Morgunblaðið - 16.04.2012, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.04.2012, Qupperneq 2
Morgunblaðið/Golli Met Jóhanna Gerða Gústafsdóttir setti Íslandsmet í 400 metra fjórsundi, bætti það um þrjár sekúndur, og er hér á fullri ferð á baksundssprettinum. Eygló Ósk Gústafsdóttir, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, Sarah Blake Bateman og Sigrún Brá Sverris- dóttir. Sveit SH setti Íslandsmet í 4x100 metra skriðsundi karla, 3:33,08 mínútur. Sveitin átti sjálf fyrra metið, 3:34,64 mín. Sveitina skipuðu Aron Örn Stefánsson, Orri Freyr Guðmundsson, Árni Guðna- son og Kolbeinn Hrafnkelsson. Sarah fyrst undir mínútuna Þessi sex met bættust við önnur níu met sem sett voru fyrri keppn- isdagana en á föstudaginn féllu þrjú Íslandsmet. Sarah bætti eigið met í 100 metra flugsundi en hún fór þá fyrst íslenskra kvenna undir mínútu í greininni. Nýja metið er 59,93 sek- úndur. Þá setti Eygló Ósk Gúst- afsdóttir eitt af sjö Íslandsmetum sínum, að þessu sinni í 100 metra baksundi. Þá var hún í sveit Ægis sem setti Íslandsmet í 4x100 metra skriðsundi á tímanum 3:51,64 en það var bæting um tæpar sex sekúndur. Sveitina skipuðu auk Eyglóar: Jó- hanna Gerða Gústafsdóttir, Sarah Blake Bateman og Sigrún Brá Sverrisdóttir. Sundfólk úr Ægi var áberandi á mótinu og nægir þar að nefna Söru Blake Bateman, Anton Svein McKee og Eygló Ósk Gústafsdóttur. Eygló átti til að mynda afrek mótsins í 200 metra baksundi þegar hún synti á nýju Íslandsmeti og undir Ólympíu- lágmarki, eini íslenski sundmaður- inn til að ná A-lágmarki. Fyrir það sund hlaut hún bæði Forseta- og Kolbrúnarbikarana. Þá hlaut Jakob Jóhann Sveinsson bæði Pétursbik- arinn og Sigurðarbikarinn. Sá strax hversu efnileg Eygló var Þjálfari Eyglóar bindur miklar vonir við hana sem og aðra sund- menn hjá Ægi og á Íslandi. „Síðustu tvö árin hefur hún lagt mikið á sig. Sérstaklega á síðasta ári hefur hún stefnt að því að komast á Ólympíu- leikana. Til þess að komast þangað vissi Eygló að hún þyrfti að leggja hart að sér og æfa mjög vel og það hefur hún gert,“ sagði Frakkinn Jacky Pellerin. Hann benti jafn- framt á að fyrir átta árum hefði tími Eyglóar í 200 metra baksundinu dugað henni til þess að verða heims- meistari í greininni. Spurður hvort hann hafi séð möguleikana í Eygló þegar hann kom hingað til að þjálfa fyrir fjórum árum sagði Pellerin: „Að sjálfsögðu. Ég sá það strax að í Ægi og á Íslandi var mikill efniviður. Ég hef unnið með þeim og er mjög ánægður að sjá hversu vel hefur gengið hjá Eygló, Antoni og Söruh, sem og öðrum.“ Spurður út í Ólympíuleikana og möguleika Eyglóar sagði Pellerin: „Nú er hún kominn í stóra heiminn, með atvinnusundfólki. Þess vegna þarf hún að æfa sem slíkur, það duga engar afsakanir. Auðvitað er draum- ur minn að Eygló nái í úrslit á leik- unum og þá getur allt gerst.“ Vitum hvernig skal ná þangað Pellerin sagði það vel raunhæft. „Við komum til með að æfa með það að markmiði. Ég þjálfaði sundmann sem náði bronsverðlaunum á Ólymp- íuleikunum fyrir 20 árum. Ég hef þjálfað sundfólk sem hefur komist í úrslit, þannig að við vitum hvernig skal ná þangað. Nú er það í þeirra höndum sem fara á leikana, hvort þau vilji ná þangað, þó það kosti nokkur tár og nokkur öskur á þjálf- arann,“ sagði þessi viðkunnanlegi Frakki með bros á vör. Eygló Ósk getur náð í úrslit á Ólympíuleikunum  Svo segir þjálfari hennar  15 Íslandsmet féllu  Sundfólk úr Ægi áberandi Í LAUGARDAL Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Íslandsmeistaramótinu í sundi í 50 metra laug lauk í gær og bættust sex Íslandsmet í safnið á lokadeginum en mótið var haldið í Laugardals- lauginni. Sarah Blake Bateman úr Ægi setti tvö þeirra og átti þátt í því þriðja. Sarah setti met í 50 metra bak- sundi, 29,00 sekúndur, en eldra met- ið var 29,07 sekúndur. