Morgunblaðið - 09.07.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.07.2012, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2012 ✝ Guðríður Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 24. júlí 1943. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 30. júní 2012. Foreldrar henn- ar voru Jón Magnús Sigurðsson, fyrr- verandi kaupfélags- stjóri Kaupfélags Kjalarnesþings, f. 2. september 1922, d. 21. febrúar 1999, og Lilja Sigurjónsdóttir, f. 31. júlí 1926, d. 10. desember 2003. Systkini hennar: Lovísa, Jón Sævar, Ásthildur, Stefán Ómar, Steinar, Snorri og Reynir. Guðríður giftist Eyþóri Þór- issyni veitingamanni 24. júlí 1961, þau slitu samvistum árið 1970. Börn þeirra eru: 1) Jón Þór viðskiptalögfræðingur, f. 29.5. 1962 í Reykjavík, maki Olga J. Stefánsdóttir. Börn þeirra eru hennar var ráðinn kaupfélags- stjóri hjá Kaupfélagi Kjal- arnesþings. Þar lauk hún lands- prófi frá Brúarlandsskóla, ásamt því að stunda vinnu í kaupfélag- inu. 17 ára fór hún til Kaup- mannahafnar og lauk námi í út- stillingarhönnun. Hún giftist eiginmanni sínum Eyþóri árið 1961 og ráku þau saman næstu árin veitinga- og söluskálann á Geithálsi og Ferstiklu í Hval- firði, ásamt því sem Guðríður var heimavinnandi með syni sína, eða allt þar til fjölskyldan fluttist til Danmerkur árið 1968. Eftir þrjú ár í Danmörku fluttist hún til Íslands með syni sína og hóf aftur störf sem versl- unarstjóri í kaupfélaginu, og seinna meir vann hún við ýmis önnur verslunarstörf. Seinni hluta ævi sinnar eða allt frá árinu 1981 starfaði hún sem mat- ráðskona hjá SPRON á Skóla- vörðustíg. Útför Guðríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 9. júlí 2012, og hefst athöfnin klukkan 13. Ívar Örn, f. 9.12. 1984, Kristófer Fannar, f. 11.5. 1988, d. 14.5. 1988, Guðríður Ósk, f. 12.7. 1990, dóttir hennar er Rakel Þorsteindóttir, f. 10.2. 2007, Ásta Fanney, f. 25.6. 1991 og Stefán Fannar, f. 28.3. 1996. 2) Daníel stjórnsýslufræðingur, f. 25. apríl 1964 í Reykjavík, sambýliskona Sigurlaug Kr. Gunnarsdóttir. Börn þeirra eru Ásthildur Ása, f. 13.2. 1986, Veigar Freyr, f. 24.10. 1987, Unnar Helgi, f. 7.1. 1990 og Tanja Mist, f. 28.7. 1993. Guðríður, eða Gurrý eins og hún var kölluð alla sína tíð, ólst upp á Ásvallagötunni í Reykja- vík fram að 13 ára aldri, en þá fluttist hún með foreldrum sín- um í Mosfellssveit, þar sem faðir Elsku mamma mín, nú ertu far- in til himna þar sem englarnir munu vaka yfir þér. Um leið og sorg ríkir í hjarta okkar bræðra vegna fráfalls þíns þá vitum við og trúum að þú sért nú komin á himnastað umvafin kærleik. Þegar ég hugsa um æskuár okkar bræðra þá er það ekki hægt án þín því við vorum alltaf saman öll þrjú hvert sem farið var. Ég brosi með sjálfum mér þegar minningar um ferðalög, veislur og aðrar gleðistundir rifjast upp. Skíðaferðin upp í Hveradal þegar við vorum krakkar með þér í græna Mustangnum sem festist í snjóskafli í þvílíkum snjóbyl en það skipti engu máli því við vorum aldrei hræddir þá, því þú varst með okkur og við vissum að okkur væri því borgið. Við fórum í marg- ar tjaldferðir saman og þú tryggð- ir ávallt að