Morgunblaðið - 29.03.2012, Síða 3

Morgunblaðið - 29.03.2012, Síða 3
Í KEFLAVÍK Skúli B. Sigurðsson sport@mbl.is Haukastúlkur komu sem „undir- hundar“ inn í rimmuna gegn deild- armeisturum Keflavíkur en gengu úr rimmunni sem valkyrjur með sópinn fræga á lofti. Með öruggum sigri í Keflavík í gærkvöldi, 75:52, tryggðu Haukakonur sig í úr- slitarimmuna um Íslandsmeistaratit- ilinn í körfuknattleik og bíða nú eftir að viðureign Njarðvíkur og Snæfells klárist. Sláturhúsið í Keflavík stóð undir nafni í gærkvöldi en að þessu sinni voru það gestirnir sem komu sáu og gjörsigruðu. Haukar komu líkast til flestum nema sjálfum sér á óvart í þessu einvígi gegn Keflavík. En það sem kom undirrituðum mest á óvart var frammistaða Kefla- víkur. Þær áttu engin svör gegn dýrari týpunni af vörn þeirra Hauka. Haukar höfðu orðið fyrir blóðtöku fyrir leik þegar þær misstu tvo byrjunarliðsmenn í meiðsli og undirritaður vildi á köflum í leiknum biðja þjálfara Hauka um að taka tvær í viðbót út af úr byrjunarliðinu einfaldlega til að jafna liðin út. En Haukastúlkur bættu hins vegar við sig liðsmanni fyrir leik í formi frá- bærs stuðnings úr stúkunni allan leikinn. Á meðan var algert andleysi hjá Keflavík og þær erlendu í röðum Keflavík virtust áhugalausar fyrir verkefninu. Pálína Gunnlaugsdóttir var með sína þekktu baráttu fram á síðustu sekúndu sem hún spilaði og það var allt og sumt sem kom gott frá Keflavík þetta kvöldið. Enn stórleikur hjá Rhoads Haukaliðið sýnir þetta kvöldið að allt er hægt. Gegn öllum veðbönkum og spám gera þær sér lítið fyrir og sópa fyrrverandi meisturum Kefla- vík í fríið og það með stæl. Jence Ann Rhoads var í sérflokki í þessari seríu og sýndi enn einn stórleikinn í gær en hún endaði leik með 31 stig og 11 fráköst. En það var varnarleikur Hauka sem var stóra gjáin á milli liðanna þetta kvöldið. Haukar þéttu teiginn vel og færsla leikmanna í hjálp- arvörninni klikkaði nánast aldrei. Sóknarlotur Keflavíkur voru þving- aðar allt kvöldið og fengu þær aldrei frið þegar kom að skoti á körfuna. Með sigrinum í þessari seríu senda Haukastúlkur vissan tón til þeirra liða sem nú eru eftir í keppn- inni, þær eru komnar svona langt og ætla ekki að hætta fyrr en sá stóri er kominn í hús. Og miðað við þann leik sem Njarðvík og Snæfell spiluðu í gær verður virkilega fróðlegt að fylgjast með þegar annað þeirra stór skemmtilegra sóknarliða mæta þess- ari vatnsþéttu vörn sem Hauka- stúlkur spila þessa dagana. „Þessi sigur var fyrir Írisi okkar,“ sagði maður leiksins, Jence Ann Rhoads, við Morgunblaðið eftir leik. „Við áttum engin svör við frábær- um leik þeirra og ég vil meina að við höfum verið að spila við verðandi Ís- landsmeistara,“ sagði Birna Val- garðsdóttir eftir leik en vildi ekki tjá sig um hvort þetta hefði verið henn- ar síðasti leikur í úrvalsdeildinni. Gjörsigraðar í sínu eigin sláturhúsi Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson Mögnuð Jence Ann Rhoads lék frábærlega með Haukum í gærkvöld, skoraði 31 stig, og brunar hér framhjá Eboni Mangum, leikmanni Keflvíkinga.  