Morgunblaðið - 11.05.2012, Page 7

Morgunblaðið - 11.05.2012, Page 7
liðsstyrk og Breiðablik í vetur. Eftir að hafa sigrað í Lengjubikarnum í vor þá ætti liðið að mæta með gott sjálfstraust til leiks. Breiðablik sunkaði niður í 6. sæti í fyrra og þá fannst þessu gamla stórveldi líklega kominn tími til að bretta upp ermarnar. Með Fanndísi Friðriks- dóttur, Björk Gunnarsdóttur og Rakel Hönnudóttur ætti sóknar- leikurinn ekki að vera vandamál en varnarleikurinn er meira spurning- armerki. Þriggja liða fallbarátta? Fylkir missti fimm sterka leik- menn og þar af leiðandi verður erfitt fyrir liðið að halda sama dampi og undanfarin sumur. Svipaða sögu er að segja af Þór/KA en öll lið í deild- inni myndu sakna Rakelar og Ma- teju Zver. Forvitnilegt verður að sjá hvernig FH plumar sig en liðið þykir vera sterkt af nýliðum að vera og líklegt til að halda sig ofan við Aftureldingu, KR og Selfoss. lið Morgunblaðið/Ómar ÍÞRÓTTIR 7 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2012 Rosie Malone-Povolny til Svíþjóðar FH Þjálfari: Helena Ólafsdóttir. KOMNAR: Birna Berg Haraldsdóttir frá ÍBV (úr láni, frá vegna meiðsla) Hugrún Elvarsdóttir frá Stjörnunni Sara Hrund Helgadóttir frá Grindavík Sarah McFadden frá Sunderland Sólveig Þórarinsdóttir frá HK/Víkingi FARNAR: Engar SELFOSS Þjálfari: Björn Kristinn Björnsson. KOMNAR: Lisa Kowalski frá Bandaríkjunum Melanie Adelman frá Bandaríkjunum Nicole McClure frá Bandaríkjunum Valorie O’Brien frá Bandaríkjunum FARNAR: Bríet Mörk Ómarsdóttir til Þýskalands Guðrún Arnardóttir í Breiðablik ni) SÉRFRÆÐINGUR Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Morgunblaðið fékk Margréti Ákadóttur til að spá í spilin í Pepsi-deild kvenna en Margrét er vel kunnug kvennaknattspyrnunni. Hún lék um ára- bil með ÍA en lauk ferlinum með Breiðabliki árið 2001. Margrét á að baki 10 leiki með íslenska A- landsliðinu og hún er enn viðloðandi það en Skagakonan er liðsstjóri A-landsliðsins og á sæti í landsliðsnefnd KSÍ. Stjarnan „Stjarnan kom skemmtilega á óvart á síðustu leiktíð. Stjarnan er með sterkt lið og mikil barátta einkennir það. Liðið er vel skipulagt þar sem Gunnhildur Yrsa og Harpa fara fyrir liðinu. Ekki má gleyma hlutverki þjálfarans Þorláks Árnason- ar sem hefur gert frábæra hluti með liðið. Stjarn- an ætlar sér klárlega að verja titilinn og hefur alla burði til þess. Leikmenn fara fullir sjálfstrausts inn í mótið og er styrkleiki þeirra klárlega liðs- heildin. Stjarnan verður í topp þremur í sumar,“ segir Margrét Ákadóttir. Valur „Valsliðið er töluvert breytt frá því í fyrra og margir lykilleikmenn horfnir á braut, t.d. Hall- bera, Kristín Ýr, Málfríður og Embla en liðið hef- ur endurheimt Dóru Maríu sem er mikill styrkur. Það eru margar ungar og efnilegar stelpur í hópn- um, sem Valur virðist eiga nóg af, og leikreyndari spilarar. Það er alltaf krafa á titil á Hlíðarenda. Valsmenn hafa verið með marga leikmenn erlend- is sem hafa verið að tínast inn á síðustu metr- unum og ég tel að liðið eigi töluvert inni frá leikj- unum á undirbúningstímabilinu. Valur verður í topp þremur.“ ÍBV „Eyjaliðið er gott og á að geta gert góða hluti í sumar. Hópurinn er blanda af ungum og efnileg- um leikmönnum ásamt nokkrum leikreyndum leikmönnum. Liðið er vel skipulagt og er með marga góða leikmenn í sínum röðum. Það verður gaman að fylgjast með leikmönnum eins og Elísu, Sigríði Láru og Kristínu Ernu. Einnig eru útlend- ingar hjá þeim sterkir og styrkja liðið mikið. Ég tel að ÍBV liðið geti barist um titilinn en til þess þá þarf allt að ganga upp hjá því,“ segir Margét. Þór/KA „Ég tel að Þór/KA verði ekki eins sterkt og undanfarin ár. Breiddin hefur minnkað og liðið hefur misst lykilmann sinn, Rakel Hönnudóttir. Það mun mæða meira á yngri leikmönnum en áð- ur. Liðið fékk góðan leikmann í Katrínu Ásbjörns- dóttir sem kom frá KR og hún á eftir að nýtast þeim vel. Ég reikna með að Þór/KA verði um miðja deild og það mun reyna á nýjan þjálfara að byggja upp sterkt lið á nýjan leik fyrir norðan.“ Fylkir „Fylkir spilaði oft á tíðum fínan fótbolta á síð- asta tímabili og ef liðið nær að byggja ofan á það getur það verið ágætismálum á þessari leiktíð. Það sem Fylki hefur vantað er meiri stöðugleiki. Ég reikna með Fylkisliðið verði um miðja deild. Það á tvo erfiða leiki í fyrstu tveimur umferð- unum, á móti Breiðabliki og Stjörnunni, og þessir leikir eru góð prófraun fyrir liðið.