prímusinn væri með til að halda á okkur hita og allur mat- urinn svo ekki sé minnst á hann, allt var yfirfullt af kræsingum því enginn skyldi svelta. Þetta var mamma mín og þvílíkur dásam- legur eiginleiki sem þú varst gædd að geta breytt öllu yfir í kræsingar og það í útileigu. Þú varst umvafin lífsgleði allt þitt líf og ekki síst hin seinni ár lífsins. Fórst í ferðalög til Tælands eða annarra menningarheima eða tókst þátt í listsköpun, föndraðir, málaðir gullfallegar myndir og styttur eða bjóst til glös. Allt lék í höndunum á þér fram á síðustu stundu lífs þíns og það hefur ávallt gert mig og Jón bróður þvílíkt stolta af þér að orð fá ekki lýst. Er ég hugsa um dugnaðinn og kraftinn í þér þrátt fyrir hin miklu veikindi sem þú gekkst í gegnum síðustu ár þá er því best lýst þann- ig að þú varst bara búin ofurkrafti mikillar dugnaðarkonu og það var aldrei neitt í þínum orðaforða að gefast upp. Alltaf varstu fallegust kvenna og vel tilhöfð í klæðaburði og því rómuð af öllum sem þekktu þig. Litir voru þitt yndi og allt fram til síðustu daga lífs þíns varstu alltaf að minna á að þú vild- ir vera vel tilhöfð og því varstu alltaf í fallegustu fötunum og með bleika varalitinn sem var þinn uppáhalds ásamt fjólubláu og lit- fögru sumarfötunum sem alltaf hafa verið svo falleg á þér. Þú varst svo lífsglöð elsku mamma mín og það allt til enda og það sýndirðu skýrt þegar þú skál- aðir við okkur bræður og fjöl- skylduna í rauða freyðivíninu úti á sólríkum degi fyrir nokkrum vik- um. Yndislegur dagur með þér og ógleymanlegur fyrir okkur. Við elskum þig mikið mamma mín, svo mikið að orð fá ei lýst enda samvera okkar á jörðu bund- in sterkum tilfinningaböndum og hjarta okkar þriggja sem eitt. Ég vil því yrkja til þín elsku mamma og vona að þau orð brúi bilið milli okkar lífs og dauða. Ó, elsku mamma nú dáin er, ég sé hana ei, en finn að nú skín hennar stjarna í hjarta mér, ég veit það, já ég sé það, því hennar ljós líkt og himnaríki er, ó, mamma, ó, mamma, öll þín trú og birta mun fylgja mér, Já, því þinn geisli er guðs, og hann því öllum æðri er, og því veit ég nú, ó elsku mamma, að þú ætíð verður, já ætíð verður sem engill hjá mér. Synir þínir, Daníel og Jón Þór. Lífskúnstner, smekkvísi, æðru- leysi, kærleikur, litadýrð og lífs- gleði eru meðal þeirra orða sem koma í hugann þegar ég hugsa um tengdamóður mína Guðríði Jóns- dóttur. Hún lést þann 30. júní síð- astliðinn eftir langvinn og erfið veikindi. Þrátt fyrir langan aðdrag- anda er kveðjustundin þungbær enda hafði hún þannig áhrif á dag- legt líf sinna nánustu að tilveran verður svolítið grá án hennar og tómleikinn fyllir hjartað. Hún mætti örlögum sínum af slíkri reisn og með slíku hugrekki að við getum ekki annað en sótt styrk í það fordæmi á erfiðum stundum. Alveg sama hversu veik- indin höfðu leikið hana grátt; þegar birti til setti hún á sig bleika vara- litinn og fór í litríku fallegu fötin sín. Þannig settist Gurrý nýverið út með allri fjölskyldunni og naut sól- argeisla síðasta sumars lífsins. Eins og til að sýna umheiminum að þótt hún væri beygð þá væri hún ekki brotin. Tengdamóðir mín var