Morgunblaðið - 11.05.2012, Side 4

Morgunblaðið - 11.05.2012, Side 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2012 Í KAPLAKRIKA Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is Atli Guðnason var hetja FH í Pepsi-deildinni í gærkvöldi þegar hann tryggði Hafnfirðingunum sig- ur á Fram, 1:0, í miklum baráttu- leik í Kaplakrika. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og einkenndist af baráttu lengst af. Fyrri hálfleikurinn var í raun svo leiðinlegur að fólk var byrjað að geispa í stúkunni. Framarar, sem fóru með himin- skautum á undirbúningstímabilinu, náðu ekki að skora gegn FH, ekki frekar en gegn Val í 1. umferðinni. Það vantar þó ekkert upp á að Fram sæki en illa gengur að koma boltanum í netið. Vörn FH svaraði kallinu Tvennt var það sem sparkspek- ingar voru vissir um fyrir mót: Að vörn FH með Frey Bjarnason og Guðmann Þórisson í miðvörðum yrði brothætt og að Skotinn Steven Lennon hjá Fram myndi raða inn mörkunum. Það var þó ekki það sem vallar- gestir í Kaplakrika sáu í gærkvöldi. Guðmann og Freyr spiluðu báðir fantavel þó reynsluboltinn Freyr hafi borið þar af. Þeir héldu Len- non vel í skefjum og náði Skotinn ekki að skapa sér færi. Það er þó augljóst að ekki má líta af Lennon og getur vel verið að stífla bresti þegar hann loks kemst á blað. Eins og gegn Val sótti Fram mikið og var duglegt að fá horn- spyrnur og aukaspyrnur við teig- inn. Úr því skapaðist þó nær aldrei hætta og þurfti Gunnleifur aðeins að verja eitt skot í öllum leiknum. Byrjuðu að tapa á röngum tíma Á undirbúningstímabilinu vann Fram fjórtán leiki af fimmtán og gerði eitt jafntefli þegar kom að úrslitaleik Lengjubikarsins. Liðið hafði meðal annars orðið Reykja- víkurmeistari með stæl. Fram byrjaði svo að tapa á kol- röngum tíma því liðið lá gegn KR í úrslitum Lengjubikarsins og skor- aði þar ekki mark. Og nú í fyrstu tveimur leikjum Pepsi-deildarinnar er Fram búið að tapa tvívegis og ekki skora mark. Þetta er kolröng þróun hjá Fram-liðinu sem er von- andi liðsins vegna ekki búið að toppa nú þegar. Það er þó huggun harmi gegn fyrir Safamýrarpilta að liðið spilar vel. Þorvaldur lætur Fram spila agaðan leik en leyfir mun meira frjálsræði hjá sumum leikmönnum en áður enda með sterkari leik- mannahóp. Þorvaldur hefur alltaf verið snillingur í að spila upp á styrkleika sinna liða og nú vantar bara að koma boltanum í netið. Það er auðvitað ekki hægt að dæma um það strax hvort Fram geti ekki staðið undir þeirri pressu sem sett hefur verið á liðið fyrir mótið en byrjunin er augljóslega slæm: 0 stig og 0 mörk. Björn Daníel að stíga upp FH-liðið gerði ekki mikið í fyrri hálfleik í gærkvöldi en þegar á leið seinni hálfleik fóru Hafnfirðing- arnir að skapa sér fín færi. Atli Guðna, Ólafur Páll og Atli Viðar eru alltaf hættulegir í sókninni og þá voru bakverðirnir duglegir að koma upp hjá FH í seinni hálfleik. Langbesti maður vallarins var þó Björn Daníel Sverrisson sem stýrði leik FH á miðjunni. Pétur Viðarsson var meira í skítverk- unum eins og alltaf en Bjarki Gunnlaugsson skilaði litlu. Það var því undir Birni komið að dreifa spilinu hjá FH og gerði hann það vel. Hann skoraði líka jöfn- unarmarkið í fyrsta leik og virðist ætla að taka stærra hlutverki hjá FH eftir brotthvarf Matthíasar Vilhjálmssonar fagnandi. Það er vel. Fram: 0 stig, 0 mörk  Atli Guðnason tryggði FH 3 stig  Framarar sóttu en sköpuðu ekkert Bes 1:0 2. Hörður Sveinsson var ekkilengi að koma Val yfir. Hann skoraði með föstu skoti úr miðjum vítateignum eftir fyrirgjöf frá hægri frá Matarr Jobe. 1:1 49. Jon André Röyrane héltboltanum á lofti rétt utan víta- teigs, tók hann síðan á lofti með hægri fæti og boltinn hafnaði í hægra horn- inu. Skemmtileg tilþrif. 