Monitor - 14.06.2012, Blaðsíða 8
8 MONITOR FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012
É
g hef alveg meiðst illa á liðböndum og
rotast nokkrum sinnum, en ég hef aldrei
brotið bein. Sjö, níu, þrettán,“ segir Halldór
Helgason, sennilega svellkaldasti snjó-
brettakappi heims. Þessi tuttugu og eins
árs Norðlendingur fl uttist til Svíþjóðar að
loknum grunnskóla til að elta drauminn um að gerast
atvinnumaður á snjóbretti, sem segja að má að hafi ræst
og rúmlega það. Fyrr á þessu ári lenti hann í öðru sæti
á kjöri sem ESPN stóð fyrir á brettamanni ársins og þá
var honum boðið að taka þátt á heimsmeistaramótinu
sem fram fór í Ósló, þar sem hann varð fyrir því óláni að
meiðast en það útilokaði hann frá íþróttinni seinni hluta
síðastliðins vetrar.
Á veturna fl akkar Halldór um gervallan heiminn til að
keppa og taka upp snjóbrettamyndbönd ásamt eldri
bróður sínum, Eiríki Helgasyni. Saman halda þeir
úti heimasíðunni helgasons.com, sem nýtur mikilla
vinsælda innan snjóbrettaheimsins, en til gamans
má benda á að rífl ega 20 þúsund manns hafa lýst yfi r
stuðningi við þá á Facebook-síðu þeirra bræðra. Monitor
greip þennan afslappaða snjóbrettakappa í sumarfríi
hérlendis, sem hann ver svo sannarlega ekki í að horfa
á EM í fótbolta, enda aldrei haft áhuga á boltaíþróttum.
Þessa dagana ert þú staddur á Íslandi, en þú ert með
skráð lögheimili í Mónakó. Hvers vegna Mónakó?
Það er bara virkilega fínn staður og svo er miklu ein-
faldara og ódýrara fyrir mig að ferðast til annarra landa í
Evrópu frá Mónakó heldur en Íslandi. Á veturna er þetta
líka mjög þægilegt, því þá er ég alltaf að ferðast út um allt
til að keppa eða taka upp myndbönd og þá er geðveikt að
geta þess á milli komið til Mónakó til að slaka vel á milli
ferðalaga á ströndinni.
Þú hefur verið á miklu fl akki síðustu fi mm ár, síð-
an þú fl uttist frá Íslandi. Býrð þú í ferðatösku?
Kemur þú oft til Íslands?
Það mætti alveg segja það. Á veturna
er ég endalaust að ferðast, þegar ég kem
heim til mín í Mónakó nenni ég til dæmis
aldrei að taka upp úr töskunum, það
tekur því varla. Á undanförnum árum hef
ég fl akkað milli Þýskalands, Austurríkis,
Sviss, Bandaríkjanna, Norðurlandanna,
Japans og Ástralíu. Við tökum reyndar
mest upp á Norðurlöndunum og erum
þess vegna mest þar. Við byrjum oftast
veturinn í nóvember á Akureyri og
tökum upp hérlendis og náum því til
dæmis jólunum hérna heima áður en við
ferðumst um Evrópu og svo framvegis.
Annars gefst mér sjaldan mikill tími til
að koma heim.
Mér skilst að þú hafi r byrjað á snjóbretti
níu ára gamall, árið 2000, og þar áður
hafi r þú verið á hjólabretti. Hvað er
málið með þig og brettaíþróttir? Hvernig byrjaði þetta?
Það sem ég fíla svo vel við brettaíþróttir er frelsið. Það
er enginn þjálfari sem stjórnar því hvað maður gerir og
maður þarf ekki að vera mættur á neinn ákveðinn stað
á ákveðnum tíma. Það er ekkert rétt eða rangt, þetta er
frjálsasta íþrótt sem hægt er að vera í. Maður er bara að
gera þetta fyrir sjálfan sig og gerir því bara eins mikið og
maður vill gera.