mín besta vinkona og mér sem önnur móðir en ég kom inn í fjölskyldu hennar um það leyti sem mín eigin móðir dó. Þá þegar mynduðust með okk- ur sterk bönd sem styrktust enn frekar eftir því sem árin liðu. Gurrý var jákvæð og til í að gera alla skapaða hluti og prófa eitthvað nýtt. Ein jólin vildi hún að við fjöl- skyldan færum til Kanaríeyja. Klukkan fjögur á aðfangadag lág- um við á ströndinni í sólbaði og al- gerri afslöppun og þá segir hún við mig: „Heldurðu að það sé munur, Lauga, núna værum við bognar með svunturnar yfir ofninum heima.“ Veislur og góður matur voru að- alsmerki Gurrýjar. Hennar bestu stundir í lífinu voru einmitt við matarborðið fagurlega skreytt og ástvinir hennar allt um kring. Hún var fræg fyrir smurbrauðin sín á aðventunni og alltaf var nóg til og hún naut þess að stjana við gestina og segja sögur þess á milli. Sama gilti ef við fórum í sumarbústaðinn og hún var okkar gestur. Þegar Danni byrjaði að grilla höfðum við okkur til, fórum í fínu fötin og mál- uðum okkur. Svo var sest út á pall þar sem við drukkum sólarfreyði- vínið okkar og biðum eftir kræsing- unum. Alla þessa lífsgleði kenndi Gurrý drengjunum sínum í ríkum mæli enda var hún einstaklega dugleg að ala þá báða upp ein og eru þeir sem fullorðnir menn góður vitnisburður um allt það besta sem Gurrý hafði upp á að bjóða og stóð fyrir. Stórfjölskyldu minni kynntist Gurrý vel. Einlæg vinátta og vænt- umþykja var rauði þráðurinn í öll- um þeim samskiptum. Þakka þau af öllu hjarta gengin spor. Að leið- arlokum vil ég segja að það eru bæði sólríkir dagar og bjartar næt- ur í öllum þeim minningum sem ég á um þig, mín kæra tengdamóðir. Þakklætið er sterkasta tilfinningin sem ég finn á þessum tímamótum. Guð geymi þig og launi fyrir allt sem þú gafst mér. Ég veit að það er vel tekið á móti þér. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín tengdadóttir, Sigurlaug K. Gunnarsdóttir. Guðríður Jónsdóttir  Fleiri minningargreinar um Guðríði Jónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ester I. Júl-íusson, fædd Norström, fæddist í Altuna í Svíþjóð 31. mars 1920. Hún lést á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 29. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Gust- av Alfred Norström myllueigandi, f. 31. desember 1872, d. 5. mars 1941, og Mathilda Jo- hanna, fædd Sahlström, bakarís- eigandi í Strömsbro, f. 6. október 1881, d. 6. desember 1933. Systkini Esterar eru Margit El- isabet, f. 8. júní 1918, d. 28. mars 1999 og Carl Lennart, f. 21. maí. 1923, d. 12. júní 2003. Ester giftist 2. október 1943 Friðjóni Ingólfi Júlíussyni frá Hrappsey í Breiðafirði, kennara og búfræðingi, f. 19. júlí 1912, d. 6. mars 1991. Börn þeirra eru: 1) móður hennar fluttist fjölskyldan til Gävle. Ester stundaði nám við verslunarskóla í Gävle og svo síð- ar við verslunarskóla í Krist- inehamn en þegar faðir hennar lést flutti hún til Uppsala ásamt systkinum sínum. Í Uppsölum vann Ester sem bankastarfs- maður og þar kynntist hún Frið- jóni manni sínum sem þá stundaði nám við landbúnaðarháskólann í Ultuna. Elsta dóttirin fæddist í Vänersborg og saman kom