Morgunblaðið - 09.07.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.07.2012, Blaðsíða 23
komuna var hann háseti á Þresti RE í hálft ár, starfaði hjá Fiskmarkaði Suðurnesja 2000-2003, stundaði fisk- vinnslu hjá Þrótti hf og Vísi 2003- 2005, og sinnti síðan öryggisgæslu hjá Sýslumannsembættinu á Kefla- víkurflugvelli á árunum 2005-2006. Á námsárunum við HÍ var Páll Valur yfirmaður Vinnuskólans í Grindavík 2007-2010. Hann stundaði síðan kennslu við Njarðvíkurskóla veturinn 2011-2012. Í pólitíkina á miðjum aldri Páll Valur æfði og keppti í knatt- spyrnu frá því á unglingsárunum, fyrst með Einherja á Vopnafirði en síðan með meistaraflokki Grindavík- ur, eftir að hann flutti þangað, til 1995. Þá var hann aðstoðarþjálfari Grindavíkurliðs karla sumarið 2008. Páll Valur fór í prófkjör hjá Sam- fylkingunni fyrir alþingiskosning- arnar 2009. Hann tók síðan þátt í lok- uðu prófkjöri flokksins vegna sveitarstjórnarkosninganna 2010, lenti þá í fyrsta sæti listans og hefur verið oddviti flokksins í Grindavík. Hann situr því í bæjarstjórn og bæjarráði Grindavíkur, situr í stjórn Kvikunnar – auðlinda- og menning- arhúss Grindavíkur frá 2009, situr í samráðshópi, skipuðum af mennta- málaráðherra, um meiri menntun á Suðurnesjum, situr í kjödæmaráði Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og í flokkstjórn Samfylkingarinnar. Ánægður með samstarfið En hefur Páll Valur alltaf verið pólitískur eða verða menn bara allt í einu pólitískir á miðjum aldri? „Það hefur lengi blundað í mér fé- lagshyggjupólitík og löngun til að láta eitthvað gott af mér leiða í þeim efnum. En mér hefur á sama tíma þótt öll flokkapólitík svolítið óað- laðandi. Líklega á það enn við um landsmálapólitíkina. Ég lét hins veg- ar slag standa með þetta prófkjör á sínum tíma og er nú í minnihluta í bæjarstjórn hér í Grindavík. Ég hef hins vegar ekkert undan neinu að kvarta þar. Ég er þvert á móti ánægður með gott samstarf í bæj- arstjórninni og málefnalega umfjöll- un. Það er í mörg horn að líta í sveit- arstjórnarmálum og þetta starf hefur verið krefjandi en afar lærdómsríkt.“ Fjölskylda Eiginkona Páls Vals er Hulda Jó- hannsdóttir, f. 19.1. 1963, leik- skólastjóri leikskólans Króks í Grindavík. Hún er dóttir Jóhanns Ólafssonar, f. 30.8. 1931, d. 9.6. 2012, múrarameistara í Grindavík og í Reykjavík, og Ólafar Ólafsdóttur, f. 23.7. 1934, húsfreyju í Grindavík. Börn Páls Vals og Huldu eru Ólöf Helga Pálsdóttir, f. 24.5. 1985, nemi í fatahönnun og fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Njarðvíkurliðs kvenna í körfubolta; Björn Valur Pálsson, f. 18.7. 1991, stúdent og tónlist- armaður. Systkini Páls Vals eru Þórður Sig- urður Björnsson, f. 3.5. 1965, bóndi í Hvammsgerði í Vopnafirði en kona hans er Steinunn Aðalsteinsdóttir; Þröstur Björnsson, f. 6.12. 1976, sjó- maður á Ólafsfirði en kona hans er Brynhildur Vilhjálmsdóttir. Foreldrar Páls Vals eru Björn Pálsson, f. 24.5. 