Morgunblaðið - 26.04.2012, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.04.2012, Blaðsíða 3
boði. Liðið er heilsteypt og hefur fína breidd þó að vissulega eigi menn sína slæmu daga eins og sást fyrri leiknum fyrir norðan þegar Akureyringar jöfn- uðu einvígið. Þeir eru því vel að því komnir að komast í úrslitarimmuna og möguleikarnir eru góðir, sérstaklega ef þeir spila áfram á þeirri yfirvegun sem þeir gerðu í þessum leik. En það má ekki taka það af Akureyringum að viljinn er ávallt til staðar og menn berj- ast alltaf hver fyrir annan. Þrátt fyrir nokkuð ungt lið eru mikilvægir reynsluboltar til staðar sem eru dug- legir að taka af skarið. Það er þó mikið áhyggjuefni hvað stöðugleikinn er lítill og hefur það mikil áhrif. Skyttur liðs- ins, þeir Geir Guðmundsson og Guð- mundur Hólmar Helgason eru báðir undir tvítugu og þrátt fyrir að vera mjög efnilegir er of mikið fyrir þá að þurfa að bera uppi sóknarleikinn. Norðanmenn hljóta því að horfa í kringum sig eftir skyttu fyrir næsta tímabil og dreifa þar með álaginu. En það eru spennandi tímar framundan fyrir norðan þar sem þeir Heimir og Bjarni munu taka við taumunum auk þess sem þeir halda áfram að leika með liðinu. Þeir þekkja liðið út og inn sem mun koma sér vel, en hvort reynsluleysi í þjálfun í fremstu röð muni segja til sín verður spennandi að sjá. Einnig er óvíst hvar Oddur Gret- arsson leikur næsta vetur, en hann hefur verið undir smásjá þýskra liða í vetur. Það var hins vegar ósvikin gleði í augum FH-inga að leik loknum þar sem þeir fögnuðu sæti í úrslitunum. in gleði FH-inga eftir kuldaðan sigur aði í leik Akureyinga sem bíta í eplið súra  FH í úrslit annað árið í röð og mætir HK Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Átök Oddur Gretarsson í hörðum slag og stöðvar FH-inginn Andra Berg Haraldsson með því að grípa báðum höndum í handlegg hans. Guðlaugur Arnarsson og Ragnar Jóhannsson fylgjast með fyrir aftan og Bergvin Gíslason reynir að koma Oddi til hjálpar. FH mætir HK í úrslitaeinvíginu um meistaratitilinn. ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2012 Björn Berg-mann Sig- urðarson, fram- herji Lilleström og 21 árs lands- liðsins í knatt- spyrnu, var í gær orðaður við þrjú ensk úrvalsdeild- arlið, Everton, Sunderland og Reading. Vefmiðill- inn Talksport segir að Björn sé einn eftirsóttasti ungi leikmaðurinn á Norðurlöndum og fari örugglega í eina af stóru deildunum í Evrópu. Sagt er að David Moyes, knatt- spyrnustjóri Everton, hafi augastað á Birni í framlínuna hjá sínu liði, til að spila þar við hliðina á Nikica Jela- vic. Sunderland og Reading séu líka með tilboð í Björn í huga. Þá séu þýsku liðin Hannover, Stuttgart og Werder Bremen öll með hann í sigt- inu.    Lilleström upplýsti í gær aðBjörn Bergmann hefði fram- lengt samning sinn við félagið til loka tímabilsins 2014. Torger Bjarmann framkvæmdastjóri sagði að þetta hefði verið gert í vetur en ekki verið opinberað fyrr en nú, að ósk Íslendingsins.    Fanný Vágó,sem lék með Þrótti úr Reykja- vík í úrvalsdeild- inni í knatt- spyrnu síðasta sumar, tryggði Ungverjum óvæntan útisigur gegn Norður-Írlandi í undankeppni Evrópumóts kvenna í gærkvöld. Liðin eru með Íslandi í riðli og norð- urírska liðið hefði blandað sér í bar- áttuna um efstu tvö sætin með sigri. Vágó skoraði sigurmarkið, 1:0, úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu í uppbót- artíma. Ungverska liðið mætir Ís- landi á Laugardalsvellinum í júní.    Blomberg-Lippe, sem Hildur Þorgeirs- dóttir og Karen Knútsdóttir leika með, er úr leik í keppninni um þýska meist- aratitilinn í hand- knattleik. Í gær- kvöld tapaði Blomberg-Lippe fyrir meisturum síðasta árs, Thüringer HC, 27:25, í síðari leik liðanna í 8 liða úrslitum. Blomberg-Lippe tapaði einnig fyrri leiknum á sínum heima- velli, 29:26, en liðið hafnaði í áttunda sæti deildarinnar og mætti þar með deildarmeisturunum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Ólíkt fyr- irkomulaginu í 1. deild karla, þá er úrslitakeppni í efstu deild kvenna í Þýskalandi. Hildur skoraði tvö mörk í leiknum í gærkvöld en Karen ekk- ert.    