Morgunblaðið - 30.03.2012, Page 3
knattspyrnumaður
eið til liðs á Norð-
ega frá málum í dag.
að Skúli gengi til liðs
liðið Sogndal eins og
i forráðamenn fé-
gar tókust ekki.
hjá félaginu, það er
staðið, en þetta
kúli Jón og staðfesti
Skandinavíu, eins
ri möguleikar hefðu
m málið að svo
rir að leika með KR-
is
ga í dag
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2012
Anton SveinnMcKee setti
tvö Íslandsmet í
sama sundinu á
Opna spænska
meistaramótinu í
sundi í gær.
Hann sló eigið
met í 1.500 m
skriðsundi þegar
hann kom í mark á 15.30,32 mínútum
og 800 metrunum í millitíma í 1.500
metra sundinu á tímanum 8.10,34.
Anton Sveinn varð í 2. sæti í 1.500
metra sundinu.
Jakob Jóhann Sveinsson sigraði í
100 m bringusundi á sama móti á
1.02,47 og Eygló Ósk Gústafsdóttir
varð í 4. sæti í 50 m baksundi. Öll eru
þau úr Sundfélaginu Ægi. Anton
Sveinn, Jakob Jóhann og Eygló Ósk
keppna í fleiri greinum á mótinu
næstu dögum. Mótið er haldið í
Málaga.
Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttirúr ÍFR fékk silfurverðlaun í
langstökki á alþjóðlega frjáls-
íþróttamótinu í Túnis en hún keppti
þar síðust Íslendinganna fjögurra
sem þangað fóru. Matthildur stökk
lengst 4,10 metra en sigurvegarinn,
sem var frá Túnis, stökk 4,13 metra
þannig að gullverðlaunin voru
skammt undan.
Hún tryggði sér með þessu þátt-
tökurétt á Evrópumeistaramótinu í
Hollandi í sumar. Þá fór Matthildur
langt yfir lágmarkið fyrir Ólympíu-
mót fatlaðra í London, sem er 3,85
metrar. Hún þarf hinsvegar að berj-
ast við aðra sem náð hafa lágmörk-
um um endanlegu farseðlana til
London.
Róbert Sighvatsson, þjálfari 1.deildar liðs Víkings í hand-
knattleik var úrskurðaður í eins
leiks bann á fundi aganefndar HSÍ.
Róbert, sem lék á árum áður með ís-
lenska landsliðinu, fékk útilokun
með skýrslu vegna óíþróttamanns-
legrar framkomu í leik Víkings og
ÍR í Austurbergi um síðustu helgi.
Róbert mun því ekki stjórna sínum
mönnum frá varamannabekknum í
kvöld þegar Víkingar taka á móti
Selfyssingum í lokaumferð 1. deild-
arinnar.
Íris Ásta Pét-ursdóttir lék
sinn fyrsta leik í
hálft ár í gær-
kvöld þegar lið
hennar, Gjövik
HK, tapaði á
heimavelli fyrir
Stabæk, 23:22, í
síðari leik liðsins í
úrslitakeppninni um norska meist-
aratitilinn í handknattleik. Hún spil-
aði allan seinni hálfleikinn í leiknum
og náði ekki að skora en átti fimm
stoðsendingar sem gáfu mörk. Þetta
síðasti leikur Írisar Ástu með Gjö-
víkur-liðinu en samningur hennar
rennur út í vor en fyrir nokkru var
henni tilkynnt að nýr samningur
stæði henni ekki til boða.
Fólk folk@mbl.is
Í VESTURBÆNUM
Kristinn Friðriksson
sport@mbl.is
Jæja, úrslitakeppnin er hafin! Skag-
firskir mættu galvaskir í Vest-
urbæinn í gærkveldi, saddir af kjöt-
súpu, og háðu fyrstu viðureignina
við KR í 8 liða úrslitum IE-
deildarinnar. Það fór ekkert á milli
mála í upphitun að deildakeppn-
isbrag hafði verið skipt út fyrir blóð-
baðsbraginn, enda mikilvægi leiks-
ins stjarnfræðilegt fyrir bæði lið.
KR-ingar máttu illa við að mis-
stíga sig í fyrsta leik og pressan öll
á þeim; þeir skagfirsku gátu hins-
vegar verið léttir í lund og afslapp-
aðir í hlutverki undirhundanna. Mál-
ið var hinsvegar að þeir komu
aðeins of afslappaðir; sóknarleik-
urinn í algjöru bulli og KR-ingar
unnu öruggan sigur 84:68 í spennu-
lausum leik.
