Morgunblaðið - 30.03.2012, Síða 2

Morgunblaðið - 30.03.2012, Síða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2012 Í GRINDAVÍK Kristján Jónsson kris@mbl.is Grindvíkingar hófu úrslitakeppnina eins og deildameisturum sæmir og unnu ungt lið Njarðvíkinga 94:67 í Röstinni í Grindavík í gærkvöldi. Grindavík tók þar með 1:0 forystu í rimmunni en vinna þarf tvo leiki til að komast í undanúrslit Íslandsmótsins. Næsti leikur fer fram í Njarðvík en oddaleikurinn í Grindavík ef á þarf að halda. Njarðvíkingurinn Jóhann Árni Ólafsson lagði sitt af mörkum fyrir Grindavík í leiknum bæði í vörn og sókn en sagði í samtali við Morg- unblaðið að Grindvíkingar legðu sem fyrr höfuðáherslu á varnarleikinn. „Við vorum í botni allan tímann. Lögðum mikla áherslu á vörnina og þá kemur sóknin með. Þegar við höld- um liðum í 67 stigum eigum við góða möguleika á að vinna og það er það sem við leggjum upp með. Við erum alltaf að pæla í vörninni okkar og höf- um gert það í allan vetur. Við erum með fullt af leikmönnum sem geta skorað og því fer mest einbeiting í vörnina,“ sagði Jóhann að leiknum loknum. Samhent átak í vörninni Grindvík er með öflugri leik- mannahóp heldur en Njarðvík. Það er borðleggjandi en auk þess er kannski ekki mikið kjöt utan á ungu mönn- unum hjá Njarðvík og því ekki auðvelt fyrir þá að eiga við kjötstykki eins og Ryan Pettinella, J’Nathan Bullock og Sigurð Þorsteinsson. Gamla kempan Páll Kristinsson reyndi þó eins og hann gat og átti ágætan leik fyrir Njarðvíkinga. Jóhanni fannst það þó ekki skipta miklu máli. „Mér finnst þeir nú ekkert voðalega léttir og það eru kíló á þeim nokkrum. Við hjálpumst vel að í vörninni og höldum þeim fyrir framan okkur. Auk þess erum við með turna inni í teign- um og við bakverðirnir getum því al- veg leyft okkur að vera aðeins nær mönnum en vanalega. Það er hörku- færsla í vörninni og liðsvörnin er að skila þessari niðurstöðu, burtséð frá aldri eða kílóum,“ sagði Jóhann og hann segist ekki finna mikið fyrir því þó að hann sé að spila á móti uppeldis- félaginu. „Mér fannst svolítið sérstakt að koma inn í Njarðvík í fyrsta skipti með gestaliðinu þegar við spiluðum við þá í deildakeppninni. Þegar ég vaknaði í morgun fór ég bara í að und- irbúa mig fyrir að spila í úrslitakeppn- inni. Svo mætti Njarðvík bara í húsið og þetta var eins og hvert annað verk- efni. Ég skildi við klúbbinn í góðu og finn ekki svo mikið fyrir þessu,“ sagði Jóhann Árni. Ógnarsterkt lið Grindvíkingar urðu ekki deilda- meistarar að ástæðulausu og þeir sýndu í gærkvöldi að þeir eru tilbúnir í slaginn í úrslitakeppninni. Þeir virð- ast vera liðið sem menn þurfa að ryðja úr vegi til þess að ná Íslandsmeist- aratitlinum. Liðið er ógnarsterkt, það verður að segjast alveg eins og er. Liðið spilar vörnina af ákefð og í sókn- inni eru óteljandi vopn. Grindvíkingar eru tilbúnir og spurningin er hvort aðrir kandídatar séu það einnig. Grindavík er tilbúin í titilslaginn Morgunblaðið/Árni Sæberg Drjúgur Þorleifur Ólafsson skoraði 13 stig fyrir Grindvíkinga í gærkvöld.  Voru afar sannfærandi í fyrsta leik Ívar Benediktsson iben@mbl.is Einar Hólmgeirsson skrifar í dag undir tveggja mánaða samning við þýska 1. deildar liðið SC Magdeburg og verður í liðinu strax á morgun þegar það fær HSV Hamburg í heim- sókn í Bördelandhalle í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Einar, sem varð þrítugur í gær, hefur ekki leikið handknattleik í eitt ár vegna þrá- látra meiðsla og var jafnvel talið að ferill stórskyttunnar væri á enda. „Það má segja að það sé um tvö- falda hamingju að ræða hjá mér, af- mæli og samning,“ sagði Einar í sam- tali við Morgunblaðið síðdegis í gær þegar hann var nýkominn út af æf- ingu hjá Magdeburg-liðinu. „Ég hef æft með þriðju deildar liði síðan um áramót og ég vonast til þess að vera í lagi en auðvitað mun fyrst reyna á hvort ég er í standi til að spila í efstu deild á næstu tveimur mánuðum. Vonandi gengur þetta hjá mér en fyrst og fremst ætla ég að njóta þess að spila handbolta á nýjan leik næstu tvo mánuðina,“ sagði Ein- ar sem hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli