Morgunblaðið - 07.05.2012, Side 2
Í VESTURBÆNUM
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Garðbæingar fengu fljúgandi start í
Pepsi-deild karla í knattspyrnu þetta
sumarið þegar þeir náðu stigi á móti Ís-
lands- og bikarmeisturum KR í Frosta-
skjólinu í gærkvöldi. KR komst í 2:0 á
68. mínútu og virtist þar með hafa lagt
grunninn að fyrsta sigri sumarsins.
Stjarnan hafði hins vegar ekki sagt sitt
síðasta orð og tókst að vinna upp
tveggja marka forskot á lokakaflanum.
Atli Jóhannsson, fyrrv. leikmaður KR,
skoraði jöfnunarmarkið á 85. mínútu.
Titilvörn KR-inga hófst á afar köldu
vorkvöldi í Vesturbænum. Þegar upp
var staðið reyndist napur vindurinn
vera ágætur meðbyr fyrir Garðbæinga
upp á framhaldið að gera en KR-ingar
verða líklega lengur að ná úr sér hroll-
inum. Lið Stjörnunnar hefði vart getað
fengið betri byrjun en þetta í mótinu,
alla vega hvað varðar stemninguna
næstu daga. Liðið sneri tapaðri stöðu í
jafntefli í örfáum leikjum í endataflinu.
Stjarnan blandaði sér í baráttuna í
efri hluta deildarinnar í fyrra og í að-
draganda mótsins í ár veltu margir því
fyrir sér hvort liðið hefði það sem þarf
til að blanda sér fyrir alvöru í baráttuna
um titilinn. Garðbæingar spiluðu svo
sem ekki frábærlega í gærkvöldi en
þeir sýndu þó alla vega að hugarfarið er
rétt því þeir gáfust ekki upp þrátt fyrir
erfiða stöðu.
Meistararnir léku heldur ekki frá-
bærlega enda buðu aðstæður ekki upp á
það í gærkvöldi jafnvel þótt KR-
völlurinn sé í mjög góðu ásigkomulagi
miðað við árstíma. KR-ingar sýndu þó
fína takta á köflum og er ekki spáð titl-
inum að ástæðulausu. Þrátt fyrir að
hafa fengið á sig jöfnunarmark seint í
leiknum þá féllust KR-ingum ekki hend-
ur á lokakaflanum því þá sköpuðu þeir
tvö mjög góð marktækifæri sem ekki
nýttust. Í báðum tilfellum var miðju-
maðurinn marksækni Baldur Sigurðs-
son kominn inn í vítateiginn miðjan,
eins og hann gerir svo vel, en honum
brást gersamlega bogalistin í báðum til-
fellum.
KR-ingar þurfa aðallega að gæta sín
á því að byrja ekki mótið of illa því þá
er hætt við því að spennan aukist til
muna í Vesturbænum eins og dæmin
sanna. Leikurinn í gærkvöldi minnti
óneitanlega á fyrsta leik KR fyrir
tveimur árum þegar liðið missti niður
2:0 forskot gegn Haukum í Frostaskjól-
inu og gerði þá einnig 2:2 jafntefli. Þá
virtist byrjunin í mótinu slá leikmenn
KR svolítið út af laginu en liðið er
örugglega alltof sterkt um þessar
mundir til þess að sú saga geti end-
urtekið sig.
Ekki tímabært að fella dóma
Almennt séð er varasamt að fella of
mikla dóma yfir liðunum vegna þessa
leiks. Garðbæingar voru varkárir þar
sem þeir voru að heimsækja meistarana
en verða sjálfsagt mun sókndjarfari á
móti mörgum öðrum liðum. KR-ingar
sofnuðu á verðinum eftir að hafa verið
með ágæta stjórn á leiknum og þeir
munu vafalaust læra af því.
Stig úr tapaðri stöðu
Náði 2:2 jafntefli gegn Íslandsmeisturum KR Fyrrverandi leik-
maður KR jafnaði á 85. mínútu KR-ingar sofnuðu á verðinum
Á SELFOSSI
Skúli Unnar Sveinsson
skuli@mbl.is
Oft er talað um að vorbragur sé á
fyrstu leikjum Íslandsmótsins í
knattspyrnu. Það hefur greinilega
vorað vel fyrir austan fjall því lítill
vorbragur var á leik nýliðanna frá
Selfossi þegar þeir tóku á móti ÍBV í
fyrsta leik Pepsi-deildar karla í
knattspyrnu í gær. Selfyssingar
byrjuðu vel, gerðu tvö mörk á fyrstu
33. mínútunum og kræktu sér í þrjú
stig og alls ekki þau síðustu ef liðið
heldur áfram á þeirri braut sem það
var á í gærkvöldi.