Sencanski opnaði leikinn í fag-
urfræði troðslunnar á meðan Stól-
arnir áttu í erfiðleikum að skora í
upphafi og KR með gott vald á
leiknum. Fyrsta karfa gestanna kom
eftir 4 mínútur en þeir réttu sig við,
með Miller fremstan í flokki; fín
vörn og hraðaupphlaup sem skiluðu
auðveldum körfum, staðan eftir
fyrsta hluta 23:19 og klárt að Stól-
arnir ætluðu ekki að láta setjast á
sig.
Sóknin var rót alls ills
Heimamenn voru alltaf fetinu á
undan í fyrri hálfleik; sóknin hefur
sést betri en vörnin var fín. Tinda-
stóll spilaði ágæta vörn á köflum en
sóknin var rót alls ills þó að barátta
leikmanna bætti hana oft upp. Á síð-
ustu mínútum hálfleiksins fór að
skilja á milli; Stólarnir fundu opin
skot sem duttu ekki á meðan KR
setti sín niður. Stólarnir voru klauf-
ar á síðustu mínútum hálfleiksins og
opnuðu fyrir hlaðborð stiga fyrir
KR, staðan 46:32 í hálfleik og Stól-
arnir búnir að gera sér seinni hálf-
leik mun erfiðari en tilefni var til.
Þrátt fyrir álitlega byrjun gest-
anna var þeim fyrirmunað að hitta
úr opnu skotunum; það sem bjargaði
þeim var sama getuleysi KR og fín
vörn á köflum. Þegar 5 mínútur
voru eftir af þriðja voru Ferguson,
Brown og Finnur Magnússon allir
komnir með 3 villur, staðan 54:45,
og tækifæri Stólanna að komast aft-
ur inn í leikinn tilvalið.
Létu ekki kné fylgja kviði
Brown fékk sína fjórðu einni mín-
útu seinna og þrátt fyrir hrikalega
dapran sóknarleik KR tókst Stól-
unum ekki að nýta sér tækifærið því
þeir voru á sömu bylgjulengd þegar
kom að klaufaskap og slæmri vít-
anýtingu. Það var ekki fyrr en Svav-
ar Birgisson kom loksins aftur inn á
þegar tvær mínútur voru eftir að
hlutirnir fóru að gerast fyrir Stól-
ana; hann setti 5 stig á stuttum tíma
og galopnaði leikinn; 60:57 eftir þrjá
hluta.
Stólarnir létu ekki kné fylgja kviði
heldur fóru aftur í sama farið; tap-
aðir boltar og léleg skot á meðan
KR voru skynsamir; fóru inn í teig
með tuðruna þar sem Ferguson fór
hamförum og munurinn aftur 9 stig.
KR-ingar fengu að vaða uppi í sókn-
arfráköstum; eitthvað sem gestirnir
máttu alls ekki við á þeim tíma-
punkti. Þegar 4 mínútur lifa leiks
setur Ferguson þriggja og mun-
urinn 12 stig og allt útlit fyrir að
síðasta vígi Stólanna væri fallið. Síð-
ustu mínúturnar fjöruðu út fyrir
gestina og öruggum sigri heima-
manna siglt rólega í höfn.
Brown og Ferguson mjög góðir
KR léku ekki sinn besta leik en
góðir sóknarkaflar inni á milli voru
nóg í gær. Stólarnir skoruðu aðeins
68 stig í leiknum en varnarleikur
KR á alls ekki allan heiðurinn af því
heldur hittu leikmenn Stólanna ekki
hliðina á hlöðu. Sencanski, Finnur,
Brown og Ferguson voru mjög góðir
í leiknum, sérstaklega tveir síðast-
nefndu. KR náði að kúpla Miller út í
seinni hálfleik og góður varnar- og
sóknarleikur í fjórða leikhluta var
yfirdrifið nóg að þessu sinni.
Einstaklingar ofurliði bornir
Tindastólsliðið átti sín augnablik í
leiknum en virtist aldrei tilbúið eða
með getuna til þess að ógna KR og
sóuðu mörgum tækifærum til þess.
Svavar kom sterkur inn af bekknum
en spilaði lítið, Helgi Viggósson var
traustur, Þröstur Jóhannsson, Mill-
er og Curtis áttu ágætiskafla en oft-
ast var þetta einstaklingsframtak og
lið hvergi að finna. Það er alveg
ljóst leikmenn þurfa að þjappa sér
saman í lið; sem einstaklingar eru
þeir ofurliði bornir, svo mikið er
ljóst. Hittni liðsins var skelfileg;
sem kostar þá a.m.k. möguleikann
að sigra og þetta verður ekki leyst
nema með liðsátaki gegn ein-
staklingshyggjunni. Liðið getur bet-
ur og þarf þess virkilega; þetta vita
leikmenn manna best.
