Morgunblaðið - 22.03.2012, Page 27

Morgunblaðið - 22.03.2012, Page 27
22. mars 2012 finnur.is 27 skiptan en sjálfskiptan. Ræður þar ekki eingöngu sú staðreynd að litlir bílar eru ávallt skemmti- legri og eyðslugrennri beinskiptir, heldur er eini ókosturinn sem fannst við þennan bíl fólginn í sjálfskiptingunni. Hún hefur helst þann ókost að hraða bílnum illa nema troðið sé til botns á bens- íngjöfinni til að fá hann til að skipta niður og auka afl vél- arinnar. Fyrir vikið erfiðar hann gjarna í sama gír, þó hraðar eigi að fara. Er þetta nokkuð grátlegt í ljósi þess að vélin er öflug og fullnóg fyrir bílinn. Þessi vél væri yfirdrifin og mjög skemmtileg ef hún væri tengd beinskiptingu. Einstök fjöðrun Fjöðrun Fiesta er með því allra besta sem gerist og gefur stóra bróðir, Focus, ekkert eftir. Það er hreinlega gaman að fara yfir hraðahindranir á honum og magnað hve lítill bíll fer vel far- þega á meðan. Bensíngjöf er mjög nákvæm og svarar strax, eiginleiki sem alltof fáir bílar hafa. Stýrið er að sama skapi ná- kvæmt og tilfinning fyrir vegi sér- lega góð. Halli í beygjum er vart finnanlegur og því eru aksturs- eiginleikarnir miklir og koma sannarlega á óvart í svo litlum bíl. Reynsluökumaður naut akst- ursins mjög. Talandi um lítinn bíl þá er Fiesta alls ekki svo lítill þegar inn í hann er komið. Mjög vel fer um framsætisfarþega í góðum framsætum og þokkalega fer um aftursætisfarþega en höf- uðrými leyfir ekki mikið hærri einstaklinga en 180 cm. Fram- sæti eru hæðarstillanleg sem og stýri og því gott að finna rétta akstursstöðu. Farangursrými er í tæpu meðallagi fyrir bíl í þessum flokki. Stjórntæki eru ekki af flóknari gerðinni og með engum íburði en allt þó á réttum stað og rökrænt. 87 sinnum umhverfis jörðina Það hjálpaði mjög innra útliti bílsins að hann var með Tit- anium-pakkanum sem ekki er dýr. Millistokks með geymsluhólf- um var saknað í innréttingunni, en þess í stað eru glasahaldarar neðarlega við gólf og lítil geymslurými þar. Fyrir vikið eru heldur engir armar til að hvíla hendi á. Hiti í sætum og fleiri þægindi sem prýða bílinn gefa ökumanni tilfinningu fyrir ef til vill öðru en því að hann sitji í ódýrum smábíl. Gæðin eru alls staðar sjá- anleg enda kannski ekki skrýtið þar sem á prófunartímabili Ford Fiesta var bílunum ekið sem samsvarar 87 hringjum í kringum jörðina í hitastigi frá 40 gráðum og upp í 80 gráður. finnurorri@gmail.com Ford Fiesta Árgerð 2012 •Verð frá 2.290.000 kr. • 6,5 l/100 í bl. akstri • Umboð: Brimborg •0-100: 13,9 sek. •Hámark: 166 km/klst • Framhjóladrif •Mengunargildi: • 154 g CO2/km •Farangursrými 295/979 l. • 1,4 l. vél •96 hestöfl/125Nm • 4 gíra sjálfskipting • 15“ álfelgur • Eigin þyngd: 1.092 kg •Burðargeta: 504 kg Skemmtilegar línur einkenna hönnun bílsins. Vel er fyrir öllu hugsað og t.d. er farangursrými bílsins stórt sem kemur sér vel fyrir barnafólk. Stjórntækin í bílnum eru ekki flókin og næsta íburðarlítil en þó er allt á réttum stað og fyrir komið af góðri rökvísi og með smekklegum hætti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.