2:1 78. Matthías Guðmundssonrakti boltann meðfram víta- teignum og skaut í varnarmann og boltinn lak í vinstra hornið. SLÁ 80. Jón Daði BöðvarssonSelfyssingur fékk send- ingu frá Jon André Röyrane í skyndi- sókn og komst inn í teiginn vinstra megin. Fór á milli tveggja varnar- manna og skaut í slána og yfir, nánast í samskeytin. 3:1 86. Rúnar Már Sigurjónssonslapp inn fyrir vörnina eftir sendingu frá Kolbeini og þrumaði bolt- anum í stöngina og inn. I Gul spjöld:Hafsteinn (Val) 39. (brot), Brenne (Selfossi) 45. (brot), Sandnes 83. (brot), Stefán (Selfossi) 86. (brot). I Rauð spjöld: Engin. MMM Enginn. MM Enginn. M Sindri Snær Jensson (Val) Matarr Jobe (Val) Rúnar Már Sigurjónsson (Val) Andri Fannar Stefánsson (Val) Matthías Guðmundsson (Val) Endre Brenne (Selfossi) Jón Daði Böðvarsson (Selfossi) Jon André Röyrane (Selfossi)  Hörður Sveinsson var ekki lengi að skora fyrir Val og er þar með búinn að skora jafnmörg mörk fyrir liðið í deild- inni og í allt fyrrasumar. Þá tókst honum að- eins að skora eitt mark í 18 leikjum Hlíðarendaliðsins.  Kristján Guð- mundsson, þjálf- ari Vals, gerði tvær breytingar á liðinu frá sig- urleiknum gegn Fram. Hafsteinn Briem kom inn fyrir Hauk Pál Sigurðsson, eins og hann gerði strax á 12. mín- útu í leiknum þegar Haukur meiddist. Hörður Sveinsson byrjaði jafnframt inná í stað Matthíasar Guðmunds- sonar. Haukur var ekki í hópnum vegna meiðsla og í hans stað kom Þór- ir Guðjónsson á bekkinn.  Logi Ólafsson gerði eina breyt- ingu á byrj- unarliði Selfyss- inga frá leiknum við ÍBV. Robert Sandnes kom inn fyrir Andra Frey Björnsson, vinstri bakvörð, sem var ekki í hópnum. Joe Til- len, sem kom ekki inná gegn ÍBV, var ekki í hópnum í gær en í hópinn bætt- ust Agnar Bragi Magnússon og Ingvi Rafn Óskarsson.  Á mbl.is/sport er að finna mynd- bandsviðtöl við þá Atla Svein Þór- arinsson Val og Stefán Ragnar Guð- laugsson Selfossi.  Morgunblaðið gefur leikmönnum einkunn fyrir frammistöðu sína. Eitt M fyrir góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik. Kristján Guðmundsson Logi Ólafsson Hörður Sveinsson Þetta gerðist á Hlíðarenda Kaplakriki, Pepsi-deild karla, 2. um- ferð, fimmtudag 10. maí 2012. Skilyrði: Hægur vindur, sól og nokk- urra gráðu hiti. Völlurinn góður. Skot: FH 8 (5) – Fram 8 (1). Horn: FH 1 – Fram 6. Lið FH: (4-3-3) Mark: Gunnleifur Gunnleifsson. Vörn: Guðjón Á. Ant- oníusson, Guðmann Þórisson, Freyr Bjarnason, Viktor Örn Guðmunds- son. Miðja: Pétur Viðarsson, Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, Björn D. Sverrisson, Ólafur P. Snorrason (Em- il Atlason 80.), Atli Guðnason. Sókn: Atli Viðar Björnsson (Brynjar Á. Guð- mundsson 88.). Lið Fram: (4-3-3) Mark: Ögmundur Kristinsson. Vörn: Almarr Orm- arsson, Alan Lowing, Kristján Hauks- son, Sam Tillen. Miðja: Jón G. Ey- steinsson, Halldór Hermann Jónsson, Sam Hewson, Hólmbert Ar- on Friðjónsson (Ásgeir Gunnar Ás- geirsson 70.), Orri Gunnarsson (Sveinbjörn Jónasson 83.). Sókn: Steven Lennon. Dómari: Gunnar Jarl Jónsson – 8. Áhorfendur: 1.520. FH – Fram 1:0 Drjúgur Sóknarmaðurinn Kolbeinn Kárason kom inná hjá Val og lagði upp þriðja ma lok leiksins. Hér hefur hann betur í baráttu við Ingólf Þórarinsson, miðjumann Selfy KNATTSPYRNA Pepsi-deild karla ÍBV – Breiðablik....................................... 