Morgunblaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2012 Vel lítur út með uppskeru á útirækt- uðu grænmeti á Flúðum og fara um 1,5 tonn af gulrótum frá SR Græn- meti í verslanir á höfuðborgarsvæð- inu í dag. Þeim var sáð 20. apríl og fengu sérstaka umönnum, voru und- ir dúki og vökvaðar reglulega á kvöldin og nóttunni. Gulræturnar eru ræktaðar í heit- um garði af náttúrunnar hendi á Grafarbakka. „Þetta er mjög góð uppskera, með betri uppskerum sem ég hef fengið úr garðinum,“ segir Ragnhildur Þórarinsdóttir. Hún þakkar sérstakri umönnun eigin- mannsins árangurinn. „Bóndinn minn, hann Pálmar Þorgeirsson, var mjög duglegur að vökva og hlúa að þessu og uppskeran er eftir því.“ Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Gulrætur Anton Gunnlaugur, Hannibal Sindri og Andri Óskarssynir og Tobias Már Ölvisson hjálpa ömmu sinni Lilju Ölvisdóttur á Garðyrkjustöðinni Grafarbakka 1a við Flúðir að pakka gulrótum. Vinna Hlynur Eyjólfsson tekur upp gulrætur fyrir SR Grænmeti á Flúðum. Góð upp- skera af gulrótum anna hafa ratað í færeyska fjölmiðla og þar bætt við að erfðafræðirann- sóknir bendi til að hluti makrílsins sé af kanadískum uppruna. Anna Krist- ín segist hafa verið í samskiptum við færeyska samstarfsaðila vegna þessa misskilnings. Enn sé töluvert í fyrstu niðurstöður og því ekkert hægt að fjölyrða um uppruna íslenska mak- rílsins. Anna segir að hægt sé að flýta úrvinnslu sýna með tæki sem þarf að kaupa til landsins. Erfðagreinirinn kostar um 40 milljónir kr. og ekki hefur tekist að fjármagna kaup á hon- um. Matís er aðili að öðru rannsókn- arverkefni um uppsjávarfisk. Það miðar að því að nota erfðarannsóknir til að skera úr um uppruna síldar sem kemur í blönduðum afla veiðiskipa fyrir austan land, hvort hún er ís- lensk sumargotsíld eða úr norsk- íslenska síldarstofninum. DNA-greining á makríl enn á byrjunarstigi  Nýtt tæki getur flýtt úrvinnslu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Makríll Rannsóknir standa yfir á ættum hans og uppruna. Uppsjávarfiskar » Með hlýnandi sjó á norð- urslóðum opnast ný búsvæði. Makríllinn eltir fæðuna og finnst nú allt í kringum Ísland. Hann er orðinn mikilvægur nytjastofn hér við land. » Búist er við að útbreiðslu- mynstur fleiri uppsjávarteg- unda breytist í kjölfarið. Er nú unnið að fjármögnun á nor- rænu og/eða evrópsku rann- sóknarverkefni. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þeir sem vinna að rannsókn á makríl sem veiðist við Ísland verða varir við mikinn áhuga á verkefninu enda get- ur það haft mikla þýðingu fyrir samn- ingaviðræður í makríldeilunni. Rann- sóknin er þó enn á byrjunarstigi og er verið að reyna að fjármagna tæki til að flýta úrvinnslu gagna. Makrílrannsóknin er samvinnu- verkefni Matís, Hafrannsóknastofn- unarinnar, Háskóla Íslands og haf- rannsóknastofnana í Færeyjum, Noregi og Kanada. Rannsóknin hófst eftir að mak- ríll fór að veiðast í íslensku fiskveiði- lögsögunni. „Útgerðarmenn og sjó- menn fóru að spyrja hvaðan þessi makríll væri, hvort hann væri úr vesturstofninum, Norðursjávarstofn- inum eða suðurstofninum,“ segir Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðs- stjóri öryggis, umhverfis og erfða hjá Matís. Starfsmenn Matís heimsóttu útgerðir í Vestmannaeyjum til að kynna möguleika á rannsóknum á uppruna makrílsins. Mikill áhugi reyndist vera á hugmyndinni en ekki tókst að fjármagna rannsókn. Anna Kristín segir að sótt hafi verið í nokkra sjóði og styrkur fengist hjá Verkefnasjóði sjávarútvegsins á síð- asta ári. „Það gaf okkur tækifæri til að hefja vinnu við að þróa DNA- greiningu á makrílnum og taka upp samstarf við fleiri aðila. Einnig var sótt í norræna rannsóknarsjóði. Anna segir að undirtektir hafi verið frekar dræmar en þó fengist