Monitor - 14.06.2012, Blaðsíða 3

Monitor - 14.06.2012, Blaðsíða 3
Á NETINU Síðasta sumar fór Gunnar Sigurðarson mikinn á mbl.is í netþættinum Gunnar á Völlum. Þátturinn hitti rækilega í mark hjá fótboltaunnendum enda þótti hann frumleg nálgun á þessari fallegu íþrótt. Það voru því gleðitíðindi þeg- ar nýlega var tilkynnt að Ólafsvík- ingurinn kæmi til með að snúa aftur á völlinn í sumar, en fyrsti þátturinn fór af stað í vikunni og heldur áfram að rúlla í sumar. UM HELGINA Á sunnudaginn næstkomandi fögnum við Íslendingar þjóðhátíðar- deginum 17. júní. Eins og sönnum hátíðum fylgja þjóðhátíðardeginum ýmsar hefðir, á meðal þeirra má nefna það að fá sér pylsu, kandífl oss og brjóstsykur- snuð, anda að sér helíumi úr blöðru til að tala eins og mús, rölta um bæinn með sólgler- augu, kíkja á tónleika á Arnarhóli og svo framvegis. Monitor mælir með því að lesendur láti það eftir sér að „sautjánda júnía yfi r sig“ á sunnudaginn. Áfram Ísland! FYRIR SKROKKINN Til að eiga góða innistæðu fyrir því að „sautjánda júnía yfi r sig“ er þjóðráð fyrir kvenkyns lesendur Monitors að taka fram hlaupa- skóna á laugar- daginn, nánar tiltekið 16. júní, og taka þátt í Sjóvá-kvennahlaupi ÍSÍ. Um er að ræða 23. hlaupið í sögu hlaupsins og jafnframt fagnar ÍSÍ 100 ára afmæli sínu í ár. Sprettið úr spori, stelpur! Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson slógu í gegn í vor í örþáttum sínum, Hraðfréttum, sem sýndir voru á MBLsjónvarpi. Margir þáttanna fengu ansi gott áhorf og viðbrögð almennings voru jákvæð og eftir þeim var tekið. Svo virðist sem starfsfólk Ríkissjónvarpsins hafi verið í þeim hópi því nú hafa þeir Benni og Fannar samþykkt að ganga til liðs við RÚV og ætla þeir að halda áfram Hraðfréttum sínum þar í haust þar sem þeir slá botninn í Kastljósið á föstudögum. Hugmyndin að þáttunum hafði blundað lengi í þeim félögum áður en þeir létu til skarar skríða. „Það er svona ár, eitt og hálft síðan hugmyndin kviknaði hjá okkur Benna. Okkur langaði að gera einhvern grínfréttaþátt sem væri hraður og það væri alltaf „köttað“ á allt mjög snemma,“ segir Fannar og bætir við að upphafl ega hafi þeir ætlað að láta fl est eiga sér stað í settinu. „Við ætluðum að vera með íþróttafréttir og veður en svo þegar við sett- umst yfi r þetta þá breyttist hugmyndin töluvert og til urðu þættirnir eins og þeir eru í dag.“ Erfi tt en skemmtilegt Þegar strákarnir ákváðu að kýla á að gera þáttinn gerðust hlutirnir fl jótt. „Ég er að vinna hjá mbl.is sem tökumaður, klippari og þátta- gerðamaður en við gerðum fyrsta þáttinn án nokkurrar vitundar samstarfsmanna minna. Svo sýndi ég þeim þáttinn og þeim leist vel á og settu hann í loftið,“ segir Fannar. „Þá þurftum við að gjöra svo vel að búa til níu þætti í viðbót svo að þá upphófst skemmtileg en oft og tíðum erfi ð vinna. En brandararnir sem betur fer koma svolítið til okkar því ið þurfum bara að fi nna fréttir sem við treystum okkur til að snúa út úr eða fi nna fyndinn vinkil á. Það er bara gaman.“ Í fyrstu þáttaröð Hraðfrétta komu margir þekktir Íslendingar við sögu en Fannar segir það hafa verið lítið mál að sannfæra fólk um að koma í þáttinn. „Flestir tóku vel í það að koma við erum líka svolítið ýtnir og við hlustum yfi rleitt ekki ef fólk segir nei,“ segir Fannar. Uppi eru hugmyndir þess efnis að þeir félagar verði einnig með útvarpsþátt á Rás 2 í haust en þær eru þó einungis á byrjunarstigi. „Það væri skemmtileg viðbót ef að því yrði,“ segir Fannar. „Mér fi nnst útvarp svo skemmtilegur miðill, svo opinn og fyrirvaralaus. Þetta er eins og að vera leikari og fá að spinna á sviði,“ bætir Fannar við en segir að það yrði bara aukaglaðningur því fyrst og fremst snúist þetta um að