Gunnar Þorsteinsson var í fyrra-kvöld útnefndur besti ungi leik- maðurinn hjá enska knattspyrnulið- inu Ipswich á lokahófi félagsins en fyrr í vikunni var hann valinn besti leikmaður unglingaliðsins af stuðn- ingsmannaklúbbi félagsins. Gunnar er 18 ára gamall miðjumaður sem gekk til liðs við Ipswich frá Grinda- vík síðastliðið sumar. Hann hefur leikið með unglingaliði félagsins í vetur en Ipswich heldur ekki úti varaliði. Fólk sport@mbl.is Eyjólfur Héðinsson skoraði eitt mark og lagði annað upp fyrir SönderjyskE sem sigraði meistarana í FC Köben- havn, 4:3, í seinni leik liðanna í undanúrslitum dönsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær. Úrslitin dugðu þó ekki SönderjyskE til að komast í úr- slitaleikinn því FC Köbenhavn vann fyrri leikinn á sínum heimavelli, 1:0, og vann því einvígið á mörkum á útivelli. Engu munaði þó að Eyjólfur kæmi liði sínu í úrslitaleik- inn því hann átti skot í þverslá í uppbótartíma leiksins. FCK komst yfir á 13. mínútu. Eyjólfur jafnaði þremur mínútum síðar, og lagði síðan upp mark fyrir Henrik Hansen á 28. mínútu. SönderjyskE bætti við marki rétt fyrir hlé og staðan í hálfleik var því 3:1, og þá 3:2 sam- anlagt. Fjörið hélt áfram í seinni hálfleik, FCK minnkaði muninn í 3:2 en SönderjyskE svaraði, 4:2. Undir lokin var dæmd vítaspyrna á SönderjyskE og einn leikmanna liðsins rekinn af velli. César Santín skoraði úr vítaspyrnunni, 4:3, og það dugði FCK til að komast í úrslitin þar sem liðið mætir Horsens eða HB Köge. Seinni leikur þeirra er í kvöld en sá fyrri endaði 2:2. Bikar- úrslitaleikurinn fer fram 17. maí. Eyjólfur og Hallgrímur Jónasson léku allan leikinn í liði SönderjyskE en Arnar Darri Pétursson markvörð- ur var ekki í hópnum. Ragnar Sig- urðsson var varamaður hjá FCK og kom ekki við sögu en Sölvi Geir Ottesen lék ekki með vegna meiðsla. Sölvi og Ragnar eiga nú möguleika á að vinna tvöfalt með liði sínu en FC Köbenhavn stendur vel að vígi á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. vs@mbl.is Eyjólfur var hársbreidd frá hetjudáð Eyjólfur Héðinsson settur í Noregi, var staddur hér á landi í leyfi og gat hlaupið í skarðið og stýrt liði Garðbæinga. Ekki er reiknað með að Roland taki við Stjörnulið- inu á nýjan leik þegar hann kemur til landsins á nýjan leik en hann hefur þjálfað það síðustu þrjú árin. Ljóst er að nýr þjálfari stendur í brúnni hjá Stjörnunni þeg- r það ýtir úr vör á næstu handknatt- iksvertíð, hvort sem gert verður út frá úr- alsdeildinni eða þeirri fyrstu, allt eftir rslitum leikjanna við Mosfellinga. iben- mbl.is umönnum onráð avsson Höllin, Akureyri, undanúrslit Íslands- móts karla, fjórði leikur, miðvikudag 25. apríl 2012. Gangur leiksins: 1:0, 4:3, 7:7, 8:12, 9:14, 12:14, 13:17, 15:19, 18:23, 22:24, 24:25, 25:28. Mörk Akureyrar: Hörður Fannar Sig- þórsson 7, Bjarni Fritzson 5/1, Geir Guðmundsson 5, Heimir Örn Árna- son 4, Oddur Gretarsson 4. Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 1471 (þar af 2 til mótherja). Stefán Guðnason 1. Utan vallar: 10 mínútur. Mörk FH: Ólafur Gústafsson 8, Ragnar Jóhannsson 8, Andri Berg Haraldsson 4, Baldvin Þorsteinsson 3, Hjalti Þór Pálmason 2/1, Ari Magnús Þorgeirsson 1, Atli Rúnar Steinþórsson 1/1, Örn Ingi Bjarkason 1. Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 14 (þar af 2 til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Áhorfendur: 1.158.  FH vann, 3:1, í leikjum talið. Akureyri – FH 25:28 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslit karla, annar leikur: Þorlákshöfn: Þór Þ. – Grindavík (0:1) 19:15 KNATTSPYRNA Deildabikar kvenna, Lengjubikarinn: Egilshöll: Fjölnir – Keflavík..................... 19 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.