Morgunblaðið - 07.05.2012, Page 4

Morgunblaðið - 07.05.2012, Page 4
Í KAPLAKRIKA Ívar Benediktsson iben@mbl.is HK varð verðskuldað Íslandsmeist- ari í handknattleik karla í gær þegar liðið lagði meistara síðasta ár, FH, í þriðja sinn í röð í úrslitarimmu lið- anna, 28:26, í Kaplakrika eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 15:12. Árangur HK í úrslitakeppninni er með hreinum ólíkindum. Liðið hafn- aði í fjórða sæti í N1-deildinni og rétt slapp inn í úrslitakeppnina í lokaumferðinni. Þegar út í úr- slitakeppnina var komið gripu liðs- menn til sópsins og notuðu hann fyrst til þess að sópa deildarmeist- urum Hauka úr leik í þremur leikj- um og síðan hinu Hafnar- fjarðarliðinu, einnig 3:0. Aldrei fyrr í sögu úrslitakeppni Íslandsmótsins í handknattleik hefur lið sýnt annan eins styrk og HK-liðið gerði að þessu sinni, þ.e. að fara í gegnum sex leiki og vinna þá alla, og það sem meira er yfirleitt á afar sann- færandi hátt. Þetta kallast svo sann- arlega að vera verðugur meistari. FH byrjaði betur Framan af leiknum í Kaplakrika í gær virtist sem FH-liðið ætlaði að halda einhverju lífi í úrslitakeppn- inni með því að vinna og krækja í a.m.k. einn leik til viðbótar. FH- ingar voru sterkari jafnt í vörn sem sókn fyrstu 20 mínúturnar og náðu nokkrum sinnum þriggja marka for- skoti. En HK-liðið lagði ekki árar í bát, lét forskot og frumkvæði FH ekki slá sig út af laginu og hélt áfram að spila sinn leik, vitandi að fyrr en síðar myndi gæfuhjólið snú- ast þeim í hag. Þegar FH missti mann af leikvelli þegar tæpar 20 mínútur voru liðnar af leiknum og liðið var þremur mörkum yfir gerði HK-liðið áhlaup sem FH-ingar stóð- ust ekki. HK skoraði fjögur mörk í röð og komst yfir í fyrsta sinn, 9:8. Eftir það var forystan í höndum HK-liðsins. Það var komið af stað. Vörn og markvarslan, þessi tvö at- riði voru aðal liðsins í úrslitakeppn- inni. FH-liðið virtist missa trúna um stund og HK hafði þriggja marka forskot þegar gengið var til búnings- herbergja í hálfleik. Strax í byrjun síðari hálfleiks náði HK fjögurra marka forskoti, 16:12. Mest munaði sex mörkum á liðunum upp úr miðjum síðari hálfleik, 23:17. Þá var sem HK liðið missti einbeit- inguna og FH komst inn í leikinn og tók að saxa á forskotið. Arnar Freyr Stefánsson tók sig þá til og varði nokkur mikilvæg skot, m.a. eftir hraðaupphlaup, og reið þar með baggamuninn á lokakaflanum og kom í veg fyrir að til fjórða leiks kæmi í þessari rimmu. Óvænt eftir brösótt gengi Óhætt er að segja að HK hafi tryggt sér sinn fyrsta Íslandsmeist- aratitil með miklum glæsibrag en um leið á nokkuð óvæntan hátt. Vit- Íslandsmeistarar 2012 Vilhelm Gauti Bergsveinsson, fyrirliði HK, fremstur fyrir miðju með Íslandsbikarinn. Hinum á vinstri hönd er Bjarki Már Elísson og Tandr Atli Karl Backmann, Bjarki Már Gunnarsson, Björn Þórsson Björnsson, Ólafur Víðir Ólafsson, Atli Ævar Ingólfsson, sem varð 28 ára í gær, og Björn Ingi Friðþjófss Óumdeildir me  HK varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í rúmlega 40 ára sögu sinni  Kópav gegnum úrslitakeppnina, fyrst meistaraliða  Framúrskarandi liðsheild und 4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2012 Aron Jóhannsson er óstöðvandi með liði AGF í dönsku úrvalsdeildinni þessa dagana. Í gær skoraði hann í fjórða leiknum í röð og bætti um betur með því að skora tvívegis í 3:1 sigri á HB Köge á útivelli. Aron er því kominn með fimm mörk í síðustu fjórum leikjum Árósaliðsins. Aron, sem 21 árs og kom til AGF frá Fjölni haustið 2010, hafði aðeins skoraði tvívegis í fyrstu 26 umferðum deildarinnar. Hann hefur síðan held- ur betur tekið við sér og á vef AGF er sagt að Íslendingurinn geisli af sjálfs- trausti. Síðara mark hans í gær hafi borið vitni um það. Aron er nú kominn með 7 mörk í 28 leikjum en þrír samherja hans hafa einnig skorað sjö til átta mörk fyrir liðið á tímabilinu. AGF, sem vann 1. deildina í fyrra, hefur staðið sig vonum framar og er í fimmta sætinu þegar þremur umferð- um er ólokið. Liðið á enn möguleika á að vinna sér sæti í Evrópudeild UEFA fyrir næsta tímabil. vs@mbl.is Fimm mörk Arons í fjór- um leikjum Aron Jóhannsson Lionel Messi gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fjögur mörk Barcelona í fyrrakvöld þegar liðið vann ná- granna sína í Espanyol, 4:0, í næstsíðustu um- ferð spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu. Messi hefur þar með gert hvorki meira né minna en 72 mörk á tíma- bilinu en á dögunum sló hann Evr- ópumetið hjá Þjóðverjanum Gerd Müller sem gerði 67 mörk fyrir Bayern München tímabilið 1972- 1973. Real Madrid vann Granada á úti- velli, 2:1, með sjálfsmarki heima- manna í uppbótartíma. Áður hafði Cristiano Ronaldo jafnað metin úr vítaspyrnu, en það var hans 300. mark á ferlinum, samanlagt með fé- lagsliði og landsliði. vs@mbl.is Ferna frá Messi og 72 mörk í húsi Lionel Messi Björn Bergmann Sigurðarson skoraði mark Lilleström í gær þegar lið hans gerði jafntefli, 1:1, við Hauge- sund á útivelli í norsku úrvals- deildinni í knatt- spyrnu. Þetta var fyrsta mark Björns í deildinni á tímabilinu en í síðustu viku skoraði hann fjögur mörk í bikarleik. Lille- ström hefur hins vegar enn ekki tek- ist að vinna leik í fyrstu sjö umferð- unum og er í 14. sæti af 16 liðum og byrjun liðsins í deildinni hefur valdið miklum vonbrigðum. Stefán Logi Magnússon fékk sitt fyrsta tækifæri í marki Lilleström á þessari leiktíð og Pálmi Rafn Pálma- son var líka í liðinu. vs@mbl.is Björn braut ísinn gegn Haugesund Björn Bergmann Sigurðarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.