styrkur úr Nora-sjóðnum í ár og það komið rannsókninni áfram. Sýnum hefur verið safnað frá helstu veiðisvæðum hér við land, Færeyjum, Noregi og Kanada og einnig af hrygningarslóð allra stofn- anna í Norðaustur-Atlantshafi. Kanada er með í rannsókninni vegna fyrirspurna sem borist hafa frá sjómönnum og útvegsmönnum um það hvort makríllinn sem er við Suð- ur- og Vesturland kunni að vera það- an kominn. Reynt að fjármagna tæki Ekki voru til nein DNA- erfðamörk fyrir makríl og því er rannsóknin ákveðið brautryðj- endastarf. Fréttir Morgunblaðsins um DNA-greiningu á makríl sem ætl- að er að finna uppruna makrílgangn- Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þetta er mjög spennandi verkefni og það má eiginlega segja að þegar Sundhöllin var byggð, í miðri kreppu, þá komu strax fram hug- myndir um að hafa útilaug á reitn- um við hliðina,“ segir Dagur B. Egg- ertsson, formaður borgarráðs, en í gær samþykkti borgarráð á fundi sínum tillögu um hönnunarsam- keppni um útfærslu útilaugar við Sundhöll Reykjavíkur. Reiturinn sem hugsaður er fyrir hina nýju laug snýr í suður og ætti því að gleðja sundlaugagesti á sólríkum dögum. Í skýrslu starfshóps um endurbætur og hugsanlega stækkun laugarinnar er lögð áhersla á að byggingarlist hússins, bæði að innan sem utan, yrði gert hátt undir höfði þegar ráð- ist verður í endurbætur eða við- byggingu. „Aðalþrautin í þessu er sú að hanna og útfæra laug sem virðir hið upprunalega útlit Sundhall- arinnar og reynir ekki að yf- irskyggja hana,“ segir Dagur og bætir við að útlit og stíll hússins sé í raun gersemi og því verði spennandi að fylgjast með framhaldinu. Svæðið sem ætlað er útilauginni er álíka stórt og sjálf Sundhöllin og því segir Dagur það t.a.m. henta vel fyrir 25 metra sundlaug, heita potta og skemmtilega leikaðstöðu fyrir yngri kynslóðina. Vonir standa til að unnt verði að hefja undirbúning að samkeppninni á næstunni og að hægt verði að aug- lýsa eftir tillögum snemma á kom- andi haustmánuðum. „Gangi allt að óskum gætum við svo tekið ákvörðun í málinu á fyrri- hluta næsta árs.“ Borgarbúar skrefi nær nýrri útisundlaug Morgunblaðið/Styrmir Kári Sundhöllin Til stendur að bæta við útisundlaug sunnan við Sundhöllina, ásamt heitum pottum og leikaðstöðu fyrir yngri kynslóðina. Sundhöllin friðuð » Sundhöllin í Reykjavík var teiknuð af Guðjóni Samúels- syni húsameistara ríkisins. » Húsnæðið var byggt á ár- unum 1929-1937. » Hinn 20. desembermánuð árið 2004 var Sundhöllin frið- uð og tekur friðunin til ytra og innra borðs laugar, búnings- klefa og sturtuklefa.  Samkeppni um hönnun útilaugar við Sundhöllina Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær tillögu um að borgin leiti að samstarfsaðilum um uppbyggingu heilsuræktar á svæði Breiðholts- laugar við Austurberg. Er þetta gert til að bæta úr þörf fyrir lík- amsræktarstöð í Efra-Breiðholti. Fól borgarráð Framkvæmda- og eignasviði að hafa forystu um málið í samvinnu við Skipulags- og bygg- ingasvið og ÍTR. Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að uppbygging sem þessi í tengslum við Breiðholts- laug hafi áður verið auglýst í kjall- ararými laugarinnar, í svonefndum Undirheimum, en án niðurstöðu. Nú þegar auglýst verði á ný eftir samstarfsaðilum verði opnað á aðra valkosti í staðsetningu sem kunni að vera til uppbyggingar á lóð eða í grennd við sundlaugina. Breiðholtslaug er ein sjö sund- lauga sem Reykjavíkurborg rekur. Laugin var vígð árið 1981, fyrst sem innilaug til sundkennslu fyrir skólana í Breiðholti, en síðar var aðallaugin tekin í notkun. Undirbúa líkamsræktarstöð við Breiðholtslaug Morgunblaðið/Árni Sæberg Breiðholtslaug Nú á að bæta við líkams- ræktarstöð í eða við sundlaugina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.