Morgunblaðið - 29.03.2012, Page 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2012
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Úrvalsdeildarlið Fjölnis úr Grafarvogi hefur
ákveðið að skipta um þjálfara hjá meistaraflokki
karla í körfuknattleik. Fjölnir nýtti sér uppsagn-
arákvæði í samningnum við Örvar Þór Krist-
jánsson og sleit samstarfinu við Njarðvíkinginn
sem tók við stjórnartaumunum í október árið
2010. „Ég skil sáttur við þá,“ sagði Örvar í sam-
tali við Morgunblaðið í gær en hann fékk tíðindin
í fyrradag. Örvar segist hafa viljað ljúka þriggja
ára samningi sínum en tekur niðurstöðunni af
karlmennsku.
„Markmið okkar var skýrt og það var að ná inn
í úrslitakeppnina. Það náðist ekki og þjálfarinn
verður bara að bera ábyrgð á því. Ég veit jafn-
framt að menn eru ekki ósáttir við mig í Graf-
arvoginum þó að þeir vilji breyta til. Ég virði það
og er Steinari Davíðssyni formanni þakklátur fyr-
ir að hafa gefið mér þetta tækifæri. Hann er al-
ger toppmaður og hefur reynst mér vel en svona
er bara þessi bransi. Þegar einar dyr lokast þá
opnast aðrar. Ég er mjög stoltur af mínum tíma í
Grafarvoginum. Ég lærði helling á þessu og ég
held að Fjölnir eigi eftir að græða á því í framtíð-
inni hvað ungu strákarnir fengu mikið að spreyta
sig og urðu að mönnum. Það held ég að sé mik-
ilvægt,“ sagði Örvar Þór Kristjánsson við Morg-
unblaðið.
„Þegar einar dyr lokast, opnast aðrar“
Stoltur Örvar Kristjánsson kveðst vera stoltur af
sínum tíma sem þjálfari Fjölnismanna.
N1-deild kvenna
ÍBV – Stjarnan..................................... 30:24
Mörk ÍBV: Ester Óskarsdóttir 12, Ivana
Mladenovic 6, Grigore Ggorgata 4, Krist-
rún Hlynsdóttir 2, Maríana Trabojovic 2,
Hildur Dögg Jónsdóttir 1, Drífa Þorvalds-
dóttir 1, Rakel Hlynsdóttir 1, Guðbjörg
Guðmannsdóttir 1.
Mörk Stjörnunnar: Rut Steinsen 5, Jóna
Margrét Ragnarsdóttir 5, Hanna G. Stef-
ánsdóttir 5, Sólveig Lára Kjærnested 2,
Hildur Harðardóttir 2, Þórhildur Gunnars-
dóttir 2, Esther Ragnarsdóttir 1, Arna
Dýrfjörð 1, Sandra Sigurjónsdóttir 1.
HK – Haukar ........................................ 34:31
Mörk HK: Elín Anna Baldursdóttir 11,
Heiðrún B. Helgadóttir 7, Jóna S. Hall-
dórsdóttir 5, Elva B. Arnarsdóttir 3, Sigríð-
ur Hauksdóttir 2, Valgerður Ýr Þorsteins-
dóttir 2, Arna Almarsdóttir 2, Guðrún Erla
Bjarnadóttir 1, Harpa Baldursdóttir 1.
Mörk Hauka: Marija Gedroit 12, Ásta
Björk Agnarsdóttir 7, Karen Helga Sigur-
jónsdóttir 5, Viktoría Valdimarsdóttir 4,
Agnes Ósk Egilsdóttir 1, Silja Ísberg 1,
Ásthildur Friðgeirsdóttir 1.
Grótta – KA/Þór.................................. 23:23
Mörk Gróttu: Sunna María Einarsdóttir 9,
Tinna Laxdal 4, Unnur Ómarsdóttir 4, Elín
Helga Jónsdóttir 4, Laufey Ásta Guð-
mundsdóttir 1, Björg Fenger 1.
Mörk KA/Þórs: Katrín Vilhjálmsdóttir 7,
Martha Hermannsdóttir 6, Erla Tryggva-
dóttir 3, Jóhanna Snædal 3, Ásdís Sigurð-
ardóttir 3, Hulda Tryggvadóttir 1.
Valur – Fram........................................ 19:17
Staðan:
Fram 16 14 0 2 448:331 28
Valur 15 14 0 1 479:330 28
ÍBV 15 10 0 5 399:356 20
Stjarnan 15 8 0 7 423:406 16
HK 15 8 0 7 420:410 16
Grótta 15 4 2 9 349:409 10
KA/Þór 15 4 1 10 351:407 9
Haukar 15 3 0 12 379:470 6
FH 15 1 1 13 311:440 3
Þýskaland
Kiel – Füchse Berlín............................ 36:28
Aron Pálmarsson skoraði 1 mörk fyrir
Kiel. Alfreð Gíslason þjálfar liðið.