síðustu árin. „Ég verð ekki aðalhlutverki í skyttustöðunni hjá Magdeburg, verð aðallega í því að leysa aðalskyttuna hægra megin af,“ segir Einar sem er ætlað að fylla skarð Jure Nateks sem meiddist fyrir skömmu og leikur ekki meira á þessu tímbili. „Magdeburg er ekki að taka neina áhættu með því að gera samning við mig því ef í ljós kemur að ég get ekki spilað af fullum krafti þá fer ég á ný inn á tryggingabótakerfið sem ég hef verið á síðan samningur minn við Ahlen/Hamm rann út í fyrra. Kerfið er þannig að ég má láta reyna á hvort ég get farið af stað aftur, “ sagði Einar ennfremur. „Ég er mjög ánægður með að fá þetta tækifæri til að reyna á mig á nýjan leik. Ég fer rólega af stað, tek eitt skref í einu og við sjáum svo til hverju það skilar,“ sagði Einar. Magdeburg verður fjórða liðið sem Einar leikur með í Þýskalandi. Áður hefur hann verið samningsbundinn Grosswallstadt, Flensburg og Ahlen/ Hamm. Einar fékk samning nánast í afmælisgjöf Einar Hólmgeirsson Íslandsmótið í badminton hefst í kvöld og stendur yfir í TBR-húsunum við Gnoðarvog til sunnudags. Mótið hefur verið haldið samfleytt frá árinu 1949 og fer því fram í 64. skipti. Ragna Ingólfsdóttir á möguleika á að verða sigursælasta konan í einliða- leik á Íslandsmótinu frá upphafi. Hún og Elsa Nielsen hafa orðið 8 sinnum Íslandsmeistarar hvor og Ragna get- ur því farið fram úr henni. Hún á þó enn nokkuð í að ná þeirri sigursæl- ustu samtals. Ragna hefur, eins og Elsa, unnið alls 18 titla í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik, en Lovísa Sigurðardóttir vann á sínum tíma alls 24 Íslandsmeist- aratitla. Þar af voru 12 í tvíliða- leik, 6 í einliðaleik og 6 í tvennd- arleik. Ragna þykir af- ar sigurstrangleg í ár. Hún hefur unnið mótið 8 sinnum á síðustu 9 árum en gat ekki verið með árið 2009 vegna meiðsla. Snjólaug Jóhannsdóttir er líklegust til að veita Rögnu keppni en hún er langhæst á íslenska styrk- leikalistanum í vetur. Magnús Ingi Helgason er líka lík- legur til að verja Íslandsmeistaratit- ilinn í einliðaleik karla, sem hann vann öðru sinni í fyrra. Helgi Jóhann- esson mun þó eflaust veita honum harða keppni en Helgi hefur fimm sinnum orðið meistari. Atli Jóhann- esson og Egill Guðlaugsson gætu blandað sér í baráttuna. Allir þessir eiga langt í land með að ná þeim sig- ursælasta. Broddi Kristjánsson vann á sínum tíma 43 Íslandsmeistaratitla, þar af 14 í einliðaleik. Helgi er sam- tals með 15 titla og Magnús 12. vs@mbl.is Slær Ragna met Elsu um helgina? Ragna Ingólfsdóttir Skúli Jón Friðgeirsson, k úr KR, er væntanlega á le urlöndum og gengur líkle Ekkert varð þó af því a við norska úrvalsdeildarl útlit var fyrir. Hann hitti lagsins í gær en samning „Mér leist vel á margt greinilega vel að mörgu s gekk ekki upp,“ sagði Sk að nú lægi leiðin annað í og hann orðaði það. Fleir komið upp, en meira gæti hann ekki sagt um stöddu. Skúli sagði þó að hann gerði ekki ráð fyr ingum á komandi keppnistímabili. vs@mbl.i Skúli semur líkleg Skúli Jón Friðgeirsson Evrópudeild UEFA 8 liða úrslit, fyrri leikir: AZ Alkmaar – Valencia .......................... 2:1 Brett Holman 45., Maarten Martens 79. – Mehmet Topal 52.  Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn með AZ. Atlético Madrid – Hannover .................. 2:1 Radamel Falcao 9., Eduardo Salvio 89. – Mame Biram Diouf 38. Schalke – Athletic Bilbao ....................... 2:4 Raúl 22., 60. – Fernando Llorente 20., 73., Óscar De Marcos 81., Iker Muniain 90. Sporting Liss. – Metalist Kharkiv ......... 2:1 Marat Izmailov 51., Emiliano Insúa 64. – Cleiton Xavier 90. KNATTSPYRNA Danmörk Úrslitakeppni karla: Århus – AG........................................... 26:31  Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 6 mörk fyrir AG, Snorri Steinn Guðjónsson 5, Ólaf- ur Stefánsson 1 en Arnór Atlason ekkert. HANDBOLTI NBA-deildin Toronto – Denver ............................... 105:96 New York – Orlando .......................... 108:96 Charlotte – Minnesota ......................... 83:88 Cleveland – Detroit .............................. 