Morgunblaðið - 07.05.2012, Page 7
ENGLAND
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Didier Drogba skráði nafn sitt í sögu-
bækur ensku knattspyrnunnar á
laugardaginn þegar hann varð fyrstur
allra til að skora í fjórum úrslita-
leikjum bikarkeppninnar. Drogba
skoraði síðara mark Chelsea í sigr-
inum á Liverpool, 2:1, í úrslitaleiknum
á Wembley á laugardaginn, og þetta
kann líka að hafa verið hans síðasti
leikur á þjóðarleikvangi Englendinga
Drogba er samningslaus að þessu
tímabili loknu og hann hefur ekkert
viljað staðfesta um framhaldið hjá sér
en þessi 34 ára gamli framherji frá
Fílabeinsströndinni er nú að ljúka
sínu áttuna tímabili hjá Chelsea. Þar
hefur hann skorað 100 mörk í úrvals-
deildinni, tekið drjúgan þátt á mesta
sigurskeiðinu í sögu félagsins, og á
framundan úrslitaleik í Meistaradeild
Evrópu, gegn Bayern München, síðar
í þessum mánuði.
„Ég kom hingað til að vinna titla og
taka þátt í að skapa sögu félagsins.
Þetta er stórkostleg tilfinning og ég
er alltaf jafn undrandi þegar mér
tekst að skora á þessum velli. Ég er
afar stoltur en liðsfélagar mínir eiga
mesta heiðurinn skilinn. Ég hef spilað
alla úrslitaleikina hérna undanfarin
ár, er yfir mig ánægður og vil þakka
félögum mínum því það eru þeir sem
gera mér kleift að skora mörkin.
Við höfum skrifað sögu Chelsea,
ekki bara ég heldur við allir. Úrslitin
eru frábær fyrir okkur, stuðnings-
mennina og félagið. Fjórði bikarúr-
slitaleikurinn okkar, fjórði sigurinn,
fjórði bikarinn, svo ég er ánægður.
Þetta er hvatningin á bak við fótbolt-
ann – að spila svona úrslitaleiki,“
sagði Drogba við fréttamenn eftir
leikinn.
Ramires skoraði fyrra mark
Chelsea og Drogba kom liðinu í 2:0.
Andy Carroll minnkaði muninn og var
hársbreidd frá því að jafna metin.
Ævintýraleg markvarsla hjá Petr
Cech sem forðaði því að boltinn færi
allur inn fyrir marklínu eftir skalla frá
Carroll sá til þess að leikurinn fór
ekki í framlengingu.
„Kom til að vinna titla“
AFP
Bikarhetja Didier Drogba hefur heldur betur sett mark sitt á ensku bik-
arkeppnina og skorað í fjórum úrslitaleikjum hennar.
Didier Drogba skoraði í fjórða úrslitaleik með Chelsea
ÍÞRÓTTIR 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2012
Í KÓPAVOGI
Tómas Þór Þórðarson
tomas@mbl.is
Nýliðar ÍA hefja leik með stæl í
Pepsi-deildinni í fótbolta en þeir
lögðu Breiðablik, 1:0, á Kópavogs-
velli í gærkvöldi. Jón Vilhelm
Ákason sem sneri aftur heim á
Skagann fyrir tímabilið var hetja
þeirra gulu. Hann skoraði eina
mark leiksins eftir að hafa verið
inni á vellinum í aðeins sex mín-
útur.
Taugatitringur í byrjun
Það verður seint sagt að fyrstu
mínúturnar á Kópavogsvellinum í
gær hafi verið fallegar. Baráttan í
fyrirrúmi en á kostnað fótboltans
sem var nær enginn.
Fljótlega fóru þó Blikarnir að
taka völdin. Þeir fundu sitt víð-
fræga, lauflétta spil og héldu bolt-
anum löngum stundum.
ÍA aftur á móti kom varla send-
ingu á milli manna og spilaði
hreint skelfilega í fyrri hálfleik.
Varnarleikurinn var þó mjög góð-
ur og liðið virkilega þétt. Sama
hversu gott uppspil Blikanna var
náðu þeir aldrei að skapa mikla
hættu við mark ÍA.
Sáttir með 0:0 í hálfleik
„Við spiluðum ekki vel í fyrri
hálfleik þannig að við vorum sáttir
með að staðan var markalaus í
hálfleik,“ sagði Jóhannes Karl við
Morgunblaðið eftir leikinn. „Seinni
hálfleikur var miklu betri, sér-
staklega sóknarlega. Þar spiluðum
við boltanum betur á milli okkar,
náðum fyrirgjöfum og vorum
hættulegri við markið,“ sagði Jó-
hannes sem var ánægður með
varnarleik alls liðsins.
„Við ætluðum að vera þéttir og
það gekk upp þó það væri
kannski pínu ryð í okkur sókn-
arlega. Mér fannst Blikarnir aldr-
ei ná að opna okkur eitthvað af
ráði. Þeir komu með einhverjar
fyrirgjafir en Palli þurfti aldrei að
verja,“ sagði Jóhannes Karl.