1931, búfræðingur og járnsmiður á Vopnafirði, og Katrín María Valsdóttir, f. 21.5. 1945, hús- freyja á Vopnafirði. Úr frændgarði Björns Vals Pálssonar Sigurbjarni Guðnason vélstj. í Rvík. Sigríður Kristinsdóttir húsfr. í Rvík. Þorvaldur Pétursson b. í Flatey í Breiðfirði Katrín G. Pétursdóttir húsfr. í Flatey Guðlaug Pálsdóttir bróðurdóttir Þórunnar, ömmu Þorsteins Gíslasonar ristjóra. Víglundur Helgason b. á Haukastöðum í Vopnaf. Svanborg S. Björnsdóttir húsfr. Páll Valur Björnsson Björn Pálsson búfr. og járnsm. á Vopnaf. Katrín María Valsdóttir húsfr. á Vopnaf. Ólína Kristín Þorvaldsdóttir húsfr. í Rvík. Valur Sigurbjarnason vélstj. og sjóm. í Rvík. Svava S, Víglundsdóttir húsfr. á Refsstað Metúsalem Jósefsson b. á Svínabökkum Björn Metúsalemsson b. á Svínabakka Arnþór Björnsson fyrrv. hótelstjóri í Reynihlíð Páll Metúsalemsson b. á Refsstað Þórður Pálsson fyrrv.kaupfélagsstj. KVV Gunnar Pálsson fyrrv. vþm. Viglundur Pálsson fyrrv. bankastj. á Vopnaf. Hjónin Páll Valur og Hulda, konan sem fékk hann til að flytja frá Vopnafirði til Grindavíkur. ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2012 Sigurður Kristófer Pétursson,rithöfundur og fræðimaður,fæddist að Klettakoti á Snæ- fellsnesi 9. júlí 1882. Hann ólst að mestu upp á Brimilsvöllum í sömu sveit. Hann var sjálfmenntaður fræðimaður, þýðandi og mikill mála- maður. Hann las öll Norðurlanda- málin, ensku, þýsku og talaði og orti á esperanto. Sigurður Kristófer smitaðist 7 ára gamall af holdsveiki og barðist við þann sjúkdóm alla ævi. Í skrifum sín- um telur hann hamingju sína felast í sjúkdómnum, hann gerði honum kleift að rækta hæfileika sína. Hann var meðal fyrstu holdsveiki- sjúklinga á Laugarnesspítala og dvaldist þar meira og minna allt til æviloka. Hann var mikill hagyrð- ingur og sjúkdómsraunir urðu hon- um oft yrkisefni: Löng þá sjúkdómsleiðin verður, lífið hvergi vægir þér, þrautir magnast, þrjóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn elskar - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Guðspekin var honum hugleikin og kynntist hann henni í sinni löngu spítalavist þar sem hann lifði eins konar munklífi. Spítalinn varð hans menntasetur. Sigurður Kristófer ritaði fræði- verkið Hrynjandi íslenskrar tungu þar sem hann varpaði fram þeirri ný- stárlegu kenningu árið 1924 að höf- undar íslenskra fornbókmennta hafi þekkt og farið eftir lögmáli óbundins máls. Í formála verksins segir Sig- urður: „Fegurð er sigurtákn lífsins, en regluleysi er merki dauðans […] Fyrirmynd allra frumlista er að finna í verkum náttúrunnar.