litla fjölskyldan með fyrsta skipi, Esj- unni, eftir stríð til Íslands. Fyrstu árin bjuggu þau í Hafnarfirði og á Eyjólfsstöðum fyrir austan þar sem annað barn þeirra fæddist og síðan í Reykjavík til ársins 1966 þegar þau fluttust að Austurgerði í Kópavogi. Þar bjó Ester til árs- ins 2001 en fluttist þá til sonar síns og tengdadóttur að Laugateigi í Reykjavík. Ester vann hjá Mjólk- ursamsölunni frá 1957 til 1987 og síðustu árin sem bókari. Útför Esterar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 9. júlí 2012, og hefst athöfnin klukkan 15. Ragnheiður kennari, f. 28. apríl 1944, gift Sig- urþóri Aðalsteinssyni, þau eiga þrjú börn, Þórdísi Björk, Högna, Berglindi Helgu og níu barnabörn. 2) Guðrún hjúkrunarfræðingur, f. 25. maí 1946, gift Þórði Þórðarsyni, þau eiga þrjú börn, Þórð, Álf- hildi, Sverri og tvö barnabörn. 3) Júlíus Lennart, kennari og kerfisfræð- ingur, f. 6. september 1950, kvæntur Þóru Jónsdóttur, þau eiga þrjú börn, Hrólf, Þórhildi og Friðjón. 4) Hjördís Hildigunnur kennari, f. 21. júní 1955, gift Sig- urði Davíðssyni, börn hennar eru þrjú og stjúpbörn tvö, Sara, Rak- el, Darri, Gunnar, Sigrún Björk og eitt barnabarn. Ester ólst upp í Strömsbro í Svíþjóð þar sem foreldrar hennar ráku bakarí. Skömmu eftir fráfall Í júlí 1945, í lok seinni heims- styrjaldar, kom strandferðaskipið Esja til Reykjavíkur frá Kaup- mannahöfn og Gautaborg. Um borð voru 304 farþegar, allir nafn- greindir í íslenskum dagblöðum þess tíma, sem beðið höfðu eftir að stríðinu lyki svo þeir kæmust „heim“. Einn þessara farþega var 25 ára sænsk kona, Ester Inge- borg Júlíusson, fædd Norström. Hún hafði hrifist af íslenskum manni sem hún hitti í Uppsölum. Þau gengu að eiga hvort annað og voru nú á leiðinni til Íslands með eins árs gamla dóttur sína. Tæpum þrjátíu árum síðar kynntist ég þessari sænsku konu, tengdamóður minni. Við upphaf okkar kynna bjó Ester í Kópavogi. Ásamt því að vinna fullan vinnu- dag utan heimilis var hún ein sú besta húsmóðir sem ung kona gat tekið sér sem fyrirmynd. Hún var Svíi og heimilið einkenndist af sænskum siðum og þá ekki síst sænskum mat. Vikurnar fyrir páska var boðið upp á flesk, brún- ar baunir og bollur, fylltar marsip- ani og rjóma. Fyrir jól var haldið upp á Lúsíudaginn með tilheyr- andi „lúsíuköttum“ sem er góm- sætt sætabrauð með saffrani. Heimagerð svínasulta, lifrarpaté og „vörtbrauð“ tilheyrði jólaborð- inu. Hefðbundna íslenska hátíðar- daga, eins og á bolludaginn, voru alíslenskar bollur á boðstólum og þá sem endranær komu börn og barnabörn og gæddu sér á kræs- ingum í bollukaffi í Austurgerði. Venjulega sunnudaga var alltaf boðið upp á „bulla“, sænska kan- ilsnúða og oftar en ekki var boðið upp á dýrindis rjómatertu. Ester var flink hannyrðakona. Hún prjónaði, saumaði út og seinni árin þegar börnin voru flutt að heiman tók hún sig til og fékk sér vefstól og óf ótal margar fal- legar gólfmottur svo eitthvað sé tiltekið. Ester flutti til Íslands 25 ára að aldri. Tengslin við Svíþjóð og fjöl- skyldu hennar þar voru alla tíð mjög sterk. Systir hennar, Mar- git, bjó í Kaupmannahöfn og bróð- ir hennar, Lennart, bjó