Morgunblaðið - 22.03.2012, Side 28

Morgunblaðið - 22.03.2012, Side 28
28 finnur.is 22. mars 2012 Hjörtur Sævar Steinarson sýnir landi virðingu og er með bindi á fjöllum Þ etta gat varla heppnast betur, enda fórum við um mjög skemmtilegar slóðir í frábæru ferða- veðri,“ segir Baldur Stein- grímsson, aðalfararstjóri í leið- angri Litlunefndar Ferðaklúbbsins 4x4 sl. laugardag. Starf klúbbsins skiptist í nokkrar nefndir og deild- ir og innan Litlunefndar starfa þeir sem eru á minni eða lítið breytt- um bílum, sem eru 35 tommur eða minni að dekkjastærð. Ferðin sl. laugardag tók mið af þessu. Ekið var af Lyngdalsheiði og inn að Tjaldafelli við Langjökul og þar umhverfis Skjaldbreið og til austurs um svonefndan Línu- veg að Uxahryggjavegi og þaðan niður að Þingvöllum um Meyj- arsæti. Leiðin var vel fær þessum minni jeppum enda þótt aðeins aflmestu bílarnir í ferðinni orkaðu að komast alla leið upp á efstu bungu Skjaldbreiðar – fjallsins sem fanna skautar faldi háum, eins og í ljóðinu segir. Fastur kjarni Félagar í Litlunefnd undirbúa allar sínar ferðir afar vel. Fyrir vetrarferðirnar eru haldnir und- irbúningsfundir þar sem farið er nákvæmlega yfir leiðina sem þræða skal, fylgst er nákvæm- lega með veðurspám og á fjöllum eru allir bílarnir búnir talstöðvum sem stilltar eru á sömu rásina. Fararstjóri ekur að jafnaði fremst- ur og einn ákveðinn rekur lestina auk þess sem lestinni fylgja ör- yggisbílar. Með öðrum orðum sagt ætti fátt að geta farið úr- skeiðis. Að sögn Baldurs Steingríms- sonar eru þátttakendur í ferðum Litlunefndar yfirleitt á bilinu 30 til 50. „Þetta rokkar aðeins til frá einni ferð til annarrar en kjarninn er sá sami. Síhækkandi bens- ínverð hefur að því er virðist ekki orðið til þess að menn séu hættir að fara á fjöll,“ segir Baldur sem hefur stundað jeppamennsku frá árinu 2008. Ofurbíll frá Ameríku Hjörtur Sævar Steinason var á stærsta bílnum í ferðinni, Ford 250. Þetta er ofurstór pallbíll sem hann keypti frá Bandaríkjunum árið 2007 og lét í kjölfarið breyta og endursmíða. Er bíllinn, sem er með 7,3 lítra og um það bil 350 hestafla vél, á 49 tomma dekkj- um, með tvo millikassa og ýmsan annan aukabúnað sem þarfur er og nauðsynlegur í fjallaslarki. Nokkrir bílar þessarar gerðar eru til hér á landi og þeir allra burðu- gustu eru raunar komnir á 54 tomma dekk sem gerir þá að ein- stökum farartækjum. „Ég tel að á undanförnum árum hafi starf Ferðaklúbbsins 4x4 komið mörgu góðu til leiðar. Jeppamenn ferðast undantekn- ingalítið af mikilli ábyrgð og sýna landinu sem þeir þekkja orðið mæta vel mikla virðingu,“ segir Hjörtur sem fer ekki á fjöll öðruvísi en með bindi um hálsinn. Segir það tengjast því viðhorfi sínu að landinu skuli sýnd full auðmýkt og hluti af því sé að vera þokkalega til fara. Ljósin blikka Nokkrir úr Félagi heyrnarlausra voru meðal þátttakenda í ferðinni sl. laugardag. „Við höfum verið í góðu samstarfi við ferðaklúbbinn síðustu misserin en innan okkar vébanda eru nokkrir áhugamenn um jeppaferðir. Fyrst var þeim boðið í kynningarferð og eftir það fór boltinn að rúlla. Núna eru þessir félagsmenn okkar sem eru jeppaeigendur þátttakendur í flestum ferðum Litlunefndar,“ segir Laila M. Arnþórsdóttir, starfsmaður Félags heyrn- arlausra. Laila segir að vissulega hafi fjar- skipti milli bíla í ferðum þessum verið atriði sem staldrað hafi verið við. Svo hafi einfaldlega verið fundin lausn á því; það er að á eft- ir jeppa hvers heyrnarlauss öku- manns fer annar heyrandi og gef- ur skilaboð með ljósmerkjum og blikkar – ef þarf. Með því merkja- máli gengur dæmið upp og allir eru jafnir í ferðunum – heyrandi sem aðrir. sbs@mbl.is Ferðagarpar úr Litlunefnd 4x4 lögðu á brattann og óku á Skjaldbreið Fimmtíu jeppar á fjöllum Vesturhraun 5 Garðabæ Mán.–fös.: 08:00–17:00 Sími: 530 2000 Bíldshöfði 16 Reykjavík Mán.–fim.: 08:00–18:00 Föstudaga: 08:00–17:00 Laugardag: 10:00–14:00 Sími: 530 2002 Smiðjuvegi 11e, gul gata Kópavogi Mán.–fös.: 08:00–17:00 Sími: 530 2028 Freyjunes 4 Akureyri Mán.–fös.: 08:00–12:00 13:00–17:00 Sími: 461 4800 ÞÝSKAR GÆÐAVÖRUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.