Morgunblaðið - 16.04.2012, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.04.2012, Blaðsíða 7
ENGLAND Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Hvernig stríðsgæfan hefur snúist algjörlega við hjá Chelsea og Tott- enham á undanförnum vikum er með hreinum ólíkindum. Langt frameftir vetri sigldi Tottenham með himinskautum – heillaði alla með frábærum fótbolta og magnaðri sigurgöngu og virtist um tíma ætla að slást um alla titla sem í boði voru. Á meðan var allt á öðrum end- anum hjá Chelsea á Stamford Bridge, tómt vesen í kringum knatt- spyrnustjórann unga André Villas- Boas og stöðugar fregnir af ósætti leikmanna og alls kyns vandræða- gangi. En nú um miðjan apríl er staðan orðin allt önnur. Um leið og Harry Redknapp knattspyrnustjóri Tott- enham var orðaður við starf lands- liðsþjálfara Englands, virtist allt loft fara úr hans mönnum á White Hart Lane. Þeir eru á góðri leið að missa Meistaradeildarsætið úr höndunum og bikarinn rann þeim úr greipum í gær þegar þeir fengu skell, 1:5, í undanúrslitunum á Wembley. Og gegn hverjum? Auðvitað gegn Chelsea – liðinu sem býr sig undir að hirða keppnisréttinn í Meistara- deildinni af þeim. Viðsnúningur Chelsea eftir að Vil- las-Boas var látinn taka pokann sinn og Roberto Di Matteo tók við liðinu til bráðabirgða er algjör. Nú er liðið komið í bikarúrslitin, á fína mögu- leika á Meistaradeildarsætinu og er að auki komið í undanúrslitin í yf- irstandandi baráttu bestu liða Evr- ópu þar sem næsti andstæðingur er Barcelona. Umdeilt mark vó þungt Chelsea fékk reyndar dálitla hjálp í gær en þegar liðið komst í 2:0 í byrjun síðari hálfleiks var ómögu- legt að sjá að boltinn hefði farið yfir línuna. Martin Atkinson dómari var viss í sinni sök og umræður um marklínutækni upphófust í net- heimum sem aldrei fyrr. Juan Mata var skráður fyrir markinu en Didier Drogba, Ramires, Frank Lampard og Florent Malouda sáu um hin. Ga- reth Bale svaraði fyrir Tottenham, minnkaði þá muninn í 2:1. Bikarinn bjargar Dalglish Kenny Dalglish og hans menn í Liverpool björguðu líklega tíma- bilinu hjá sér með því að sigra grannana í Everton, 2:1, í fyrri und- anúrslitaleiknum á Wembley á laug- ardaginn. Andy Carroll, sem fór illa með góð færi í leiknum, skoraði sig- urmark Liverpool annan leikinn í röð, nú nokkrum mínútum fyrir leikslok. Áður höfðu tvö einstaklega ódýr mörk litið dagsins ljós – Nikica Jelavic kom Everton yfir en Luis Suárez jafnaði fyrir Liverpool. Þar með er Liverpool á leið í sinn annan bikarúrslitaleik á Wembley á þessu ári en liðið vann Cardiff eftir vítaspyrnukeppni í úrslitum deilda- bikarsins í febrúar. Þetta bætir upp slakt gengi liðsins í úrvalsdeildinni frá áramótum og gefur Dalglish væntanlega meira svigrúm til að undirbúa liðið fyrir næsta tímabil. Af því veitir ekki því þrátt fyrir bikargengið er margt sem hann þarf að bæta til að gera Liverpool að toppliði í Englandi og Evrópu. Stríðsgæfan snýst við Chelsea mætir Liverpool í bikarúrslitum Tímabilið hrynur hjá Tottenham Chelsea í baráttu á þrennum vígstöðvum Annar úrslitaleikur Liverpool AFP Stemning Leikmenn Chelsea fagna Frank Lampard eftir að hann skoraði fjórða markið í gær, beint úr aukaspyrnu. ÍÞRÓTTIR 7 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. APRÍL 2012 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt 7. mark í fjór- tán leikjum með Swansea City á laugardaginn þegar lið hans vann Blackburn Rovers mjög sannfærandi, 3:0, í ensku úrvalsdeildinni. Markið, sem var hans fyrsta á heimavelli Swan- sea, gerði hann með glæsilegu vinstrifótarskoti. Gylfi átti síðan stærstan þátt í þriðja markinu þegar hann skaut í stöngina en boltinn fór það- an í varnarmann Blackburn og í netið og mark- ið taldist því sjálfsmark. Með sigrinum gull- tryggði Swansea sér áframhaldandi sæti í deildinni en framganga liðsins hefur komið geysilega á óvart og ekki síst frábær fótbolti sem liðið spilar. Gylfi fékk enn og aftur góða dóma fyrir sína frammistöðu og Sky Sports valdi hann m.a. mann leiks- ins og gaf honum 9 í ein- kunn. Walesonline gaf Gylfa 8 í einkunn og hann var næsthæstur leikmanna Swansea, á eftir Scott Sinclair sem lagði upp tvö mörk í leiknum. Gylfi er nú orðinn annar markahæsti leikmaður liðs- ins í deildinni þrátt fyrir að hafa spilað innan við helming leikja þess á tíma- bilinu. Danny Graham er með 10 mörk í 32 leikj- um og Sinclair 7 mörk í 34 leikjum. vs@mbl.is Sjö mörk Gylfa í fjórtán leikjum Gylfi Þór Sigurðsson Cristiano Ronaldo setti markamet