Alexander Petersson skoraði 4 mörk fyr-
ir Füchse. Dagur Sigurðsson þjálfar liðið.
Bergischer – Göppingen .................... 27:27
Rúnar Kárason skoraði 2 mörk fyrir
Bergischer.
Gummersbach – Hildesheim ............... 36:31
Balingen – Hamburg............................ 21:26
Staðan:
Kiel 26 26 0 0 839:596 52
Füchse Berlin 26 20 2 4 766:671 42
Flensburg 26 20 1 5 794:703 41
Hamburg 25 19 1 5 773:676 39
RN Löwen 25 18 1 6 770:696 37
Magdeburg 26 15 0 11 763:722 30
Lemgo 25 13 3 9 717:713 29
Göppingen 26 12 2 12 673:678 26
Melsungen 26 9 5 12 733:765 23
N-Lübbecke 26 10 1 15 725:743 21
Gummersb. 25 9 2 14 730:793 20
Grosswallst. 26 9 2 15 652:708 20
Burgdorf 26 8 3 15 763:817 19
Balingen 26 9 1 16 651:722 19
Wetzlar 26 7 2 17 653:681 16
Bergischer 26 7 1 18 722:796 15
Hüttenberg 26 5 3 18 662:757 13
Hildesheim 26 1 0 25 675:824 2
B-DEILD:
Minden – Bittenfeld............................. 32:25
Árni Þór Sigtryggsson skoraði 7 mörk
fyrir Bittenfeld og Arnór Þór Gunnarsson
gerði 3.
Friesenheim – Emsdetten .................. 23:22
Fannar Þór Friðgeirsson skoraði 5 mörk
fyrir Emsdetten og Ernir Hrafn Arnarson
einnig 5.
Eisenach – Bietigheim........................ 36:19
Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Eisenach.
HANDBOLTI
Grindavík – KFÍ 50:47
Grindavík, oddaleikur um sæti í úrvalsdeild
kvenna.
Gangur leiksins: 7:0, 14:6, 18:12, 18:15,
18:18, 20:23, 23:23, 28:25, 32:26, 37:28,
37:31, 40:33, 40:35, 48:38, 48:45, 50:47.
Grindavík: Ingibjörg Sigurðardóttir 13/12
fráköst, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 11/4
fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 10/11
fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 8/12
fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 6/4 frá-
köst, Katrín Ösp Rúnarsdóttir 2/4 fráköst.
Fráköst: 30 í vörn, 17 í sókn.
KFÍ: Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir 17/9
fráköst, Svandís Anna Sigurðardóttir 13/16
fráköst, Anna Soffía Sigurlaugsdóttir 8,
Eva Margrét Kristjánsdóttir 4/3 varin
skot, Marelle Mäekalle 3/6 fráköst, Vera
Óðinsdóttir 2/6 fráköst.
Fráköst: 30 í vörn, 8 í sókn.
Grindavík sigraði 2:1 og tekur sæti Ham-
ars í úrvalsdeildinni.
NBA-deildin
Philadelphia – Cleveland ................... 103:85
Milwaukee – Atlanta ........................ 108:101
Memphis – Minnesota.......................... 93:86
Dallas – Houston .................................. 90:81
Phoenix – SA Spurs.......................... 100:107
Portland – Oklahoma ......................... 95:109
Golden State – LA Lakers............... 101:104
KÖRFUBOLTI
Á HLÍÐARENDA
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Þetta var rosalega spennandi leikur
með talsverði hörku og miklum
sveiflum eins og við mátti búast en
við höfðum þar í lokin,“ sagði Þor-
gerður Anna Atladóttir, leikmaður
Vals, eftir að liðið steig stórt skref í
átt að deildarmeistaratitlinum í
handknattleik kvenna þriðja árið í
röð. Valur vann Fram í uppgjöri
tveggja efstu liða deildarinnar, 19:17,
og nú standa liðin jöfn að stigum.
Fram hefur hinsvegar lokið leikjum
sínum en Valur á einn leik eftir og
verður að fá að minnsta kosti eitt
stig úr viðureign sinni við KA/Þór á
laugardaginn til að hreppa titilinn.
Takist ekki að ná stigi gengur deild-
armeistaratitillinn Val úr greipum og
hafnar í höndum Fram. Miðað við
úrslit leikja vetrarins þarf hinsvegar
mikið að gerast til þess að KA/Þór
setji strik í reikning Valsliðsins.
