Morgunblaðið - 09.07.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.07.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2012 Texti: Ingveldur Geirsdóttir Ljósmyndir: Styrmir Kári Í Auðsholtshjáleigu í Ölfusi tekur Kristbjörg Eyvindsdóttir á móti blaðamanni og ljósmyndara. Hún er sólbrún og sæl eftir vel heppnað landsmót. Úti á túni er nýslegnu grasi snúið og úti í móa eru hestar reknir á fjórhjóli. „Það er verið að koma skikki á allt eftir mótið. Við er- um í heyskap og það er verið að taka á móti hryssum undir stóðhestana, nú fara þeir að vinna vinnuna sína. Þá þarf að koma þeim hrossum sem eru búin að hafa það náðugt í stand og svo hefur aðeins verið að koma af út- lendingum að skoða hross,“ segir Kristbjörg. Mörg hrossabú höfðu opið hús í vikunni eftir landsmót, með það að- allega í huga að ná til erlendra gesta mótsins áður en þeir héldu heim á leið aftur. Auðsholtshjálega var með kynningarbás á landsmótinu, þar sem útflutningur á hrossum var kynntur, ræktun búsins og söluhross. Kristbjörg segir básinn tölvert hafa verið skoðaðan, þá hafi útlendingar boðað heimsókn á búið eftir landsmót og sumir ætli að koma aftur í haust eða hafa samband á netinu. „Útlend- ingar nýta tækifærið þegar þeir eru á landinu til að leita sér að hestum til kaups, en þeir eru líka að skoða hvaða stóðhesta þeir vilja halda und- ir. Salan er alltaf í gangi og hrossin reytast út. Þetta tekur oft tíma og salan er kannski ekki í höfn fyrr en eftir læknisskoðun. Það er augljóst að svona mót hleypir lífi í hesta- mennskuna, fólk fer að klæja í fing- urna að fá góð hross.“ Fimmtán folöld á vori Kristbjörg býður upp á kaffi og snúð í kaffistofunni í hesthúsinu. Myndir af gæðingunum frá Auðs- holtshjálegu prýða veggina auk verð- launagripa. Nokkur hross eru inni í stíum, aðallega stóðhestar sem eru á leiðinni í merastóðið sitt. Fimmtán folöld fæðast í Auðs- holtshjáleigu hvert vor, hrossin eru í heildina um hundrað talsins. „Við reynum að vinna vel úr því sem við erum með og seljum mest það sem er frá okkur. Við teljum mikilvægt að hafa góða yfirsýn yfir hrossahópinn og því viljum við ekki hafa þetta stærra,“ segir Kristbjörg. Þau voru með fimmtán hross á landsmótinu núna og þeim fylgdu um sex manneskjur. Síðasta vetur voru fjórir í vinnu við að temja og ríða út. Kristbjörg og systir hennar eru alltaf tvær á skrifstofunni og sjá um út- flutninginn. Utanumhaldið er mikið á stóru hestabúi. Þægilegasta aðstaðan Umræðan um landsmótið heldur áfram. Kristbjörg segir að það hafi verið áberandi meira af útlendingum á þessu landsmóti en í Skagafirðinum í fyrra. „Þeir voru margir búnir að plana með löngum fyrirvara að koma á þetta mót. Reykjavík er drauma- staður fyrir útlendinga, þar er hægt að fá góða gistingu, fara í ferðir og út að borða.“ Nokkuð hefur verið rætt um hvar eigi að halda Landsmót hestamanna, staðirnir eru nú þrír; Vind- heimamelar í Skagafirði, Gaddstaða- flatir við Hellu og Víðidalurinn í Reykjavík. Kristbjörg segir að eftir þetta mót vilji hún alltaf hafa lands- mótið í Reykjavík. „Þetta er svæði sem er í notkun allan ársins hring. Þarna er langþægilegasta aðstaðan fyrir knapana og aðstandendur hest- anna. Það er mikið öryggi fyrir þá sem eru með hesta að geta haft þá í húsum og losna við vinnuna og kostn- aðinn við að keyra hestana fram og til baka. Hvar best er að halda landsmót þarf nú að skoða vel frá grunni og út frá hagkvæmni.“ Í þessum töluðu orðum kemur Gunnar Arnarson inn í kaffistofuna. Hann er mjög ánægður með mótið í Reykjavík og er sammála konu sinni um að þar ætti alltaf að halda lands- mótin. „Ef maður er búinn að venjast einhverju sem er ofboðslega gott er erfitt að sætta sig við eitthvað verra. Hin sveitarfélögin verða þá að bjóða upp á sambærilega aðstöðu og Reykjavík býður upp á. Næsta mót verður á Hellu, þá fer það norður og svo aftur til Reykjavíkur. Næstu sex ár eru ákveðin og menn eiga að nota þann tíma til að hugsa og fara í gegn- um það hvernig þeir sjá landsmót ná- kvæmlega verða í framtíðinni.“ Mikil og góð hvatning Heimsmeistaramót íslenska hests- ins fer fram í Berlín í Þýskalandi á næsta ári. Kristbjörg segir að fjöl- skyldan stefni þangað og býst við að margir Íslendingar haldi út. „Fólk er þegar farið að bóka sig út. Ég held að það verði sprengja í því hvað margir mæta þangað.“ Nú er glæsilegu landsmóti lokið, glæsilegasta heimsmeistaramót ís- lenska hestsins verður líklega haldið á næsta ári, býst hún við mikilli upp- sveiflu í vinsældum og sölu íslenska hestsins í kjölfarið á þessum tveimur stóru viðburðum? „Maður veit það aldrei fyrir, en ég er viss um að það verður mikil og góð hvatning,“ segir Kristbjörg að lokum. Lífið að loknu landsmóti Auðsholtshjáleiga Gunnar Arnarson og Kristbjörg Eyvindsdóttir með 6 vetra hryssuna Virðingu sem er í hvíld eftir að hafa sýnt sitt besta á landsmótinu. Glæsihross Frá ræktunarbússýningu Auðsholtshjáleigu á Landsmóti hesta- manna 2012. Búið var með fimmtán hross á mótinu þetta árið. Lífið var að komast á rétt ról hjá þeim hestamönn- um á Suðurlandi sem Morgunblaðið sótti heim í liðinni viku. Landmóti hestamanna lauk sunnu- daginn 1. júlí og heima biðu ýmis verk sem setið höfðu á hakanum lands- mótsvikuna. Sumir voru að byrja í heyskap, aðrir að sæða merar og svo þarf að sinna þeim hest- um sem biðu í haganum heima á meðan gæðing- arnir á bænum sýndu sig á landsmóti. Við tökum vel á móti þér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.