í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardags- kvöldið og Lionel Messi jafnaði það tveimur klukkustundum síðar! Ronaldo skoraði eitt mark þegar Real Ma- drid vann Sporting Gijon, 3:1, og það var hans 41. mark í deildinni í vetur, sem er nýtt met. Síðar um kvöldið knúði Barceona fram nauman útisigur á Levante, 2:1. Lionel Messi skoraði bæði mörkin, það síðara úr umdeildri vítaspyrnu, og þar með var hann líka búinn að skora 41 mark í vetur og jafnaði marka- metið. Messi hefur nú skorað samtals 63 mörk á tímabilinu og Ronaldo 53. Sigrar beggja liða þýða að áfram munar á þeim fjórum stigum, og þau mætast í næstu umferð, á Camp Nou á laugardags- kvöldið. Barcelona verður að vinna þann leik og treysta á að Real Madrid misstígi sig einu sinni í þeim fjórum umferðum sem þá verða eftir í deild- inni. Útileikir Real á lokakaflanum eru við Athletic Bilbao og Granada en heimaleikir við Sevilla og Mallorca. vs@mbl.is Ronaldo og Messi deila markameti Lionel Messi Heiðar Helgu-son lék á laugardaginn sinn fyrsta leik með QPR í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu síð- an hann meiddist í janúar. Heiðar kom inná sem varamaður á 76. mínútu þegar Lund- únaliðið tapaði 1:0 fyrir WBA á úti- velli. Þrátt fyrir fjarveruna og að þetta var aðeins 16. leikur Heiðars í vetur, af 34 leikjum QPR, er hann enn markahæsti leikmaður liðsins í deildinni með 8 mörk. QPR er í enn meiri fallhættu eftir þennan ósigur, enda þótt liðið sé tveimur stigum fyr- ir ofan fallsætið. Næstur á eftir Heiðari hjá QPR er Jamie Mackie með 6 mörk í 27 leikjum.  Blackburn er líka í mjög erfiðristöðu eftir ósigurinn gegn Swansea, 3:0. Steve Kean, knatt- spyrnustjóri, sagði eftir tapið að lið sitt yrði að fá lágmark sjö stig úr síð- ustu fjórum leikjunum til að eiga ein- hverja möguleika á að forðast fall. Blackburn mætir bæði Tottenham og Chelsea á útivöllum á lokasprett- inum og róðurinn er því þungur.  Grétar Rafn Steinsson og félagarí Bolton spiluðu ekki um helgina en þeir sitja í fallsæti, því þriðja neðsta. Þeir eiga hinsvegar tvo leiki til góða á flesta keppinaut- ana og eiga þrjá af næstu fimm leikj- um á heimavelli, gegn Swansea, Tottenham og WBA.  Aron EinarGunnarsson og félagar í Car- diff eru allir að braggast eftir erf- iðar vikur und- anfarið. Þeir unnu Barnsley 1:0 á útivelli á laug- ardaginn og styrktu stöðu sína í sjötta sætinu. Cardiff á eftir heimaleiki við Derby og Leeds og útileik við Crystal Pa- lace í síðustu þremur umferðunum. Liðið er í hörðum slag við Birm- ingham, Blackpool og Middles- brough um þrjú sæti í umspilinu en Brighton er líklega úr leik eftir skell gegn West Ham á laugardaginn, 6:0.  Sölvi GeirOttesen var á meðal marka- skorara FC Kö- benhavn í gær þegar liðið vann stórsigur á úti- velli, 5:0, á botn- liðinu HB Köge í dönsku úrvals- deildinni í knatt- spyrnu. Sölvi kom meisturunum í 3:0 á 71. mínútu leiksins en hann og Ragnar Sigurðsson léku allan leik- inn hlið við hlið í miðvarðastöðunum hjá FC Köbenhavn sem er með sex stiga forystu í deildinni þegar sjö umferðum er ólokið. Fólk sport@mbl.is Tíu mörk samanlagt var uppskeran hjá Manchester-liðunum um helgina þar sem þau héldu áfram einvígi sínu um enska meistaratit- ilinn í knattspyrnu. City fór ham- förum gegn Norwich á útivelli á laugardaginn, vann þar 6:1, og United var ekki í vandræðum með að sigra Aston Villa 4:0 á Old Traf- ford í gær. Áfram skilja því fimm stig liðin að þegar fjórum umferðum er ólok- ið. Markatalan er City í hag, það getur reynst dýr- mætt, takist lið- inu að vinna upp muninn. Stóri slagur liðanna verður á Etihad- leikvangi City mánudaginn 30. apríl en í millitíð- inni spila þau sinn leikinn hvort, United við Everton á heimavelli og City við botnlið Wolves á útivelli. Það eru því talsverðar líkur á að fimm stiga munurinn verði enn við lýði þegar kemur að baráttunni um Manchest- er-borg. Carlos Tévez minnti heldur betur á sig á laugardaginn með því að skora þrennu gegn Norwich, auk þess að leggja upp mark fyrir Ser- gio Agüero. Wayne Rooney skoraði tvö marka United gegn Aston Villa í gær og þeir Danny Welbeck og Nani sitt markið hvor. Lokasprettur liðanna er svona: 35. umferð: Man. Utd – Everton Wolves – Man. City 36. umferð: Man. City – Man. Utd 37. umferð: Newcastle – Man. City Man. Utd – Swansea 38. umferð: Man. City – QPR Sunderland – Man. Utd vs@mbl.is Tíu marka helgi í Manchester Tévez með þrennu og Rooney með tvö Áfram 5 stiga munur og fjórar umferðir eftir Carlos Tévez

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.