0:0 Valur – Selfoss .......................................... 3:1 FH – Fram................................................ 1:0 Grindavík – Keflavík ................................ 0:4 Stjarnan – Fylkir...................................... 2:2 ÍA – KR ..................................................... 3:2 Staðan: Valur 2 2 0 0 4:1 6 ÍA 2 2 0 0 4:2 6 Keflavík 2 1 1 0 5:1 4 FH 2 1 1 0 2:1 4 Selfoss 2 1 0 1 3:4 3 Stjarnan 2 0 2 0 4:4 2 Fylkir 2 0 2 0 3:3 2 KR 2 0 1 1 4:5 1 ÍBV 2 0 1 1 1:2 1 Breiðablik 2 0 1 1 0:1 1 Grindavík 2 0 1 1 1:5 1 Fram 2 0 0 2 0:2 0 Evrópukeppni U17 karla Úrslitakeppnin i Slóveníu: A-RIÐILL: Ísland – Georgía ...................................... 0:1 Dato Dartsimelia 74. Þýskaland – Frakkland ........................... 3:0 Lokastaðan: Þýskaland 3 3 0 0 5:0 9 Georgía 3 1 1 1 2:2 4 Frakkland 3 0 2 1 3:6 2 Ísland 3 0 1 2 2:4 1 B-RIÐILL: Belgía – Slóvenía ...................................... 3:1 Holland – Pólland ..................................... 0:0 Lokastaðan: Holland 3 1 2 0 3:1 5 Pólland 3 1 2 0 2:1 5 Belgía 3 1 1 1 3:2 4 Slóvenía 3 0 1 2 3:7 1  Í undanúrslitum leikur Þýskaland við Pólland og Holland við Georgíu. Þýskaland Umspil um sæti í A-deild, fyrri leikur: Hertha Berlín – Düsseldorf .......................... Belgía Meistarakeppnin: Standard Liege – Gent............................ 2:1  Birkir Bjarnason kom inn á hjá Stand- ard Liege á 65. mínútu. Staðan: Anderlecht 49, Club Brugge 45, Genk 41, Gent 37, Standard Liege 35., Kortrijk 34. Úrslit um Evrópusæti, fyrri leikur: Mons-Bergen – Cercle Brugge .............. 0:1  Arnar Þór Viðarsson lék allan leikinn með Cercle Brugge. Svíþjóð Malmö – Helsingborg.............................. 3:0  Alfreð Finnbogason lék fyrri hálfleikinn með Helsingborg. Häcken – Gefle ......................................... 3:0 Staða efstu liða: Elfsborg 8 7 0 1 16:6 21 Malmö 9 5 2 2 16:13 17 Häcken 8 5 1 2 19:8 16 AIK 8 3 5 0 7:4 14 Helsingborg 9 3 4 2 7:8 13 Norrköping 8 4 1 3 11:13 13 B-deild: Ängelholm – Landskrona....................... 2:1  Heiðar Geir Júlíusson kom inn á hjá Ängelholm á 89. mínútu. A-DEILD KVENNA: Linköping – Örebro................................. 1:1  Edda Garðarsdóttir lék allan leikinn með Örebro. Ólína G. Viðarsdóttir er í barneignarfríi.  Staðan: Tyresö 12, Malmö 12, Vittsjö 12, Gautaborg 12, Jitex 7, Linköping 7, Kristi- anstad 7, Umeå 7, Örebro 7, Piteå 6, AIK 1, Djurgården 0. Grikkland Úrslit um sæti í Meistaradeild Evrópu: AEK – Atromitos ..................................... 3:2  Eiður Smári Guðjohnsen var varamaður hjá AEK en kom ekki við sögu. Elfar Freyr Helgason var ekki í hópnum.  PAOK 7 stig, AEK 6, Panathinaikos 5, Atromitos 2. Efsta liðið kemst í Meistara- deild, hin þrjú fara í Evrópudeild UEFA. Þremur umferðum er lokið af sex. KÖRFUBOLTI Úrslitakeppni NBA Austurdeild, 1. umferð: Miami – New York ............................. 106:94  Miami er komið áfram, 4:1, og mætir In- diana. Vesturdeild, 1. umferð: Memphis – LA Clippers....................... 92:80  Staðan er 3:2 fyrir Clippers. KNATTSPYRNA 2. deild karla: Grýluvöllur: Hamar – Grótta ................... 20 N1-völlurinn: Reynir S. – HK .................. 20 Varmárv.: Afturelding – Njarðvík........... 20 Lengjubikar kvenna, úrslit C-deildar: Akranesvöllur: ÍA – Haukar .................... 19 KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.