í Gauta- borg. Á nánast hverju sumri, eftir að börnin fjögur fóru að stálpast, fór Ester í heimsókn til Svíþjóðar og Danmerkur og heimsótti systk- ini sín og aðra ættingja. Fyrstu ferðirnar voru farnar með Gull- fossi þar sem ekki var sjálfsagt að hoppa upp í næstu flugvél eins og við erum vön að gera. Síðar þegar flugsamgöngur bötnuðu var flogið til Gautaborgar eða Kaupmanna- hafnar eftir því sem hagstæðast var hverju sinni. Síðustu ferð sína til Svíþjóðar fór Ester vorið sem bróðir hennar Lennart lést, þá komin yfir áttrætt. Fjölskyldu- böndin voru sterk og þegar árin færðust yfir varð Ester elst allra í ættinni og var stolt af því. Ester tilheyrði hópi sænskra kvenna sem áttu það sameiginlegt að hafa flust til Íslands með mönn- um sínum upp úr seinni heims- styrjöldinni. Í marga áratugi hitt- ust þær reglulega í m.a. saumaklúbbum og af öðrum tilefn- um eins og Lúsíuhátíðum. Síðustu árin bjó Ester á Grund. Áður en hún flutti þangað bjó hún í kjallaraíbúð hjá okkur í tæp sjö ár. Á þeim árum fór að bera á sjúk- dómi sem að lokum tók af henni öll völd og brottför hennar úr þessum heimi var kærkomin líkn en eftir lifir minningin um hana sem við geymum alla tíð í hjarta okkar. Þóra Jónsdóttir. Ester I. Júlíusson  Fleiri minningargreinar um Ester I. Júlíusson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Margrét Sig-ríður Árna- dóttir fæddist í Garði í Keldu- hverfi í N- Þingeyjarsýslu 9. janúar 1950. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Þing- eyinga á Húsavík 29. júní 2012. Foreldrar hennar voru Þór- hildur Björg Kristjánsdóttir, f. 31. maí 1927, d. 21. janúar 2003 og Árni Þór Víkingur Þór- arinsson, f. 19. apríl 1926, d. ágúst 2006. Stjúpfaðir Mar- grétar var Jóhann Kristinn Jóns- son, f. 6. október 1924, d. 15. júní styttri tíma við sjúkrahúsin á Akranesi og Akureyri. Árið 1988 lauk Margrét framhaldsnámi í stjórnun við Nýja hjúkr- unarskólann. Fyrstu æviárin bjó Margrét á Húsavík ásamt móður sinni og ömmu og afa, þeim Sig- ríði Stefánsdóttur og Jóhannesi Þórarinssyni sem áður voru bændur í Garði í Kelduhverfi. Þegar Margrét var fjögurra ára giftist móðir hennar Jóhanni Kristni Jónssyni. Fyrstu hjú- skaparár foreldra hennar bjuggu þau líka á Þórshöfn og Raufarhöfn og ólst því Margrét einnig upp á þessum stöðum. Eftir það flutti fjölskyldan aftur til Húsavíkur og byggði sér heimili að Ketilsbraut 5. Þar bjó Margrét lengst en síðar bjó hún sér heimili að Garðarsbraut ásamt dóttur sinni. Útför Margrétar verður gerð frá Húsavíkurkirkju í dag, 9. júlí 2012, og hefst athöfnin klukkan 14. 1994. Dóttir Mar- grétar er Hanna Björg Guðmunds- dóttir, f. 23. október 1977. Barnsfaðir Mar- grétar er Guðmundur Karl Karlsson, f. 6. nóvember 1941. Hálf- systur Margrétar samfeðra eru Jóhanna Ólöf, f. 27. september 1951 og Sigrún Helga, f. 17. janúar 1955. Margrét lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Húsavíkur árið 1967 og prófi frá Hjúkr- unarskóla Íslands árið 1972. Frá þeim tíma starfaði hún sem hjúkrunarfræðingur, lengst við Sjúkrahúsið á Húsavík en um Í dag kveð ég frænku mína Margréti Sigríði á Húsavík. Frænka