Morgunblaðið - 22.03.2012, Síða 24

Morgunblaðið - 22.03.2012, Síða 24
Morgunblaðið/Sigurður Bogi Í fjallaferðum gildir að vera á vel útbúnum bílum. Ekki síður skiptir máli að vita hvað bílnum má bjóða og geta leyst úr sérhverri þraut, svo sem ef bíllinn bilar. Ferðaklúbburinn 4 x 4 fór á fjöll um helgina. »30 Fjörlegt fjallaslark bílar Nýr BMW 118i Cabriolet er sport- legur að sjá á sumrin með blæjuna niðri. Minnir satt að segja á spæjarabíl. Hann er einnig fáan- legur í veglegri útgáfu sem 135i og er þá búinn 305 hestöflum. Enn fást á Íslandi bílar sem kosta undir tveimur millj. kr. Skv. laus- legri athugun blaðsins eru þeir fjórir. Þrír bílanna kosta undir 1,8 millj. kr. og einn undir 1,9. Í töfl- unni hér að neðan sjást fimm ódýrustu bílarnir en einn skríður rétt yfir tvær milljónir. Allt eru þetta smábílar með litlar vélar og sprengirými frá 1 til 1,2 líter og 67 til 69 hestöfl. Að sama skapi eyða þessir bílar litlu og henta vel í borgarumferðinni; það er eyða fjórum til fimm lítrum af bensíni í blönduðum akstri. Þeirra spar- neytnastur er þó Kia Picanto með uppgefna eyðslu 4,2 lítra. Einn þeirra er sýnu vinsælastur ef marka má tölur um nýja selda bíla í fyrra, Chevrolet Spark sem var söluhæsti bíll ársins í sölu til fólksins á götunni. Er sala til bíla- leiga ekki tekin með í reikninginn, enda þótt sala til leiganna hafi ver- ið afar stór póstur í starfsemi bíla- umboðanna á undanförnum ár- um. Í öðru sæti er Hyundai i10 en hann seldist eingöngu til bílaleiga í fyrra og einnig til Reykjavík- urborgar en borgin keypti aðeins met- anbreytta og um- hverf- isvæna bíla. Mjög misjafnt er hvort bílarnir eru til afgreiðslu strax en aðeins Spark og Alto eru það í bili. Pic- anto er uppseldur sem stendur en Askja fær bíla um miðjan apr- ílmánuð. Ford Ka verður ekki til hjá Brimborg fyrr en í maí – um það leyti sem bílasala vorsins fer fyrst að komast í gang. Hyundai i10 þarf að sérpanta en hann hef- ur ekki verið á lager hjá BL í nokk- urn tíma. Mjög margir bílar kosta 2 til 2,5 millj. kr. Sá ódýrasti þeirra er Kia Picanto, neðstur í töflunni, en næstir á eftir eru Peugeot 107 á 2.080 þús., Citroën C1 á 2.090, Toyota IQ á 2.210, Skoda Fabia og Suzuki Splash á 2.250, Ford Fiesta á 2.290, Toyota AYGO á 2.350, VW Polo, Mazda 2, Peugeot 206+, og Nissan Micra á 2.390. Hyundai i20 er á 2.490 þúsund krónur. Allir flokkast þessir bílar sem smábílar. finnurorri@gmail.com Örfáir bílar enn undir tveimur millj. kr. Ódýrir og eyðslugrannir Fimm ódýrustu á markaðnum Sprengi- Eyðsla Sala Verð rými (l.) Hestöfl bland. akst. 2011-2012 Chevrolet Spark 1.790.000 1,0 68 5,1 161 Ford Ka 1.790.000 1,2 69 4,9 8 Suzuki Alto 1.790.000 1,0 67 4,4 12 Hyundai i10 1.890.000 1,1 66 5,0 134 Kia Picanto 2.067.777 1,0 68 4,2 31 Spark.Spar- neytinn og ódýr. Tryggingafélög í Danmörku hafa óskað þess að danska þingið setji lög esem skyldi bíleigendur til að koma fyrir ferðritum – öðru nafni svörtum kössum – fyrir í bílum sín- um. Það geti virkað sem forvörn og stuðlað að fækkun slysa í umferðinni. Fyrir skemmstu biðu fjögur ungmenni bana í umferðarslysum á innan við sólarhring í Danmörku. Þrátt fyrir að banaslysum ungs fólks hafi fækkað um helming síðustu þrjú árin hafa slysin vakið sterk viðbrögð. Með ferðrita þykir víst að akstursmáti flestra bíleig- enda myndi breytast til batnaðar. Er það reynsla trygg- ingafélagsins Alka sem boðið hefur upp á mikinn afslátt af iðgjaldi væri fallist á að ferðrita væri komið fyrir í bíln- um. Sá böggull fylgdi þó skammrifi, að við umferðarslys félli afslátturinn niður og sjálfsábyrgðin stór- hækkaði leiddi ferðritinn í ljós að bílnum hefði verið ekið á alltof miklum hraða. Á vegum Alka hefur ferðrita verið komið fyrir í fleiri en þrjúþúsund bílum og niðurstaðan hefur verið já- kvæð. Slys þar sem þannig búnir bílar hafa komið við sögu hefur fækkað um allt að 40%. Takmörkuð tölfræði Afslátturinn sem félagið telur sig hafa orðið að bjóða til að gera ferðritann áhugaverðan kost fyrir unga ökumenn gerir það að verkum að félagið hefur lítið ef nokkuð hagnast á tryggingunni. Meðal annars af þeim sökum vilja félögin að sett verði lög er geri ferðritana að skyldu í öllum bílum. Þau segja að tími sé til kominn að grípa til allra þeirra gagnlegu ráða sem til eru til að sporna við óþarfa banaslysum ungs fólks í umferðinni. Sérfræðingar í umferðaröryggismálum hafa tekið undir með tryggingafélögunum en segja tölfræðileg gögn er styðji málið takmörkuð. agas@mbl.is Dönsk tryggingafélög velja fylgjast með akstursmáta Bjóða iðgjaldaafslátt gegn ökurita Víst þykir að ökuritar leiði til skynsamlegri og hættuminni akstur til að mynda ungs fólks.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.