„Ég held það sé nú talsverð klisja
að tala um vorbrag á liðum. Menn
æfa svo til allt árið og bíða eftir
fyrsta leik í átta mánuði þannig að
það er sjálfsagt frekar of mikil
spenna og eftirvænting í mönnum.
Völlurinn hérna er frábær og þetta
gekk ljómandi vel hjá okkur núna,“
sagði Ingólfur „Veðurguð“ Þór-
arinsson, besti maður vallarins að
leik loknum.
Já, það var alls enginn „vor-
bragur“ á leik Selfyssinga. Liðið vik-
ar mjög þétt, allir leikmenn taka
þátt í að verjast þegar þess þarf og
síðan er haldið í sókn með viðkomu á
miðjunni og þeim aðgerðum stjórn-
aði Ingólfur vel í gær. „Já, þetta
gekk ágætlega hjá mér enda er ég í
fínni æfingu, hef æft mun betur en
ég hef kannski gert undanfarin ár.
Ég ætla að reyna að vera með á fullu
í sumar,“ sagði hann. Það var heldur
meiri vorbragur á Eyjamönnum,
sem byrjuðu skelfilega. Þeir sóttu þó
í sig veðrið, stjórnuðu gangi leiksins
mestan hluta síðari hálfleiks án þess
þó að skapa sér mörg færi. „Það var
sannarlega vorbragur á okkur fram-
an af leik og við mættum bara ekki
tilbúnir í til leiks og lentum tveimur
mörkum undir. Við reyndum að
koma til baka og sækja, en við sköp-
uðum okkur ekki nægilega mikið af
færum, en vorum alls ekki nógu
hættulegir til að jafna,“ sagði Magn-
ús Gylfason, þjálfari Eyjamanna,
allt annað en sáttur við leik sinna
manna.
Ef marka má þennan leik þá hefur
Loga Ólafssyni, þjálfara Selfyss-
inga, tekist að skapa góða stemn-
ingu og baráttu meðal sinna manna.
Fyrir mótið var nokkuð talað um að
liðið væri sálarlaust þar sem svo
margir erlendir leikmenn væru í því.
Vissulega eru margir erlendir leik-
menn í liði Selfyssinga, en öll lið á Ís-
landi gætu verið ánægð með „sálina“
í liðinu ef hún væri eitthvað í líkingu
við það sem hún var hjá Selfyss-
ingum í gær. Allir lögðust á eitt til að
krækja í stigin þrjú og það tókst.
Vörn liðsins er þétt og þeir Stefán
Ragnar og Endre Ove mjög öruggir
sem miðverðir. Ingólfur var eins og
kóngur í ríki sínu á miðjunni og
einnig áttu þeir Sarr og Jón Daði
fínan leik.
Það var nokkuð fátt um fína
drætti hjá ÍBV. Garner var þó
sprækur og helsta ógn Eyjamanna á
vinstri kantinum. Guðmundur, yngri
bróðir Ingólfs, átti flottan leik fram-
an af en varð að láta í minni pokann
fyrir stóra bróður.
Vorar vel fyrir
austan fjall
Selfyssingar koma vel undan vetri
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Bestur Ingólfur, besti maður vallarins, á hér í höggi við Tonny Mawejje.
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2012
Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is
Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang
augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
1:0 6. Brotið var á Jon AndréRöyrane og dæmd víta-
spyrna á ÍBV. Ólafur Karl Finsen
skoraði af öryggi, efst í hægra
markhornið.
2:0 33. Ndiaye átti sendingufyrir mark ÍBV frá
vinstri, varnarmönnum mistókst að
koma boltanum frá og barst hann
aðeins út fyrir vítateig þar sem Jón
Daði Böðvarsson tók við honum og
skoraði með góðu innanfótarskoti.
SLÁ 38. Ingólfur Þór-arinsson með flott lang-
skot í þverslána á marki ÍBV, alveg
út við stöng, og niður.