varð sextíu og tveggja ára á þessu ári, sem er ekki nokk- ur aldur á okkar tímum til að kveðja þennan heim. Margrét háði hetjulega baráttu við krabbameinið og þar var hún ekki tilbúin að gefast upp. Hanna Björg dóttir hennar sagði mér, að meira að segja hefði hún nýlega verið að leggja á ráðin með utan- landsferð fyrir þær mæðgur. Svo frænka var ekki á þeim buxunum að gefast upp fyrir ógnvaldinum, en enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Við Sirra systir vorum á leið- inni austur á Húsavík síðastliðinn föstudag þegar frænka kvaddi þennan heim, baráttunni var lokið. Ótrúlegt, Margrét var farin. Þessi stóra frænka mín sem ég hafði lit- ið upp til frá því ég var lítil og ver- ið einhvern veginn fastur punktur á Húsavík. Margrét var engin venjuleg kona. Hún var greind, glæsileg, sjálfstæð, ákveðin og frumleg, en fór sannarlega ótroðnar slóðir og var alltaf bílstjóri í sínum lífsbíl. Að vera sinn eigin bílstjóri er kannski góð lýsing á Margréti; dóttir móður sinnar, Dúllu frænku, sem heldur ekki var neinn venjulegur bílstjóri og bíleigandi. Brunandi norður Tjörnesið á drossíunni, á leið austur í Keldu- hverfið sitt, syngjandi undir stýri með Jóhann sinn sér við hlið í hvítri skyrtu með axlabönd og pípu í hendi. Þetta er myndin mín, ótrúlega sterk og skýr mynd. Ófáar stundir áttum við saman fjölskyldurnar. Mæður okkar, systurnar Dúlla og Dúna, ásamt stóru systur Lóló á Kópaskeri, voru samrýmdar systur og öll fríin okkar gengu nánast út á það að skreppa austur eða taka á móti þeim heima á Akureyri. Mér er það líka minnisstætt hve mamma var stolt af ungu Margréti frænku sinni þegar hún útskrifaðist með sóma sem hjúkrunarkona, eftir að hafa dvalið hjá okkur á Akureyri við starfsnám sitt við sjúkrahúsið. Margrét var ekki eftirbátur móður sinnar og lagði mikla rækt við ættingja sína og engum duldist hvað hún var glöð og þakklát ef maður hafði samband við hana eða bauð henni til veislu. Nú síðast átti ég von á henni til stúdentsveislu hjá yngstu dóttur minni þann 17. júní og vissi að hún hlakkaði mikið til að koma og hitta okkur skyld- menni sín en heilsunnar vegna treysti hún sér ekki til að koma. Árið 1977 vorum við frænkurn- ar svo samstiga í barneignum og fæddum dætur okkar með stuttu millibili á haustdögum. Næstu ár- in fylgdumst við hvor með annarri en eftir því sem árin hafa liðið lengdist á milli okkar, nú eru litlu stúlkurnar okkar orðnar að kon- um sem fylgjast vonandi hvor með annarri á ókomnum árum og rækta áfram fjölskylduböndin. Hönnu Björgu votta ég mína dýpstu samúð. Stefanía Gerður Sigmundsdóttir. Margrét Sigríður Árnadóttir  Fleiri minningargreinar um Margréti Sigríði Árna- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. HINSTA KVEÐJA Sofið er ástaraugað þitt, sem aldrei brást að mætti mínu. Mest hef ég dáðst að brosi þínu. Andi þinn sást þar allt með sitt. Slokknaði fagurt lista ljós. Snjókólgudaga hríðir harðar til heljar draga blómann jarðar. Fyrst deyr í haga rauðust rós. (Jónas Hallgrímsson) Vináttu þinnar verður sárt saknað. Pálína (Palla).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.