Haukar fóru illa með Íslandsmeistara Keflavíkur  Stórsigur í þriðja leiknum í Keflavík og 3:0 í einvíginu ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2012 Ingeborg Eide Garðarsdóttir úrFH náði þriðja sæti í kúluvarpi í flokki F37 á alþjóðlegu frjáls- íþróttamóti fatlaðra í Túnis. Inge- borg kastaði kúlunni 6,96 metra og setti persónulegt met og um leið Ís- landsmet í sínum flokki. Árangurinn tryggir henni farseðilinn Evr- ópumótinu í Hollandi síðar í sumar. Helgi Sveinsson og Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir náðu bæði lágmörk- um í 100 m hlaupi fyrir Ólympíumót fatlaðra í London á mótinu en þurfa síðan að keppa við aðra sem náð hafa lágmörkunum um farseðlana til London. Þau eru bæði með keppn- isrétt á EM, sem og Baldur Ævar Baldursson sem náði því í bæði lang- stökki og kúluvarpi.    Reykjavík-urborg og Íþróttabandalag Reykjavíkur af- hentu í gær styrki til þeirra reykvísku íþróttamanna sem tryggt hafa sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London í sumar. Það eru þau Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni, og Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr Ösp. Ásdís og Jón Margeir fengu hvort um sig 400.000 krónur frá Reykjavíkurborg og Íþrótta- bandalaginu sem viðurkenningu fyr- ir árangurinn.    Kjartan Henry Finnbogason,sóknarmaður úr KR, er ekki á leiðinni til sænska knattspyrnu- félagsins Hammarby, að sögn yf- irmanns íþróttamála hjá Stokk- hólmsliðinu. Gustaf Grauers sagði við Expressen í gær að of miklu munaði á því sem félagið væri tilbúið til að greiða fyrir Kjartan og félag hans vildi fá fyrir hann.    Keflvíkingareru í við- ræðum við slóv- enska knatt- spyrnumanninn Nejc Kolman en Zoran Daníel Ljubicic, þjálfari liðsins, staðfesti það við Fót- bolta.net í gær. Kolman er 23 ára miðjumaður og lék áður með Pri- morje í heimalandi sínu en nú síðast með spænska C-deildarliðinu Fer- rol. en Keflvíkingar hafa þegar sam- ið við landa hans, Gregor Mohar. Fólk folk@mbl.is KÖRFUKNATTLEIKUR 8-liða úrslit karla, fyrri leikir: Grindavík: Grindavík – Njarðvík ........ 19.15 DHL-höllin: KR – Tindastóll............... 19.15 SKÍÐI Skíðamót Íslands hefst á Akureyri í dag kl. 17.30 með sprettgöngu karla og kvenna. Mótið er síðan sett í Brekkuskóla kl. 20. KNATTSPYRNA Deildabikar kvenna, Lengjubikarinn: ÍR-völlur: FH – Grindavík................... 21.30 Í KVÖLD! Meistaradeild Evrópu 8 liða úrslit, fyrri leikir: AC Milan – Barcelona ............................. 0:0 Marseille – Bayern München ................. 0:2 Mario Gomez 44., Arjen Robben 70. England C-DEILD: Sheffield United – Chesterfield .............. 4:1 Staða efstu liða: Charlton 39 24 10 5 70:31 82 Sheffield Utd 39 23 7 9 77:42 76 Sheffield W. 39 22 8 9 67:45 74 Huddersfield 38 18 17 3 71:38 71 MK Dons 39 18 13 8 73:42 67 Carlisle 38 16 13 9 56:57 61 Skotland Inverness – St. Johnstone ....................... 0:1 KNATTSPYRNA ÍBV tryggði sér í gærkvöld þriðja sæti í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, N1-deildinni, með því að sigra Stjörnuna örugglega, 30:24, í næstsíðustu umferðinni í Vestmannaeyjum. Staðan í hálfleik var 14:9 fyrir Eyjakonur sem þar með mæta liðinu í sjötta sæti í fyrstu umferð úr- slitakeppninnar en það verður Grótta eða KA/Þór. All- ar líkur eru á að Grótta verði andstæðingur ÍBV. Ester Óskarsdóttir var í stóru hlutverki hjá ÍBV í gærkvöld og skoraði 12 mörk en Ivana Mladenovic skoraði 6. Hjá Stjörnunni voru Rut Steinsen, Jóna Margrét Ragnarsdóttir og Hanna Guðrún Stef- ánsdóttir með 5 mörk hver. HK vann Hauka, 34:31, og náði Stjörnunni að stigum í 4.