Morgunblaðið - 07.05.2012, Page 5
að var að geta var til staðar í liðinu
en eftir brösótt gengi á leiktíðinni
reiknuðu örugglega fáir með að
lokaspretturinn yrði jafn glæsilegur
og raun ber vitni um.
Liðsheildin var frábær í öllum
leikjum. Hún öðru fremur lagði
grunn að þessum glæsilega sigri í
deildinni. Vörnin var framúrskar-
andi og markvarslan eins best verð-
ur á kosið en hún var sá þáttur liðs-
ins sem menn sögðu fyrirfram að
væri stærsti galli liðsins.
Skýr verkaskipting
Sem fyrr var það fyrst og fremst
góð liðsheild sem tryggði HK þenn-
an áfanga. Góð liðsheild sem er vel
undir verkefni sín búin, og það var
HK-liðið svo sannarlega. Þar eiga
svo sannarlega stærsta þáttinn þjálf-
ararnir, fyrrgreindur Erlingur og
Kristinn Guðmundsson. Þeir bjuggu
lið sitt frábærlega undir hvern leik,
ekkert kom þeim eða leikmönnum
þeirra úr jafnvægi. Verkaskipting
þeirra var skýr og stjórnun liðsins
fumlaus og yfirveguð og öðrum til
eftirbreytni. Þeir nýttu tímann vel
frá því að deildarkeppninni lauk og
þar til úrslitakeppnin hófst og komu
fram með frábært lið á lokasprett-
inum sem hefur skrifað nýjan kafla í
íslenska handknattleikssögu.
Á mbl.is/sport er að finna
myndskeið með viðtölum við sex
liðsmenn HK auk stemningarmynd-
skeiðs þegar Vilhelm Gauti Berg-
sveinsson, fyrirliði HK, tók við Ís-
landsbikarnum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ri Már Konráðsson á til hægri. Fyrir aftan þá eru f.v. Sigurjón Friðbjörn Björnsson,
on, annar markvörður liðsins.
eistarar
vogsliðið fór taplaust í
dir stjórn skipulagðra þjálfara
ÍÞRÓTTIR 5
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2012
Kaplakriki, þriðji úrslitaleikur karla,
sunnudag 6. maí 2012.
Gangur leiksins: 2:0, 4:1, 6:3, 6:5,
8:5, 8:9, 10:12, 12:15, 12:16, 15:17,
15:20, 17:23, 21:23, 23.25, 24:26,
26:27, 26:28.
Mörk FH: Ólafur Gústafsson 8, Hjalti
Pálmason 6/3, Atli Rúnar Stein-
þórsson 4, Ari Magnús Þorgeirsson
2, Magnús Óli Magnússon 2, Þorkell
Magnússon 2, Örn Ingi Bjarkason 2.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson
11 (þar af 3 til mótherja). Pálmar
Pétursson 3.
Utan vallar: 6 mínútur.
Mörk HK: Bjarki Már Elísson 9/4,
Ólafur Víðir Ólafsson 6/1, Ólafur
Bjarki Ragnarsson 5, Atli Ævar Ing-
ólfsson 4, Tandri Már Konráðsson 3,
Bjarki Már Gunnarsson 1, Sigurjón
Friðbjörn Björnsson 1.
Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson
20/1 (þar af 4 til mótherja).
Utan vallar: 10 mínútur.
Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar
Guðjónsson.
Áhorfendur: 2.648.
HK vann samtals, 3:0.
FH – HK 26:28
Kristín ÝrBjarnadótt-
ir og Hólmfríður
Magnúsdóttir
voru enn í aðal-
hlutverkum hjá
Avaldsnes á
laugardaginn
þegar liðið sigr-
aði Flöya, 2:1, á
heimavelli í norsku B-deildinni í
knattspyrnu. Kristín skoraði lag-
legt skallamark strax á 7. mínútu
og Hólmfríður skoraði sigurmarkið
fimm mínútum fyrir leikslok.
Björk Björnsdóttir varði mark
Avaldsnes sem er í öðru sæti
deildarinnar með 9 stig eftir fyrstu
fjórar umferðirnar, jafnmörg stig
en lakari markatölu en Linderud-
Grei sem er á toppnum. Avaldsnes
hefur skorað 8 mörk í fyrstu fjór-
um umferðunum. Þar af hefur
Kristín skorað 4 mörk og Hólm-
fríður 3.
Pálmi Þór Sævarsson hefur ver-ið ráðinn þjálfari körfuknatt-
leiksliðs Skallagríms til næstu
tveggja ára en undir hans stjórn
vann liðið sér sæti í úrvalsdeild
karla fyrir næsta keppnistímabil.
Þetta kemur fram á vef Skalla-
gríms. Leikstjórnandinn Lloyd
Harrison hefur einnig samið við
Borgnesinga um að spila með þeim
í úrvalsdeildinni næsta vetur og þá
hafa verið gerðir samningar við
heimamennina Davíð Guðmunds-
son og Andrés Kristjánsson.
