Monitor - 14.06.2012, Page 14

Monitor - 14.06.2012, Page 14
MORGUNBLAÐIÐ | mbl.is FR ÍT T EI NT AK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 14. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 HVAÐ ER TÍTT? Nafn: Arnar Grant og Ívar Guðmundsson. Á forsíðu: 7. apríl 2011. Fyrirsögn viðtals: Aldrei lyklað Hleðslu-bíl. Nú rúmu ári eftir að við vorum á forsíðu hefur ótrúlega margt gerst. Á þessum tíma höfum við t.d. farið á fi tness- og vörusýningar í Las Vegas og London til þess að sjá hvað er nýjast að gerast í heilsuvörubransanum. Þá höfum við sérhannað fjölvítamínsfor- múlu fyrir íslenskar aðstæður sem er á leið á markað á næstunni undir nafninu „Allt í einni“. Í okkar samstarfi fer mikill tími í vöruþróun í samvinnu við Vífi lfell og Freyju. Annars sé ég minna af Arnari þessa dagana því hann er nánast fl uttur á golfvöllinn og ég er byrjaður í utandeildinni í fótbolta og með „old boys“ í KR. Arnar segir að vísu að ég eigi að hætta í þessum fjandans fótbolta því ég sé alltaf slasaður, sama og kona mín segir. Annars erum við enn að bíða eftir að sjónvarpsstöðvarnar hafi sam- band og vilji gera fl eiri ferðaþætti með okkur, kannski hafa þeir bara týnt númerunum okkar. Maður verður að vera léttur eins og Logi Bergmann segir! Ívar Guðmunds Háttvirtur Guðni, Davíð Oddsson skoraði á þig í síðustu viku. Áttu einn góðan? JRJ --------------------------------------- Sæll, hér kemur einn stuttur. Myndarlegur heldri maður kom í matvöruverslun og fór beint í grænmetisborðið og segir við afgreiðslumanninn: „Hvað, eigið þið ekki kálhaus?“ „Jú, jú,“ segir afgreiðslumaðurinn. „Ég næ í hann á bak við.“ Eftir drykklanga stund kemur afgreiðslumaðurinn til baka og sér hvergi viðskiptavininn aftur svo hann kallar hátt: „Hvar er maðurinn með kálhausinn?“ Ég skora á Örn Árnason leikara. Kv. Guðni Ágústsson LOL-MAIL 14 MONITOR FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2012 allt&ekkert KVIKMYND: Ég eyddi æskunni í að horfa á Grease og plana brúðkaup okkar Johns Travolta en svona í seinni tíð fíla ég Woody Allen-myndina Midnight in Paris. ÞÁTTUR: Modern Family og New Girl. Og má ég viður- kenna að ég var „húkkt“ á Glee þar til fyrir ekki svo löngu? BÓK: 100 Years of Solitude eða 100 ára einsemd eftir Gabriel Garcia Marquez. Sumar setningar í bókinni spanna yfi r heila blaðsíðu! Bækurnar hans Arnaldar Indriða eru líka snilld. PLATA: Wait For Fate með JJ. Eins og eitthvað annað komi til greina? VEFSÍÐA: Fyrst og fremst fíla ég www. mbl.is/frettir/sjonvarp enda fara öll MonitorTV- innslögin beint þangað og af þeim vill maður ekki missa. Svo er www.27bslash6.com fyndinn lestur. STAÐUR: Bangkok og eyj- arnar við Tæland eru í algjöru uppáhaldi, enda mínar „heima“-slóðir. SÍÐAST EN EKKI SÍST Agnes Valdimarsdóttir, sjónvarpsskvísa, fílar: LOKAPRÓFIÐ | 14. júní 2012 | ... farið á Argentínu steikhús. Í alvöru, ekki einu sinni komið þangað inn. Ætli ég sé ekki bara meira „Snæland Videó í Mosó“-náungi. ... ekki kosið Ólaf Ragnar Gríms- son sem forseta Íslands. Ætla að breyta því núna, enda eru gamlir kallar með kjaft leiðinlegustu týpurnar. ... gengið á Esjuna, fullbratt fyrir mig. ... jafnað mig á því að Ari Klæng- ur frændi minn hafi týnt öllum körfuboltamyndunum okkar á sínum tíma. Við áttum 178 Jordan-a, fæ ennþá illt í magann þegar ég hugsa um þetta. ... spilað póker, því mér fi nnst það pakklegra en að vera í kraftgalla að spila Króka í spilakassa í sjoppu í Rimahverfi nu. ... lesið neitt eftir Arnald né Yrsu. 1 2 3 4 ÉG HEF ALDREI Erna Kristín Fyrir skemmstu stofnaði Erna Kristín Stefánsdóttir, 21 árs, Face- book-síðu undir þeirri yfi rskrift að hún hygðist raka af sér allt hárið ef hún fengi áheit upp á hálfa milljón, sem rynni svo til ABC-barna- hjálpar. Í gær- morgun höfðu safnast 590 þús. kr. og lét því Erna vaða og snoðaði sig. Hárið hyggst hún síðan gefa til hárkollugerðar. Monitor tekur ofan fyrir þessu fl otta framtaki. Hægt er að sjá vel klippt Monitor- myndskeið frá klippingunni á mbl.is. D Ó RI D N A 5 6 VEL GERT TV

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.