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir úr Ægi setti Ís- landsmet í 400 metra fjórsundi, 4:57,46 mínútur. Hún bætti eldra metið um tæpar þrjár sekúndur. Sarah var aftur á ferð þegar hún setti Íslandsmet í 50 metra flug- sundi, 27,32 sekúndur. Eldra metið var 27,41 sekúndur. Anton Sveinn McKee úr Ægi sló eigið Íslandsmet í 400 metra fjórsundi um tæpar þrjár sekúndur, synti á 4:23,64 mínútum. Sveit Ægis setti Íslandsmet í 4x100 metra fjórsundi kvenna, 4:18,19 mínútur. Ægir átti fyrra metið, sem var bætt um rúmar 8 sekúndur. Sveitina skipuðu þær 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. APRÍL 2012 Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. Pétur Eyþórsson úr Ármanni hafði metnað og burði til að gyrðast Grettisbeltinu í sjöunda skiptið á níu árum þegar Glímumót Íslands fór fram um helgina á Ísafirði. Þetta er jafnframt fjórða árið í röð sem belt- ið góða, sem er farandgripur, dvelur hjá Pétri. Hann sagði að keppnin hefði verið mikil að þessu sinni enda ungir og efnilegir glímukappar að vaxa úr grasi. „Ég verð að koma af fullum krafti og má hvergi slaka á til að halda beltinu. Enda þótt þessir strákar séu flestir um tvítugt eru þeir miklir að burðum,“ sagði Ís- landsmeistarinn sem er fæddur árið 1978 og því töluvert eldri en keppi- nautarnir. Hann hefur nú jafnað Ingiberg Jón Sigurðsson sem vann Grett- isbeltið sjö sinnum á árunum 1996 til 2002. Pétur sagði það afar ánægju- legt. „Það var alltaf takmarkið að jafna hann í það minnsta og jafnvel fara fram úr honum. Það er alltaf gott að hafa þannig gulrót. Þegar hann var upp á sitt besta var ég ung- ur æfingafélagi hans. Maður sá hann því sem fyrirmynd.“ Pétur segist verða að þakka Orra Björnssyni fyrir undirbúninginn að Íslandsmótinu. Honum hafði ekki gengið vel í mótinu á undan og fékk því Orra til að þjálfa sig fyrir mótið. „Hann hjálpaði mér mikið og alltaf þegar hann hefur hjálpað mér hef ég unnið með fullu húsi,“ sagði glímukóngurinn að lokum sem er hvergi nærri hættur. Marín Laufey Davíðsdóttir úr HSK varði einnig titil sinn í Íslands- glímunni. Hún vann, líkt og Pétur, allar sínar viðureignir eða fimm vinninga. Frekari úrslit má finna á mbl.is. omt@mbl.is Búinn að jafna átrúnaðargoðið Ljósmynd/Benedikt Hermannsson Meistarar Pétur Eyþórsson og Marín Laufey Davíðsdóttir með Grettis- beltið og Freyjumenið í mótslok á Ísafirði á laugardaginn. Katrín Ómars-dóttir skor- aði annað marka Kristianstad þeg- ar liðið tapaði 5:2 fyrir Svíþjóð- armeisturum Malmö í Íslend- ingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Katrín jafnaði metin í 2:2 í seinni hálfleiknum og Kristianstad var sterkari aðilinn framan af leiknum. Malmö komst yf- ir á ný og skoraði tvívegis á lokakafl- anum. Katrín og Sif Atladóttir fyr- irliði léku allan leikinn með Kristianstad og þær Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra B. Helga- dóttir léku allan leikinn með Malmö, sem hefur nú fengið 6 stig úr fyrstu tveimur leikjunum.    Vonir íslenska stúlknalandsliðsinsí knattspyrnu um að komast í undanúrslit Evrópumótsins dvínuðu í gær þegar það tapaði, 0:1, fyrir Sviss í milliriðlinum i Ieper í Belgíu. Riðillinn er þó galopinn því England vann Belgíu, 1:0. Fyrir lokaumferð- ina á miðvikudag er Sviss með 4 stig, Ísland 3, England 3 og Belgía 1 stig. Ísland leikur við Belgíu og þarf að vinna þann leik og treysta á að Sviss vinni ekki Englandi. Takist það, fer Þorlákur Már Árnason þjálfari með liðið í fjögurra liða úrslit á EM ann- að árið í röð.    Ítalski fótbolta-heimurinn lamaðist al- gjörlega á laug- ardaginn þegar Piermanio Mo- rosini, leikmaður B-deildarliðsins Livorno, hneig niður og lést í leik liðsins við Pescara. Í framhaldi af því var öllum leikjum helginnar í A- deildinni frestað. Morosini var 25 ára gamall og liðsmaður A-deildar- liðsins Udinese en var í láni hjá Li- vorno. Hann lék áður með ítalska 21- árs landsliðinu.    Björn Bergmann Sigurðarsonfékk mikið hrós fyrir frammi- stöðu sína með Lilleström eftir að liðið gerði jafntefli, 1:1, við Våle- renga í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Magnus Haglund, þjálfari Lilleström, sagði við VG að Björn minnti sig á Zlatan Ibrahimovic, þann fræga Svía. Hann væri með sömu hráu hæfileikana og Zlatan hefði sýnt á svipuðum aldri: fljótur, sterkur og jafnvígur á báða fætur. Flestir fjölmiðlar voru á því að Björn hefði átt að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar markvörður Vålerenga virtist brjóta á honum. Björn sagði við VG að hann hefði al- gjörlega verið rændur marktæki- færi og það hefði verið svekkjandi að fá ekki vítaspyrnu. Fólk sport@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.