Morgunblaðið - 11.05.2012, Side 3

Morgunblaðið - 11.05.2012, Side 3
Morgunblaðið/Kristinn ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2012 FÆRI 8. Jósef K. Jós-efsson með þrumu- skot vinstra megin stutt frá víta- teigslínu en Ómar í marki Keflavíkur sló boltann frá markinu út í teig. FÆRI 20. GuðmundurSteinarsson slapp í gegnum vörn Grindvíkinga og komst upp að vinstra markteigs- horninu en Óskar náði að slá bolt- ann frá. 0:1 21. Eftir þunga sókntókst Grindavík ekki að hreinsa alveg frá markinu og bolt- inn barst til Einars Orra Ein- arssonar, sem renndi honum út fyrir miðjan vítateig þar sem Frans Elvarsson kom á góðu skriði og sendi boltann í hægra hornið niðri. 0:2 34. Vörn Grindvíkingavar úti á túni þegar Guð- mundur Steinarsson sendi boltann hægra megin í miðjan vítateig og Frans Elvarsson afgreiddi boltann auðveldlega í hægra hornið. 0:3 38. Keflvíkingar áttugóða sókn upp hægri kantinn, Hilmar Geir Eiðsson gaf þvert fyrir markið þar sem Arnór Ingvi Traustason stökk fram og skoraði upp í vinstra hornið frá miðri markteigslínu. 0:4 48. Aukaspyrna inn aðmarki Grindvíkinga, boltinn datt niður á markteigslínu þar sem Einar Orri Einarsson stýrði honum í vinstra hornið. FÆRI 80. Grindvíking-urinn Scott Ramsay með fyrirgjöf frá hægri og á markteigslínu skallaði Tomi Ameobi í vinstra hornið en Ómar markmaður kastaði sér niður og tók boltann. STÖNG 85. ScottRamsay úr Grindavík tók aukaspyrnu rétt ut- an teigs en hnitmiðað skot hans fór neðst í hægri stöngina og út af. I Gul spjöld:Pape (Grindavík) 22. (brot), Grétar (Keflavík) 43. (brot), Jósef (Grindavík) 55. (brot). Ólafur Örn (Grindavík) 76. (brot). Scott (Grindavík) 87. (mótmæli). I Rauð spjöld: Engin. MMM Enginn. MM Enginn. M Pape Mamadou Faye (Grindavík) Gavin Morrison (Grindavík) Jósef K. Jósefsson (Grindavík) Haraldur F. Guðmundss. (Kefla- vík) Einar Orri Einarsson (Keflavík) Jóhann B. Guðmundsson (Kefla- vík) Guðmundur Steinarsson (Keflavík) Hilmar Geir Eiðsson (Keflavík) Frans Elvarsson (Keflavík)  Sigur Keflvíkinga er sá stærsti sem þeir hafa unnið á Grindvík- ingum í efstu deild frá upphafi. Þeir hafa þó einu sinni áður skorað fjög- ur mörk í Grindavík en það var ár- ið 2002 þegar þeir sigruðu þar 4:1. Guðmundur Steinarsson, sem var í fremstu víglínu Keflvíkinga í gærkvöld, skoraði tvívegis í þeim leik.  Grindvíkingar höfðu hinsvegar einu sinni unnið Keflvíkinga 4:0. Það var árið 1996 og þá var Ólafur Örn Bjarnason, núverandi fyrirliði Grindavíkur, á meðal markaskor- ara liðsins.  Á mbl.is eru viðtöl við Guðjón Þórðarson þjálfara Grindavíkur, Zoran Daníel Ljubicic þjálfara Keflavíkur og Harald Frey Guð- mundsson fyrirliða Keflavíkur. Þetta gerðist í Grindavík Guðmundur Steinarsson Grindavíkurvöllur, Pepsi-deild karla, 2. umferð, fimmtudag 10. maí 2012. Skilyrði: Suðvestangjóla, hiti um 6 stig og þurrt. Völlur góður. Skot: Grind. 4 (4) – Keflav. 