Morgunblaðið - 07.05.2012, Síða 1
MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2012
íþróttir
Skagamenn Jón Vilhelm Ákason tryggði Skagamönnum sigur í fyrsta leik
þeirra í efstu deild í fjögur ár. Sigruðu Breiðablik 1:0 á Kópavogsvellinum. 7
Íþróttir
mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Íslandsmeistarar HK úr Kópavogi varð Íslandsmeistari karla í handknattleik í fyrsta skipti í gær eftir þriðja sigurinn á FH í jafnmörgum úrslitaleikjum
liðanna. Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara HK, fagnar hér sigrinum ásamt Þorsteini Einarssyni, sem var formaður HK um árabil. »4-5
Þormóður Árni
Jónsson, júdó-
maður úr JR, er
samkvæmt
óstaðfestum út-
reikningum í 22.
sæti í Evrópu
yfir þá sem
komast á Ól-
ympíuleikana í
London í grein-
inni. Það dugar
honum og vel það til að tryggja
sér farseðilinn þangað en hann
mætti falla niður um þrjú sæti á
listanum. Ekki verður keppt í
fleiri mótum sem gefa stig á
listann og því ættu breytingarnar
aldrei að verða svo miklar að
Þormóður kæmist ekki á leikana.
Birta átti óstaðfestan lista 5.
maí af alþjóðlega júdósambandinu
en það var ekki gert. Þrátt fyrir
það er samkvæmt þessu nánast
hægt að slá því föstu að Þor-
móður keppir í +100 kg flokki á
Ólympíuleikunum. Hann bætist
þar við ört stækkandi hóp
íþróttafólks frá Íslandi á síðustu
vikum.
Framundan hjá Þormóði er mót
í Bretlandi sem eins og áður segir
gildir ekki á listanum. omt@mbl.is
Þormóður
virðist kom-
inn á ÓL
Þormóður Árni
Jónsson
Kiel, undir stjórn
Alfreðs Gísla-
sonar, end-
urheimti í gær
þýska bikarinn í
handknattleik
eftir sigur á
Flensburg 33:31, í
úrslitaleik sem
spilaður var í
Hamborg. Kiel
vann heimamenn
í undanúrslitum á laugardag og
fylgdu því svo eftir með nokkuð
öruggum sigri á liðinu sem er í öðru
sæti þýsku deildarinnar.
Þetta er því annar stóri titill fé-
lagsins á skömmum tíma því liðið
vann einnig þýsku 1. deildina á dög-
unum þó það eigi eftir að spila fimm
leiki.
Aron Pálmarsson tók þátt í úr-
slitaleiknum án þess þó að komast á
blað, ekki frekar en í fyrri leiknum.
Ekkert lið virðist geta stöðvað
Kiel en framundan er úrslitahelgin í
Meistaradeildinni 26.-27 þessa mán-
aðar. Þar mætir liðið Füchse Berlin í
undanúrslitum í Köln. Dagur Sig-
urðsson sem þjálfar Berlínarliðið á
því erfitt verkefni fyrir höndum. Í
hinum undanúrslitaleiknum mætast
Íslendingaliðið AG Köbenhavn frá
Danmörku og spænska liðið Atlético
Madríd. omt@mbl.is
Annar stóri
titillinn í
höfn hjá Kiel
Alfreð
Gíslason
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Ólafur Karl Finsen, Stjörnumað-
urinn í Selfossliðinu, varð fyrstur til
að skora mark á Íslandsmótinu í
knattspyrnu árið 2012. Hann skor-
aði úr vítaspyrnu á 6. mínútu í
leiknum gegn ÍBV, eða eftir ná-
kvæmlega 5 mínútur, 37,17 sek-
úndur, samkvæmt tímamælingu
Morgunblaðsins.
Þetta er í fyrsta skipti sem Sel-
fyssingur skorar fyrsta mark móts-
ins, enda aðeins í annað skipti sem
lið þeirra leikur í efstu deild.
Guðmundur fyrstur með gult
Guðmundur Þórarinsson úr ÍBV
varð fyrstur til að fá gula spjaldið í
leik. Hann fékk það strax á 6. mín-
útu í viðureigninni við Selfoss, fyrir
að mótmæla vítaspyrnunni full-
harkalega. Eyjamenn fóru í heild
„vel“ af stað í spjöldunum því Val-
geir Valgeirsson var búinn að sýna
þremur þeirra gula spjaldið eftir
aðeins 10 mínútna leik!
Ekkert lið náði að skora þrjú
mörk í fyrstu fimm leikjum Íslands-
mótsins í gærkvöld en tólf mörk
voru skoruð í leikjunum. Flest á
KR-vellinum þar sem KR komst í
2:0 gegn Stjörnunni en Garðbæing-
ar náðu að jafna metin í 2:2.
Fyrstu umferðinni lýkur í kvöld
þegar Fram tekur á móti Val á
Laugardalsvellinum en viðureign
gömlu keppinautanna úr Reykjavík
hefst klukkan 20. Önnur umferðin
er síðan öll spiluð næsta fimmtu-
dagskvöld, 10. maí.
Ólafur skoraði fyrstur
Mark úr vítaspyrnu á 6. mínútu fyrir Selfoss gegn ÍBV
gaf tóninn á Íslandsmótinu 2012 Fyrsti Selfyssingurinn
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Fyrstur Ólafur Karl Finsen skorar fyrsta mark Íslandsmótsins 2012 af víta-
punktinum og kemur nýliðum Selfoss yfir gegn Eyjamönnum.
Einar Daði Lár-
usson úr ÍR hafn-
aði í þriðja sæti á
tugþrautarmóti á
Ítalíu um helgina
þar sem hann
fékk 7.590 stig.
Hann var á eftir
Dmitriy Karpov
frá Kasakstan
sem fékk 8.172
stig og Ashley
Bryant frá Bretlandi sem fékk
7.689 stig.
Árangur Einars er mjög óvæntur
því hann var fyrirfram með 13.
besta árangurinn. Aðstæður voru
mjög erfiðar, rok og rigning settu
svip sinn á mótið og aðeins 16 af 23
keppendum náðu að ljúka keppni.
Einar hljóp 100 metra á 11,24
sek., stökk 7,16 m í langstökki,
kastaði kúlu 13,50 metra, stökk
1,98 m í hástökki, hljóp 400 metra á
49,55 sek., hljóp 110 m grindahlaup
á 14,83 sek., kastaði kringlu 38,09
metra, stökk 4,65 m í stang-
arstökki, kastaði spjóti 51,29 m og
hljóp 1.500 m á 4:36,34 mín.
vs@mbl.is
Einar Daði
fékk bronsið
á Ítalíu
Einar Daði
Lárusson