-5. sæti deildarinnar. Nú er ljóst að HK og Stjarnan mætast í 1. umferðinni. Elín Anna Baldursdóttir skor- aði 11 mörk fyrir HK og Heiðrún Björk Helgadóttir 7 en Marija Gedroit gerði 12 mörk fyrir Hauka. Grótta og KA/Þór gerðu jafntefli, 23:23, og þar með stendur Grótta betur að vígi í einvígi liðanna um 6. sætið fyrir lokaumferðina, er með 10 stig gegn 9 stig- um Akureyringa, og auk þess betri útkomu í innbyrðis leikjum. Sunna María Einarsdóttir skoraði 9 mörk fyr- ir Gróttu en Katrín Vilhjálmsdóttir 7 mörk fyrir KA/ Þór. KA/Þór verður því að sigra Íslandsmeistara Vals í lokaumferðinni til að geta komist upp fyrir Gróttu og í úrslitakeppnina. Grótta mætir Stjörnunni í síðustu umferð og myndi gulltryggja sig með jafntefli. vs@mbl.is Eyjakonur tryggðu sér þriðja sætið Tólf Ester Óskarsdóttir átti stórleik með ÍBV gegn Stjörnunni í Eyjum í gærkvöld. Toyota-höllin í Reykjanesbæ, undan- úrslit kvenna í körfuknattleik, þriðji leikur. Gangur leiksins: 4:6, 6:13, 10:15, 17:18, 17:26, 17:34, 19:39, 23:45, 29:47, 33:49, 35:61, 37:67, 43:73, 47:75, 52:75. Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 8/5 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 8, Helga Hallgrímsdóttir 7/5 fráköst, Jaleesa Butler 6/15 fráköst, Eboni Monique Mangum 6, Hrund Jóhanns- dóttir 4, Sara Rún Hinriksdóttir 4, Sandra Lind Þrastardóttir 3/4 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Soffía Rún Skúladóttir 2, Aníta Eva Viðarsdóttir 2. Fráköst: 24 í vörn, 17 í sókn. Haukar: Jence Ann Rhoads 31/11 frá- köst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Tierny Jenkins 16/15 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 12, Margrét Rósa Hálf- danardóttir 9, María Lind Sigurð- ardóttir 4, Auður Íris Ólafsdóttir 2, Sara Pálmadóttir 1. Fráköst: 28 í vörn, 11 í sókn. Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Einar Þór Skarphéðinsson.  Haukar unnu einvígið 3:0. Keflavík – Haukar 52:75 Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Ég gerði mér grein fyrir því um leið og ég meidd- ist í leiknum að um væri að ræða slæm meiðsli og að sennilega væri krossbandið slitið. Ég hef lent í þessu áður á hinu hnénu,“ sagði Íris Sverrisdóttir, körfuknattleikskona úr Haukum, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hún hafði þá nýverið fengið staðfestingu á að krossband og liðband í hægra hné væri slitið. Það þýðir að hún verður sennilega frá keppni næstu 11 mánuði því hún fer ekki í aðgerð vegna kross- bandsslitsins fyrr en í júní þegar liðbandið verður gróið. Íris var í leik með Haukum gegn Keflavík í öðrum undan- úrslitaleik liðanna í Iceland Ex- press-deildinni á Ásvöllum á mánudagskvöldið þegar kross- band í hægra hné slitnaði þeg- ar hún var á leið fram völlinn í sókn. Þess utan slitnaði fyrr- greint liðband. „Þetta er leiðinlegur endir á góðu tímabili hjá mér,“ sagði Íris sem leikið hefur vel í vetur og var m.a. valin í úrvalslið deildarinnar fyrir síð- ari hluta mótsins fyrir skömmu. Hún hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Hauka sem hefur frum- kvæði í undanúrslitaeinvíginu við Íslandsmeistara Keflavíkur um Íslandsmeistaratitilinn. Þekki ferlið sem framundan er „Ég sleit krossband í vinstra hné 2005 og þekki þetta ferli sem framundan er þótt vissulega séu meiðslin alvarlegri núna þar sem liðband er slitið ofan á annað. En ég fer til sjúkraþjálfara á morgun [í dag] og byrja að búa hnéð undir aðgerðina. Ég veit ekki hversu lengi ég verð frá keppni en ég ætla mér ekki að flýta mér neitt heldur gefa mér góðan tíma til þess að jafna mig,“ sagði Íris spurð hvort hún reiknaði með að leika eitthvað á næsta keppn- istímabili. „Leiðinlegur endir á góðu tímabili“ Íris Sverrisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.