10 (4). Horn: Grindavík 3 – Keflavík 1. Lið Grindavíkur: (5-3-2) Mark: Óskar Pétursson. Vörn: Jordan Edridge, Loic Mbang Ondo, Ólafur Örn Bjarnason, Matthías Örn Frið- riksson (Ray A. Jónsson 46.), Jósef K. Jósefsson. Miðja: Scott Ramsay, Gavin Morrison (Óli Baldur Bjarna- son 46.), Alexander Magnússon. Sókn: Pape M. Faye, Tomi Ameobi. Lið Keflavíkur: (4-5-1) Mark: Ómar Jóhannsson. Vörn: Grétar Atli Grét- arsson, Gregor Mohar, Haraldur F. Guðmundsson, Jóhann R. Bene- diktsson. Miðja: Hilmar Geir Eiðs- son (Bojan Stefán Ljubicic 63.), Frans Elvarsson, Einar Orri Ein- arsson, Jóhann B. Guðmundsson (Sigurbergur Elísson 71.), Arnór Ingvi Traustason (Denis Selimovic 73.) Sókn: Guðmundur Steinarsson. Dómari: Vilhjálmur A. Þórarinss. – 8. Áhorfendur: 986. Grindavík – Keflavík 0:4 Í GRINDAVÍK Stefán Stefánsson ste@mbl.is „Ég lauma inn nokkrum mörkum annað slagið og tveimur í dag en það er langt síðan það gerðist síðast, gerði það í yngri flokkunum en aldr- ei skorað tvö í meistaraflokki, kannski maður fari að gera það núna,“ sagði Frans Elvarsson sem skoraði tvö fyrstu mörk Keflavíkur í öruggum 4:0 sigri á Grindavík þegar liðin mættust í Grindavík í gær- kvöldi. Grindvíkingar, sem léku gríðar- lega agaða vörn gegn FH í síðasta leik og hefðu jafnvel átt meira skilið þá, náðu ekki að endurtaka leikinn í gærkvöldi því gestirnir úr Keflavík voru enn agaðri þegar þeir biðu eftir að heimamenn myndu misstíga sig í vörninni og gernýttu hver einustu mistök. Síðan þegar Grindvíkingar mættu ákveðnir til síðari hálfleiks fengu þeir fjórða mark gestanna eins og blauta tusku í andlitið. Það var ekki fyrr en í lokin sem þeim tókst að skapa sér færi en voru þeim mun meira pirraðir og uppskáru bara gul spjöld. Frans sagði sína menn hafa verið viðbúna. „Við ætluðum bara að halda boltanum því við getum brotið öll lið á bak aftur og gerðum það svo sann- arlega í kvöld enda átti Grindavík aldrei möguleika gegn okkur,“ bætti Keflvíkingurinn við og gaf ekki mik- ið út á að vera spáð fallbaráttu. „Mér finnst þessi spá um að við lendum í ellefta sæti bara kjaftæði, við erum miklu betri en svo að lenda í því sæti og vitum hvað við getum enda spáum við ekkert í þessar spár.“ Óhætt er að taka undir þessi orð því miðað við baráttuhuginn og þol- inmæðina réðu Keflvíkingar ferðinni og erfitt að sjá þetta lið fyrir sér í fallbaráttu. Vörnin með fyrirliðann Harald Frey Guðmundsson í broddi fylkingar lét meinta hættulega sókn- armenn Grindvíkingar ekki komast upp með neitt en það er samt ekki svo að félagar hans í vörninni hafi bara horft á. Síðan er Guðmundur Steinarsson alltaf seigur og var vel studdur af yngri mönnum. Að sama skapi má segja að ekkert af þessu hrósi geti átt við Grindvík- inga. Þeir ætluðu að spila sína þéttu og öguðu vörn en sú hætta liggur þá alltaf í loftinu að mistök geti verið dýr, eins og svo sannarlega gerðist í þessum leik. Vegna pressu gestanna náðu þeir heldur ekki að nota miðj- una til að skapa hættu í framlínunni. Grindvíkingurinn Jósef Kristinn Jósefsson stóð sig ágætlega í vörn- inni og það fór ekki margt í gegnum hans svæði á vellinum en hann var samt eðlilega frekar svekktur. „Þetta var ekki okkar dagur og það