Fín frumsýning beggja liða
Á heildina litið var sigurinn
sanngjarn þar sem ÍA var hættu-
legra fram á við í seinni hálfleik.
Sér í lagi eftir að Gary Martin,
sem lítið gat í fyrri hálfleik, fór
að sýna sitt rétta andlit og Jón
Vilhelm kom inn á. Skipting Þórð-
ar á Jóni og Garðari Gunnlaugs-
syni breytti leiknum fyrir ÍA því
Garðar átti hreint skelfilega
frumraun á Íslandsmótinu og
hefði mátt fara fyrr út af.
Blikarnir spiluðu fínan fótbolta
eins og svo oft áður en þá vantaði
fleiri og betri hugmyndir á síð-
asta þriðjungi vallarins.
Morgunblaðið/Ómar
Skagasigur Mark Doninger, enski miðjumaðurinn hjá ÍA, hefur betur gegn Jökli I. Elísabetarsyni, miðjumanni Blika.
Þétt þrjú stig hjá ÍA
Jón Vilhelm kom inn á sem varamaður og tryggði ÍA sigur á Blikum, 0:1.
Breiðablik spilaði góðan fótbolta en það vantaði meira áræði fram á við
Kópavogsvöllur, Pepsi-deild karla, 1.
umferð, sunnudag 6. maí 2012.
Skilyrði: Gola og kalt. Völlurinn í
góðu standi.
Skot: Breiðablik 8 (3) – ÍA 8 (5).
Horn: Breiðablik 6 – ÍA 4.
Lið Breiðabliks: (4-4-2) Mark: Páll
Gísli Jónsson. Vörn: Tómas Ó. Garð-
arsson, Renee Troost, Sverrir Ingi
Ingason, Kristinn Jónsson. Miðja:
Haukur Baldvinsson (Arnar Már
Björgvinsson 68.), Andri Rafn Yeom-
an, Finnur Orri Margeirsson, Jökull I.
Elísabetarson (Rafn Andri Haralds-
son 85.). Sókn: Elfar Árni Að-
alsteinsson (Árni Vilhjálmsson 78.),
Petar Rnkovic.
Lið ÍA: (4-3-3) Mark: Páll Gísli Jóns-
son. Vörn: Aron Ý. Pétursson, Ár-
mann S. Björnsson, Kári Ársælsson,
Einar L. Einarsson. Miðja: Arnar M.
Guðjónsson, Mark Doninger, Jóhann-
es Karl Guðjónsson, Andri Adolp-
hsson (Ólafur V. Valdimarsson 72.),
Gary Martin. Sókn: Garðar Gunn-
laugsson (Jón V. Ákason 62.).
Dómari: Magnús Þórisson – 8.
Áhorfendur: 2.382.
Breiðablik – ÍA 0:1
FÆRI 5. Petar Rnkovicáttu skalla af stuttu
færi en náði ekki nægum krafti í
skallann þannig að Páll Gísli greip
boltann.
FÆRI 31. Jökull Elísabet-arson var kominn í
ákjósanlegt færi við mark ÍA en
honum voru mislagðir fætur og
hann sparkaði í varnarmann og í
horn.
FÆRI 51. Gary Martinvar í dauðafæri á
fjærstönginni eftir fyrirgjöf frá
hægri en Sigmar varði frábærlega
í horn.
0:1 68. Jón Vilhelm Ákasonfékk boltann hægra meg-
in í vítateignum eftir sendingu
Gary Martin og skoraði úr þröngu
færi.
I Gul spjöld:Elfar Árni (Breiðabliki) 74.
(brot), Martin (ÍA) 82. (hélt áfram
eftir flaut dómara), Rafn Andri
(Breiðabliki) 87. (brot).
I Rauð spjöld: Engin.
MMM
Enginn.
MM
Enginn.
M
Kári Ársælsson (ÍA)
Ármann Smári Björnsson (ÍA)
Gary Martin (ÍA)
Jón Vilhelm Ákason (ÍA)
Finnur O. Margeirsson (Breiðab.)
Haukur Baldvinsson (Breiðabliki)
Kári Ár-
sælsson spil-
aði sinn
fyrsta leik á
Íslandsmóti
fyrir ÍA en
hann var fyr-
irliði Íslands-
meistaraliðs
Breiðabliks
árið 2010 og
spilaði því á
sínum gamla heimavelli.
Jóhannes Karl Guðjónsson spil-
aði fyrsta leik á Íslandsmótinu síð-
an 1998. Þá lék hann átta leiki
með Skagamönnum en hélt síðan í
atvinnu-
mennsku.
Garðar B.
Gunn-
laugsson og
Ármann
Smári
Björnsson
voru líka í
liði ÍA og
spiluðu báð-
ir fyrstu
leiki sína
hér á landi síðan 2006.
Ingvar Kale sem hefur verið
aðalmarkvörður Blika undanfarin
þrjú ár er búinn að missa stöðu
sína til Sigmars Inga Sigurð-
arsonar.
Þetta gerðist á
Kópavogsvelli
Kári
Ársælsson
Ingvar Þór
Kale