“ Breiðablik „Blikaliðið hefur verið að styrkja sig und- anfarin tímabil og getur það skilað sér í góðum ár- angri í sumar. Það var mikill liðsstyrkur fyrir Blika að fá Rakel Hönnudóttur og Björk Gunn- arsdóttur, sem báðar eru hörkuleikmenn og styrkja liðið mikið. Styrkleiki liðsins er m.a. hrað- inn og sigur þeirra í Lengjubikarnum gefur þeim klárlega sjálfstraust inn í mótið. Ég tel að Blik- arnir verði í topp þremur í ár,“ sagði Margrét. Afturelding „Liðið hélt sér uppi á síðustu leiktíð og ætlar sér klárlega að vera áfram í deild þeirra bestu. Ég reikna með að Afturelding eigi erfitt sumar fyrir höndum en leikmenn eru reynslunni ríkari frá því í fyrra og það getur hjálpað þeim í baráttunni í sumar. Liðið er ungt og verður það því í höndum þjálfarans að halda stelpunum á tánum. Það skiptir miklu máli fyrir liðið að byrja vel.“ KR „Ég tel að sumarið geti orðið KR-liðinu erfitt og að það verði í neðri hluta deildarinnar. Hóp- urinn hefur lítið styrkt sig og KR missti mikið sóknarlega þegar Katrín Ásbjörnsdóttir gekk í raðir Þór/KA. KR hefur undanfarin ár verið að færast neðar í töflunni og þess vegna óttast ég að þeirra hlutskipti liðsins gæti orðið fall. Það sem hins vegar getur hjálpað liðinu er hefðin hjá klúbbnum og einnig hef ég trú á þjálfarateymi liðsins, þar sem Arna Steinsen þekkir vel til í Frostaskjólinu, og veit hvað þarf til, til að ná ár- angri.“ FH „Ég sá FH spila nokkra leiki í 1. deildinni í fyrra. Liðið leit vel út en það er töluverður munur á deildunum. Ég hef trú á að FH nái að festa sig í sessi í efstu deild og gæti jafnvel endað um miðja deild. Það eru nokkrir áhugaverðir leikmenn í lið- inu sem gaman verður að fylgjast með, t.d. Aldís og Sigrún Ella. Ég held að styrkur þeirra sé liðs- heildin og baráttan og þá er þjálfarinn reynslu- mikill sem kann ýmislegt fyrir sér.“ Selfoss „Fyrir mér eru nýliðarnir óskrifað blað. Það er töluverður munur á efstu deild og 1. deild og það verður gaman að sjá hvernig liðinu gengur að tak- ast á við það verkefni. Ég reikna með að sumarið verði þeim ekki auðvelt og mikilvægt fyrir liðið að ná upp sterkum liðsanda sem gæti hjálpað því í að vera áfram á meðal þeirra bestu að ári. Það er mikilvægt fyrir þær að Selfoss að byrja vel en það mætir FH og KR í fyrstu þremur umferðunum,“ sagði Margrét Ákadóttir. Morgunblaðið/Kristinn Markadrottning Ashley Bares skoraði 21 mark fyrir Stjörnuna í deildinni í fyrra og hér á hún í höggi við Valsstúlkurnar Berglindi Rós Ágústsdóttur og Svövu Rós Guðmundsdóttur. Bares kom til Garðabæjarliðsins frá Bandaríkjunum síðasta vor og spilar áfram með því í sumar. Þriggja liða barátta?  Margrét Ákadóttir metur liðin í Pepsi-deild kvenna  Stjarnan, Valur og Breiðablik í titilbaráttunni og hugsanlega ÍBV  KR gæti fallið Fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn lið- anna tíu í Pepsi-deild kvenna spáðu Breiða- bliki Íslandsmeistaratitlinum á kynning- arfundi á dögunum, og spáðu því jafnframt að Afturelding og Selfoss féllu úr deildinni. Niðurstaðan í spánni varð þessi: 1. Breiðablik............................................. 273 2. Stjarnan................................................ 267 3. Valur ..................................................... 243 4. ÍBV ........................................................ 206 5. Þór/KA ................................................. 161 6. Fylkir .................................................... 160 7. FH.......................................................... 128 8. KR............................................................ 81 9. Afturelding............................................. 77 10. Selfoss ..................................................... 54 Breiðabliki spáð sigri 1. Stjarnan 18 17 0 1 57:14 51 2.Valur 18 13 3 2 56:16 42 3. ÍBV 18 10 4 4 41:15 34 4. Þór/KA 18 10 2 6 39:30 32 5. Fylkir 18 8 2 8 27:30 26 6. Breiðablik 8 7 2 9 31:37 23 7. Aftureld. 18 4 3 11 16:40 15 8. KR 18 3 4 11 17:38 13 9. Grindavík 18 4 1 13 20:52 13 10. Þróttur R 18 2 3 13 19:51 9  FH vann 1. deildina og Selfoss varð í öðru sæti. Þau koma í staðinn fyrir Grindavík og Þrótt R. sem féllu í 1. deild. Lokastaðan 2011

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.