voru allir í liðinu gersamlega á hæl- unum, það var enginn tilbúinn að leggja sig fram og ég held að menn ættu bara að skammast sín,“ sagði Jósef eftir leikinn. Spurður um hvað hefði breyst síð- an í leiknum góða við FH í fyrstu umferð sagði hann þann leik telja lít- ið. „Jafnteflisleikurinn við FH er löngu búinn og við vorum ekkert að spá í hann. Við verðum að læra okk- ar lexíu af þessum leik, það er leikur gegn Fram á þriðjudaginn og við verðum að gera okkar besta til að vinna þann leik.“ Ljósmynd/Víkurfréttir Tvö mörk Frans Elvarsson skoraði tvívegis fyrir Keflvíkinga í Grindavík og fagnar hér öðru markanna ásamt Guðmundi Steinarssyni. „Lauma inn annað slagið“  Keflavík lék Grindvíkinga grátt 1:0 29. Garðar Jóhannsson náði íaukaspyrnu vinstra megin við teiginn við endamörkin. Halldór Orri Björnsson tók spyrnuna og gaf lága sendingu sem fór í gegnum „allan pakkann“ og á fjærstöng þar sem Gunnar Örn Jónsson var mættur og kom boltanum í netið. I 79. Jóhann Þórhallsson fékkfrábæra stungusendingu frá Finni Ólafssyni. Daníel Laxdal, fyr- irliði Stjörnunnar, elti hann og braut á honum í góðu skotfæri. Rautt spjald og vítaspyrna. 1:1 80. Ingimundur Níels Ósk-arsson tók vítaspyrnuna og skoraði af öryggi neðst í hægra hornið en Ingvar markvörður fór í það vinstra. 1:2 83. Ingimundur tók auka-spyrnu úti á hægri kanti og gaf góða sendingu fyrir markið. Bolt- inn endaði á fjærstöng þar sem Jó- hann Þórhallsson var mættur og skoraði. I 87. Henryk Bödker mark-varðaþjálfari Stjörnunnar var rekinn upp í stúku fyrir að láta vel í sér heyra þegar aðstoðardómari gerði Garðari dómara viðvart um hegðun hans. 2:2 90. Rúrik Andri Þorfinnssonlagðist á bak Stjörnumanns- ins Atla Jóhannssonar. Vítaspyrna réttilega dæmd og úr henni skoraði Halldór Orri Björnsson af öryggi í hægra hornið. I 90. Bjarki Páll Eysteinsson úrStjörnunni fleygði sér í tækl- ingu og braut illa á Andra Þór Jóns- syni við vítateig Fylkismanna. I Gul spjöld:Andri Þór (Fylki) 17. (brot), Garðar (Stjörnunni) 43. (brot), Bald- vin (Stjörnunni) 77. (brot), Ingimund- ur (Fylki) 89. (töf). MMM Enginn. MM Enginn. M Atli Jóhannsson (Stjörnunni) Mads Laudrup (Stjörnunni) Ásgeir Eyþórsson (Fylki) David Elebert (Fylki) Ingimundur Níels Óskarsson (Fylki) Jóhann Þórhallsson (Fylki)  Gunnar Örn Jónsson skoraði lang- þráð mark þegar hann kom Stjörn- unni yfir. Þetta var hans fyrsta mark í 34 leikjum í deildinni. Gunnar skoraði síðast gegn Stjörnunni, þá fyrir KR í 7:3 sigri Vesturbæinga í september 2009. Það var 8. mark Gunnars fyrir KR á því tímabili.  Jóhann Þórhallsson skoraði sitt 40. mark í efstu deild þegar hann kom Fylkismönnum í 2:1.  Halldór Orri Björnsson bætti markamet sitt fyrir Stjörnuna en hann hefur skorað 33 mörk fyrir félagið í efstu deild. Næstur á eftir honum er Garð- ar Jóhannsson með 18 mörk.  Hörður Árna- son lék ekki með Stjörnunni vegna meiðsla en Mads Laudrup kom inní hópinn og spilaði sinn fyrsta leik. Þetta gerðist í Garðabænum Halldór Orri Björnsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.