Jóhann BergGuðmunds-
son og félagar í
AZ Alkmaar
tryggðu sér sæti
í Evrópudeild
UEFA í gær
þegar þeir unnu
Groningen, 1:0, í
lokaumferð hol-
lensku úrvals-
deildarinnar í
knattspyrnu. Þar með komst AZ
upp fyrir Heerenveen, sem tapaði
2:3 fyrir Feyenoord, og upp í
fjórða sætið. Heerenveen þarf
hinsvegar að fara í umspil fjögurra
liða um eitt Evrópusæti. Jóhann
lék allan leikinn með AZ sem þar
með bjargaði sér eftir slæman
kafla að undanförnu en liðið var
lengi vel efst í deildinni í vetur.
Matthías Vil-hjálmsson
hélt uppteknum
hætti og skoraði
eitt marka Start
í gær þegar liðið
sigraði Ström-
men, 3:1, í
norsku B-
deildinni í knatt-
spyrnu. Matthías
hefur nú skorað fimm mörk í
fyrstu fimm leikjum Start en hann
kom til liðsins sem lánsmaður frá
FH rétt áður en tímabilið hófst.
Hann og Guðmundur Kristjánsson
léku allan leikinn með Start sem
er komið í 3. sæti deildarinnar með
9 stig eftir 5 umferðir, en liðið hef-
ur ekki tapað leik.
Mads Laud-rup, sonur
hins fræga
Michaels Laud-
rups, er á leið-
inni til liðs við
úrvalsdeildarlið
Stjörnunnar í
knattspyrnu og
er væntanlegur
til landsins í dag. Hann er laus
undan samningi við úrvalsdeild-
arliðið HB Köge, sem í gær féll úr
úrvalsdeildinni. Laudrup er 23 ára
gamall miðjumaður og var á mála
hjá FC Köbenhavn fyrstu árin en
síðan með Herfölge, sem svo sam-
einaðist Köge sem HB Köge.
Fólk sport@mbl.is
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Erlingur Richardsson, annar þjálf-
ara HK, var vitanlega í sjöunda
himni þegar Íslandsbikarinn var í
höfn í gær. Þetta er í fyrsta sinn
sem hann stýrir liði til sigurs á Ís-
landsmóti karla í handknattleik en
samvinna hans og Kristins Guð-
mundssonar skilar um leið HK
sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í
handknattleik karla. Erlingur,
sem er úr Vestmannaeyjum, er
fyrsti Eyjamaðurinn sem stýrir
liði til sigurs á Íslandsmóti karla í
þessari íþróttagrein.
„Ég held að þessu úrslitakeppni
fari í sögubækurnar þar sem við
förum í gegnum hana án þess að
tapa leik,“ sagði Erlingur glað-
beittur.
„Við fengum góðan tíma áður
úrslitakeppnin hófst til þess að
búa liðið undir úrslitakeppnina.
Þann tíma nýttum við vel til þess
að koma liðinu í svo gott ástand
sem raun ber vitni um.
Við nýttum tímann meðal ann-
ars til þess að auka hraðann í leik
liðsins, þá náðum við þetta varn-
arleikinn og síðan var markvarsl-
an frábær. Það má segja að fram-
ganga markvarðanna í
úrslitakeppninni hafi verið líkust
sendingu að ofan. Markverðirnir
brugðust við þeirri gagnrýni sem
þeir höfðu fengið á sig á alveg
hreint magnaðan hátt. Sú stað-
reynd undirstrikar hversu frábær-
ir leikmenn þeir eru,“ sagði Er-
lingur og á það við Björn Inga
Friðþjófsson og Arnór Frey Stef-
ánsson.
„Ég er virkilega ánægður með
strákana og stoltur að geta ásamt
þeim og Kristni félaga mínum og
fleirum fært HK sinn fyrsta Ís-
landsmeistaratitil í handknattleik
karla,“ sagði Erlingur Rich-
ardssonar, annar þjálfara HK.
Mættum ofjörlum okkar
„Ég vil hrósa HK fyrir frábæra
frammistöðu í úrslitakeppninni,
ekki síst vil ég lofa frábæra vinnu
þjálfara liðsins, Kristins Guð-
mundssonar og Erlings Rich-
ardssonar. Þeir náðu að toppa
með lið sitt á réttum tíma,“ sagði
Einar Andri Einarsson, annar
þjálfari FH, eftir að HK varð Ís-
landsmeistari í handknattleik í
gær.
Einar Andri sagði að FH-liðið
hefði hreinlega hitt fyrir ofjarla
sína í rimmunni. „Fyrsti leikurinn
var slakur af okkar hálfu en tveir
þeir næstu voru betri en þá áttum
við ekki svo við frábærum varn-
arleik og framúrskarandi mark-
vörslu HK-manna. Þegar við átt-
um möguleika á að jafna metin í
tveimur síðustu leikjunum þá
fundum ekki leiðir framhjá mark-
vörður HK.
Það er ljóst að við mættum
ofjörlum okkar í þessu einvígi, HK
vann þrjá leiki en við engan,“
sagði Einar Andri Einarsson.
Markvarslan
sem sending
af himni ofan
Erlingur og Kristinn nýttu tímann vel
Þjálfararnir Erlingur Richardsson og Kristinn Guðmundsson lyfta bik-
arnum og Gunnþór Hermannsson liðsstjóri HK fylgist ánægður með.