulega var ekki mjög stöðugur. Það er erfiðara að ná sér á strik þegar liðinu gengur illa,“ sagði Emil sem lét þó ekki sitt eftir liggja því hann skoraði 10 mörk og gaf 20 stoðsendingar. Á miðju tímabili falaðist lið í toppbar- áttu deildarinnar eftir kröftum Em- ils. „Eitt besta lið deildarinnar vildi fá mig í upphafi ársins en Mjölby vildi ekki sleppa mér. Það var svo- lítið leiðinlegt,“ sagði Emil enn- fremur sem nú er laus allra mála hjá Mjölby. Ingólfur hefur lært mikið Akureyringurinn Ingólfur Elías- son gekk til liðs við Mjölby fyrir tímabilið og lék með U-20 ára liði félagsins í vetur en hann er tæplega 19 ára gamall. „Þetta var stórt skref fyrir hann að fara úr íslensku íshokkíi yfir í það sænska. U-20 ára liðið er í næstbestu deildinni í þeim aldursflokki. Hann hefur fengið talsvert að spila, og hefur gengið upp og ofan eins og við var að bú- ast, því það er ekki létt að koma hingað að spila. Hann hefur lært mikið í vetur enda eru mörg smáat- riði sem hægt er að bæta í þessari íþrótt. Ég á von á því að hann verði hérna áfram á næsta tímabili því þá á hann ennþá eftir eitt tímabil í U-20 ára liðinu. Hann er að verða betri og betri. Ingólfur er hávaxinn en er samt nokkuð hraður. Með því að bæta tæknina verður hann góður varnarmaður,“ sagði Emil um Ing- ólf. „Ég er mjög spenntur“  Snjallasti íshokkímaður Íslands Emil Alengård er búinn að bíða í allan vetur eftir því að spila fyrir íslenska áhorfendur  Loksins á heimavelli eftir sex ára bið þegar Ísland heldur HM í apríl Ljósmynd/Kristján Maack Sterkastur Emil Alengård er tvímælalaust fremsti íshokkímaður landsins og hann verður án efa í mikilvægu hlut- verki þegar A-riðill 2. deildar heimsmeistaramótsins fer fram hér á landi í apríl. Emil Alengård » Hann er 24 ára gamall, fæddur og uppalinn í Svíþjóð, en hefur verið íslenskur rík- isborgari frá fæðingu. » Emil lék með unglingaliðum Linöping, síðan með há- skólaliði New England í Banda- ríkjunum og er nú leikmaður Mjölby í þriðju efstu deild í Sví- þjóð. » Hann hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu um árabil og tekið drjúgan þátt í upp- gangi þess. » Emil er lykilmaður í sókn- arleik íslenska liðsins. Á HM í Eistlandi 2010 skoraði hann 6 mörk og gaf 6 stoðsendingar í 5 leikjum. Á HM í Króatíu í fyrra skoraði hann 2 mörk og gaf 8 stoðsendingar. Kristján Jónsson kris@mbl.is Skíðalandsmót Íslands hefst á Akureyri í dag með hinni kunnu sprettgöngu en mótið verð- ur formlega sett í Brekkuskóla í kvöld. Morg- unblaðið spurði Kolbrúnu Ingólfsdóttur mótsstjóra hvernig aðstæður væru til skíða- iðkunar í Hlíðarfjalli í kjölfar þeirra hlýinda sem verið hafa undanfarna daga. „Það er ágætur snjór eftir. Við eigum fínan norðurbakka en neðsti hlutinn í suðurbakk- anum er heldur að gefa sig. Ef frystir þá get- um við keyrt í neðsta hluta brautarinnar en höfum líka þann möguleika að færa svigið og stórsvigið í norðurbakkann. Nú vonumst við bara til þess að það frysti og við getum saltað. Það er kólnandi spá en þó ekki fyrr en á föstudagskvöld. Við höldum okkar striki til að byrja með en höfum varaplan ef þarf,“ sagði Kolbrún og sagði skíðafólk vera vant því að takast á við veðrið og engin vandamál virtust vera fyrirsjáanleg í mótshaldinu. Björgvin verður með Kolbrún segir að tæplega hundrað manns mæti til leiks og flest af besta skíðafólki landsins verði með. „Í alpagreinum verða um það bil sjötíu keppendur og tuttugu til tutt- ugu og fimm í göngu. Um töluverða fækkun er að ræða, aðallega vegna veðurfars en held- ur hefur dregið úr keppendafjölda und- anfarin ár. Iðkendafjöldinn gengur yfirleitt í bylgjum á einhverjum árafjölda. Ég tel að flest af okkar besta skíðafólki, núverandi og fyrrverandi, muni vera með. Má þar nefna ungt skíðafólk sem er hætt að keppa á fullu eins og til dæmis Björgvin Björgvinsson,“ benti Kolbrún á. Vonandi gengur spáin eftir Mótshaldið verður með hefðbundnu sniði að mestu leyti. „Við höfum fengið mjög góðan stuðning frá ýmsum aðilum til að halda mótið enda kostar það mikið. Foreldrar eru einnig mjög duglegir við að taka þátt í sjálfboða- vinnu. Svo vonum við bara að veðrið verði hagstætt en ef spáin gengur eftir þá erum við í þokkalega góðum málum,“ sagði Kolbrún ennfremur við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Mætir Björgvin Björgvinsson, fremsti skíðamaður Íslands um árabil, tekur skíðin fram á ný og keppir á landsmótinu í Hlíðarfjalli. Hann hætti keppni að síðasta tímabili loknu. Nægur snjór eftir til að halda landsmótið  Skíðalandsmótið hefst á Akureyri í dag  Flest af þeim bestu með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.