Monitor - 14.06.2012, Qupperneq 12
VILTU
VINNA
MIÐA?facebook.com/monitorbladid
Monitor ætlar
að gefa miða á
Piranha 3DD,
fylgstu með …
kvikmyndir
12 MONITOR FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012
David Hasselhoff fer með aðalhlutverk í myndinni. Baywatch:
Hawaiian Wedding (2003) sem er með 3,7 í einkunn á imdb.com.
Piranha 3DD er sjálfstætt framhald
myndarinnar Piranha 3D og er skemmti-
leg blanda af gríni, spennu og vel
tenntum fi skum. Eins og þeir muna sem
sáu fyrri myndina þá olli jarðskjálfti
því að stórar glufur mynduðust í botni
Viktoríuvatns með þeim afl eiðingum að
hinir forsögulegu piranha-fi skar tóku
að streyma upp í vatnið. Þeir átu allt
sem hreyfðist og því miður fyrir suma
strandgestina þá lentu þeir á matseðlin-
um. En ef einhver hélt að vandinn hefði
verið leystur þá kemur annað í ljós þegar
fi skakvikindunum tekst einhvern veginn
að komast inn í vinsælan vatnsskemmti-
garð þar sem hundruð manns eru saman
komnir til að gera sér glaðan dag. Enn
á ný kemur til kasta lögreglustjórans
Fallons að fi nna leið til að hemja
þennan ófögnuð áður en hann étur
alla gestina og skemmir ekki bara
fjölskyldustemninguna heldur
setur allt efnahagslíf strandbæjarins
á hliðina.
FRUMSÝNINGAR HELGARINNAR
Piranha 3DD
ALLIR ERU ÓHULTIR ÞEGAR
HOFFARINN ER Á HOFFVAKTINNI
Leikstjóri:
John Gulager.
Aðalhlutverk: Danielle
Panabaker, Ving Rham-
es og David Hasselhoff .
Lengd: 83 mínútur.
Aldurstakmark:
Bönnuð innan 16 ára.
Kvikmyndahús:
Smárabíó, Háskólabíó
og Borgarbíó.
Ridley Scott er goðsögn í bransanum. Alien,
Blade Runner og Gladiator eru engar smá
myndir og fór ég því með töluverðar vænt-
ingar þegar ég skellti mér á Prometheus.
Sagan er nokkuð djúp. Árið er 2093 og áhöfn
geimskipsins Prometheus er að eltast við
enga smá spurningu. Hver er tilgangur lífsins
og hver skapaði okkur? En að sjálfsögðu eru
ekki allir í áhöfninni að róa í sömu átt og fer
pólitíkin fl jótt að láta kræla á sér. Eins og fl estir vita
spilar Ísland stórt hlutverk í myndinni og
er virkilega gaman að sjá hvað íslenska
landslagið hjálpar andrúmslofti
myndarinnar mikið. Er það mjög
drungalegt og kynþokkafullt. Eftir
góða byrjun gefur myndin hins
vegar töluvert eftir og verður
söguþráðurinn frekar fyrirsjá-
anlegur og kraftlaus. Mér fannst vanta allt
púður í söguna því í þessu tilfelli er verið að
tala um rándýra Ridley Scott mynd. Þá vill
maður fá eitthvað fyrir sinn snúð og vel það.
Fassbender í fararbroddi
Allt leikaraval er gott en þeir Idris Elba og
Michael Fassbender standa þó upp úr að
mínu mati. Þeir eru frábærir leikarar og þá
sérstaklega Fassbender sem verður bara betri og
betri. Noomi Rapace er einnig virkilega góð og einnig
gamla OC stjarnan Logan Marshall-Green en lítið
hefur borið á honum síðustu ár. Loks er Guy Pearce
góður og vonandi fer maður að sjá hann í fl eiri
myndum. Algjör fagmaður sem stendur alltaf fyrir
sínu. Þó svo að ég hafi verið ósáttur með margt var
hins vegar fullt af fínum hlutum. Myndin er alls
ekki leiðinleg og heldur hún manni allan tímann.
Öll tæknivinnsla er mjög góð og er lokabardaginn
ótrúlega vel gerður. Prometheus er hins vegar
gott dæmi um mynd sem hefur í raun allt en það
sem hana vantar er vel skrifað handrit. Þar liggur
hundurinn grafi nn.
K V I K M Y N D
Stendur ekki undir væntingum
PROMETHEUS
TÓMAS
LEIFSSON