halda áfram með Hraðfréttir. „Það er spennandi og krefjandi að færa sig yfi r á vinnustað þar sem allt snýst um að búa til sjónvarp. Þarna höfum við tækifæri til að vanda okkur enn betur og móta þáttinn. Vonandi verður þátturinn barn þjóðarinnar í náinni framtíð,“ segir Fannar að lokum í léttum tón. jrj Eftir að hafa slegið í gegn í netsjónvarpi mbl.is hafa Hraðfréttamennirnir Bene- dikt Valsson og Fannar Sveinsson ákveðið að róa á önnur mið í haust en þá mun þátturinn þeirra vera sýndur beint á eftir Kastljósinu á föstudögum. Björn Bragi, Allan, Benni, Fannar, Hödd, Jónas Margeir, Tobbi, Hugrún og svo framvegis.... fyrst&fremst Vikan á Simmi Vill Skrítið hvað mér finnst tíminn líða hraðar eftir því sem ég eldist. Er ég einn um það? 11. júní kl. 15.37 Unnsteinn Manuel Stefánsson Var næstum því búinn að ræna pug sem ég sá á laugaveginum í gær. Þannig að, KÆRU facebook-vinir, endilega hjálpið mér að finna pug fyrir Lunu svo ég fari ekki í fangelsi! 11. júní kl. 14.40 Í BLAÐINU FEITAST Hinn magnaði Einar Lövdahl er mættur aftur til leiks með sjóð- heitan BELG. Stíl-Lísa gefur gömlum hlutum nýtt líf og kíkir á stelpurnar í Dótturfélaginu. 6 4 Halldór Helga- son er einn fremsti snjóbrettamaður heims en lítill keppnismaður. Haukur Harð- arson elskar Coldplay og er sáttur í draumavinn- unni sinni. MONITOR MÆLIR MEÐ... MONITOR@MONITOR.IS Ritstjóri: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson (einar@monitor.is) Lísa Hafl iðadóttir (lisa@monitor.is) Umbrot: Monitorstaðir Auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl.is) Forsíða: Skapti Hallgrímsson (skapti@mbl.is) Myndvinnsla: Ingólfur Guðmundsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569 1136 Efst í huga Monitor Leiðinlegur hundur og heppið stál Monitor býður þessa vikuna upp á svakalegar pælingar. Slíkar pælingar koma oft upp í hugann hjá fólki en fæstir staldra þó lengi við þar sem þetta er allt saman svo eðlilegt í daglegu lífi . Ég var sumsé að hlusta á útvarpið um daginn og það var eins og svo oft áður einhver svakalegur leikur í gangi þar sem hlustendur áttu möguleika á því að vinna eitthvað ótrúlegt með því að hringja inn. Konan í útvarpinu hvatti fólk til að hringja inn og sagðist spennt að heyra í einum stálheppnum hlustanda. Og það var þá sem pælingin fór af stað í kollinum á mér, pæling sem hefur marg- sinnis gert sig heimakomna í huga mínum. Af hverju segjum við stálheppinn? Hver ákvað það að stál væri svona heppið? Forskeyti lýsingarorða eru nefnilega oft og tíðum ansi ruglandi og gefa ranga mynd af dýrum, líkamsstarfseminni, málmum og ýmsu öðru. Hver ákvað það að hundar væru leiðinlegir og að svín virki? Síðan hvenær er gall hart? Er gall ekki vökvi? Hvaða er svona rétt við hár og er skítur ekki yfi rleitt heitur frekar en kaldur? Mig svíður hreinlega í vörunum því það eru svo margar spurningar sem brenna á þeim. Getur einhver svarað þessu? Bara einhver? Með kveðju, Einn ringlaður. 3 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012 MONITOR 8 Unnsteinn Manuel Stefánsson Leita að pug til að barna (hvolpa) Lunu... Hvert sný ég mér? Veit ekki einhver um einmana pug? 7. júní kl. 12:49 14 M yn d/ Eg ge rt Vonandi barn þjóðarinnar TÍMINN LÍÐUR HRATT Á GERVIHNATTAÖLD Thorunn Antonia Magnusdottir Símanum mín- um var stolið í 10- 11 :( 11. júní kl. 16.40 FANNAR Fyrstu sex: 240688. Fyrirmynd: Pabbi. Uppáhaldsfréttamaður: Ingólfur Bjarni Sigfússon. Uppáhaldsgrínisti: Fyrsta Fóstbræðrateymið. Lífi ð er: Krukka. BENEDIKT Fyrstu sex: 300488. Fyrirmynd: Logi Bergmann. Uppáhaldsfréttamaður: Breki Loga. Uppáhaldsgrínisti: Eggert Þorleifsson. Lífi ð er: Völundarhús.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.