Monitor - 14.06.2012, Blaðsíða 4
4 MONITOR FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012
SENDU SMS SKEYTIÐ
ESL PRO
Á NÚMERIÐ 1900
OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!
VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ.
MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB.
WWW.SENA.IS/PROMETHEUS
FULLT AF VINNINGUM:
BÍÓMIÐAR
TÖLVULEIKIR - DVD MYNDIR - GOS OG FLEIRA!
KOMIN Í BÍÓ Í 3-D
VILTU
VINNA
MIÐA?
Skál!“ hrópaði mannskapurinn á vorkvöldi nokkru þegar systir mín gekk í hnapphelduna fyrir skemmstu. Að skála er siður sem fl estir
kannast við, margir hverjir muna jafnvel eftir að
hafa byrjað snemma að fi nnast það sport að klingja
glasi sínu við einhvern með tilheyrandi upphrópun.
Það var hins vegar í þessari veislu sem ég heyrði í
fyrsta sinn sögu af meintum uppruna upphrópunar-
innar „skál“. Maður nokkur sem ég þekki sagði mér
að orðið væri komið frá ránsförum norrænna víkinga
á Bretlandseyjum þegar þeir kórónuðu vel heppn-
aðar ránsfeðir með því að drekka úr höfuðkúpum
fórnarlamba sinna. Í þá daga hefði því verið hrópað
„skull“, sem er enska orðið yfi r hauskúpu, sem síðar
hafi þróast yfi r í „skál“.
Hvort sem þessi villimannlega saga er sönn eða ekki, þá má skemmta sér yfi r þessari pælingu og hún
er fínasta innlegg í samtal í miðri
veislu. Eftir þessa sögu svaraði
annar veislugestur nefnilega
með áþekkri sögu, í þetta sinn
um uppruna orðsins „ókei“. Sú
saga hljómaði á þann veg að
orðið, sem oft er skrifað „OK“, sé
komið úr bandaríska frelsisstríðinu.
Á það að hafa komið til þegar menn
skrifuðu skilaboð manna á milli í stríð-
inu en samkvæmt sögunni var þá ritaður
tölustafurinn núll og bókstafurinn K sem skamm-
stöfun fyrir „zero killed“ eða „enginn drepinn“. Var
það þá til marks um vel heppnaðan bardaga og upp
frá því hafi merking skammstöfunarinnar víkkað í
þá merkingu sem í dag er lögð í orðið „ókei“.
Sé þessari sögu fl ett upp á netinu má sjá ýmsa fræðimenn skjóta þessa kenningu í kaf og því skal henni tekið með fyrirvara, rétt eins og
sögunni um „skál“. Hins vegar fékk hún mig til að
rifja upp sögu sem afi minn sagði mér einu sinni af
því hvernig orðið „klósett“ hefði komið inn í íslensku
en sú saga hermir að það hafi gerst þegar breska
herliðið hernam Ísland á stríðsárum. Bretarnir
höfðu meðferðis helling af kömrum sem á stóð orðið
„closed“ þegar þeir voru í notkun. Sé það orð lesið
eins og það sé íslenskt má heyra hvernig umrædd
kenning kemur heim og saman.
Líkt og allir vita eru afar og ömmur oftar en ekki gullkistur fróðleiks og beint í kjölfarið á klósettsögunni rifjaði ég upp sögu sem amma
mín sagði mér af því þegar franskir sjómenn við
Austfi rði fóru að versla við íslenska bændur á árum
áður. Frönsku sjómennirnir komu á land og
kölluðu „paysan, paysan!“ (bóndi á frönsku)
og fengu íslenskar lopapeysur í skiptum
fyrir vörur sínar og upp frá því varð
„peysa“ hluti af íslenskri tungu.
Undirritaður er enginn orðsifja-fræðingur og í sjálfu sér set
ég þessar sögur all-
ar fram í gamni
enda varpa þær
fyrst og fremst
ljósi á hvað orð
geta verið skemmtileg. Ég
mæli með því að lesendur
prófi að leiða hugann að því að
á bak við annað hvert nafnorð
eða svo í orðaforða þeirra
gæti leynst einhver álíka
sniðug saga. Ef til vill
er ekki kórrétt* sagt frá
í þeim öllum, en þá
er líka bara „enginn
drepinn“.
Enginn drepinn,
allt í lagi
...þegar þeir kórónuðu
vel heppnaðar ráns-
feðir með því að drekka úr
höfuðkúpum fórnarlamba.
*íslenskun á „correct“?
Einar Lövdahl Gunnlaugsson
einar@monitor.is
ORÐ Í BELG
ÞEIR STANDA SAMAN
ALLIR SEM EINN, KAMRARNIR
Tónlistarviðburðurinn MúsMos verður haldinn í
fi mmta sinn á laugardaginn næstkomandi í Álafoss-
kvosinni. Það eru íbúar Álafosskvosarinnar ásamt
öðrum velgjörðamönnum sem sjá um skipulagningu
tónleikanna. Þar koma fram margar efnilegar hljóm-
sveitir og listamenn en ein aðalhugmyndin á bak við
hátíðina er að styðja við grasrótina í tónlistarsenu
landsins með áherslu á Mosfellsbæ, ásamt því að fylla
Álafosskvosina af lífi .
Í ár fellur það í hlut Lovely Lion, Ylju, Múgsefjunar,
My Brother is Pale, Myrru Rósar, Tontería, Sleeps Like
an Angry Bear, We Made God og Endless Dark að troða
upp á viðburðinum en dagskráin stendur frá kl. 15:00
til 19:00 og aðgangur er ókeypis.
MúsMos haldið
í fi mmta sinn
MAGNÚS GRÖNDAL,
SÖNGVARI WE MADE GOD
MÚSMOS-SVIÐIÐ Í
ÖLLU SÍNU VELDI
MYRRA RÓS