Ég byrjaði í raun bara á bretti út af eldri bróður mín-
um, Eiríki. Hann byrjaði á undan mér bæði á hjóla- og
snjóbretti og ég fylgdi honum bara. Þegar ég var lítill var
ég mjög mikið í því að herma eftir honum. Við ólumst upp
í sveit rétt fyrir utan Akureyri, Hörgárbyggð, og vorum í
hundrað manna sveitarskóla í Þelamörk. Það var svo sem
lítil hjóla- og snjóbrettamenning í skólanum, við byrjuð-
um bara einhvern veginn sjálfi r og svo fórum við bara inn
á Akureyri til að vera á bretti og þar kynntumst við öðrum
strákum í svipuðum pælingum.
Hvenær varð þér ljóst að snjóbrettamennskan væri það
sem þú vildir leggja fyrir þig?
Ég fattaði mjög fl jótlega eftir að ég byrjaði að þetta væri
eitthvað sem ég væri til í að geta lifað á en það var samt
alls ekki þannig að ég byggist endilega við að ég gæti það.
Ég hugsaði alltaf fyrst og fremst um að skemmta mér
eins vel og ég gat í þessu, það hefur verið markmiðið frá
byrjun. Síðan gekk það upp og þá er þetta bara eins og
draumurinn hafi ræst.
Til að elta þennan draum fl uttist þú út til Svíþjóðar beint
eftir grunnskóla, ekki satt?
Jú, ég fór út í snjóbrettamenntaskóla sem heitir Freeride
Gymnasium og er í Malung, litlum bæ í Svíþjóð. Það var
algjör snilld. Þetta var þannig að maður var í „venjulegum
skóla“ þrjá daga skólavikunnar, svo fékk maður hina tvo
daga vikunnar til að vera á snjóbretti og gat auðvitað verið
í fjallinu um helgar líka.
Eiríkur, bróðir minn, Gulli Guðmunds og Viktor Hjart-
arson, sem eru líka snjóbrettamenn, fóru allir í þennan
skóla á undan mér. Ég elti þá sem sagt og af því að þeir
eru allir eldri en ég náði ég bara einu ári með þeim í skól-
anum. Þá voru þeir samt búnir að ryðja brautina dálítið
og koma góðu orðspori á Íslendinga innan snjóbrettasen-
unnar þar þannig að það var mun auðveldara fyrir mig
að komast inn í þetta allt á eftir þeim. Ég á sem sagt þeim
mikið að þakka hvernig þetta hefur allt gengið hjá mér.
Hvernig rættist síðan draumurinn um atvinnumennsk-
una? Hvernig fórst þú úr því að vera bara strákur sem
hefur brennandi áhuga á snjóbrettum yfi r í það að
verða atvinnumaður?
Þetta gerðist bara skref fyrir skref en
það eru eiginlega tvær leiðir til að verða
atvinnumaður. Annars vegar er hægt að
vera duglegur við að keppa á mótum og
ef það gengur vel vinnur maður sig smám
saman upp í að verða atvinnumaður. Hins
vegar er hægt að vera á fullu í því að taka
upp snjóbrettamyndbönd og vekja athygli
á sér með þeim. Ef þú ert með mikið af
góðu myndefni þá fá til dæmis snjó-
brettafyrirtæki áhuga á þér og á endanum
verður þú atvinnumaður. Fyrst fær
maður kannski einhvern lítinn „sponsor“
(styrktarsamning) frá litlu fyrirtæki sem er
tilbúið að gefa þér eitthvert snjóbrettadót
frítt og svo leiðir eitt af öðru.
Við byrjuðum til dæmis bara að taka upp
snjóbrettamyndir heima á Íslandi og þá
fór fólk aðeins að taka eftir því. Síðan þeg-
ar Eiríkur og þeir fóru til Svíþjóðar komust
þeir að hjá Factor Films sem er norskt kvikmyndafyrirtæki
og þá byrjaði boltinn að rúlla og þannig komu þeir sér
fyrst á framfæri innan Skandinavíu, svo breiddist þetta út
um stærri hluta Evrópu og svo framvegis. Ég fékk síðan að
koma strax inn í þetta hjá þeim þegar ég kom til Svíþjóð-
ar, sem var auðvitað algjör snilld fyrir mig.
Núna erum við einmitt að vinna að okkar eigin snjó-
brettamynd. Áður vorum við báðir að vinna með stærsta
snjóbrettamyndafyrirtæki heims sem heitir Standard
Films. Okkur fi nnst samt skemmtilegra að gera okkar
eigin myndir.
