Morgunblaðið - 07.05.2012, Side 8
8 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2012
Í KAPLAKRIKA
Stefán Stefánsson
ste@mbl.is
Eflaust hljómar undarlega að segja
Grindvíkinga hafa ráðið flestu þegar
þeir sóttu FH heim í Kaplakrikann í
gærkvöldi því Hafnfirðingar voru
miklu meira með boltann og áttu
næstum fjórum sinnum fleiri skot á
markið. Engu að síður er nokkuð til í
þessu því skipulag og aginn var gest-
anna úr Grindavík, vörnin var þétt
og leyfði Hafnfirðingum ekki að
gera neinar rósir en svo var sótt með
tvö skæða sóknarmenn. Þetta skilaði
þeim marki en FH tókst á jafna áður
en yfir lauk svo liðin skiptu stigum
eftir 1:1 jafntefli.
FH var spáð öðru sæti deild-
arinnar og það má alveg slá því föstu
að þeir hafi gert sér grein fyrir að sú
spá dygði skammt gegn liði Grinda-
víkur, sem var spáð níunda sætinu.
Vissulega fengu FH-ingar færi og
sýndu að þeir geta orðið skæðir í
sumar og náð öðru sæti deild-
arinnar, eins og þeim var spáð en
það var annaðhvort vorbragur á
mönnum eða þeir létu þéttan varn-
arleik mótherjanna brjóta sig niður.
Nema hvort tveggja sé. Hafnfirð-
ingar misstu marga úr vörninni fyrir
tímabilið en Freyr Bjarnason er þar
enn og mjög seigur, hann sýnir ekk-
ert nein sérstök tilþrif heldur gerir
það sem hann á að gera – verjast.
Svo fór Matthías Vilhjálmsson til
Noregs og það mátti greinilega sjá
að FH-ingar eru ekki búnir að fylla
það skarð.
Grindvíkingum var spáð 9. sæti
deildarinnar en miðað við leik þeirra
í gærkvöldi gengur það ekki eftir og
nú koma nokkur nema og ef. Ef
þeim tekst að undirbúa sig rétt og
vel fyrir hverja mótherja, einnig ef
þeim tekst að fylgja hverri leik-
áætlun alveg eftir og ef þeim tekst
að halda sér á tánum í leikjunum má
búast við miklu af þeim. Hafa skal í
huga að Guðjón Þórðarson þjálfari
þeirra kann sitt af hverju í þessum
málum og meiri líkur en minni að
þessi ef gangi upp. Nema hann missi
tökin á liðinu. Annars yljaði mönn-
um að sjá Scott Ramsay skapa
hættu með flottum sendingum og að
Ólafur Örn Bjarnason varnarjaxl
læsi leikinn vel.
Hefðum getað unnið
„Við höfum ekkert rætt spána en
menn gera sér grein fyrir að mót-
herjum okkar í dag var spáð öðru
sæti og við hefðum alveg getað unnið
leikinn,“ sagði Ólafur Örn eftir leik-
inn. „Þegar mótið byrjar skiptir
engu máli hvernig þér hefur gengið
síðustu árin eða í vetur, það byrja
allir á núlli og spáin kemur okkur
ekkert við, það er alveg eins hægt að
skoða hvernig liðunum gekk í fyrra.“
Morgunblaðið/Ómar
Návígi Freyr Bjarnason miðvörður FH virðist bíða lægri hlut í þessari baráttu við Pape Mamadou Faye, framherja Grindvíkinga.
Grindavík hélt FH niðri
FH tókst að lokum að jafna metin í 1:1 í Kaplakrika Fjórum sinnum fleiri
færi FH-inga dugðu lítt gegn öguðu og vel skipulögðu liði Grindvíkinga
Kaplakriki, Pepsi-deild karla, 1. um-
ferð, sunnudag 6. maí 2012.
Skilyrði: Um 5 stiga hiti en nöpur
norðangjóla. Völlur góður.
Skot: FH 18 (8) – Grindavík 5 (3).
Horn: FH 6 – Grindavík 2.
Lið FH: (4-4-2) Mark: Gunnleifur V.
Gunnleifsson. Vörn: Guðjón Árni
Antoníusson, Guðmann Þórisson,
Freyr Bjarnason, Viktor Örn Guð-
mundsson. Miðja: Ólafur Páll
Snorrason, Pétur Viðarsson (Brynjar
Guðmundsson 82.), Björn Daníel
Sverrisson, Atli Guðnason. Sókn: Atli
Viðar Björnsson, Albert Brynjar Inga-
son (Emil Pálsson 82.).
Lið Grindavíkur: (5-3-2) Mark: Ósk-
ar Pétursson. Vörn: Ray Anthony
Jónsson, Loic Mbang Ondo, Ólafur
Örn Bjarnason, Matthías Örn Frið-
riksson, Jósef Kristinn Jósefsson.
Miðja: Óli Baldur Bjarnason (Alex
Freyr Hilmarsson 85.), Gavin Morr-
ison, Scott Ramsay. Sókn: Tomi
Ameobi, Pape M. Faye.
Dómari: Kristinn Jakobsson – 8.
Áhorfendur: 1.586.
FH – Grindavík 1:1
FÆRI 11. Pétur Við-arsson átti gott
skot utan vítateigs og eftir mikinn
atgang í markteig Grindvíkinga
bjargaði Matthías á línu.