75:87 Boston – Utah Jazz............................... 94:82 Atlanta – Chicago ................................. 77:98 Sacramento – SA Spurs ................... 112:117 LA Clippers – Phoenix....................... 103:86 Golden State – New Orleans ............. 87:102 Staðan í Austurdeild: Chicago Bulls 52 41 11 78,8% Miami Heat 48 35 13 72,9% Orlando Magic 51 32 19 62,7% Philadelphia 76ers 50 28 22 56,0% Indiana Pacers 49 29 20 59,2% Atlanta Hawks 52 30 22 57,7% Boston Celtics 50 28 22 56,0% New York Knicks 51 26 25 51,0% Milwaukee Bucks 50 23 27 46,0% Detroit Pistons 50 18 32 36,0% Cleveland Cav’s 48 17 31 35,4% Toronto Raptors 51 17 34 33,3% New Jersey Nets 52 17 35 32,7% Washington Wizards 49 11 38 22,4% Charlotte Bobcats 48 7 41 14,6% Staðan í Vesturdeild: Oklahoma Thunder 50 38 12 76,0% San Antonio Spurs 49 35 14 71,4% Los Angeles Lakers 50 31 19 62,0% Los Angeles Clippers 50 29 21 58,0% Dallas Mavericks 51 29 22 56,9% Memphis Grizzlies 48 27 21 56,3% Utah Jazz 51 27 24 52,9% Houston Rockets 51 27 24 52,9% Denver Nuggets 51 27 24 52,9% Phoenix Suns 51 25 26 49,0% Minnesota T-wolves 52 25 27 48,1% Portland T-Blazers 50 23 27 46,0% Golden St. Warriors 49 20 29 40,8% Sacramento Kings 50 17 33 34,0% New Orleans Hornets 50 13 37 26,0% KÖRFUBOLTI KÖRFUKNATTLEIKUR 8 liða úrslit karla, fyrri leikir: Þorlákshöfn: Þór Þ. – Snæfell ............... 19.15 Ásgarður: Stjarnan – Keflavík .............. 19.15 Úrslitaleikir um sæti í 1. deild karla: Kórinn: Augnablik – Leiknir R ............. 20.30 Kennaraháskóli: Fram – Reynir S............. 21 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, N1-deildin: Digranes: HK – Fram ............................ 19.30 Schenker-höllin: Haukar – FH.............. 19.30 Höllin Ak.: Akureyri – Valur ................. 19.30 Varmá: Afturelding – Grótta ................. 19.30 1. deild karla: Grafarvogur: Fjölnir – ÍBV ................... 19.30 Mýrin: Stjarnan – ÍR.............................. 19.30 Víkin: Víkingur – Selfoss........................ 19.30 KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Selfoss: Víkingur Ó. – Selfoss ..................... 19 Egilshöll: Leiknir R. – Höttur .................... 19 Boginn: KA – Tindastóll .............................. 20 Varmárvöllur: Aftureld. – Reynir S........... 19 Leiknisvöllur: KB – HK .............................. 20 Fagrilundur: Ýmir – Berserkir .................. 20 SKÍÐI Skíðalandsmótið heldur áfram í Hlíðarfjalli við Akureyri. Stórsvig karla og kvenna hefst kl. 10 og seinni ferð kl. 12.30. Einnig er keppt í göngu með hefðbundinni aðferð, pilt- ar 17-19 ára ganga 10 km kl. 13, konur ganga 5 km kl. 13.05 og karlar 15 km kl. 13.45. BADMINTON Íslandsmótið í badminton hefst í TBR-hús- unum við Gnoðarvog í dag kl. 18. Keppt er í einliðaleik karla og kvenna til kl. 21.30 í kvöld. ÍÞRÓTTIR FATLAÐRA Íslandsmótið hefst með keppni í frjálsíþrótt- um í Laugardalshöllinni en þar er keppt kl. 17 til 20 í dag. Í KVÖLD! Grindavík, 8 liða úrslit karla, fyrsti leikur: Gangur leiksins: 6:7, 17:13, 23:15, 29:19, 31:19, 37:25, 42:32, 46:32, 53:36, 61:42, 67:47, 73:52, 79:54, 81:54, 87:60, 94:67. Grindavík: J’Nathan Bullock 19/10 fráköst, Sigurður G. Þorsteinsson 17/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 13/4 fráköst, Ryan Pettinella 10, Giordan Watson 9/12 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 9/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 7/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 4/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4, Björn S. Brynjólfsson 2. Fráköst: 29 í vörn, 14 í sókn. Njarðvík: Travis Holmes 20/5 fráköst, Cameron Echols 18/4 fráköst, Elvar Már Friðriksson 9, Páll Kristinsson 8/7 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 3, Hjört- ur Hrafn Einarsson 3, Oddur Birnir Pétursson 2/5 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 2, Maciej Baginski 2. Fráköst: 22 í vörn, 8 í sókn. Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Georg Andersen. Áhorfendur: 463.  Staðan er 1:0 fyrir Grindavík. Grindavík – Njarðvík 94:67

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.