Hvenær byrjaðir þú að keppa á þessum stóru mótum?
Það byrjaði eiginlega þegar ég fékk fyrsta samninginn
minn hjá fyrirtækinu DC fyrir um fi mm árum. Þá komu
þeir mér að á nokkrum stórum mótum, til dæmis á Dew
Tour, og það gekk vel. Á fyrsta stóra mótinu sem ég keppti
náði ég fi mmta sæti og þannig tryggði ég mig inn á X
Games, sem er stærsti snjóbrettaviðburður heims.
Þú kepptir á X Games og endaðir á að vinna „Big Air-
greinina“ þar. Er það hápunkturinn hingað til?
Þessi sigur á X Games hjálpaði mér auðvitað mjög mikið
því eftir það hef ég í raun getað keppt í hvaða snjóbretta-
keppni sem er. Fyrir mitt leyti hefur samt hápunkturinn
hingað til verið þegar ég byrjaði að mynda með Standard
Films. Ég var búinn að horfa á myndirnar þeirra síðan ég
byrjaði á snjóbretti þannig að það var ótrúleg viðurkenn-
ingin fyrir mig að fá að komast að hjá þeim.
Hvort höfðar betur til þín að keppa eða að taka upp öll
þessi snjóbrettamyndbönd?
Mér fi nnst skemmtilegast að taka upp myndbönd af
því að þá getur maður einmitt gert nákvæmlega það sem
maður vill. Ef þú færð hugmynd að nýju trikki þá getur þú
farið og myndað það með vini þínum bara hvenær sem
þú vilt. Í keppnum þarft þú hins vegar að vera mættur
á einhverjum ákveðnum tíma og fara eftir ákveðnum
reglum og svoleiðis.
Mér fi nnst samt hvort tveggja skemmtilegt,
ég reyni alltaf að keppa á fjórum stórum
keppnum á ári og nota rest vetrar í
upptökur. Ég hef samt aldrei verið
mikill keppnismaður. Ég fer bara í
keppnir til að gera mitt besta og
það er allt í góðu hvort sem ég
lendi í fyrsta sæti eða síðasta.
Ég hugsa alltaf bara um
skemmta mér, ég set ekki
þessa rosalega pressu á
mig eins og sumir. Ég
hef aldrei verið sú
týpa.
Texti: Einar Lövdahl einar@monitor.is
Myndir: Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
HALLDÓR
Á 30 SEKÚNDUM
Fyrstu sex: 100191.
Uppáhalds-
matur: Pítsur
á Íslandi eru
bestu pítsur í
heiminum.
Uppáhalds-
staður í
heiminum:
Akureyri.
Uppáhalds-
snjóbrettasvæði: Northstar í
Tahoe, Bandaríkjunum.
Æskuátrúnaðargoð: Eldri bróðir
minn, Eiríkur Helgason.
Halldór Helgason er einn efnilegasti snjóbrettakappi heims. Hann sagði Monitor frá því
hvernig æskudraumurinn rættist, lífi nu í Mónakó og söguna á bak við ljósu lokkana.
... það er allt í góðu hvort
sem ég lendi í fyrsta
sæti eða síðasta. Ég hugsa alltaf
bara um skemmta mér, ég set
ekki þessa rosalega pressu á
mig eins og sumir. Ég hef aldrei
verið sú týpa.
Lenti í matarslag
við Emmsjé Gauta
1991
Fæðist þann
10. janúar.
Elst upp í
Hörgárbyggð
á Norðurlandi
og gengur í
sveitaskóla í
Þelamörk.
2007 Útskrifast úr grunn-
skóla og fer beinustu
leið til Svíþjóðar í
snjóbrettamenntaskól-
ann Freeride Gymnas-
ium. Aftur fetar hann í
fótspor eldri bróður.
2010
Vinnur keppn-
isgreinina Big
Air á X Games,
sem er stærsti
snjóbrettavið-
burður í heimi.
2012
Prýðir forsíðu
Monitors 14.
júní.
2000 Byrjar að safna
síðu hári. Sama ár herm-
ir hann eftir eldri bróður
sínum, Eiríki, með því að
byrja á snjóbretti.