Morgunblaðið - 30.03.2012, Side 4

Morgunblaðið - 30.03.2012, Side 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARS 2012 Gunnar Sverr- isson verður ekki áfram við stjórn- völinn sem þjálf- ari karlaliðs ÍR í körfuknattleik. Þetta var til- kynnt á vef fé- lagsins í gær. Samningur Gunnars við Breiðholtsliðið var útrunninn og var tekin sú ákvörðun af stjórn körfuknattleiks- deildarinnar að framlengja ekki samninginn við hann. Gunnar tók við þjálfun ÍR-liðsins í janúar 2010 af Jóni Arnari Ingv- arssyni sem hætti í desember 2009 af persónulegum ástæðum. ÍR-ingar enduðu í 9. sæti í úrvals- deildinni. gummih@mbl.is Gunnar hætt- ir með lið ÍR Gunnar Sverrisson Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í hol- lenska liðinu AZ lögðu hið öfluga spænska lið Val- encia að velli, 2:1, í fyrri við- ureigninni í átta liða úrslitum Evrópudeildar UEFA í knatt- spyrnu í Alkmaar í gærkvöld. Jó- hann lék allan leikinn með AZ og var mjög frískur á hægri kantinum. Ástralinn Brett Holman skoraði fal- legt mark með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks en Memhet Topal jafnaði fyrir Valencia á 51. mínútu. Það var síðan Maarten Martens sem skoraði sigurmark Hollendinganna á 79. mínútu. vs@mbl.is Góður sigur AZ á Valencia Jóhann Berg Guðmundsson Hjalti Þór Vilhjálmsson hefur verið ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðsins Fjölnis í körfuknattleik karla. Hann tekur við af Örvari Þór Kristjáns- syni sem leystur var frá störfum í gær. Frá þessu var greint á karf- an.is í gærkvöld og vitnað til frétta- tilkynningar frá körfuknattleiks- deild Fjölnis sem ekki var send Morgunblaðinu. Hjalti Þór hefur leikið með Fjöln- isliðinu árum saman en ekki er gert ráð fyrir því að hann leiki áfram heldur einbeiti sér að þjálfun liðsins sem hafnaði í 10. sæti í úrvalsdeild- inni. iben@mbl.is Hjalti tekur við Fjölni KRAFTLYFTINGAR Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, 19 ára gamall kraftlyftingamaður úr Ár- manni, stóð sig afar vel á Íslands- mótinu sem fram fór í Njarðvík á dögunum. Júlían varð Íslandsmeistari ung- linga og setti átta ný Íslandsmet í unglingaflokki. Hann setti Íslands- met í öllum greinum og í sam- anlögðum greinum en hann lyfti 330 kílóum í hnébeygju, 227,5 kg í bekk- pressu og 305 kg í réttstöðulyftu. Júlían bætti sig um heil 57,5 kg frá síðasta móti og hann gaf köppunum í fullorðinsflokki ekkert eftir því hann varð þriðji stigahæsti maður mótsins og varð annar í opnum flokki. Sann- arlega efnilegur kraftlyftingamaður þarna á ferð sem keppir fyrir Íslands hönd á Evrópumóti unglinga sem haldið verður í Herning í Danmörku í byrjun júní. Árangur Júlíans á Ís- landsmótinu gefur því góð fyrirheit fyrir Evrópumótið. „Mótið um síðustu helgi gekk mjög vel hjá mér. Það gekk eins og í sögu og ég var virkilega ánægður með ár- angurinn,“ sagði Júlían Jóhann við Morgunblaðið en hann er mikill að burðum og keppti í yfirþungavigt, +120 kg flokki, þar sem hann varð annar á eftir Auðunni Jónssyni í keppni fullorðinna. Stefnan að komast á verðlaunapall Eins og áður segir tekur Júlían þátt í Evrópumóti unglinga í Dan- mörku í júní og segist hann vera far- inn að búa sig undir það mót. Spurð- ur hvort hann hafi sett sér það markmið að komast á verðlaunapall sagði hann; „Það er náttúrulega alltaf stefnan. Ég er nýkominn upp í þennan ung- lingaflokk og ég veit kannski alveg hverju ég á von á en ég tel mig alveg eiga möguleika á að vinna til verð- launa og þá annað hvort í rétt- stöðulyftu eða bekkpressu. Nú er allt komið á fullt hjá mér til undirbún- ings fyrir Evrópumótið,“ segir Júlían sem segist vera nokkuð jafnvígur á greinarnar sem keppt er í. Hvað ertu búinn að æfa kraftlyft- ingar lengi? „Ég er búinn að leggja stund á lyftingarnar í þrjú og hálft ár. Mig langaði alltaf að prófa þetta. Ég var í körfuboltanum en eftir að ég prófaði kraftlyftingarnar þá var ég fljótur að átta mig á því að þessi íþrótt hentaði mér mjög vel.