FÆRI 14. Atli Guðnasonúr FH á ferðinni
og Óskar Pétursson í marki
Grindvíkinga þurfti að slá boltann
yfir markið.
FÆRI 34. Atli Guðnasonenn og aftur á ferð-
inni, fékk stungusendingu inn fyr-
ir vörn Grindvíkinga og komst inn
í vítateig en Óskar í marki Grind-
víkinga varði skot hans úr miðjum
vítateig.
FÆRI 65. Ekki virtistmikil hætta á ferð
þegar Freyr Bjarnason úr FH tók
á móti útsparki Grindvíkinga en
þegar hann féll við náði Pape Fa-
ye boltanum, komst inn fyrir víta-
teig en skotið slakt auk þess að
Guðmann Þórisson, varnarmaður
FH, var í honum.
SLÁ 67. Atli Guðnason virt-ist ætla að senda fyrir
markið frá vinstri en boltinn fór í
slá og yfir.
0:1 73. Scott gaf fyrir stuttfrá hægra horninu, bolt-
inn kom niður í miðjum mark-
teignum þar sem Gunnleifur,
markvörður FH, og Tomi Ameobi
stukku upp en boltinn fór yfir þá í
Loic Mbang Ondo sem skoraði af
stuttu færi við vinstri stöngina.
1:1 84. Ólafur Páll Snorrasonúr FH fékk sendingu
vinstra megin í vítateig Grinda-
víkur og reyndi að gefa fyrir en
þar sem boltinn fór í hönd Ray
Anthony Jónssonar var dæmt víti
sem Björn Daníel Sverrisson
skoraði úr af öryggi með föstu
skoti í hægra hornið.
I Gul spjöld:Atli Viðar (FH) 72. (brot),
Pétur (FH) 74. (mótmæli), Scott
(Grindavík) 80. (brot), Ray
(Grindavík) 84. (hendi).
I Rauð spjöld: Engin.
MM
Enginn.
M
Freyr Bjarnason (FH)
Atli Guðnason (FH)
Atli Viðar Björnsson (FH)
Ólafur Páll Snorrason (FH)
Óskar Pétursson (Grindavík)
Pape M. Faye (Grindavík)
Scott Ramsay (Grindavík)
Ólafur Örn Bjarnason (Grindavík)
FH-ingar þurftu að gera breyt-
ingu fyrir leik þegar Hólmar Örn
Rúnarsson, sem var skráður sem
varamaður, meiddist og Einar
Karl Ingvarsson tók stöðu hans.
Rétt fyrir leik þurfti aðra breyt-
ingu þegar Bjarki Bergmann
Gunnlaugsson reyndist meiddur
og Albert Brynjar Ingason færð-
ist af listanum yfir varamenn til
að taka stöðu hans í byrjunarliði.
Þetta gerðist
í Kaplakrika
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Þeir eru líklega ekki margir sem eru
tilbúnir að veðja gegn því lengur að
Manchester City hreppi sinn fyrsta
enska meistaratitil í 44 ár. City velti
stórri hindrun úr vegi sínum í gær
með því að vinna Newcastle á útivelli,
2:0, og nú er ljóst að sigur gegn QPR á
heimavelli í lokaumferðinni mun
tryggja félaginu titilinn.
Nema eitthvað furðulegt gerist á
Leikvangi ljóssins í Sunderland þar
sem Manchester United þarf að vinna
átta mörkum stærri sigur í loka-
umferðinni til að fara upp fyrir City á
markatölu.
En svo er hinn möguleiki United
einfaldlega sá að City nái ekki að
knýja fram sigur á QPR, sem er í
harðri fallbaráttu, og þá yrðu Alex
Ferguson og strákarnir hans meist-
arar enn og aftur með því að vinna
leikinn í Sunderland.
Tvö mörk frá Yaya Touré, miðju-
manninum öfluga, færðu City sigurinn
gegn Newcastle. Athyglisverð breyt-
ing hjá Roberto Mancini knatt-
spyrnustjóra, þar sem Touré var
færður framar á miðjunni eftir að
Samir Nasri var tekinn af velli gerði
útslagið. Kannski endanlegur vendi-
punktur í þessari baráttu.
Eftir þessi úrslit var dauft yfir leik-
mönnum Manchester United sem
sigruðu þó Gylfa Þór Sigurðsson og
félaga í Swansea, 2:0. Þeir fögnuðu
varla mörkunum sem Paul Scholes og
Ashley Young skoruðu í fyrri hálfleik,
flýttu sér að sækja boltann í markið og
freistuðu þess að skora fleiri mörk. Sú
varð ekki raunin og nú þarf United að
treysta á sinn gamla liðsmann, Mark
Hughes, og hans lærisveina í QPR.
Arsenal og Tottenham gerðu bæði
jafntefli í sínum leikjum og eru því
áfram í þriðja og fjórða sætinu en slást
enn við Newcastle og Chelsea um
Meistaradeildarsætin tvö. Flest bend-
ir til þess að Blackburn falli með
Wolves og Bolton er í slæmri stöðu
eftir að hafa misst niður 2:0 forskot
gegn WBA í gær.
City með hönd á titlinum
AFP
Vinir Roberto Mancini og Carlos Tévez féllust í faðma í leikslok í gær og
fyrri væringar eru greinilega gleymdar. Meistaratitillinn blasir við City.
Man. Utd þarf að treysta á Mark Hughes og QPR í lokaumferðinni