Morgunblaðið - 26.04.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.04.2012, Blaðsíða 4
ÍSHOKKÍ Kristján Jónsson kris@mbl.is Líklega má halda því fram með nokkurri vissu að Björn Róbert Sigurðarson, úr Skautafélagi Reykjavíkur, sé í hópi efnilegustu íshokkímanna sem fram hafa komið hérlendis. Björn náði þeim athygl- isverða áfanga í vetur að spila með öllum landsliðum Íslands á keppn- istímabilinu: U-18 ára, U-20 og A- landsliðinu. „Það er heilmikið að spila með þremur landsliðum en einnig er það mjög gaman. Ég varð fyrir meiðslum á öxl í vetur og missti úr einn og hálfan mánuð. Það var svo- lítið erfitt að koma sér í gang eftir það og ég hefði að sjálfsögðu viljað vinna Íslandsmeistaratitilinn með SR. Fyrir utan þetta tvennt þá var þetta mjög gott tímabil,“ sagði Björn sem lét talsvert að sér kveða með A-landsliðinu á HM í Reykja- vík á dögunum. „Það var frábært enda ekki oft sem maður spilar með landsliði hérna heima. Það var heppilegt að mitt fyrsta landsliðsverkefni var á heimavelli og vonandi eiga þau eftir að verða fleiri. Stemningin var flott og það var gaman að sjá svo marga í stúkunni að fylgjast með löndum sínum.“ Flestar stoðsendingar í Serbíu Björn Róbert var eins og gefur að skilja í algeru lykilhlutverki hjá U-18 ára liðinu sem lék í 2. deild á HM í Serbíu í vetur. Björn gaf langflestar stoðsendingar af öllum í mótinu eða tíu talsins í leikjunum fimm. „Við vorum með mjög sterkt lið og liðið ætti einnig að vera mjög sterkt á næsta ári þó margir leik- menn gangi upp úr því. Þeir munu spila áfram í 2. deild og það er já- kvætt. Ég hef tekið eftir því síð- ustu árin að við erum alltaf að verða betri og betri og það eru góðir leikmenn að koma upp sem eiga eftir að þróast,“ sagði Björn sem segist einnig hafa lært mikið af því að spila á móti meist- araflokksmönnum bæði í deildinni og í landsliðinu. „Það hefur hjálpað mér mikið að spila á móti fullorðnum mönnum. Það koma margir útlendingar hing- að að spila, það gerir íshokkíið hérna betra en gæðin ættu eig- inlega ekki að vera eins mikil og þau eru miðað við að hér eru bara þrjú félög. Ef okkur tekst að bæta við kannski tveimur félögum þá myndu gæðin halda áfram að aukast alveg gríðarlega.“ Fór ungur til Svíþjóðar Björn Róbert var á gagnfræða- skólaaldri þegar hann hélt til Malmö í Svíþjóð og reyndi fyrir sér hjá mjög sterku unglingaliði félags- ins sem leikur í efstu deild í þeim aldursflokki. „Ég fór út eftir áramót þegar ég var í 9. bekk og var einnig allan veturinn í 10. bekk. Ég spilaði þá með 16 ára liði félagsins og það var rosalega sterkt íshokkí. Þó þetta hafi verið gott tækifæri þá fann ég mig ekki almennilega þarna og það var ein ástæða þess að ég kom heim aftur. Manni verður að líða vel,“ sagði Björn sem spilaði með Malmö Redhawks og æfði um tíma í hinni glæsilegu íshokkíhöll Malmö-Arena þar sem leikið var til úrslita á HM í handbolta í fyrra. Reynir fyrir sér erlendis á ný Björn er nú farinn að huga að því að fara utan á ný eftir eitt og hálft tímabil með SR. Hann segist ætla að reyna fyrir sér erlendis í sumar og gæti allt eins endað í Vesturheimi. „Ég mun fara til Bandaríkjanna á næstunni og vonast eftir því að komast að hjá einhverju liði þar. Það yrði þá unglingahokkí sem er eins konar hálfatvinnumennska og síðar væri þá möguleiki að spila með háskólaliði í Bandaríkjunum. Það eru nokkrir möguleikar í stöð- unni og ég mun líka skoða hvað býðst í Evrópu. Ég mun alla vega spila erlendis næsta vetur og ég þarf að fara aftur út núna til þess að eiga möguleika á komast að hjá góðu liði í framtíðinni,“ sagði Björn Róbert Sigurðarson í samtali við Morgunblaðið. Lék með öllum landsliðunum  Björn Róbert Sigurðarson var í A-, U20 og U18 ára landsliðum Íslands  Ætlar að reyna fyrir sér erlendis á næsta tímabili  Fór ungur til Malmö að spila íshokkí  Flott stemning á HM á Íslandi Morgunblaðið/Golli Landsliðsmaður Björn Róbert Sigurðarson í góðu færi við mark Ný-Sjálendinga í leik þjóðanna á heimsmeistaramótinu í Laugardalnum. 4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2012 Ólafur Stefánsson, leikmaður danska meistaraliðsins AG Köben- havn, meiddist í fyrri leik liðsins á móti Evrópumeisturum Barcelona um síðustu helgi þar sem AG vann sex marka sigur í fyrri viðureign lið- anna í átta liða úrslitum Meist- aradeildarinnar. Ólafur hefur verið í meðhöndlun hjá læknaliði AG-liðsins og mun reyna allt til að verða klár í seinni leikinn við Börsunga sem fram fer á laugardaginn. „Ég mun spila á laugardaginn. Það er ekki um annað að velja,“ sagði Ólafur í viðtali við vef danska ríkisútvarpsins. Ólafur fékk högg á síðuna og kom lítið við sögu megnið af seinni hálf- leiknum í leiknum við Barcelona á Parken. Hann vildi ekki taka þá áhættu að spila meiddur en á laug- ardaginn ætlar hann að gefa allt sem hann á. „Þetta er leikur þar sem ég hugsa ekki um fortíðina eða framtíðina,“ segir Ólafur, sem reiknar með því að æfa með liði sínu í dag og vonast til að geta leikið bæði í sókn og vörn á laugardaginn. „Ég vona að ég verði 100% klár til að spila í 60 mín- útur,“ segir Ólaf- ur en með honum hjá AG Köben- havn leika þeir Arnór Atlason, Snorri Steinn Guðjónsson og Guðjón Valur Sigurðsson. Kasper Hvidt, markvörðurinn frábæri hjá danska meistaraliðinu, segist helst vilja vera án Ólafs í vörninni svo hann geti nýtt alla sína krafta í sóknarleiknum. „Ólafur er ótrúlega mikilvægur fyrir okkar sóknarleik svo mér finnst best að spara hann í varnar- leiknum,“ segir Hvidt, sem fékk þau tíðindi í gær að honum verður ekki refsað af aganefnd evrópska hand- knattleikssambandsins vegna rauða spjaldsins sem hann fékk að líta á Parken um síðustu helgi. Hann mun því standa á milli stanganna gegn Evrópumeisturunum og eins gott því Norðmaðurinn Steinar Ege er ekki til staðar þar sem hann sleit krossband í hné á dögunum. gummih@mbl.is Ekki um annað að velja en að spila  Ólafur harkar af sér gegn Barcelona Ólafur Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.