“ Júlían segir að áhuginn á kraftlyft- ingum sé að aukast. „Það hefur orðið mikil sprenging í fjölda iðkenda og sérstaklega eftir að Kraftlyftinga- sambandið fór inn í ÍSÍ,“ segir Júlían Jóhann, sem stefnir hátt í þróttinni. Æfir sjö til ellefu sinnu á viku „Lyftingarnar eiga hug minn allan og ég hef sett mér það markmið að keppa á stórmótum erlendis.“ Júlían segist æfa sjö til ellefu sinn- um í hverri viku. „Ef það er stutt í mót þá getur ein æfing staðið yfir í um þrjá klukkutíma en annars einn til tvo klukkutíma. Á flestum æfing- um er ég að lyfta en ég er líka að hoppa og bæta þannig sprengikraft- inn og síðan að kasta bolta í vegg,“ sagði Júlían. Morgunblaðið/Golli Sterkur Júlían Jóhann Karl Jóhannsson er kominn í hóp þeirra sterkustu í kraftlyftingunum hér á landi þó ungur sé að árum. „Kraftlyftingarnar eiga hug minn allan“  Júlían er 19 ára gamall og setti átta ný Íslandsmet í unglingaflokki  Var í körfubolta en fór síðan að lyfta fyrir þremur árum  Stefnir á stór mót erlendis Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari kar- landsliðsins í handknattleik, hefur valið 20 manna hóp til undirbúnings fyrir forkeppni Ólympíu- leikanna en íslenska liðið leikur í riðli með Króatíu, Síle og Japan og verður riðillinn spilaður í Varazd- in í Króatíu um páskahelgina. Tvær efstu þjóðirnar vinna sér keppnisréttinn á Ólympíuleikunum í London í sumar. Landsliðið mætir Norðmönnum í æfingaleik í Laugardalshöllinni á þriðjudags- kvöldið en heldur síðan utan til Króatíu á mið- vikudagsmorguninn. Hópurinn er þannig skipaður: Markmenn: Aron Rafn Eðvarðsson, Haukum Björgvin Páll Gústavsson, Magdeburg Hreiðar Levý Guðmundsson, Nötteröy Aðrir leikmenn: Arnór Atlason, AG Köbenhavn Aron Pálmarsson, Kiel Ásgeir Örn Hallgrímsson, Burgdorf Guðjón Valur Sigurðsson, AG Köbenhavn Ingimundur Ingimundarson, Fram Kári Kristján Kristjánsson, Wetzlar Ólafur Guðmundsson, Nordsjælland Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK Ólafur Stefánsson, AG Köbenhaavn Róbert Gunnarsson, RN Löwen Rúnar Kárason, Bergischer Sigurbergur Sveinsson, Basel Snorri Steinn Guðjónsson, AG Köbenhavn Stefán Rafn Sigurmannsson, Haukum Sverre Jakobsson, Grosswallstadt Vignir Svavarsson, Burgdorf Þórir Ólafsson, Kielce Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson koma aftur inn í hópinn en þeir gáfu ekki kost á sér í landsliðið sem lék á Evrópumótinu í Serbíu í jan- úar, Ólafur vegna meiðsla og Snorri af persónu- legum ástæðum. Alexander Petersson gefur ekki kost á sér en hann hefur glímt við meiðsli í öxlinni síðustu mán- uði og gat af þeim sökum lítið beitt sér á Evr- ópumótinu. gummih@mbl.is Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason Mættir Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson voru ekki með á EM í Serbíu en þeir spila í Króatíu þegar Ísland mætir heimamönnum, Sílebúum og Japönum. Ólafur og Snorri með á ný í Króatíu  Alexander ekki tilbúinn  Leikið um tvö sæti á ÓL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.