Morgunblaðið - 16.04.2012, Page 4
Á ÁSVÖLLUM
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Njarðvík hefur í nokkra áratugi verið
stórveldi í íslenskum körfuknattleik. Nú
þegar karlalið félagsins er í uppbygging-
arferli þá tekur kvennaliðið við og heldur
uppi merki félagsins. Að loknum 76:62
sigri á Haukum á Ásvöllum á laugardag
stendur Njarðvík uppi sem tvöfaldur sig-
urvegari í vetur og vann úrslitarimmuna
um Íslandsmeistaratitilnn 3:1.
Kvennalið Njarðvíkur hafði aldrei
unnið titil fyrr en í vetur en tók þá báða
undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar
sem einnig er landsliðsþjálfari kvenna og
hefur sannað sig sem hæfur þjálfari.
Hann segist hafa verið meðvitaður um að
liðið væri að skrifa nýjan kafla í íþrótta-
söguna í Njarðvík.
„Já já. Konan mín hefur verið í körf-
unni í Njarðvík undanfarin fimmtán ár
með hléum. Ég hef því fylgst með þessu
og það hefur verið mikið agaleysi í gegn-
um tíðina. Liðið var lagt niður og metn-
aðurinn sem ríkti í Keflavík hafði aldrei
komist inn í félagið. Í fyrra bjó ég til
stóran æfingahóp og þar var línan lögð.
Ef leikmaður var á þeirri línu að æfa á
fullu þá var hann með, annars ekki. Það
segi ég að hafi verið byrjunin á því sem
gerðist hérna í dag. Það er metnaður í
gangi og allir leggja sig gríðarlega fram.
Við æfðum vel í sumar, æfðum vel um
jólin og erum að uppskera. Aldrei var
slakað á og aldrei dottið í kæruleysi. Ég
veit hvað stelpurnar hafa lagt á sig og
mér finnst frábært að sjá hvað er hægt
að uppskera ef vinna er lögð í þetta.“
Léttar og skemmtilegar
Frammistaða erlendu leikmannanna
Lele Hardy og Shanae Baker-Brice hef-
ur vakið mikla athygli í vetur og ekki að
ástæðulausu. Vönduðu Njarðvíkingar
valið vel eða unnu þeir bara í hinu svo-
kallaða útlendingalottói?
„Ég hafði skoðað nokkra leikmenn
eins og gengur og gerist. Ég vissi tölu-
vert um þær. Ég var sannfærður um að
Lele Hardy væri frábær leikmaður því
hún kom úr það sterkri deild. Ég átti
gott spjall við þjálfara Baker-Brice og
skoðaði myndbönd með henni. Hún fékk
ekkert að gera í fyrra og var því hungruð
í að spila. Þær eru náttúrlega frábærar
og smullu vel inn í þetta hjá okkur. Eru
frábærir persónuleikar, léttar og
skemmtilegar, og blönduðust hópnum
vel. Það er líf og fjör á æfingum og mór-
allinn er góður. Í þessum íþróttum þá
skiptir það bara gríðarlegu máli,“ sagði
Sverrir ennfremur en viðurkenndi að
hafa ekki séð fyrir sér tvöfaldan sigur
síðasta haust.
„Það voru svolítið miklar breytingar
hjá okkur og ég var meðvitaður um að
við gætum verið í baráttunni ef liðið
myndi slípast fljótt saman. Þegar mótið
var komið af stað þá fannst mér ekkert
lið vera betra en við en ég skal alveg vera
hreinskilinn að ég var ekki að hugsa um
að vinna tvöfalt,“ sagði Sverrir.
Nýttu svekkelsið
Njarðvík vann fyrstu tvo leikina og
tryggt sér sinn fyrsta Íslandsmeist-
aratitil í þriðja leiknum en Haukar kom
veg fyrir það. Sverrir sagði sína leikm
hafa notað tapið í þeim leik á réttan há
fjórða leiknum.
„Þau voru í erfiðri stöðu eftir annan
leikinn og þurftu þá að vinna þrjá leiki
röð. Stelpurnar voru mjög sárar eftir
þriðja leikinn. Ég sá svekkelsið þegar
kom inn í klefa eftir þann leik. Þegar þ
ert svekktur þá eru tvær leiðir í boði. A
hengja haus og detta í eitthvert bull eð
muna eftir svekkelsinu og láta það ekk
gerast aftur. Það var stútfullt hús og
aldrei sést önnur eins stemning á kven
leik í Njarðvík. Það var gríðarlega
svekkjandi að geta ekki klárað dæmið
í dag þá var allt orðið troðfullt Njarðví
urmegin í stúkunni 20 mínútum fyrir l
Það gefur stelpunum mikið að vita af s
um stuðningi á bak við sig,“ sagði Sver
Þór Sverrisson við Morgunblaðið.