Góðir kaflar nóg hjá KR
Morgunblaðið/Golli
Átök Sauðkrækingarnir Helgi Rafn Viggósson og Þröstur Leó Jóhannsson og
KR-ingurinn Emil Þór Jóhannsson í hörðum slag um boltann í gærkvöld.
Vesturbæingar þurftu ekki sinn besta leik gegn Tindastóli Stólarnir voru að-
eins of afslappaðir í Vesturbænum Fyrirmunað að hitta úr opnum skotum
Hreiðar Levý Guð-
mundsson, landsliðs-
markvörður í hand-
knattleik, hefur skrifað
undir nýjan samning við
norska úrvalsdeild-
arliðið Nötteröy og gild-
ir samningurinn til
tveggja ára. Tvö frönsk
félög og eitt úr þýsku
B-deildinni settu sig í
samband við Hreiðar
með það fyrir augum að fá hann til liðs
við sig en hann ákvað að halda kyrru fyrir
hjá Nötteröy þar sem honum líkar dvölin
vel ásamt fjöldskyldunni en Nötteröy
kemur frá samnefndum 20 þúsund manna
bæ sem stendur vestan megin við Óslóar-
fjörðinn.
Hreiðar hefur átt góðu gengi að fagna
með nýliðunum í vetur en úrvalsdeildinni
lauk í gær og enduðu Hreiðar og félagar
hans í 7. sæti af 12 liðum og fara í úr-
slitakeppnina sem hefst að loknum pásk-
um. Þar verður Nötteröy í riðli með
Haslum, Fyllingen og Arendal.
Nötteröy fékk á sig næstfæst mörk
allra liða í deildinni og það var ekki síst
fyrir frammistöðu Hreiðars, sem í gær var
valinn í landsliðshópinn sem býr sig undir
forkeppni Ólympíuleikanna.
gummih@mbl.is
Hreiðar samdi við Nötteröy á ný
Hreiðar Levý
Guðmundsson
Hrafnhildur Lúth-
ersdóttir, sundkona
úr Sundfélagi Hafn-
arfjarðar, tvíbætti í
gær Íslandsmetið í
200 m bringusundi í
50 m laug á Grand
Prix móti í Indiana-
polis í Bandaríkj-
unum. Í gærmorgun
synti hún á 2.30, 66
mínútum en gerði og
synti á 2.28,87 mínútum. Hrafnhildur
hafnaði í sjötta sæti, réttum fjórum sek-
úndum á eftir sigurvegaranum. Árang-
ur Hrafnhildar í gærkvöldi nægði henni
ekki til þess að ná A-lágmarki fyrir Ól-
ympíuleikana sem fram fara í sumar.
Um tvær sekúndur vantaði upp á.
Grand Prix í Indianapolis er fyrsta
mótið af nokkrum sem haldin verða á
næstu vikum á vegum bandaríska sund-
sambandinu þar sem kostur gefst á að
gera atlögu að lágmarksárangri fyrir
Ólympíuleikana.
Hrafnhildur tekur þátt í 100 m
bringusundi á mótinu á morgun og í 200
m fjórsundi á sunnudag.
Sarah Bateman tekur einnig þátt í
mótinu og verður m.a. á meðal kepp-
enda í 50 m skriðsundi á morgun.
iben@mbl.is
Hrafnhildur tvíbætti metið
Hrafnhildur
Lúthersdóttir
DHL-höllin, 8 liða úrslit karla, 1. leikur:
Gangur leiksins: 6:0, 10:4, 17:15,
23:19, 27:24, 32:27, 39:30, 46:32,
50:38, 54:45, 57:50, 60:57, 68:59,
69:63, 77:63, 84:68.
KR: Robert Lavon Ferguson 21/7 frá-
köst, Dejan Sencanski 17/8 fráköst,
Joshua Brown 15/12 fráköst/6 stoð-
sendingar, Finnur Atli Magnússon 11/
11 fráköst/8 stoðsendingar, Emil Þór
Jóhannsson 9, Martin Hermannsson 5,
Hreggviður Magnússon 4, Jón Orri
Kristjánsson 2.
Fráköst: 33 í vörn, 12 í sókn.
Tindastóll: Curtis Allen 16/7 fráköst,
Maurice Miller 13/5 fráköst/6 stoð-
sendingar, Þröstur Leó Jóhannsson
12/5 fráköst, Svavar Atli Birgisson 11,
Helgi Rafn Viggósson 9/8 fráköst, Igor
Tratnik 5/4 fráköst, Hreinn Gunnar
Birgisson 2.
Fráköst: 21 í vörn, 12 í sókn.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Davíð
Kr. Hreiðarsson.
Áhorfendur: Um 1.000.
Staðan er 1:0 fyrir KR.
KR – Tindastóll 84:68