Fyrri hálfleikur í viðureigninni í
Vodafone-höllinni í gærkvöldi var af-
ar sveiflukenndur. Fram-liðið var
ekki með fyrsta stundarfjórðunginn,
skoraði aðeins eitt mark á sama tíma
og Valur skoraði sex mörk og hefði
með réttu átt að skora mun fleiri
mörk. Upp úr miðjum hálfleiknum
var umpólun á leiknum þegar Vals-
mönnum féll allur ketill í eld fram að
hálfleik á meðan stríðsgæfan gekk í
lið með Fram sem tókst að jafna
metin, 8:8, og hefði með smáheppni
til viðbótar getað verið marki yfir
þegar flautað var til hálfleiks.
Markverðirnir og
Þrándur í Götu
Síðari hálfleikur var lengi vel jafn-
ari. Greinilegt var hinsvegar að mik-
ið var undir og spennan talsverð í
leikmönnum. Mistökin voru mörg á
báða bóga. Markverðirnir fóru og á
kostum og markstangirnar reyndust
leikmönnum Þrándur í Götu margoft.
Mörkin létu á sér standa. Valur
komst yfir, 13:11, þegar síðari hálf-
leikur var hálfnaður. Fram jafnaði
metin fimm mínútum síðar í 13:13.
Síðustu tíu mínúturnar voru hins
vegar Valskvenna. Liðið náði þriggja
marka forskoti, 17:14, og þótt Fram-
liðið reyndi hvað það gat til þess að
jafna metin tókst því aldrei að
minnka muninn nema niður í tvö
mörk.
Varnarleikur og markvarsla var í
aðalhlutverki í þessum leik hjá báð-
um liðum. Það sem sennilega skildi á
milli þegar horft er til baka þá mun-
aði mest um að Valskonur náðu að
skora fáein mörk eftir hraðaupp-
hlaup en sterkur varnarleikur og góð
markvarsla aðstoðaði Fram ekkert í
þeim efnum. Ég held að liðið hafi
ekki skorað eitt mark eftir hraðaupp-
hlaup í leiknum.
„Þetta var spennandi og skemmti-
legur leikur,“ sagði Þorgerður Anna.
„Við þurfum nú að ná stigi á Ak-
ureyri á laugardaginn til þess að
verða deildarmeistarar. Það er sýnd
veiði en ekki gefin. Lið KA/Þórs hef-
ur engu að tapa og mun örugglega
láta okkur hafa fyrir að ná stigi eða
stigum.
Það væri frábært að ná deild-
armeistaratitlinum og að því loknum
þá verður stefnan sett á Íslands-
meistaratitilinn þriðja árið í röð,“
sagði Þorgerður Anna Atladóttir,
leikmaður Vals.
Á mbl.is er að finna viðtöl við
Guðnýju Jennýju Ásmundsdóttur,
markvörð Vals, Stefán Arnarson,
þjálfara Vals og Einar Jónsson,
þjálfara Fram.
Sá þriðji í röð er innan
seilingar hjá Valsliðinu
Morgunblaðið/Kristinn
Glaðar Ágústa Edda Björnsdóttir, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir og Kristín Guðmundsdóttir fagna sigrinum á Fram í leikslok í gærkvöld.
Í hnífjöfnum leik rann deildarmeistaratitillinn Fram úr greipum í lokin
Vodafone-höllin á Hlíðarenda, úrvals-
deild kvenna, N1-deildin, miðvikudag
28. mars 2012.
Gangur leiksins: 0.1, 6:1, 6:3, 8:4,
8:8, 9:8, 11:10, 13:11, 13:13, 15:13,
17:14, 18:16, 19:16, 19:17.
Mörk Vals: Hrafnhildur Ósk Skúla-
dóttir 6/2, Karólína Bærhenz Láru-
dóttir 3, Kristín Guðmundsdóttir 3,
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2,
Dagný Skúladóttir 2, Guðný Jenný Ás-
mundsdóttir 1, Ragnhildur Rósa Guð-
mundsdóttir 1, Þorgerður Anna Atla-
dóttir 1.
Varin skot: Guðný Jenný Ásmunds-
dóttir 15 (þar af 3 til mótherja).
Utan vallar: 16 mínútur.
Mörk Fram: Elísabet Gunnarsdóttir
5/2, Stella Sigurðardóttir 5, Sunna
Jónsdóttir 3, Sigurbjörg Jóhanns-
dóttir 2, Ásta Birna Gunnarsdóttir 1,
Guðrún Þór Hálfdánardóttir 1.
Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir
15 (þar af 4 til mótherja).
Utan vallar: 16 mínútur.
Dómarar: Gísli H. Jóhannsson og Haf-
steinn Ingibergsson.
Áhorfendur: 263.
Valur – Fram 19:17