Sögulegt Njarðvíkingar hafa aldrei áður orðið Íslandsmeistarar í kvennaflokki en þeir hófu bikarinn á loft á Ásvöllum á laugardaginn. Njarðvík er bæði Íslands- og
Konurnar teknar við
Kvennalið Njarðvíkur hafði aldrei unnið titil en sigraði tvöfalt í vetur Sverri
segir agaleysi hafa ríkt í gegnum tíðina Þjálfarinn lagði nýja línu í fyrra
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. APRÍL 2012
Stjarnan er komin í undanúrslitin á
Íslandsmóti kvenna í handknattleik
eftir annan sigur á HK í jafn-
mörgum leikjum, 34:29, í Digranesi
á laugardaginn. Stjarnan vann einn-
ig á sínum heimavelli á fimmtudags-
kvöldið, 32:29, og mætir því Íslands-
meisturum Vals í undanúrslitunum
en fyrsti leikur þar verður næsta
fimmtudagskvöld.
Stjarnan náði strax undirtökunum
í Digranesi og staðan var 9:4 eftir 15
mínútna leik og 16:10 í hálfleik. Svip-
aður munur hélst í seinni hálf-
leiknum og Garðbæingar sigldu sigri
í höfn.
Oddaleikur í Eyjum
Grótta lagði ÍBV að velli, 20:19, í
miklum spennuleik á Seltjarnarnesi
á laugardaginn. ÍBV var yfir í hálf-
leik, 11:9, og náði fjögurra marka
forskoti í seinni hálfleik. Grótta átti
hinsvegar frábæran endasprett og
skoraði sigurmarkið í lokin.
Þar með jöfnuðu Gróttukonur
metin í einvíginu, 1:1, og liðin mæt-
ast í oddaleik í Vestmannaeyjum í
kvöld. Sigurliðið í þeim slag mætir
Fram í undanúrslitum.
Markaskor í leikjunum tveimur
er að finna á bls. 6. vs@mbl.is
Stjarnan í
undanúrslit
og mætir Val
A-lið Gerplu sigraði í kvennaflokki
og lið Ármanns í karlaflokki á Ís-
landsmótinu í hópfimleikum sem
lauk í Ásgarði í Garðabæ á laug-
ardaginn eftir tveggja daga keppni.
Stjarnan varð í öðru sæti í kvenna-
flokki og Selfoss í þriðja sæti.
Á laugardag var keppt til úrslita
á einstökum áhöldum og þar unnu
bæði Gerpla og Ármann sigra á öll-
um áhöldum.
Í flokki blandaðra liða fór lið
Stjörnunnar/Ármanns með sigur af
hólmi í Íslands- og deildakeppninni.
Í öðru sæti varð lið Gerplu og í því
þriðja lið Selfoss. Lið Stjörnunnar/
Ármanns vann sigur á öllum ein-
stökum áhöldum.
Lið Gerplu fer á Evrópumótið í
Danmörku í október þar sem það
freistar þess að verja Evrópumeist-
aratitilinn sem það vann fyrir
tveimur árum. vs@mbl.is
Gerpla og
Ármann unnu
í Garðabæ
Nico Rosberg hjá
Mercedes vann í
gær kínverska
kappaksturinn í
Sjanghæ; jóm-
frúrsigur sinn í
formúlu-1. Hann
var í sérflokki en
hálfgert kjarn-
orkustríð fór
fram um næstu
sæti og gríðar-
legar stöðubreytingar voru út í
gegnum keppnina.
Með þessu er Rosberg fyrsti nýi
ökumaðurinn á efsta sæti verðlauna-
palls frá því Sebastian Vettel vann
ítalska kappaksturinn í Monza árið
2008 á Toro Rosso-bíl. Og verk-
smiðjulið Mercedes fagnar með
þessu sínum fyrsta mótssigri sem
verksmiðjulið frá því Juan Manuel
Fangio vann Ítalíukappaksturinn
árið 1955.
Í öðru og þriðja sæti urðu McLa-
renþórarnir Jenson Button og Lewis
Hamilton og á eftir þeim Mark Web-
ber og Sebastian Vettel.
Ýtarlega er fjallað um keppnina
á formúluvefnum, mbl.is/sport/
formula. agas@mbl.is
Rosberg var
fljótastur
Nico
Rosberg