2:1 81. Dæmd var vítaspyrna áSelfoss þegar leikmaður
liðsins fékk boltann í höndina. Þór-
arinn Ingi Valdimarsson skoraði af
öryggi í vinstra hornið.
I Gul spjöld:Guðmundur (ÍBV) 6. (mót-
mæli), Garner (ÍBV) 8. (brot), Olsen
(ÍBV) 10. (brot), Mawejje (ÍBV) 31.
(brot), Ndiaye (Selfoss) 45. (brot).
MMM
Enginn.
MM
Ingólfur Þórarinsson (Selfossi).
M
Stefán R. Guðlaugsson (Selfossi)
Endre Ove Brenne (Selfossi)
Babacar Sarr (Selfossi)
Jón Daði Böðvarsson (Selfossi)
Matt Garner (ÍBV)
Tonny Mawejje (ÍBV)
Guðmundur Þórarinsson (ÍBV)
Einnar mínútu þögn var fyrir
leikinn til minningar um Steingrím
Jóhannesson, sem lék með ÍBV um
árabil og eitt sumar með Selfyss-
ingum, en hann lést fyrr á þessu ári.
Þetta gerðist
á Selfossvelli
Selfossvöllur, Pepsi-deild karla, 1.
umferð, sunnudag 6. maí 2012.
Skilyrði: Fín, andvari og iðagrænn
völlur. Hiti um 7 gráður.
Skot: Selfoss 7 (5) – ÍBV 12 (6).
Horn: Selfoss 6 – ÍBV 2.
Lið Selfoss: (4-5-1) Mark: Ismet
Duracak. Vörn: Ivar Skjerve, Stefán
Ragnar Guðlaugsson, Endre Ove
Brenne, Andri Freyr Björnsson.
Miðja: Ólafur Karl Finsen (Tómas
Leifsson 69.), Ingólfur Þórarinsson,
Babacar Sarr, Jón Daði Böðvarsson.
Sókn: Jon André Röyrane (Robert
Sandnes 79.), Abdoulaye Ndiaye
(Viðar Örn Kjartansson 60.).
Lið ÍBV: (4-4-2) Mark: Abel Dhaira.
Vörn: Arnór Eyvar Ólafsson (Ragnar
Leósson 74.), Brynjar Gauti Guð-
jónsson, Rasmus Christiansen, Matt
Garner. Miðja: Tonny Mawejje,
George Baldock, Guðmundur Þór-
arinsson, Þórarinn Ingi Valdimars-
son. Sókn: Ian Jeffs, Christian Ol-
sen.
Dómari: Valgeir Valgeirsson – 7.
Áhorfendur: 1.243.
Selfoss – ÍBV 2:1
KR-völlur, Pepsi-deild karla, 1. umferð,
sunnudag 6. maí 2012.
Skilyrði: Kalt, þurrt og talsverður vindur.
Völlurinn lítur mjög vel út miðað við árs-
tíma.
Skot: KR 10 (5) – Stjarnan 9 (3).
Horn: KR 4 – Stjarnan 4.
Lið KR: (4-3-3) Mark: Hannes Þór Hall-
dórsson. Vörn: Haukur H. Hauksson, Grét-
ar S. Sigurðarson, Rhys Weston, Gunnar
Þór Gunnarsson. Miðja: Bjarni Guð-
jónsson, Baldur Sigurðsson, Viktor B. Arn-
arsson (Dofri Snorrason 85.) Sókn: Emil
Atlason (Þorsteinn Már Ragnarsson 60.),
Kjartan H. Finnbogason, Óskar Örn Hauks-
son.
Lið Stjörnunnar: (4-3-3) Mark: Ingvar
Jónsson. Vörn: Jóhann Laxdal, Alexander
Scholz, Tryggvi Bjarnason, Hörður Árna-
son. Miðja: Baldvin Sturluson (Halldór Orri
Björnsson 72.), Daníel Laxdal, Atli Jó-
hannsson . Sókn: Gunnar Örn Jónsson
(Darri S. Konráðsson 72.), Garðar Jó-
hannsson, Kennie Chopart.
Dómari: Erlendur Eiríksson – 6.
Áhorfendur: 2.164.
KR – Stjarnan 2:2
Færi Óskar Örn Hauksson lagði upp bæði mörk KR-inga
gegn Stjörnunni og er hér einn gegn Ingvari Jónssyni,
markverði Garðbæinga, sem náði að verja frá honum.