“ Kenningunni var vel tekið meðal fræðimanna en féll fljótlega í gleymsku. Margir vildu að hann fengi dokt- orsnafnbót en hann svaraði því víst til að hann léti sér nægja þann titil sem ekki yrði af sér tekinn: Sjúklingur í Laugarnesspítala. Sigurður lést 19. ágúst 1925. Merkir Íslendingar Sigurður Kristófer Pétursson 85 ára Eyjólfur Eyjólfsson Hallfríður Petra Ólafsdóttir Haukur Ingimarsson Magnús Óskarsson Sigríður Þórðardóttir Sigursteinn Marinósson Turid F. Ólafsson 80 ára Elín K. Elísdóttir Oddný Helgadóttir Óli Jakob Hjálmarsson Sverrir Valdemarsson Þórunn Vilbergsdóttir 75 ára Bjarnar Kristjánsson Fanney Sumarliðadóttir Helga Sigríður Bachmann Katrín Björk Friðjónsdóttir Magnús Ólafsson Sigurður Óskarsson Viðar S. Guðjónsson 70 ára Auður Stefánsdóttir Hafdís Jóhannesdóttir Halldór S. Svavarsson Maggý Guðmundsdóttir Margrét Egilsdóttir Ólafur Björgvinsson 60 ára Árni Ragnarsson Unnur Edda Müller 50 ára Eva-Maria C. P. Baldursson Guðmundur Eiríksson Guðrún Helga Tómasdóttir Hulda Marinósdóttir Matthildur Kristmundsdóttir Páll Valur Björnsson 40 ára Auður Bára Ólafsdóttir Axel Þór Sveinbjörnsson Guðmundur Steinar Jónsson Heiðar Örn Sverrisson Jón Björn Geirsson Jón Hrói Finnsson Kristinn Þór Guðmundsson Robert A. Krawaczynski Sigríður Halldórsdóttir Sjöfn Þórðardóttir Tryggvi Hannes Blöndal 30 ára Bára Eyfjörð Jónsdóttir Birgir Hrafn Hallgrímsson Edda Linn Rise Egle Jakobson Friðrik Sveinn Kristinsson Hallgrímur Jónsson Hany Mohamed Hussein M. Elmasry Hólmfríður Halldórsdóttir Patrekur Patreksson Pálmi Viðar Snorrason Til hamingju með daginn 30 ára Sævar Jónsson er fæddur og uppalinn á Stokkseyri. Hann býr á Tjörn á Stokkseyri og er verslunarstjóri hjá Still- ingu á Selfossi. Maki Kata G. Magnús- dóttir, f. 1980, þjónn á Hótel Selfoss. Börn Viktoría Rós, f. 1997 og Sara Ragnhildur Sævarsdóttir, f. 2006. Foreldrar Ragnhildur Jónsdóttir, f. 1953 og Jón Hallgrímsson, f. 1944. Sævar Jónsson 30 ára Sandra Dís er Ís- firðingur og er búsett í Reykjavík. Hún lauk kandidatsnámi í lækn- isfræði 2009 og starfar sem læknir á Landspít- alanum. Maki Örnólfur Þórir Örn- ólfsson, f. 1981, tækni- fræðingur hjá Marel. Börn Ragúel, f. 2011. Foreldrar Berglind Árna- dóttir, f. 1961, kennari og Steinþór Friðriksson, f. 1961, vert og málari. Sandra Dís Steinþórsdóttir 40 ára Harpa María er búsett í Reykjavík. Hún er íþróttakennari frá KHÍ 1996 og lauk námi í iðju- þjálfun frá Holstebro í Danmörku, 2002. Hún starfar á Æfingastöðinni. Maki Andri Stefánsson, f. 1972, sviðsstjóri hjá ÍSÍ. Börn Viktor Örlygur, f. 2000 og Arney María, f. 2004. Foreldrar Bryndís Þor- valdsdóttir, f. 1940 og Ör- lygur Ívarsson, f. 1931. Harpa María Örlygsdóttir Fjölhæfasti starfskrafturinn Fjölnota vinnuþjarkur sem höndlar hátt í 100 verkfæri ▪ Lágur rekstrarkostnaður ▪ Einstaklega lipur í notkun ▪ Vökvaknúinn í aldrifi ▪ Sjá nánar á VBL.is - myndbönd o.fl. 630 28 hö Kubota díeselmótor með 44 lítra vökvadælu, 200 bar Hæð 209 cm Lengd 255 cm Breidd 99 - 129 cm Þyngd 1350 kg Lyftihæð 282 cm Lyftigeta 1400 kg Fáanlegur með húsi Í drifbúnaði eru engar reimar, kúplingsdiskar né drifsköft. Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.